Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 38
ATVINNUMÁL Á NORÐURLANDI VESTRA
Það hefur lengi verið ljóst, að Norð-urland vestra hefur orðið útundan
í þeirri miklu uppbyggingu atvinnulífs,
sem staðið hefur yfir síðustu ár. Þess
vegna var tímabært að taka málefni
þessa landshluta sérstaklega til um-
ræðu eins og gert var á málþingi á
Sauðárkróki í fyrradag.
Á málþinginu sagði Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
það sem rétt er að engar töfralausnir
eru til í atvinnumálum þessa svæðis.
Þó er nærtækt að líta svo á, að efling
undirstöðuatvinnugreina svo sem sjáv-
arútvegs og landbúnaðar hljóti að vera
lykillinn að því að ná tökum á atvinnu-
málum Norðurlands vestra. Það er
ekki hægt að byggja álver alls staðar
og líkurnar á því að álver á Norður-
landi verði staðsett nálægt Húsavík en
ekki á fyrrnefndu landsvæði eru meiri.
Mestu skiptir hins vegar að vandi
þessa svæðis er kominn í sviðsljósið og
nauðsynlegt að halda þeim umræðum
við sem nú eru hafnar og láta aðgerðir
fylgja orðum.
38 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
2. nóvember 1975: „Á næstu
mánuðum verða teknar ör-
lagaríkar ákvarðanir í
launamálum landsmanna,
sem geta ráðið miklu um,
hvernig okkur tekst að ná
tökum á óðaverðbólgunni,
sem geisar í landinu og
þeim almennu efnahagserf-
iðleikum, sem við er að etja.
Samningaviðræður standa
nú yfir við opinbera starfs-
menn, sem sett hafa kröf-
una um verkfallsrétt of-
arlega á blað. Samningar
milli vinnuveitenda og al-
mennu verkalýðsfélaganna
verða lausir um áramót og
gera má ráð fyrir, að verka-
lýðssamtökin móti kröfur
sínar á næstu vikum. Enn-
fremur koma kjaramál sjó-
manna til ákvörðunar.
Þessar þýðingarmiklu
ákvarðanir um launastefn-
una í þjóðfélagi okkar á
næstu misserum eru teknar
á sama tíma og það hefur
smátt og smátt verið að
koma í ljós, að við erum nú
komnir í jafnmikla kreppu
og við komumst í á árabilinu
1967–1969. Þannig er talið,
að þjóðarframleiðsla lands-
manna muni minnka um
3½% á þessu ári og þjóð-
artekjur á mann munu
minnka um 9% í ár, sem er
meiri samdráttur þjóð-
artekna en jafnvel, þegar
verst lét á árinu 1968. Á
þessu ári hafa viðskipta-
kjörin versnað um 16–17%
og staðan í viðskiptum okk-
ar við útlönd er orðin mjög
slæm, svo slæm, að fjár-
málaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, hefur lýst því yf-
ir að Íslendingar eigi þess
ekki lengur kost að taka
veruleg erlend lán, nema er-
lendir lánardrottnar sann-
færist um, að við höfum tek-
ið efnahagsvandamál okkar
þeim tökum að árangur
beri.“
. . . . . . . . . .
5. nóvember 1995:
„Það er mikið á fólk lagt,
sem þarf að setja aleigu
sína að veði, til þess að
tryggja, að langsjúk börn
fái notið þeirrar læknisþjón-
ustu sem þau þurfa á að
halda.
Hér í blaðinu í fyrradag var
frásögn af sex mánaða
stúlkubarni frá Eskifirði,
sem þjáist af sjaldgæfum
hjartagalla og að sögn móð-
ur barnsins er eina lífsvon
þess fólgin í hjartaaðgerð,
sem þarf að framkvæmda af
færum sérfræðingi í Boston
í Bandaríkjunum.
Eins og gefur að skilja, er
kostnaður við aðgerð sem
þessa ákaflega mikill og
þess alls ekki að vænta að
verkamannafjölskylda á
Eskifirði sé í stakk búin að
mæta slíkum útgjöldum.
Mál af þessu tagi koma upp
aftur og aftur nú orðið. Yf-
irleitt eru viðbrögðin þau
sömu: fjölmiðlar vekja at-
hygli á málinu, fólk tekur
höndum saman um fjár-
söfnun til þess að auðvelda
foreldrum eða öðrum að-
standendum hinan sjúku
barna að greiða kostnað við
læknisaðgerðir sem þessar,
sem er mjög hár, þegar allt
er talið, vinnutap, ferða- og
dvalarkostnaður og kostn-
aður við sjálfa læknis-
aðgerðina.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
J
óhanna Sigurðardóttir, alþingis-
maður Samfylkingar beindi þeirri
fyrirspurn til Valgerðar Sverris-
dóttir, viðskiptaráðherra, hvort
lögbinda beri tiltekinn eignar-
haldstíma verðbréfa ákveðinna
starfsmanna fjármálafyrirtækja
og lengja hann. Fyrirspurn þing-
mannsins er augljóslega sprottin af fréttum síð-
sumars þess efnis, að nokkrir lykilstjórnendur
Íslandsbanka hefðu keypt hlutabréf í bankanum
og selt þau þremur mánuðum síðar og haft af því
mörg hundruð milljón króna hagnað.
Í umræðum um þetta mál koma fram, að í
marga áratugi hefðu þær reglur verið í gildi í
Bandaríkjunum að eignarhaldstíminn yrði að
vera mun lengri og að ef stjórnendur seldu bréf
innan þess tíma gengi söluhagnaðurinn til fyr-
irtækisins sjálfs.
Fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur bendir til
þess, að þingmenn séu að vakna af værum blundi
og byrjaðir að átta sig á, að eðlilegt sé að setja
strangari starfsreglur um ýmsa þætti viðskipta-
lífsins, en hér hafa verið í gildi.
Svar Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráð-
herra, bendir líka til þess, að ríkisstjórn sé að
vakna upp við vondan draum og gera sér grein
fyrir, að lögmál frumskógarins geta ekki lengur
ráðið ferðinni í íslenzku viðskiptalífi.
Ráðherrann upplýsti, að ráðuneyti hennar
hefði nú til skoðunar hvort rétt væri að lögbinda
tiltekinn eignarhaldstíma og eftir atvikum lengja
hann en skv. leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeft-
irlits er miðað við þriggja mánaða eignarhalds-
tíma.
Vonandi tekur viðskiptaráðuneytið sér ekki of
langan tíma í að skoða málið. Æskilegt er að slík
löggjöf taki gildi frá næstu áramótum og verði
fyrsta skrefið í víðtækari lagasmíð og setningu
reglugerða um ýmsa þætti viðskiptalífsins.
Að leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlits séu
svo máttlaus sem raun ber vitni er því miður vís-
bending um, að það hafi engan veginn náð utan
um verkefni sitt en vonandi að þar verði breyting
á með nýrri forystu. Grundvallaratriði varðandi
starf Fjármálaeftirlitsins er hins vegar að starf-
semi þess verði gagnsærri en verið hefur og að
almenningur fái einhverja hugmynd um hvað sú
stofnun er að gera. Nú hafa verið skapaðar for-
sendur fyrir því að svo verði og þess að vænta að
Fjármálaeftirlitið nýti sér það svigrúm og taki
ekki of langan tíma í að nýta sér þær heimildir.
Ætla verður að nú séu allar pólitískar forsend-
ur fyrir því að Alþingi og stjórnvöld taki til hendi
um setningu löggjafar og reglugerða til þess að
koma í veg fyrir, að hér verði til einokun á mörg-
um sviðum viðskiptalífsins. Einokun kemur niður
á hagsmunum almennings og þess vegna ber
stjórnvöldum að gera ráðstafanir til að verja al-
mannahagsmuni.
Einokun kemur líka niður á öðrum fyrirtækj-
um, sem fá engan veginn þrifizt og þess vegna er
löggjöf gegn einokun og hringamyndun, sem er
nægilega sterk til þess að hún hafi einhver áhrif
líka nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja at-
hafnafrelsi annarra fyrirtækja í sömu greinum.
Segja má, að hér hafi lengi ríkt eins konar tví-
veldi í mörgum greinum atvinnulífs, þ.e. að tvö
fyrirtæki hafi ráðið ferðinni og litlir möguleikar
fyrir aðra að komast að. Íslenzkur viðskiptajöfur
sagði eitt sinn í einkasamtali, að þar sem tvö fyr-
irtæki hefðu ráðandi stöðu á markaði mætti
ganga út frá því sem vísu, að um verðsamráð
væri að ræða. Það er áreiðanlega mikið til í
þessu. Þannig hafa landsmenn á undanförnum
mánuðum velt því fyrir sér, af hverju erfiðara
væri en áður að fá farseðla keypta í millilanda-
flugi á því lága verði, sem hægt var fyrir ári og
tveimur árum. Svör stjórnenda flugfélaganna
hafa verið skýr og skiljanleg. Þeir hafa sagt sem
svo, að framboð og eftirspurn ráði verði. Um leið
og sölumenn verði þess varir, að mikil eftirspurn
sé eftir sætum í tiltekið flug sé ódýrum sætum
fækkað og það sé skýringin á því, að þjóðin sitji
heima hjá sér við tölvuna á kvöldin og leiti eftir
fargjöldum á lágu verði, sem margfalt erfiðara sé
að finna en fyrir einu ári eða tveimur.
Þegar í ljós kemur náið viðskiptasamband á
milli núverandi eigenda Icelandair og Iceland
Express er ekki við öðru að búast en spurningar
vakni í hugum fólks. Þetta er óþægilegt fyrir
bæði flugfélögin og æskilegt að hið rétta komi
fram. Það er einfalt mál fyrir flugfélögin tvö, að
upplýsa almenning um hver meðaltalshækkun
fargjalda t.d. á Kaupmannahafnarleiðinni hafi
verið það sem af er þessu ári miðað við sama tíma
í fyrra.
Fátt meta landsmenn meir en að komast til
annarra landa á lágum fargjöldum og vinsældir
Iceland Express byggjast ekki sízt á því, að því
félagi eru þökkuð þau lágu fargjöld, sem voru til
staðar um skeið. En fátt mundi þjóðin taka verr
upp en það ef í ljós kæmi að samráð hefði verið á
milli flugfélaganna um hækkun fargjalda.
Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er
tímabært að hefja alvöru umræður um það að
byggja upp í kringum viðskiptalífið nákvæmari
starfsreglur en hingað til hafa tíðkazt, en lengi
hafa verið til staðar í öðrum löndum.
Er löggiltur
starfsrammi
raunhæfur?
Þeir eru býsna marg-
ir, sem telja að fárán-
legt sé að binda við-
skiptalífið í viðjar
löggjafar og reglu-
gerðar. Athafnafrelsið
verði að vera nánast óheft. Ef það sé misnotað
komi að því fyrr en síðar að lögmál markaðarins
leysi þann vanda. Svo eru aðrir, sem telja, að
nánast engar reglur eigi að gilda um viðskipta-
lífið sem slíkt, hins vegar eigi réttarkerfið að vera
svo sterkt, að það taki á því, sem úrskeiðis kunni
að fara.
Einn af viðmælendum Morgunblaðsins hefur
bent á tvö athyglisverð dæmi, sem segja má, að
endurspegli tvö andstæð sjónarmið í þessum efn-
um.
Hið fyrra er sótt til Svíþjóðar. Hægt er að færa
rök að því, að við Íslendingar göngum nú í gegn-
um svipað tímabil í viðskiptalífi okkar og Svíar
gerðu upp úr 1920. Þá var gífurlegur uppgangur í
sænsku atvinnulífi og hin sænska útrás hófst. Til
urðu stór fyrirtæki í Svíþjóð, sem hófu að kaupa
upp fyrirtæki í öðrum löndum og höfðu um skeið
mikil umsvif. Svo urðu utanaðkomandi áhrif í
efnahagsmálum til þess að allt hrundi, fall sumra
sænsku viðskiptajöfranna varð mikið en aðrir
lifðu naumlega af eins og Wallenbergarnir.
Frelsið réð ferðinni en markaðirnir réttu af það
sem aflaga hafði farið.
Hitt dæmið er frá Bandaríkjunum, þar sem
frumskógarlögmálið réð ríkjum í viðskiptalífinu
á síðari hluta 19. aldar og fram eftir tuttugustu
öldinni. Bandaríkjamenn brugðust við með því að
setja stranga löggjöf, sem að lokum varð til þess
að einokunarhringarnir voru brotnir á bak aftur.
Á þeim árum kom fram á sjónarsviðið vestan
hafs blaðakona að nafni Ida Tarbell. Hún er af
mörgum talin fyrsti alvöru rannsóknarblaðamað-
urinn. Og hafði meiri áhrif en flestir aðrir á það
að Standard Oil, auðhringur John D. Rockefell-
ers, var leystur upp.
Ida Tarbell gagnrýndi Standard Oil ekki fyrir
stærð auðhringsins heldur fyrir vinnubrögð og
starfshætti og fyrir að brjóta lög og reglur. Hún
krafðist þess ekki, að allir auðhringir yrðu leystir
upp. Hins vegar krafðist hún þess að frjáls sam-
keppni yrði tryggð á markaðnum. Hún sagði
sjálf, að Standard Oil væri fyrirtæki, sem væri
svo vel stjórnað að þar væri nánast ekki að finna
veikan punkt en einmitt af þeim sökum væri erf-
itt að skilja hvers vegna stjórnendur fyrirtæk-
isins hefðu ekki haldið sig innan ramma laga og
reglna vegna þess, að þeir hefðu getað náð sama
árangri með því í viðskiptum. Hún var í raun að
segja það sama og sumir viðmælendur Morg-
unblaðsins halda fram nú, að réttarkerfið eigi að
duga til þess að taka á þeim, sem leiðast út af
réttri braut. Ida Tarbell er af mörgum talin eitt
stærsta nafnið í bandarískri sögu á fyrri hluta 20.
aldarinnar.
Þeir sem halda því fram, að markaðurinn verði
að ráða fram úr þeim vandamálum, sem upp
kunna að koma á vettvangi viðskiptalífsins verða
að átta sig á að Standard Oil í sinni gömlu mynd
var til í meira en fjóra áratugi og hafði kverkatak
á ákveðnum þáttum viðskiptalífsins í Bandaríkj-
unum verulegan hluta þess tíma.
Einokunarveldi Standard Oil og John D.
Rockefeller var brotið á bak aftur á grundvelli
löggjafar gegn einokun og hringamyndun, sem
sett var í lok 19. aldarinnar og kennd er við John
Shermann, öldungadeildarþingmann. Löggjöfin
þótti handónýt framan af en var að lokum sá
grundvöllur, sem þrír einstaklingar stóðu á í
baráttu sinni fyrir því að frelsi mætti ríkja í
viðskiptalífinu í Bandaríkjunum. Þetta voru
Theodor Roosevelt, Bandaríkjaforseti, Ida
Tarbell, sem áður hefur verið nefnd og rithöf-
undurinn Upton Sinclair, sem m.a. kemur við
sögu í leikverki Ólafs Hauks Símonarsonar, Hall-
dór í Hollywood, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu,
en skáldsaga hans, The Jungle, Frumskógurinn,
skapaði gífurlega reiði um gervöll Bandaríkin.
Athyglisverður munur á framgöngu rithöfunda í
Bandaríkjunum þá og á Íslandi nú!
Á þessum tíma vöknuðu spurningar í Banda-
ríkjunum um það hvort réttarkerfið þar í landi
réði við svona stórt mál eins og þar var á ferð.
Um það segir Ron Chernow í bók sinni um John
D. Rockefeller:
„Málaferlin gegn Standard Oil voru prófsteinn
TVÍSKINNUNGUR
VESTURLANDA
Hinn 8. október sl. reið jarð-skjálfti yfir Pakistan með þeimafleiðingum, að a.m.k. 73 þús-
und einstaklingar misstu lífið. Forseti
Pakistan, Pervez Musharraf, hefur
haft orð á því, að heimsbyggðin hefði
gefið minna fé til þess að hjálpa því
fólki sem varð illa úti í þessum jarð-
skjálfta en þegar flóðbylgjan skall á
Indlandshafi og Katrina fór um suður-
hluta Bandaríkjanna.
Í viðtali við BBC sagði forseti Pak-
istan m.a.:
„En flóðbylgjan reið yfir mörg lönd
og hún náði til fólks frá mörgum ríkj-
um, sérstaklega Vesturlandabúa, sem
voru ferðamenn. Þess vegna snart flóð-
bylgjan beinlínis svo mörg lönd vegna
þess, að fólk frá þessum löndum fórst
og slasaðist og ég geri ráð fyrir, að það
hafi haft áhrif á viðbrögð heimsbyggð-
arinnar.“
Þessi orð Musharraf eru alvarlegt
umhugsunarefni fyrir hinar ríku þjóðir
Vesturlanda vegna þess ekki sízt að
þau lýsa veruleikanum í hnotskurn.
Flóðbylgjan á Indlandshafi og afleið-
ingar hennar vöktu gífurlega athygli á
Vesturlöndum af þeirri ástæðu, sem
forseti Pakistans lýsir. Umfjöllunin í
fjölmiðlum á Vesturlöndum snerist
fyrst og fremst um afleiðingarnar fyrir
þegna viðkomandi þjóða, þótt ekki væri
hægt að horfa fram hjá því sem gerðist
í lífi íbúa þessara svæða.
Jarðskjálftinn í Pakistan vakti miklu
minni athygli á Vesturlöndum vegna
þess að á jarðskjálftasvæðunum var lít-
ið um fólk frá okkar heimshluta.
Í þessu felst ekki bara tvískinnungur
heldur líka hræsni. Hinar auðugu þjóð-
ir heims taka eftir flóðbylgjunni og
fellibylnum vegna þess, að afleiðing-
arnar snúa að þeim sjálfum en ekki að
jarðskjálftanum vegna þess að afleið-
ingar hans snúa að öðrum.
Svipuð dæmi má nefna frá Afríku. Af
hverju taka ríku þjóðirnar eftir hung-
ursneyð á sumum svæðum Afríku en
ekki öðrum? Af hverju taka þær eftir
ofbeldi í sumum Afríkulöndum en ekki
öðrum? Fer það eftir því hvar þær eiga
hagsmuna að gæta?
Þetta er ljótt en sennilega satt. Við
ættum að láta orð Musharraf okkur að
kenningu verða. En ástæða er til að
vekja athygli á því að þótt þetta eigi við
almennt eru til heiðarlegar undantekn-
ingar. Má í því sambandi nefna þau
merku samtök, ABC-hjálparstarf, sem
starfrækt eru hér og vinna sitt verk að
langmestu leyti í kyrrþey. Þau samtök
hafa komið við sögu í Pakistan með
myndarlegum hætti.