Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 30

Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 30
30 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Reykjavík fór fram umræða um hvort Íslendingar ættu að hækka þjóðar- framlag sitt til þróunaraðstoðar frá þeirri sorglegri stöðu sem nú er, 0,19% af þjóðarframleiðslu. Í fyrstu fannst mér þetta mjög tímabær um- ræða og hlakkaði til að sjá hver út- koman myndi verða. Ekki hefur mikið gerst og ekki virðist mikið ætla að gerast. Ríkisstjórnin hefur sagt að framlagið muni hækka í 0,35% á næstu 5 árum, en það er samt ekki nema helm- ingur af því sem ábyrgar þjóðir gefa. Framlag Íslendinga til þróunaraðstoðar Markmið allra vestræna þjóða er að leggja að minnsta kosti 0,70% af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Nágrannaþjóðir okkar (Norðurlöndin) fara meira að segja fram úr því og gefa á milli 0,80 og 0,90%. Það sem hræðir mig er að 42% Íslendinga eru þeirrar skoðunar að ekki þurfi að hækka framlag okkar eins og fram kom í Fréttablaðinu 28. október sl. Ég fór að velta fyrir mér hvernig svo margir Íslend- ingar gætu lokað augunum fyrir því sem er að gerast í heiminum. Þar sem ég hef reynslu á þessu sviði langar mig að skrifa þessa grein til þessara42% Íslendinga sem augljóslega finnst að við gerum nóg fyrir fólk í neyð. Neyðin og gleymskan Ég hvet ykkur til að lesa þessa grein og hugsa ykkur svo um hvort okkar framlag er nægilegt. Undanfarin ár hef ég starfað sem hjálpar- starfsmaður meðal annars á Indlandi, Írak og í Afríku. Eftir mörg ár í námi og lestur um neyð- ina í heiminum hef ég fengið þá ómetanlegu reynslu að ferðast um heiminn og sjá það sem venjulegir ferðamenn fá ekki að sjá. Fólk sem hefur gleymst, gleymst af sinni fylkisstjórn, rík- isstjórn og heimsleiðtogum. Fólk sem þú kannski stundum lest um þegar þú heyrir hörmungarfréttir einhvers staðar að úr heim- inum en þú líka gleymir þegar það er ekki leng- ur í fréttum. Þetta er margt fólk, nokkrir millj- arðar manneskja sem ekki endilega geta kennt aðstæðum sínum um hamfarir, heldur er líf þeirra stöðug neyð, stöðugt hungur og stöðugur dauði. Þetta eru í raun manneskjur sem sjaldn- ast eða aldrei eru í fréttum, þú kannski lest um að 30.000 börn deyi hvern einasta dag í heim- inum af ástæðum, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Þegar þú lest svona fréttir hugsar þú þá einnig til þess að börnin eiga foreldra, systk- ini og ættingja sem syrgja þau? Allan þann van- mátt sem þetta fólk upplifir og öll þau framtíð- arplön sem glatast? Þessar fjölskyldur eru alveg eins og þú og ég, bera sömu tilfinningar, sömu ást, sömu framtíðarvonir fyrir börn sín. Það eru 30.000 fjölskyldur sem á hverjum ein- asta degi jarða börn sín út af einföldum sjúk- dómum eða svelti. Vanmátturinn felst í því að hafa enga úrlausn, enga björgun og ekki eru nógu margir sem láta sig mál þeirra varða og koma því til skila að ástandið sé óviðunandi. Hvers vegna fátækt? Oft hef ég á Íslandi og annars staðar heyrt fólk tjá sig um hvers vegna heimsástandið sé eins og þar er, sérlega þegar talað er um Afríku. Meðal annars er því haldið fram að fátækt fólk sé latt, eða hreinlega tilfinningalaust, að fólk nenni ekki að sjá fyrir sér og sínum og deyi börnin sé bara hægt að búa til ný. Mín reynsla af fátæku fólki er sú að það vinnur myrkranna á milli, öll fjölskyldan og einnig börnin. Því miður er það ekki nóg því á mörgum stöðum í heim- inum, til dæmis í flestum löndum sem selja þér morgunkaffið þitt, starfa tugþúsundir kaffi- bænda og fjölskyldur þeirra allt að 18 tíma á dag fyrir sama og ekkert svo að þú og ég getum keypt kaffi á góðu verði á Íslandi, sparað nokkr- ar krónur … Flestir hafa þrátt fyrir alla þessa vinnu varla nóg fyrir mat, ekki er hægt að senda börn í skóla og ekki er hægt að borga fyrir læknishjálp. Ef börnin deyja er oftast ekki einu sinni hægt að jarða þau nema að setja sig í stór- skuld og þá þarf að vinna enn meira … svona er hringrásin … og trúðu mér, þegar börnin deyja er mikil sorg, allt of oft hef ég upplifað það, því þetta eru börn alveg eins og þín og fátækir for- eldrar upplifa sorg alveg eins og þú og ég mynd- um gera. Næringarspítali í Nígeríu Ég kom nýlega heim frá Norður-Nígeríu þar sem ég starfaði sem verkefnastjóri fyrir Medec- ins Sans Frontieres (Lækna án landamæra) sem er einkahjálparstofnun með lækna og hjúkrunarfræðinga innan sinna vébanda, sem hjálpa fólki í neyð. Í Nígeríu stofnuðum við næringarspítala fyrir allavega vannærð börn, börn sem voru að deyja úr svelti. Þetta var og er stórt verkefni, við vorum með 200 manna teymi, erlent og innlent starfsfólk. Við tókum okkur öll saman um að bjarga lífi, bjarga börnum undir 5 ára sem voru á ystu nöf. Þetta gekk ekki vand- ræðalaust fyrir sig, en eins og ég sagði í byrjun þá eru svo margar manneskjur gleymdar í heiminum, oft viljandi. Um 20% af öllum börn- um í Nígeríu deyja fyrir 5 ára aldur úr hungri, malaríu og alnæmi en flest deyja þó úr eins ein- földum sjúkdóm eins og mislingum. Þessi börn eru viljandi gleymd, samkvæmt ríkisstjórn Níg- eríu og fylkisstjórninni í Norður-Nígeríu eru þau ekki til og fæstir heimsleiðtogar telja ástæðu til að gefa ástandinu gaum svo lengi sem Nígería heldur áfram að dæla út olíu fyrir heimsmarkaðinn. Það var mikið reynt til að stoppa okkur, við vorum sett í bann um tíma, okkur var neitað um að veita læknisþjónustu og það átti jafnvel að vísa okkur úr landi. Allt til þess að hvorki við né heimurinn fengjum að vita að hér svelta börn til dauða á hverjum einasta degi, og að þau eru mörg. Þriggja ára barn eins og nírætt gamalmenni Fyrsti sjúklingurinn okkar eftir að við unn- um baráttuna við yfirvöld og opnuðum spítal- ann var hörmulegur á að líta. Það var erfitt að horfa upp á svona lítinn líkama og ótrúlegt ap það skyldi vera líf í þessari litlu rúsínu. Ég segi rúsínu ekki af því að það er krúttlegt, þau líta út eins og rúsínur, 3 ára barn með hrukkur eins og það væri nírætt og allt samanskroppið. En það dásamlega er að eftir nokkurra daga meðferð voru flest þessara blessuðu barna sem virtust ekki eiga margar klukkustundir ólifaðar, bros- andi, hlæjandi og jafnvel gangandi. Svelt barn getur ekki gengið, hefur kannski aldrei gengið, en þau eiga sér kannski lífsvon. Börnin sem Neyðin þekkir engin landamæri Stór hluti jarðarbúa býr við sára örbirgð á meðan aðrir búa við allsnægtir, jafnvel ofgnótt. Mikil umræða fer fram um fátækt í heiminum og vanda þriðja heimsins, en oft lætur aðstoðin á sér standa þótt ekki skorti efnin og sú spurning vaknar hvernig hægt sé að loka augunum fyrir vandamálum heimsins. Sigurlaug Lydia Geirsdóttir hefur af eigin raun kynnst ástandinu í þróunarlöndunum. Helgin öll á morgun • Einstaklingsmiðað nám er skipulagt í ljósi námsgetu, áhuga og stöðu hvers nemanda. • Nemandinn setur sér sjálfur markmið í samvinnu við kennara og foreldra og velur sér námsleiðir. • Skólastarf er skoðað með nýju matstæki, sem nær til sex meginþátta; skipulags í skóla, námsumhverfis, viðhorfa, skipulags kennara, þáttar nemanda og hluts foreldra. Menntasvið Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, og Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar, kynna hugmyndafræðina á bak við einstaklingsmiðað nám og nýtt matstæki fyrir grunnskóla. Hvað er einstaklingsmiðað nám og hvernig er það metið? Kynnt u þér skóla á nýr ri öld Opnir fundir fyrir skólafólk og foreldra í Hlíðaskóla miðvikudag 9. nóv. kl. 20:00 í Breiðholtsskóla fimmtudag 10. nóv. kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.