Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Qupperneq 10
1 0 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. apríl, 1982
POPP
eftir sérlegan
poppskribent
Mánudagsblaðsins
Jens Kr.
VISSIR
ÞÖ...?
...að Siggi pönkari gítarleikari
hljómsveitanna Sjálfsfróunar og
Biafra Restaurant hefur ekki
stillt gítarinn sinn frá þvi á miðju
síðasta ári? Einhver myndi nú
kannski segja að það væri ekki mikið
að stilla þar sem aðeins tveir strengir
eru eftir í gítarnum. En sá hængur er
■á að stillingarnar eru ónýtar. Þær
eru alveg pikkfastar...
...að Bubbi rokk-kóngur sigraði
með yfirburðum i vinsældakönnun
Tímans á dögunum. Hann átti bæði
besta lag ársins, „Segulstöðvar-
blús“, og bestu plötu ársins,
,,Pláguna“. Hurnan League
væntanlegir gestir okkar sigruðu
aftur á móti útlena stéttarbræður
sína...
^effl^
Pílluna
á rúðusprautuna
Hún er óbrigðult meðal við
óhreinum framrúðum!
0
Olíufélasið hf
Spiendo pillan fæst á bensínstöóvum ESSO
...að Jóni Ólafssyni skífusala og
hljómplötuútgefanda gengur afar
illa að leigja út skápirin við hliðina á
Skífunni. Enda kannski ekki að
furða. Hann vill fá 120.000 kr. i
ársleigu fyrir skápinn, eða sem
svarar útborgun í íbúð...
...að Karnabær opnar hljómplötu-
verslun við Rauðarárstíg áður en
langt um líður?
... að gamla góða þjóðlagarokk-
sveitin Hellies ætlar að heimsækja
okkur í júlí?
...Hljómplötuútgáfan hf. hefur
ekki einn einasta listamanna á sínum
snærum eins og sakir standa. Þeir
hafa allir flúið á sanngjarnari mið.
Ja, það er af sem áður var þegar
listamenn Hljómplötuútgáfunnar
einokuðu sjónvarpið og fl....
...að það eru Frakkar sem eiga bestu
SSv-bárujárnssveit heims ef EGÓ
er ekki talin með? Þessi franska
súper-grúppa heitir TRUST og
hefur sent frá sér a.m.k. tvær
breiðskífur...
Hnakkar 3 geröir
Feldmann tölthnakkur
meö dýnu kr. 5.740.-
hnakkur kr. 3.700.-
Pakistan hnakkur
kr. 1.502.-
Höfuöleöur og múlar í úrvali.
Jí 5^
unuF
Glæsibæ, sími 82922.
Auglýsing
frá Póst og
súnamálastofnuninni
Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavik,
Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð,
Kópavog, Seltjarnarnes og Varmá er
komin út og er til sölu i afgreiðslum pósts
og sima i Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Varmá.
Verð skrárinnar er kr. 170 með söluskatti.
Póst og simamálastofnunin
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla i
Kjósar- Kjalarnes- og Mosfellshreppum
og á Seltjarnarnesi 1982.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Kjósar- Kjalarnes- og Mosfellshreppur:
Þriðjudagur 13.april
miðvikudagur 14. april
fimmtudagur 15. april
föstudagur 16. april
Skoðun fer fram við Hlégarð i Mosfelís-
hreppi.
Seltjarnarnes:
Mánudagur 19 april
Þriðjudagur 20. april
Miðvikudagur 21.april
Skoðun fer fram við félagsheimilið á
Seltjarnamesi.
Skoðun fer fram frá kl. 8.15—12.00 og
13.00—16.00 alla framantalda daga á
báðum skoðunarstöðunum.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn leggja fram
fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki
fyrir þvi, að bifreiðagjöld séu greidd, að
vátrygging fyrir hver ja bifreið sé i gildi og
að bifreiðin hafi verið ljósastillt eftir 1.
ágúst s.l. Athygli skal vakin á þvi að
skráningarnúmer skulu vera læsileg
Vanræki einhver að koma ökutæki sinu til
skoðunar á auglýstum tima, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og ökutækið tekið úr umferð hvar
sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga
að máli.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu, Bæjarfóget-
inn á Seltjarnarnesi 1. april 1982.
Einar Ingimundarson.