Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 31
okkur tókst að bjarga eiga framtíð og hver veit
hvað í henni býr. Því miður getum við ekki bjarg-
að öllum, hvern einasta dag þurftum við að horfa
upp á börn deyja, litlu líkamarnir þeirra gáfust
hreinlega upp og hjálpin kom of seint fyrir þau.
Hvernig getur svona gerst?
Þú kannski spyrð þig hvernig svona geti
gerst? Er enginn matur til? Eru þau munaðar-
laus? Svarið er að ekki eitt einasta af okkar þús-
undum barna var munaðarlaust, Norður-Nígería
á nógan mat … svarið er fátækt, vankunnátta og
enginn aðgangur að læknisþjónustu. Flestar
þær mæður sem ég talaði við voru búnar að
reyna allt sem þeim stóð til boða…galdralækna
sem brenndu jurtir á höfði barnanna, óvirk lyf
sem þær keyptu fyrir lánsfé, svo og bæn-
ir … eins og þið sjáið er ekki mikið í boði sem
kemur að notum … Sumar mæðranna höfðu
ekki prufað neitt, því þær vissu ekki einu sinni
um að eitthvað væri að börnunum … það er van-
kunnáttan. Stelpur eru leiddar í hjónaband þeg-
ar þær eru 8 ára, fara aldrei í skóla og byrja að
fæða börn um leið og þær eru kynþroska. Þær
hafa ekki einu sinni lært að elda mat sem börnin
geta borðað.
Þrátt fyrir ástandið er Nígería samt með betri
löndum í Afríku, þrátt fyrir mikla neyð er líka til
mikið ríkidæmi. En meginmálið er að það er ekk-
ert sem finnst í Nígeríu sem ekki finnst í ótal
öðrum löndum í heiminum. Neyðin þekkir engin
landamæri eða heimsálfur.
Ég viðurkenni að þróunarstarfið í heiminum
er ekki fullkomið, við getum bætt mikið þar um
því enn er langt í land. Ég skil að það tekur á að
heyra um stöðugar hamfarir í heiminum og að
það er svo miklu léttara að loka augum og eyrum
fyrir þessu öllu saman … en veltum fyrir okkur
hvort það sé kannski samviska okkar sem gerir
okkur svona erfitt um vik að meðtaka óþægileg-
ar staðreyndir? Ef við tökum öll okkar ábyrgð og
viðurkennum að þetta er óréttlátur heimur en að
við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til
að bæta stöðuna, þá batnar samviskan, þá
kannski getum við horft upp á það sem við höfum
bætt, þau líf sem við höfum bjargað, þær fjöl-
skyldur sem við höfum aðstoðað, þau börn sem
nú brosa og ganga …
Ég vil ekki halda því fram að við Íslendingar
séum aðgerðalausir, undanfarnar hamfarir hafa
sýnt að það er mikill vilji hjá Íslendingum að að-
stoða manneskjur í neyð, en ég staðhæfi að við
gerum ekki nóg, hamfarir eru ekki nema mjög
lítill partur af neyðinni í heiminum, það er hin
stöðuga neyð sem kallar á okkar stöðugu að-
stoð … Það er svo margt fleira sem við Íslend-
ingar getum gert, að aðstoða aðra manneskju er
ekki bara spurning um peninga, það er spurn-
ing um að veita stuðning, að fylgjast með at-
burðum í heiminum, að leyfa ekki þjóðum að
gleyma neyðinni, að nota kunnáttu okkar og
gefa öðrum tól til að þeir geti sjálfir bætt að-
stöðuna. Við höfum öll svo margt að gefa, þú
hefur svo margt að gefa, rödd þína, meðvitund
þína, stuðning þinn og líka peninga þína. Not-
aðu krónurnar sem þú sparaðir á kaffinu í Bón-
us, bíddu í smátíma með að fá þér nýjan bíl og
nýja eldhúsinnréttingu, slakaðu aðeins á í jóla-
gjafakaupunum og líttu út fyrir landamærin,
líttu bak við fréttamyndirnar og ímyndaðu þér
að þetta séu þín börn, spurðu börnin þín hvort
þau vilji endilega fá nýja PlayStation í jólagjöf
eða hvort þau vilji nota peningana til að bjarga
lífi annarra barna. Gerðu þá kröfu til ríkisstjórn-
ar okkar að hún noti réttmætan part af sköttum
okkar til að styðja við aðra, að hún noti rödd okk-
ar til að mótmæla neyðinni sem heldur áfram á
hverjum degi, gerðu kröfu til landa þinna að þeir
taki ábyrgð sem eitt ríkasta land heims og að við
nýtum aðstöðu okkar til góðs fyrir aðra. En
kannski er mikilvægast af öllu að gleyma ekki.
Neitaðu að taka þátt í gleymskunni þar sem við
dag eftir dag daufheyrumst við að allt sé ekki
gott og frábært í heiminum.
Þetta er því miður ekki yndislegur heimur
nema fyrir örfá prósent af mannkyninu … þar á
meðal okkur …
Ég vil ljúka þessu með smá sögu af Dennis
sem er 8 ára strákur frá Úganda. Um daginn
heyrði ég frásögn hans af fyrstu árum sínum.
Þegar hann var 5 ára gamall rændu skæruliðar
honum frá fjölskyldu sinni til þess að nota hann í
borgarastríðinu, mjög venjuleg aðferð í Úganda
og öðrum löndum því það er hægt að hræða börn
til að gera hvað sem er. Til að herða hann var
hann þvingaður til að drepa yngri bróður sinn og
þar á eftir var hann látinn fá byssu og tekinn með
í árásir á óbreytta borgara. Í tvö ár var hann
fangi hjá skæruliðunum, þar sem hann framdi
hina óhugnanlegustu glæpi. Sem betur fer tókst
honum að flýja og nú sækir hann reglulega sál-
fræðihjálp sem MSF býður upp á í Úganda og
stæði ekki til boða ef manneskjur eins og við
værum ekki tilbúnar að hjálpa. Það sérstaka er
að eftir allt sem þessi blessaði drengur er búinn
að upplifa … lauk hann frásögn sinni með þess-
um orðum „ …og mig langar að verða flugmaður
þegar ég verð stór“ … þrátt fyrir allt sem hann
hefur gengið í gegnum á hann sömu drauma og
aðrir litlir strákar.
Tökum ábyrgð, deilum af ríkidæmi okkar með
þeim sem minna hafa, skiljum að rödd okkar get-
ur haft áhrif í heiminum og viðurkennum að okk-
ur ber skylda til að hugsa hvert um annað, hvort
sem við lifum innan sömu landamæra eða í mis-
munandi heimsálfum …
Horfðu nú yfir morgunverðarborðið og líttu í
eigin barm, líttu á börnin þín, líttu á heimili
þitt … Getur þú sagt að þú hafir ekkert að gefa,
getur þú sagt að þú gerir nóg, getur þú sagt að
þjóð þín geri nóg?
Móðir og barn í Sokoto í Nígeríu. Í landinu deyja 20% barna fyrir fimm ára aldur.
Höfundur er verkefnastjóri hjá Medecins Sans
Frontieres.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 31
Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00
Sendum út á land - Upplýsingasími 511 1055
í Perlunni
catmandoo
R Ö H N I S C H
AND1
Firefly
Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð:
Stakar íþróttabuxur 1.600 kr. 3.990 kr.
NIKE stuttbuxur 1.400 kr. 3.600 kr.
ADIDAS/NIKE/SPEEDO sundbolir Frá 1.000 kr.
RUCANOR sokkar 3 í pakka 500 kr.
ADIDAS innanhússkór STABIL 4.000 kr./7.000 kr. 7.990 kr./13.990 kr.
NIKE alhliðaskór TERRA SEBEC 4.000 kr. 7.990 kr.
NIKE innanhússkór MULTICOURT 2.300 kr. 4.600 kr.
FIRE FLY barnaskór 1.200 kr. 3.990 kr.
NIKE AIR DEFIANT körfuboltaskór 5.500 kr. 10.990 kr.
NIKE anorakkar, fóðraðir 3.500 kr. 10.490 kr.
NIKE gallar, stórar stærðir 3.500 kr. 11.990 kr.
Adidas
Fótboltavörur: Góðar jólagjafir: Nike, Adidas, Puma, Man. United
og Arsenal vörur í úrvali
Fótboltaskór - legghlífar - búningar - boltar,
mjög mikið úrval
Sundfatnaður: Nike, Adidas, Speedo
Sundbolir, bikini, sundskýlur,
sundbuxur (boxer),
barnasundföt
Gaddaskór: Nike, - áhugavert fyrir frjálsíþróttafólk
Okkar takmark:
50-80% lækkun
frá fullu verði