Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 6
SALA á nýjum bílum hefur breyst á undanförnum mánuðum hér á landi. Skotið hafa upp kollinum nokkur fyr- irtæki sem sérhæfa sig í innflutningi bíla frá Bandaríkjunum og Evrópu án milligöngu umboða og ná mörg þeirra að bjóða hagstætt verð. Ókostirnir eru hins vegar þeir að oft á tíðum er málum blandið hvernig staðið er að ábyrgð á bílunum og jafnvel þjónustu, en eins og fram kemur í úttekt, ann- ars staðar hér í blaðinu, er ekki um verksmiðjuábyrgð að ræða þótt slíkt sé auglýst ef innflutningurinn fer fram í gegnum aðra en umboðin. Þá gilda svokölluð kaupalög sem fela í sér tveggja ára ábyrgð seljanda til kaupanda gagnvart göllum. Uppboðsfyrirkomulag Islandus.com er eitt þeirra fyrir- tækja sem hafa haslað sér völl í sölu á nýjum bílum og með allóhefðbundn- um hætti. Salan fer fram í gegnum Netið og er þar um uppboðsmarkað að ræða. Islandus.com hefur flutt inn talsvert af Jeep-jeppum, en umboð fyrir Jeep hefur Askja hf., en það fyr- irtæki hefur enn ekki hafið innflutn- ing eftir að umboðið fluttist þangað frá Ræsi hf. Þeir fjölmörgu sem hafa áhuga á Jeep hafa því í hús að venda hjá Islandus.com og sömuleiðis öðr- um óháðum innflytjendum, eins og Stúdíóbílum og Sparibílum, svo að- eins þrír séu nefndir. Í öllum tilvikum þarf þó að hafa í huga ábyrgðarmál andspænis því oft á tíðum hagstæða verði sem boðið er. Fyrsti sjö sæta Jeep 4x4 Prófaður var á dögunum bíll sem ekki hefur áður sést hér á landi, Jeep Commander, sjö manna borgarjeppi sem reyndar kom ekki á markað í Bandaríkjunum fyrr en á þessu ári. Margir þekkja Jeep Grand Cherokee, sem hefur verið rótgróinn á markaði hérlendis í mörg ár. Hann kom í breyttri mynd fyrr á þessu ári og var reyndar valinn bíll ársins í Bandaríkj- unum. Hann hefur hins vegar aldrei verið í boði sjö sæta og af þeim sökum hefur Jeep orðið af talsverðri sölu í Bandaríkjunum þar sem eftirspurn hefur verið eftir sjö sæta borgarjepp- um. En í stað þess að fara þá leið að lengja núverandi gerð Grand Chero- kee fyrir þriðju sætaröðina ákvað Jeep að smíða alveg nýjan bíl. Hann er vissulega lengri og með meira hjól- hafi en Grand Cherokee en jafnframt allt annarri yfirbyggingu. Commander vekur athygli á göt- unum fyrir einstaklega kassalaga yf- irbyggingu sem stingur í stúf við þá strauma sem nú eru í útlitshönnun borgarjeppa, þar sem allt gengur út á mjúk og ávöl form og sportlega ásýnd. Dæmi um slíka bíla er auðvit- að sjálfur Grand Cherokee en einnig bílar eins og Nissan Murano og nýr Mercedes-Benz M. En þetta er gert af ráðnum hug því Commander á lík- lega að líkjast gamla Cherokee og gerir það. Mikill að innan og vel búinn Bíllinn sem var prófaður er nú á uppboði á Islandus.com og var há- marksboð þegar þetta er skrifað 3.900.000 kr. Þetta er bíll með leð- ursætum og fimm þrepa sjálfskipt- ingu en athygli vekur jafnframt að hann er með einföldustu gerð drif- búnaðar sem boðinn er í þessa gerð bíla, þ.e. Quadra-Trac 1 sem er án millikassa. Þetta er sítengt fjórhjóla- drif og með spólvörn í gegnum ABS- kerfið. Commander er mikill að innan og vel búið að ökumanni og farþegum. Meðal búnaðar er skriðstilling, raf- stýrð stjórnun á pedölum, rafstýrð sóllúga og tveir loftskjáir fyrir far- þega í miðjusætaröð og margt fleira. Stjórntæki og innréttingar eru frem- ur grófgerð en samt með góðum frá- gangi og efnisvali. Allt er gert til að minna á að þetta er sterkbyggður og notadrjúgur bíll en ekki einungis stöðutákn á malbikinu. Í miðjusætaröð fer vel um þrjá full- Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Commander með 3,7 l, V6 vél og Quadra-Trac 1 drifkerfi. Jeep Commander – kassalaga en lipur REYNSLUAKSTUR Jeep Commander 3,7 Guðjón Guðmundsson Fremur lítil veghæð setur Commander vissar skorður. Commander er um 5 cm lengri en Grand Cherokee og 10 cm hærri. 6 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar BÍLASALAN ● SKEIFAN ● BÍLDSHÖFÐA 10 ● S. 587 1000/577 2800 Volvo XC 90 2.5T, 5/2003, ek. 51 þús. km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, dráttar- kúla, CD, hiti í sætum, Cruise control, leður, líknarbelgir, loftkæling, minni í sætum, rafm. í öllu, handfrjáls búnaður, smurbók, þakbogar, þjófavörn o.m.fl. Einn með öllu. Ásett verð: 4.150 þús. Tilboð: 3.390 þús. VW Golf GTI, 2/2005, ek. 10 þús. km, beinskiptur, ABS, álfelgur, ASR spólvörn, magasín, CD, topplúga, handfrjáls bún- aður, hiti í sætum, leður, líknarbelgir, loftkæling og Climatic miðstöð, rafm. í rúðum og speglum, reyklaus, smurbók, spoiler, Xenon o.m.fl. Hlaðinn aukabún- aði. Ásett verð: 3.350 þús. Tilboð: 2.990 þús. Toyota Corolla 1.4 VVTI, 7/2004, ek. 30 þús. km, beinskiptur, ABS, filmur, CD, líkn-arbelgir, rafmagn í rúðum og speglum, reyklaus, smurbók o.fl. Ásett verð: 1.490 þús. Tilboð: 1.290 þús. Suzuki Grand Vitara, 7/2003, ek. 86 þús. km, beinskiptur, ABS, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, samlæsingar, þakbogar o.fl. Ásett verð: 1.670 þús. Tilboð: 1.490 þús. Nissan Terrano II 2400 Sport, 7/2002, ekinn 89 þús. km, beinskiptur, ABS, álf- elgur, CD, rafmagn í rúðum og speglum, stigbretti, varadekkshlíf o.fl. Ásett verð: 1.760 þús. Tilboð: 1.590 þús. Opel Astra G-Coupé, 11/2001, ek. 73 þús. km, beinskiptur, ABS, álfelgur, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, smurbók, ný tímareim í 62 þúsund o.fl. Ásett verð: 1.590 þús. Tilboð: 1.290 þús. M. Benz E-230 Avantgarde, 12/1995, ek. 130 þús. km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, ASR spólvörn, Cruise control, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, smurbók o.fl. Ásett verð: 1490 þús. Tilboð: 1.190 þús. M. Benz ML 270 CDI, 7/2004, ek. 31 þús. km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, ASR spólvörn, ESP stöðuleikakerfi, CD, hiti í sætum, alcantara leður, loftkæling, litað gler, rafmagn í öllu, þakbogar, þjófavörn o.m.fl. Einn með bókstaflega öllu. Sjón er sögu ríkari! Ásett verð: 4.990 þús. Tilboð: 4.690 þús. MMC Pajero GLS 3.2 DI-D, 9/2003, ek. 57 þús. km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, armpúðar, dráttarkúla, filmur, CD, topp- lúga, kastarar í svuntu, leður, rafm. í rúð- um og speglum, þjófavörn o.m.fl. Sjón er sögu ríkari! Ásett verð: 4.100 þús. Tilboð: 3.990 þús. Honda HR-V Smart, 1/2001, ek. 103 þús. km, beinskiptur, ABS, CD, rafm. í rúðum og speglum, samlæsingar, þjófa- vörn, ný tímareim í 88 þús. o.fl. Ásett verð: 980 þús. Tilboð: 880 þús. Dodge Dakota Quad Cab 4.7 Magnum, 5/2005, ek. 3 þús. km, sjálfskiptur, ABS, dráttarkúla, magasín, CD, hiti í sætum, Cruise control, leður, líknarberlgir, litað gler, rafm. í sætum, krómfelgur. Einn með öllu. Ásett verð: 3.290 þús. Tilboð: 2.990 þús. BMW 520 E60, 9/2004, ek. 35 þús., km sjálfskiptur, ABS, ASR spólvörn, bakk- skynjarar, leður, topplúga, Cruise contr- ol, hiti og rafmagn í sætum, leiðsögukerfi o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. Ásett verð: 4.900 þús. Tilboð: 4.490 þús.                  !"# $%  & ''' "    "  ("    ) * #+*  ,, -     * "   * 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.