Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Page 8

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Page 8
8 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. apríl, 1982 „LATIÐ ekki SATAN DRAGA YKKUR OF HRATT" DREGINN ÚT 6. APRIL Framh. myrtur eftir að hann hafði áfrýjað dómnum, og það er ekki.fyrr en fjórum árum síðar, sem hinn metnaðargjarni Dewey fær mál, sem gerir hann þjóðfrægan. Kviðdómur í New York, sem var að reyna að rannsaka hið ólöglega happdrættisbrask í borginni, fékk sig fullsaddan á því, hve málið sóttist seint og heimtaði nýjan sak- sóknara. Dewey varð fyrir valinu og reyndist rétti maðurinn á rétta staðnum á réttum tíma. Happdrættisbraskið var að mestu undir stjórn áðurnefnds Dutch Schultz. Hann var einn af fáum glæpaforingjum fyrri daga, sem gat gortað af því að vera innfæddur Bandaríkjamaður. Hann var frá New York. Móðir hans hét Emma Flegenheimer, og var guðrækin kona, sem dreymdi stóra drauma um son sinn og kallaði hann Arthur í höfuðið á ævintýrakonunginum.En Frisbygata var ekki heppilegur skóli fyrir verðandi konunga, og dreng- urinn varð meðlimur í götuflokki, sem kallaður var Bergens-flokkur- inn. Það var ekki fyrr en hann hafði sannað manndóm sinn með fimmt- án mánaða fangelsisvist fyrir fjölda vopnaðra ofbeldisverka og rána, að Bergenshópurinn gaf honum viður- nefnið Dutch Schultz eftir þjóð- sagnakenndum hnefaleikakappa, sem var talinn illvígasti hnefaleik- ari í Bronxhverfinu. Seinna átti Schultz eftir að segja, að hann sæi eftir að hafa ekki haldið sínu upp- haflega nafni. Það væri of langt fyrir blaðafyrirsagnir, og þá hefði enginn heyrt hans getið. A Bannárunum stofnaði Schultz sinn eigin glæpa- flokk og sitt eigið sprúttveldi, en færði síðan úr kvíarnar og keypti sinar eigin veðhlaupabrautir, veit- ingahús og náði undir sig happ- drættisbraskinu í New York. Féll á græðginni Það var græðgin, ekki Dewey, sem varð Schultz að falli. Hann ákvað að sölsa undir sig bjórveldi Waxey Gordons, og sendi hóp af mönnum sínum til að gera Gordon fyrirsát í Cartaret-hóteli í Elizabeth í New Jersey. Gordon slapp út um glugga, en tveir af mönnum hans, Max Greenberg og Max Hassel, sem voru sofandi í næsta herbergi, voru myrtir. En Schultz átti eftir að finna fyrir því, að á þessum dögum einingar, var slíkt einstaklingsfram- tak litið hornauga af máttarvöldun- um. Því að nú tók Murder Inc. í taumana. Þann 23. október 1935 var Schultz í snyrtiherbergi karla í Palace Chophouse í Newark í New Jersey. Meðan hann var að þvo sér um hendurnar, opnaði sá, sem talinn er hafa myrt hann, Charles “The Bug“ Workman, iyrnar og skaut einu skoti. Þrír af lífvörðum hans voru líka skotnir til bana. Meðan Dutch lá í andarslitrunum minntist hann móður sinnar og hennar háu drauma. „Mamma er bezti vinningurinn, og látið ekki Satan draga ykkur of hratt“ stundi hann. Fáum harmdauði Schultz var bráðlyndur og ofsafenginn, auk þess sem hann var illskeyttur og nízkur að eðlisfari. hann var því fáum harmdauði. Þeir stóru í Sambandinu skiptu upp veldi hans, sem var alls ekki lítið. Það var eitthvað handa öllum og jafnvel Cleveland sambandið fékk veðhlaupabraut nálægt Cincinnati. Dauði Dutch Schultz markar enda- lok sjálfstæðra styrjalda og taum- lausrar samkeppni. En Dewey, sem þóttist illa svikinn að missa af Schultz, snéri vopnum sínum að Lucky Luciano, sem almennt var talinn hinn nýji höfðingi (capo) „Italska félagsins“, eins og Mafian var þá kölluð af þeim fáu, sem voru nógu upplýstir til að kalla hana nokkuð. Verðlaunagripir í úrvaii f7 v Verðlaunapeningar m/áletrun. Mjög hagstœtt verð. Leftíð uppfýs/nffe. MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugaveg/8, s/mi22804. Sýningarbílar á staönum — til afgreiöslu strax Viöurkennd gæöi, viöurkennd þjónusta og valiö er auövelt og öruggt DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23, SÍMI85870 - 39179 filæsivagn frá Daihatsu á ævintýralegu verói Fyrir 134.800,- kr. færð þú Daihatsu Charmant MEÐ ÖLLU (þar meö talin ryövörn og fullur benzíntankur) Daihatsu Charmant er glæsilegur lúxusbíll meö 103 ha 1600 cc vél, 5 gíra, rúmgóöur 5 manna fjölskyldubíll. Þetta er deluxe útgáfan og þaö sést hvar sem litið er á bílinn. Þetta er bíll fyrir vandláta kaupendur.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.