Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 301. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fordómar
og sinnuleysi?
Fréttaskýring Söru Kolka um óeirð-
irnar í úthverfum Parísar | 20
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Skáldatími Steinunnar Ólínu Rúnturinn er nútímadans
Tónlistin leiðir herratískuna Saga kreditkortanna Atvinna | 56
þúsund ný störf í Bandaríkjunum Vímuefnapróf stuðla að öryggi
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
ASÍURÍKIÐ Laos líður enn fyrir
gríðarlegt magn sprengna sem kast-
að var úr lofti í Víetnamstríðinu fyrir
meira en 30 árum en sprungu ekki og
liggja nú grafnar í jörðu.
Heimamenn vísa reyndar til um-
rædds stríðs sem Bandaríkjastríðs-
ins. „Voru það ekki Bandaríkjamenn
sem mættu á svæðið og fóru í stríð?“
spyr einn heimamanna í grein Sig-
ríðar Víðis Jónsdóttur í Morgun-
blaðinu í dag en hún var þar á ferð
nýverið. Í greininni kemur fram að
200 Laosbúar deyja að jafnaði á
hverju ári af völdum sprengnanna og
margir ganga hungraðir til hvílu
vegna skorts á sprengjuhreinsuðu
svæði til akuryrkju. „Flestir sem
lenda í þessu eru bara venjulegt fólk
eins og ég og þú. Það kemst í snert-
ingu við sprengjur eða sprengjubrot
þegar það ræktar landið eða leitar til
dæmis að eldiviði. Stór hluti fórnar-
lamba er líka börn sem vita ekki að
sprengjurnar eru hættulegar,“ segir
einn starfsmanna ríkissamtaka sem
vinna að því að hreinsa Laos af
sprengjum.
Gamlar
sprengjur
enn mikil ógn
30 ára gamlar | 10
ÁÆTLAÐUR kostnaður við að koma upp viðun-
andi rannsóknaraðstöðu til að greina smitsjúk-
dóma í dýrum, öryggisrannsóknarstofu, er á bilinu
90 til 130 milljónir króna. Stjórn Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur
síðastliðin sex ár sótt um fjárveitingu frá mennta-
málaráðuneyti til að koma upp slíkri öryggisrann-
sóknarstofu, en án árangurs.
Öryggisrannsóknarstofur eru flokkaðar eftir
svonefndum P-stöðlum og er sá hæsti P-4. „Við
slögum upp í P-2,“ segir Sigurður Ingvarsson, for-
stöðumaður Tilraunastöðvarinnar, en horft sé til
þess að ná P-3 aðstöðu á Tilraunastöðinni.
„Spá um að farfuglar muni bera fuglaflensuveir-
una hingað til lands strax næsta vor hristi upp í
mönnum,“ sagði Sigurður.
Viðbragðsáætlun væri til staðar og hún væri í
stöðugri endurskoðun, enda nýjar upplýsingar sí-
fellt að berast. Hann sagði mikilvægt að skoða ís-
lenska fugla, bæði villta og alifugla, til að kort-
leggja hvaða veirur væru í gangi núna, svo það
myndi ekki trufla matið þegar og ef fuglaflensa
bærist til landsins. Áætlanir um slíka kortlagn-
ingu væru til staðar en hægt gengi að fá fjármuni
til að hrinda þeim í framkvæmd.
Ekki betur nú en áður
Eggert Gunnarsson, yfirmaður sýkla-, sníkju-
dýra- og meinafræðideildar Tilraunastöðvar HÍ
að Keldum, sagði stofnunina ekki búa við þau skil-
yrði nú að þar væri hægt að vinna með hættuleg
smitefni á borð við fuglaflensuveiruna. Reglur
banni að unnið sé með inflúensuveirur úr dýrum
og mönnum undir sama þaki, enda blasi þá við
hættan á að veiran geti breyst í farsótt í mönnum.
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir sagði að
beiðni frá stjórn Keldna, þar sem hann á sæti,
hefði legið fyrir lengi um að komið verði upp svo-
kallaðri P-3 aðstöðu, til að hægt verði að stunda
rannsóknarvinnu við hættulega dýrasmitsjúk-
dóma. „Þetta hefur verið í fjárlagabeiðni Keldna
undanfarin ár en ekki hefur verið orðið við henni
af hálfu menntamálaráðuneytisins. Þetta er al-
gjörlega óviðunandi ástand og er búið að vera það
lengi og mér er ekki kunnugt um að það hafi verið
tekið neitt betur í þessa beiðni nú en áður.“
Líkur taldar á að farfuglar beri fuglaflensuveiruna hingað til lands á vori komanda
Ekki fjárveiting til örygg-
isrannsóknarstofu í sex ár
Skortur | 8
Washington. AFP. | Endurskoðunarnefnd á
vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að
bandarísk stjórnvöld endurgreiði Írak allt að
208 milljónir dollara, sem samsvarar 12,5
milljörðum króna, vegna samninga við
Kellogg, Brown & Root, dótturfyrirtæki
Halliburton, að sögn The New York Times í
gær.
Ágóði af sölu íraskrar olíu var notaður til
að greiða fyrir þjónustu fyrirtækisins á ár-
unum 2003–2004. Endurskoðunarnefndin
komst að þeirri niðurstöðu að endurgreiða
bæri að minnsta kosti hluta fjárins vegna
þess að fyrirtækið setti upp allt of hátt verð
fyrir þjónustuna eða innti hana illa af hendi.
Halliburton var eitt sinn undir stjórn
Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna,
og hann hefur neitað ásökunum um að banda-
rísk stjórnvöld hafi hyglað fyrirtækinu.
Bandaríkin
endurgreiði
Írökum
TIL átaka kom milli lögreglu og yfir þúsund mót-
mælenda á götum Mar del Plata í Argentínu á
föstudagskvöld og í fyrrinótt eftir að leiðtoga-
fundur Ameríkuríkja hófst í borginni. Óeirða-
lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum sem
köstuðu bensínsprengjum, kveiktu elda í banka og
nálægum verslunum og brutu rúður um 600 metra
frá hóteli þar sem leiðtogafundurinn fór fram.
Lögreglan sagði að 64 hefðu verið handteknir.
Áður höfðu um 40.000 manns tekið þátt í frið-
samlegum mótmælum gegn stefnu George W.
Bush Bandaríkjaforseta og áformum um stofnun
Fríverslunarsvæðis Ameríkuríkja (FTAA). Hugo
Chavez, forseti Venesúela, ávarpaði mótmælendur
og hét því að koma í veg fyrir að áformunum yrði
hrint í framkvæmd. Vicente Fox, forseti Mexíkó,
sagði hins vegar að staðið yrði við áformin og leið-
togar 29 landa af 34, sem tóku þátt í fundinum,
íhuguðu að stofna fríverslunarsvæði án Venesúela,
Brasilíu, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ.
Reuters
Óeirðir vegna leiðtoga-
fundar Ameríkuríkja
Colombo. AP. | Auðkýfingur, sem sækist
eftir embætti forseta Sri Lanka, hefur
lofað að nota auðæfi sín til að kaupa kú á
hvert heimili í landinu verði hann kjörinn
forseti.
„Sérhvert heimili fær nytháa kú frá
[indverska sambandsríkinu] Kerala sem
búast má við að gefi af sér 10–16 lítra af
mjólk á hverjum degi,“ hafði dagblaðið
The Island eftir forsetaefninu Victor
Hettigoda. „Jafnvel fjölskyldur, sem búa
í fjölbýlishúsum og hafa einhver ráð með
að annast kú, fá mjólkurkú að gjöf.“
Hettigoda er einn af þrettán fram-
bjóðendum í forsetakosningum sem
fram fara 17. þessa mánaðar. Hann segir
að mjólkurkýrnar verði mikilvægur liður
í baráttu hans gegn vannæringu í land-
inu, auk þess sem þær geti stuðlað að
hagsæld þar eð fólk geti notað afgangs-
mjólk til að búa til osta og smjör eða selt
hana til útlanda.
Lofar kú á
hvert heimili
♦♦♦
London. AP. | Þúsundir manna, sem
misstu heimili sín í landskjálftanum í
Pakistan 8. október, eiga á hættu að
deyja úr sjúkdómum við slæmar að-
stæður í tjaldbúðum, að sögn bresku
hjálparsamtakanna Oxfam í gær.
Tugir þúsunda manna hafa leitað
skjóls í tjaldbúðum þar sem skortur
er á drykkjarvatni og hreinlætisað-
staða er ófullnægjandi. „Þúsundir
manna sem búa í afskekktum þorp-
um eru í alvarlegri hættu en neyð
þeirra sem hafast við í tjaldbúðunum
hefur ekki fengið sömu athygli,“
sagði Oxfam.
Þúsundir
í hættu