Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Síða 1

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Síða 1
MANUDAGSBUDID Mánudagur 21. des: 1981, 10. tbl. 3^- árg.___________________________________________Verð 7 kr. ÚRSKURDUR ALMENNINGS: Aldamóta- mennirnir á Alþingi athugi sinn gang Meiri dans Nú mun vera nýbúið að veita leyfi fyrir einu risa- danshúsi í viðbót í Breið- holti. Kvað það eiga að standa skammt frá Broad- way, eða bæjarmegin við bensínstöðina, en þá skýr- ingu munu a.m.k. Breiðhylt- ingar skilja. Þetta skal auðvitað vera meira en þúsund gesta staður og Brauðbær er sagður eig- andi. Það hlaut að vera að fleiri myndu finna peningalykt áður en lyki. Það virðist ekki vera neinn smáhagnaður af brenni- vínssölunni enda vilja þeir, sem komast þar í feitt, sem minnst láta á þessu bera. Miðað við veitingareksurinn, ef vel geng- ur, er venjulegur verslunar- rekstur bara apaviðskipti, eða monkeybusiness. En það kemur í ljós, þegar menn byggja hallir upp á gamla milljarða og hafa hundruð manna í vinnu dag og nótt vikum saman án þess að depla auga, að það eru seðlar í bakhöndinni, og er það vel. Viljum ekki láta „hafa vit fyrir okkur" f þessu máli íslenskur almenningur hefur gert upp hug sinn til útvarpsmála og ákveðið að í landi hans skuli rekið það sem kallað hefur verið frjálst útvarp. Fylgið við frelsið í slíkum rekstri er svo yfirgnæfandi, að mennirnir með aldamótahugsunarháttinn í þingmannaliðinu eiga þess engan kost að halda til streitu andspyrnu byggðri á úreltum þröngsýnissjónarmiðum nema skamma hríð í viðbót. Það er að segja, ef þeir vilja halda í þingmennskuna - og það vilja þeir. Þeim verður ekki gefíð tæki- færið til að „hafa vitið fyrir okkur“ í þetta sinn. En auðvitað er öllu frelsi stakkur sniðinn, og setja þarf reglur fyrir frjálsar hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar, reglur sem vernda hagsmuni fjöldans eins og aðrar sambýlisreglur okkar. Hljóðvarp... Sennilegt er að staðbundnar hljóðvapsstöðvar í þéttbýlis- kjörnum um landið verði með tímanum 5-7 talsins. Hugsan- legt er að sett verði á laggir ein stór hljóðvarpsstöð, er nái til alls landsins við hlið ríkisútvarpsins. Hljóðvarpsstöðvar munu koma á undan, því þær eru hægari í rekstri, þurfa minni tæknikunn- áttu og geta starfað með targfalt ódýrari búnaði en sjónvarp. þátt í að stórendurbæta skilyrðin með endurnýjun sendistöðva um land allt, og nýta þær síðan ásamt ríkissjónvarpinu sem önnur rás. Valdapot Margir þeir, sem gerst hafa kynnt sér þessi mál, telja þannig að rúm sé fyrir tvær sjónvarps- stöðvar, tvær meiriháttar hljóð- varpsstöðvar og nokkrar minni staðbundnar, og vitanlega er samkeppni öllum til góðs. Þeir álíta, að hið eina, sem geti dregið málið á langinn, séu misvitrir stjórnmálamenn, sem ekki vilji missa völdin yfir hinum sterka fjölmiðli, sem þeir nota óspart í valdapotinu og hagsmuna- gramsinu eins og kunnugt er. En að stjórnmálamaður viiji ekki missa völd er ekki ný bóla, og vilji almennings sigrar slíkt áður en lýkur. MEIRA UM FRJALST ÚTVARP BLS. 3 Á bls. 3 í blaðinu í dag er rætt við tvo menn, sem látið hafa að sér kveða í umræðu um frjálsan útvarpsrekstur og eru honum hlynntir, þá Guðmund H. Garðarsson fyrrv. alþingismann og Qlaf Hauksson ritstjóra. ...og sjónvarp Síðan er líklegt að almenn- ingshlutafélag standi að stofnun sjónvarpsstöðvar, sem hugsan- lega mundi byrja á því að taka MANUDAGSBIADID Gleðileg jól! Blaðið sendir öllum velunn- urum sinum góðar óskir um friðsæl jól og gott nýár.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.