Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 4
VERSLUNIN Gyllti kötturinn var opnuð í vikunni í Austurstræti númer 8. Mun verslunin bjóða upp á notuð föt, skó og fylgihluti eða „second hand“ eins og slík föt eru oft kölluð. Einnig eru í búðinni ný föt og stefnt er að því að bjóða upp á nýja hönnun Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Einnig eru skartgripirnir allir nýir. Langt er síðan verslun með föt opnaði í Austurstræti og segir Hafdís Þorleifsdóttir, einn eigenda Gyllta kattarins, að mikið líf sé nú komið í Austurstrætið og hún óski þess að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið og opna búð neðst í mið- bænum. Gyllti kötturinn verður opinn alla daga vikunnar, líka á sunnu- dögum, og einnig mun verða lengri afgreiðslutími á miðviku- dögum, en þá verður opið til klukkan 20. Fataverslun opnuð í Austurstræti Morgunblaðið/Árni Sæberg Eigendur Gyllta kattarins: Jóna og Ása Ottesen og Hafdís Þorleifsdóttir. 4 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrjóski rituunginn Rissa skríður úr egginu sínu í stóru fuglabjargi á Íslandi. Þegar líður á sumarið fljúga ungarnir hver af öðrum. Allir nema Rissa sem ætlar aldrei að fara neitt. Stórglæsileg bók eftir höfunda bókarinnar Engill í vesturbænum. Litir verða til Bræðurnir Rauður, Gulur og Blár eiga að lita og fegra jörðina og tekst það með ágætum. Saga sem leiðir börn inní töfraheim litanna. Yndisleg bók eftir Ragnheiði Gestsdóttur. FJÖLDI þeirra mála sem eru til með- ferðar í opinbera kerfinu og varða grun um kynferðislega misnotkun gagnvart börnum hefur nær tvöfald- ast undanfarin 10 ár. Á þessum tíma hefur sakfellingum í kynferðisbrota- málum hins vegar ekki fjölgað. Þetta kemur fram í samantekt sem Barna- verndarstofa hefur látið gera um um- fang og afdrif mála er varðar meint kynferðisbrot gegn börnum í barna- verndar- og réttarvörslukerfinu síð- astliðinn áratug. Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, segir þessa niðurstöðu mjög alvarlega og kalla á skýringar. Menn hljóti að spyrja hvers vegna sakfellingum hafi ekki fjölgað tölulega að einhverju marki miðað við aukinn fjölda mála í kerfinu á tímabilinu, sem Bragi rekur fyrst og fremst til tilkomu Barnahúss og aukinnar samfélagsvitundar. Spurður um hvers vegna hann telji að sakfellingum hafi ekki fjölgað segist Bragi telja að skýringar sé að finna í breytingum á almennum hegningar- lögum sem gerðar voru árið 1999. Lagabreytingarnar fólu í sér að skýrslutaka af börnum var í raun færð frá lögreglu og yfir á dómara. „Hugsunin að baki því var sú að þann- ig væri hægt að komast af með eina skýrslu af barninu með því að gera skýrslutökuna að sérstöku dómþingi sem yrði hluti af aðalmeðferð máls fyrir dómi ef til ákæru kæmi,“ segir Bragi og bætir við að með þessu hafi menn viljað forðast að barn þyrfti að margendurtaka sögu sína. Fylgjast með yfirheyrslum Með því að gera frumskýrslutöku að dómsathöfn hafi um leið verið inn- leiddar þær réttarreglur sem gilda al- mennt um meðferð mála fyrir dómi. „Í því felst að sakborningur á aðkomu að skýrslutökunni, því það er hluti af dómsmeðferðinni. Lögmaður sak- borningsins og jafnvel hann sjálfur eiga rétt á að fylgjast með frum- skýrslutöku af barninu við upphaf rannsóknar málsins,“ segir Bragi. Vandinn sé sá að lögreglan geti ekki tekið skýrslu af sakborningnum svo vel sé fyrr en hún hefur hlýtt á frá- sögn barnsins, en þegar sakborning- ur er kallaður til yfirheyrslu viti hann þegar um öll smáatriðin í frásögn barnsins og hafi fengið tækifæri til þess að undirbúa sig fyrir yfirheyrsl- una á grundvelli framburðar þess. Bragi segir að erlendis liggi fyrir rannsóknir um yfirheyrsluaðferðir á sakborningum. Þær sýna að sakborn- ingur, sem hefur ekki hreina sam- visku, á auðveldara með að beita blekkingum og rangfærslum við yf- irheyrslu ef hann hefur upplýsingar um þau gögn sem lögregla býr yfir áð- ur en hann er yfirheyrður. Bragi segir að þetta leiði að sínu mati til þess að ekki sé fylgt jafnræð- isreglu réttarfarslaga. Ekki halli á sakborning heldur á lögreglu og ákæruvaldið og barnið líði fyrir það. „Það er einfaldlega orðið miklu tor- veldara en það var að ná fram sakfell- ingu í þessum málum,“ segir Bragi. „Ég tel að þetta regluverk, sem gildir bara í sambandi við kynferðis- brot gegn börnum, eigi að endur- skoða,“ segir Bragi og kveðst ekki sjá nein sérstök rök fyrir þeim sérreglum sem gilda í þessum málum. Hann bendir á að þegar lögunum var breytt árið 1999 hafi verið tekið mið af er- lendum rannsóknum sem sýndu að það hefði slæm áhrif á börn að þurfa að endurtaka frásögn sína. Forsenda þeirra hafi verið sú að börn þyrftu að fara á milli stofnana og segja sögu sína við marga ólíka viðmælendur. Markmiðið með stofnun Barnahúss hafi hins vegar verið að stofnanirnar ynnu undir sama þaki svo börn þyrftu ekki að fara á milli staða. „Ég þekki engar rannsóknir sem sýna fram á að það sé skaðlegt fyrir barn að gefa skýrslu í annað sinn ef þær aðstæður sem barnið gefur skýrsluna í eru barnvænlegar líkt og er í Barnahúsi og sami aðili tekur skýrslu af barninu í annað skiptið,“ segir Bragi. „Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að menn eigi að hverfa til gömlu laga- reglnanna sem giltu fyrir 1999 en þó þannig að stoðir Barnahúss verði treystar. Mér líst best á að skýrslu- takan af börnunum fari fram í Barna- húsi undir stjórn lögreglu eins og var en í þeim fáu málum sem ákært er í geti barnið borið vitni á nýjan leik. Þá er hægt að gera það í Barnahúsi en notast við fjarbúnað eins og Héraðs- dómur Reykjaness gerir, þar sem þinghaldið er í dómhúsinu og barnið gefur sinn vitnisburð í Barnahúsi,“ segir hann og bætir við að Barna- verndarstofa hafi lengið verið þess- arar skoðunar. „Mér finnst að þessar nýju upplýs- ingar hljóti að verða til þess að menn fari yfir stöðuna í þessum málum,“ segir hann. „Það er rétt að kalla eftir samræðum á milli lögreglu og ákæru- valds, barnaverndaryfirvalda og fleiri aðila um hvaða ályktanir við gætum dregið af þessum gögnum. Barna- verndarstofa hefur þegar ritað ríkis- saksóknara, ríkislögreglustjóra, lög- reglunni í Reykjavík og fleiri aðilum bréf þar sem við óskum eftir fundi til þess að yfirfara stöðuna.“ Ný samantekt um kynferðisbrot í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu Sakfellingum í kynferðisbrota- málum hefur ekki fjölgað                      !" # $%%&  $%%'                          !    "#     $   % &   '  !  "#              &    *++,-*++./  "     00  4    ! % &    0   % " &    +,   - ,       5  6    *++,-*++.      "  6  "  "    +3      /    #        Morgunblaðið/Golli Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Í ÝTARLEGRI grein breska blaðs- ins Financial Times á föstudag um íslenska kaupsýslumenn og Baugs- málið segist Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs Group, búast við að dvelja að mestu annars staðar en á Íslandi í framtíðinni. Í greininni er einnig rætt við Björgólf Thor Björgólfsson, stjórnarformann Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka, sem lýsir áhyggjum sínum yfir því að of mikið hafi verið reynt að tengja Baugsmálið pólitík. Haft er eftir Jóni Ásgeiri að hann geti ekki lengur verið á Íslandi mjög lengi í einu. Björgólfur Thor og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, lýsa áhyggjum sínum af þeim áhrifum sem Baugsmálið hafi. Hannes segir að málið hafi skaðað orðstír Íslands og hann sé orðinn þreyttur á að ræða það hvar sem hann kemur. Björgólfur segist einnig hafa áhyggjur af málinu. Jafnvel þótt í ljós komi að það sé stormur í vatns- glasi þá muni það skaða Ísland. Björgólfur segist hafa sérstakar áhyggur af því að reynt hafi verið að tengja pólitík við Baugsmálið. „Ég held að það hafi verið gert of mikið úr pólitíkinni. Ísland er ekki banana- lýðveldi og það má ekki gera lítið úr íslensku þjóðfélagi,“ er haft eftir honum. Höfundur greinarinnar, blaða- maðurinn Henry Tricks, var á Ís- landi þegar Baugsmálið var þing- fest. Segist hann hafa farið á fund, sem haldinn var að morgni þess dags þar sem lögmaðurinn Deirdre Lo fór í gegnum ákæruna fyrir blaðamenn að beiðni Baugs. Segir Tricks að þótt hann hafi undrast hin- ar sérkennilegu millifærslur og tengsl milli fyrirtækja, sem sak- sóknarar höfðu reynt að henda reiður á, hefði þó verið enn und- arlegra, að þegar á botninn var hvolft virtist málið ekki snúast um annað og meira en tiltekna þætti þotuliðslífsstíls. Lýsa áhyggjum sínum af áhrifum Baugsmáls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.