Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er löngu vel þekkt
að skipuleg leit að
krabbameini áður en
einkenni gefa sjúk-
dóminn til kynna get-
ur leitt til lækkunar á
dánartíðni. Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins er fram-
kvæmdaraðili slíkrar leitar og ber
því að sjá til þess að starfsemin upp-
fylli skilyrði Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO). Hér er gerð
grein fyrir stöðu mála og tæknilegri
framþróun á þessu sviði.
Almenn skilyrði krabbameinsleitar
Þar sem skipuleg krabbameinsleit
byggist á innköllun einkennalausra
(„heilbrigðra“) einstaklinga til leitar
er siðferðileg ábyrgð heilbrigðisyfir-
valda mikil. WHO gerir því kröfu um
að leitaraðferðin sé rannsökuð með
slembivals-, lífsgæða- og kostnaðar-
rannsóknum áður en henni er beitt í
almennri leit. Í dag uppfylla þrjú
krabbamein þessi skilyrði.
Skipuleg leit að leghálskrabba-
meini hófst hér á landi 1964. Leit-
araðferðin byggist á töku frumu-
stroks frá leghálsi og með hefð-
bundinni smásjárskoðun má greina
afbrigðilega kjarna í frumum stroks-
ins. Við upphaf leitar var þessi sjúk-
dómur annað til þriðja algengasta
krabbameinið meðal kvenna en er nú
níunda algengasta meinið. Fullsann-
að þykir að þessi aðferð hafi leitt til
um 70% lækkunar á fjölda nýrra til-
fella (nýgengi) og fjölda þeirra er
deyja af völdum sjúkdómsins (dán-
artíðni) hér á landi.
Orsök sjúkdómsins
Leghálskrabbamein orsakast af
veiru er nefnist HPV (human papill-
oma virus) og aðrir áhættuþættir svo
sem reykingar og klamydíusmit
auka áhættuna. HPV smitast við
kynmök og hafa slík smit hæsta tíðni
meðal yngri kvenna fyrst eftir að
þær hefja kynlíf. Tíðni sýkinga
minnkar með aldrinum og nær jafn-
vægi eftir fertugt. Talið er að um
80% kvenna smitist einhvern tímann
af HPV.
Ný tækni
Próf til að greina HPV-smit í leg-
hálsi er að finna á markaði erlendis.
Þetta próf kemur ekki í stað hefð-
bundins frumustroks en nýtist við
vissar aðstæður til að greina þær
konur sem eru í aukinni áhættu að fá
leghálskrabbamein. Þetta próf
gagnast best hjá konum með end-
urteknar vægar forstigsbreytingar,
við eftirlit eftir keiluskurð og loks
hjá konum eftir fertugt þrátt fyrir að
fyrri frumustrok hafi reynst eðlileg.
Ný tækni við töku frumustroks, er
byggist á að frumur frá leghálsi eru
settar í vökva í stað þess að strjúka
þeim á gler, gerir jafnframt kleift að
nýta vökvann beint til HPV-grein-
ingar.
Miðað við reynslu síðustu 10 ára
er áætlað að þessar tækniframfarir
geti flýtt greiningu og meðferð um
80% þeirra kvenna sem árlega þurfa
á meiri meðferð að halda en keilu-
skurði. Kostnaður er áætlaður um 40
milljónir á ári sem mun þó að lokum
skila sér aftur í lægri meðferðar-
kostnaði.
HPV-bólusetning
Sú staðreynd að veira veldur leg-
hálskrabbameini hefur leitt til þró-
unar bóluefnis sem í rannsóknum
hefur reynst hindra smit af völdum
tveggja algengustu stofna veirunn-
ar. Vandamálið er þó tengt þeirri
staðreynd að um 18 stofnar tengjast
þessu krabbameini og mótefni gegn
einum stofni dugar ekki á annan
stofn. Þannig er talið að framtíðar-
bóluefni þurfi að innihalda mótefni
gegn fleiri en þeim tveimur stofnum
sem nú er unnið með. Bóluefnið hef-
ur engin áhrif á konur sem þegar
hafa smitast af HPV. Þessu bóluefni
verður því beint að stúlkum fyrir
kynþroskaaldur og mun á næstu ára-
tugum hafa lítil sem engin áhrif á nú-
verandi krabbameinsleit.
Brjóstakrabbameinsleit
Þetta krabbamein er algengasta
krabbamein meðal kvenna hér á
landi (28% krabbameina). Árangur
leitar byggist að mestu á greiningu
lítilla æxla á byrjunarstigi sem ekki
eru finnanleg með þreifingu einni
saman. Átta slembivalsrannsóknir í
Evrópu og Norður-Ameríku hafa
staðfest að leit með brjóstaröntgen-
myndatöku hefur leitt til yfir 20%
lækkunar á dánartíðni 40 ára kvenna
og eldri sem fóru í slíka rannsókn,
miðað við þær sem voru í viðmiðun-
arhópi. Niðurstaða þessara rann-
sókna hefur leitt til þess að brjóst-
aröntgenmyndataka á tveggja ára
fresti hefur verið tekin upp sem al-
menn leitaraðferð víða um heim.
Hér á landi hófst brjóstakrabba-
meinsleit í árslok 1987 og hefur dán-
artíðni sjúkdómsins minnkað mark-
tækt á síðustu fimm árum miðað við
árin þar á undan. Þó þessi lækkun
tengist vafalaust að hluta áhrifum
bættrar meðferðar er enginn vafi á
að brjóstaröntgenmyndataka á veru-
legan þátt í þessari lækkun vegna
þess hversu fljótt sjúkdómurinn
greindist. Regluleg mæting á
tveggja ára fresti til leitar skiptir því
máli. Það hefur þó valdið vonbrigð-
um að mætingin er mun minni hér á
landi en annars staðar á Norðurlönd-
um eða aðeins um 61%.
Nýjungar í tækjabúnaði
Á síðari árum hafa komið á mark-
að stafræn brjóstaröntgentæki þar
sem brjóstamyndir eru ekki lengur
teknar á hefðbundnar röntgenfilmur
heldur fluttar rafrænt yfir á tölvur
til úrlestrar. Kostir þessarar tækni
eru að hún gefur möguleika á að ná
fram betri myndskerpu, eykur ná-
kvæmni myndgreiningarinnar og
sum þessara tækja minnka geisla-
skammtana um allt að 75%. Tæknin
býður einnig upp á tölvutengd forrit
sem aðstoða röntgenlæknana við að
finna afbrigðileg svæði í brjóstunum.
Nýleg rannsókn staðfestir að þessi
nýja tækni eykur aðallega ná-
kvæmni brjóstaröntgenmynda hjá
yngri konum, konum við tíðahvarfa-
aldur og konum á öllum aldri með
þéttan brjóstavef.
Unnið er að því að taka upp staf-
ræna tækni á flestum röntgendeild-
um hér á landi. Kostnaður við að um-
breyta tækjabúnaði Leitarstöðvar
yfir í stafræna tækni er ekki undir
300 milljónum og er ekki gert ráð
fyrir þeim kostnaði í núverandi leit-
arsamningi við heilbrigðisráðuneyt-
ið.
Ristilkrabbamein
Þetta krabbamein er þriðja al-
gengasta krabbameinið hjá báðum
kynjum. Fjórar erlendar slembivals-
rannsóknir, þar sem greining blóðs í
hægðum leiðir til tilvísunar í ristil-
speglun, hafa staðfest yfir 16%
marktæka lækkun á dánartíðni af
völdum sjúkdómsins. Tilgangur leit-
arinnar er að greina krabbamein á
byrjunarstigi en auk þess á forstigi
þar sem slímhúðarsepar eru fjar-
lægðir við speglunina. Áðurnefnd
lækkun á dánartíðni byggist aðal-
lega á greiningu byrjandi krabba-
meins og er búist við enn frekari
lækkun þegar áhrifa brottnáms slím-
húðarsepa fer að gæta. Niðurstaða
þessara rannsókna hefur leitt til
þess að margar alþjóðastofnanir
hafa mælt með almennri leit á
tveggja ára fresti frá 50 ára aldri hjá
báðum kynjum.
Tillaga landlæknis
Á árinu 2004 lagði landlæknir til
við heilbrigðisráðherra að hafin yrði
leit að þessu krabbameini í aldurs-
hópnum 55–70 ára. Tillagan gerir
ráð fyrir að vegna áratuga reynslu af
skipulagningu krabbameinsleitar
yrði boðun og eftirlit á hendi Leit-
arstöðvar. Kostnaður Krabbameins-
félagsins vegna þessarar leitar er
áætlaður um 30 milljónir króna á ári
en kostnaður af ristilspeglunum er
þar ekki meðtalinn þar sem blóð í
hægðum leiðir ætíð til áframhald-
andi rannsókna sem ættu að greiðast
af Tryggingastofnun ríkisins.
Lokaorð
Rannsóknir staðfesta að ristil-
krabbamein uppfyllir forsendur
WHO hvað varðar almenna krabba-
meinsleit meðal einkennalausra ein-
staklinga. Nú liggur fyrir Alþingi til-
laga til þingsályktunar um að hefja
slíka leit.
Það er ljóst að sú mikla framþróun
sem hefur átt sér stað í legháls- og
brjóstakrabbameinsleit kostar mikla
fjármuni. Þar sem Krabbameins-
félagið hefur ekki bolmagn til að
standa undir þessum kostnaði hefur
það í hyggju að leita eftir fjárstuðn-
ingi velunnara félagsins og gerir ráð
fyrir að heilbrigðisyfirvöld komi
jafnframt að þessari endurnýjun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Staða krabbameins-
leitar á Íslandi
Krabbameinsrannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skipuleg leit að krabbameini áður en einkenni koma fram hefur borið árang-
ur eins og komið hefur fram með brjóstakrabbamein. Nú er svo komið að
rannsóknir staðfesta að ristilkrabbamein uppfyllir skilyrði almennrar leitar.
Kristján Sigurðsson fjallar um stöðu krabbameinsleitar á Íslandi.
Höfundur er doktor í krabbameins-
lækningum og lýðheilsu og er sviðsstjóri
leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.
Í árvekniátaki um brjóstakrabbamein fyrir
nokkru var varpað bleikri birtu á Perluna.