Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 22
22 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Komandi sunnudaga munu skrif 5 vöruhönnuða
halda áfram þar sem lögð verður áhersla á faglega
umfjöllun um samtímahönnun.
S íðustu ár hefur hönnun orðið aðhálfgerðu tískuorði á Íslandi. Orðiðer notað í ýmsu samhengi og teng-ist oft þeirri miklu lífsstílsumræðusem margir keppast um að taka
þátt í. En hönnun snýst ekki bara um stílæf-
ingar og ytri fegurð. Hönnunarhugtakið er
stöðugt að víkka og er að teygja sig inn á ný
og spennandi svið.
Það sem gerir hönnun áhugaverða er að
hönnuðir þurfa að hafa í huga að fólk er not-
endur hlutanna, líf þess, athafnir, tilfinn-
ingar og hegðun skipta því miklu máli.
Hönnun er farin að leita inn á við, hún er
orðin huglæg. Sú mikla fjöldaframleiðsla
hluta og ofneysla Vesturlandabúa hefur vak-
ið spurningar hjá hönnuðum; eins og hver sé
uppruni vörunnar, hvað geri hlut einstakan
og hvers vegna fólki þyki meira vænt um
einn hlut en annan. Í dag þarf hönnun ekki
að vera fjöldaframleidd. Síðustu ár hafa
hlutir í minna upplagi og jafnvel handgerðir
farið að skipta máli, uppruni og framleiðsla
hluta geta gefið þeim sérstöðu og aukið
gildi. Það er ekki þar með sagt að fjölda-
framleiðsla sé að deyja út, heldur eru
áherslur í hönnun að breytast. Þetta er
áhugaverð þróun fyrir Ísland þar sem seint
mun takast að keppa við fjöldaframleiðslu
frá til dæmis Asíu.
Hvað hefur breyst?
Í byrjun 10. áratugarins kom fram hönn-
unarfyrirbæri sem kallast Droog Design.
Droog er hollenskt að uppruna og er stofnað
af Renny Ramakers og Gijs Bakker. Þau
hafa unnið markvisst að því að velja saman
hönnuði til þess að vinna að áhugaverðum
verkefnum undir formerkjum Droog Design.
Með fyrstu sýningunni kom strax í ljós að
þetta var hópur hönnuða sem leitaði annarra
leiða en áður. Uppruni hlutanna skipti miklu
máli hjá þeim, hugmyndir um erkitýpur
voru áberandi, þ.e. að notast við frumform
hluta en gefa þeim nýtt líf með nýju efni eða
nýju samhengi. Droog Design vitna mikið í
söguna og nýta sér gamalt handverk en út-
færa það með hátækni efnum eða efnum sem
áður hafa ekki verið þekkt í ákveðnu sam-
hengi. Samanber vasinn Urn eftir Hellu Jon-
gerius frá árinu 1993. Hún tók afsteypu af
fornum vasa til þess að nota klassískt form
en steypti vasann úr hrágúmmíi og leyfði
mótaförunum að sjást. Þannig er uppruninn
og aðferðin við gerð hlutarins sýnileg. Hefð-
bundinn vasi verður óhefðbundinn með nýrri
efnisnotkun. Verk Droog Design geta verið
mjög ljóðræn og falið í sér skilaboð eða ein-
hvers konar sögutilvitnun. Húmor leynist
víða, gott dæmi um það er dyrabjalla hönnuð
af Peter van der Jagt árið 1994. Þar er vel
þekkt athöfn, að slá í glas til að kveðja sér
hljóðs, tekin og færð yfir í hlut, dyrabjöllu!
Mikilvægasta athöfn dagsins
Einn af þeim hönnuðum sem tekið hafa
þátt í nokkrum verkefnum Droog er kata-
lónski hönnuðurinn Marí Guixé eða eins og
hann kallar sig „Ex-designer“. Hann gefur
sig út fyrir að hata hluti sem mörgum þykir
eflaust furðulegt þar sem hann starfar sem
hönnuður, en einmitt þess vegna er hann
með áherslur á aðra hluti. Martí Guixé segir;
fólk kaupir sér að meðaltali stól einu sinni á
ævinni en mat um það bil þrisvar sinnum á
dag. Þetta er ástæðan fyrir því að matur og
matarvenjur eru honum hugleikin. Hann
hannar mat, matarvenjur, matstaði og hefur
gefið út matreiðslubækur. Gott dæmi um
þetta er útfærsla hans á tapas, þjóðarrétti
Spánverja. Tapas er smáréttir eða nokkurs
konar snittur, oft löðrandi í olíu og lekandi
út um allt. Í útfærslu Martí sem hann kallar
techno tapas, eru smáréttirnir settir inn í
tómat. Þannig eru þeir miklu aðgengilegri
og auðveldara er að borða þá. Martí Guxié
hefur einnig hannað mat sem styrktur er af
stórfyrirtækjum, mat fyrir flóttamenn og
múslí sem svífur í andrúmsloftinu!
Samvinna við dýr
Ef við færum okkur yfir til Skandinavíu er
líka hægt að finna áhugaverða hluti, hluti
sem eru ekki hannaðir af Arne nokkrum
Jacobssen.
Front er hönnunarhópur sem saman-
stendur af fjórum ungum konum frá Svíþjóð,
þeim Sofia Lagerkvist, Charlotte von der
Lancken, Anna Lindgren og Katja Savst-
röm. Aðferðafræði þeirra er mjög áhugaverð
og dæmigerð fyrir það sem er að gerast í
hönnun. Verk þeirra einkennast af utanað-
komandi þáttum sem og tilviljunum sem
hafa áhrif á hönnun þeirra. Eitt af þekktari
verkum þeirra er sería af hlutum sem þær
unnu í samvinnu við dýr. Þær fengu rottur
til að naga munstur í veggfóður, snák til
þess að vefja sig utan um leir og búa þannig
til snaga, maura sem borðuðu munstur í við-
arborð og hund sem hljóp um í snjó og bjó
þannig til djúp spor sem notuð voru sem
form í keramikvasa.
Fyrr á þessu ári kynntu þær hluti sem
unnir voru út frá viðamikilli rannsókn sem
þær gerðu í Svíþjóð. Verkefnið heitir „Story
of Things“ og fjallar um sögu hluta og hvað
veldur því að okkur þykir vænt um ákveðna
hluti en er meinilla við aðra. Markmið Front
er að skoða heimili alls staðar í heiminum og
komast að því hvað er sameiginlegt og hvað
er ólíkt með hlutum fólks. „Hvað verður um
vöru þegar hún yfirgefur búðina?“ spyr
Front. Hlutir segja sögu af ákveðnum tíma-
bilum í lífi okkar, fólki sem við höfum hitt og
stöðum sem við höfum komið til. Þannig til-
heyrir ákveðin saga hverjum hlut.
Rómantískur ævintýraheimur
Hönnun í dag snýst líka um að skapa upp-
lifun og leiða fólk inn í ævintýraheima.
Hönnuðir eins og Tord Boontje og hönn-
unarteymið Studio Job hafa skapað einstaka
rómantík með sterkum munsturheimum sem
þau hafa búið til hvor með sínum hætti. Há-
tækni er notuð til að skreyta og flúra og
skapa nýja rómantík. Boontje sækir inn-
blástur sinn í náttúruna og býr til ótrúleg
munstur úr blómum og hvers kyns gróðri.
Munstrin eru síðan skorin út með leysigeisla
í ýmis efni, allt frá málmi í ull. Studio Job
blandar hins vegar saman manngerðum og
náttúrulegum hlutum. Þau eru þekkt fyrir
dularfull símunstur þar sem ballerínur og
kranabílar láta njótandann búa til sín eigin
ævintýri.
Áfram væri hægt að halda en þessi þrjú
dæmi gefa innsýn í það sem hönnuðir eru að
fást við.
Hönnun umlykur okkur alla daga, hlutir
eru bara misvel hannaðir og einhvern veginn
er eins og sumir hlutir séu dauðari en aðrir.
Fólk tengist hlutum sínum á mismunandi
hátt, oft skapast tilfinningar í garð þeirra
vegna reynslu af þeim eða vegna sögu fyrri
eiganda. Umhverfið hefur mikil áhrif á til-
finningar okkar og líðan, hlutirnir sem eru í
kringum okkur skipta máli. Þetta hvers-
dagslega líf gerir verk hönnuða spennandi,
því þeir geta vakið fólk til umhugsunar, haft
áhrif á athafnir, aukið ímyndunarafl, skapað
andrúmsloft, auðveldað og hjálpað. Það er
þetta sem skiptir máli í hönnun miklu frekar
en hönnunaríkonar sem stöðutákn.
Meira en stíl-
æfingar og fegurð
Hugtakið hönnun verður æ víðtækara og snýst m.a. um
að skapa upplifun og leiða fólk í ævintýraheima. Áherslurnar eru að breytast,
segja Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Guðrún Edda Ein-
arsdóttir, Lóa Auðunsdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir og taka nokkur
dæmi um gildi hugvitssamlegrar hönnunar í dagsins önn og amstri.
Ljósmynd: Moroso.it
Tord Boontje sækir innblástur sinn í náttúruna og býr til ótrúleg blómamunstur. 2004.
Ljósmynd: droogdesign.nl
Vasinn Urn eftir Hella Jongerius 1993.
Techno tapas eftir Marti Guixé 1997.
Ljósmyndari: Anna Lönnerstam
Veggfóður eftir rottur, en þær voru látnar naga munstur í veggfóðrið. Front 2004.
Ljósmyndari: Anna Lönnerstam
Borð eftir skordýr. Maurar borðuðu munstur í viðarborð. Front 2004.
Boðskort. Hjá Studio Job er hátækni notuð til
að skreyta og skapa nýja rómantík. 2004
Í hlutarins eðli 1.