Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 29
á ferðinni baksviðs uppi í leikhús-
inu, þurfti að hringja. Sven Åge
Larsen er þá í símanum og ég
heyri að hann segir við þann sem
hann er með á línunni:
– Heyrðu, ég tala við þig á eftir,
ég er hérna með nemanda úr leik-
listarskólanum.
Svo snýr hann sér að mér og
spyr:
– Geturðu sungið?
Þetta var inni í herberginu hjá
dyraverði, sem var ekki stórt en ég
leit samt um öxl til að gá að því
hvort það væri einhver annar fyrir
aftan mig sem hann væri að
ávarpa. Ég varð hálfhissa, þegar
ég gerði mér grein fyrir að hann
var að tala við mig og svaraði
stamandi:
– Ja, já, já.
Nú, ég var drifin upp á sal í
prufu. Það var búið að prófa fjölda
fólks áður, aðallega söngvara, en
leikstjórinn hafði engar vífilengjur,
heldur sagði við mig:
– Gleymdu prófunum í skólan-
um, þú átt að mæta klukkan tíu í
fyrramálið. Drífðu þig heim og
lærðu þetta. Þú átt að kunna þetta
atriði fyrir æfinguna á morgun.
Svo rétti hann mér handritið að
söngleiknum og benti á atriðið sem
hann átti við.
Sennilega hef ég stamað út úr
mér að ég væri að undirbúa loka-
prófið.
Guðmunda Elíasdóttir söngkona
átti að leika þetta hlutverk, en
veiktist þegar langt var liðið á æf-
ingatímann og missti röddina. Það
var mikill harmleikur fyrir hana
eins og hún lýsir svo vel í ævisögu
sinni, Lífsjátningu.
Það var aðeins vika í frumsýn-
ingu. Hlutverkið var Bianka, eða
öllu heldur leikkonan Lois Lane,
sem leikur Biönku í leiknum innan
leiksins, yndislegt hlutverk. Ég fór
heim og lærði atriðið auðvitað eins
og mér var sagt. Ég var fljót að
læra, hafði gott sjónminni. Það
hjálpaði. Og ég var svo ung að ég
vissi ekki hvað það var að fá sviðs-
skrekk. Ég hlakkaði bara til frum-
sýningarinnar, þó að tíminn væri
naumur. Þar með hófst nýtt æv-
intýri. Ég var komin á svið sem al-
vöru leikari.
Í sýningu Dallas-leikhússins á A Different drummer eftir Eugene McKinney 1963.
Ljósmynd: Georgette de Bruchard
Í gylltum ramma - Saga Sigríðar
Þorvaldsdóttur leikkonu kemur út
hjá Bókaútgáfu Æskunnar og er
201 blaðsíða.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 29
Flutt í Mörkina 1
HAUSTÚTSALA!
Árleg bókaútsala
SKJALDBORGAR
Eitthvað fyrir alla.
Verð í algjöru lágmarki og bónus við magnkaup.
Gríptu bókina, jólin nálgast.
Skjaldborg – Mörkinni 1 – sími: 588 2400
Netfang: skjaldborg@skjaldborg.is
OPIÐ:
Virkadag
a: 9-17
Laugarda
ga: 10-1
7
Sunnuda
ga: 13-1
7