Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EINAR Guðmundsson vakti um-
ræðu 24. okt. sl. um samskiptaörð-
ugleika innan þjóðkirkjunnar og er
það vel. Ástæða er til að halda um-
ræðunni áfram og fleiri
sjónarhorn á umræddu
ósamkomulagi innan
kirkjunnar komi fram.
Eins og undirrituð
skilur grein Einars er
hún meira út frá kirkj-
unni sem stofnun. Má
segja að kirkjan sem
stofnun og kirkja Jesú
Krists skarist, annars
vegar lögmálið og hins
vegar fagnaðarerindi
Krists
Vel má taka undir
sjónarmið Einars að
deilan í Garðasókn og
Langholtssókn sé toppur ísjakans á
samskiptaörðugleikum innan kirkj-
unnar. Þegar sóknarnefndir og ann-
að starfsfólk safnaða berast á bana-
spjótum. Klögumálin ganga á víxl
með aðstoð lögfræðinga og fjölmiðla,
án þess að nokkur upplýst opinber
umræða fari fram.
Undirrituð telur að umræddar
deilur innan kirkjunnar hafi fremur
verið leystar með lögmálshyggju þar
sem siðferðið er fastmótað reglu-
kerfi, sem lætur fram hjá sér fara að
meta aðstæður með kristilegt sið-
ferði að leiðarljósi. Ákvarðanatakan
leysir þá ekki vandann og getur jafn-
vel skapað nýjan.
Undirrituð telur brýnt að skoða
þessa samskiptaörðugleika kirkj-
unnar út frá guðfræði og kristilegri
siðfræði. Ætlar að leitast við að hafa
kristilega siðfræði sem grundvöll í
grein sinni. Þar sem Kristur með
kærleika sínum og hógværð er skýrt
fordæmi í orðum sínum og athöfnum.
Kærleiksborðorðið (Matt 22. 36-
40), sbr. (Róm13. 8-10) dregur best
saman alla siðfræði Biblíunnar, sem
alltaf verður þó að líta til með fagn-
aðarerindi Krists í huga, dauða hans,
upprisu og frelsun mannsins.
Þegar djáknanám við guð-
fræðideild Háskóla Íslands var sett á
stofn var það talið vaxtarbroddur í
menntun háskólans. Eins og und-
irrituð skilur markmið djáknanáms-
ins var það ætlunin að auka starf
kirkjunnar út á við. Kirkjan hefði
ekki eingöngu það markmið að vera
prestakirkja og sjá um afmarkaðar
kirkjulegar athafnir. Heldur einnig
að vera lifandi söfnuður þar sem inn-
tak kærleiksboðorðsins
skiptir öllu máli ekki
eingöngu í orði heldur
einnig í verki.
Djáknanámið hefur
ekki skilað nægilega
mörgum starfsmönnum
til starfa innan safnaða
kirkjunnar eins og
æskilegt væri. Til þess
liggja ýmsar ástæður.
Ekki er sterk hefð fyrir
djáknum innan ís-
lensku kirkjunnar,
söfnuðir telja sig ekki
hafa fjármagn til að
ráða djákna og starf
djákna er ekki löggilt með sama
hætti og starf prestsins.
Haldi þessi þróun áfram er nauð-
synlegt að velta fyrir sér hvort
djáknanámið/starfið eigi ekki að
verða hluti af guðfræðináminu, sem
varðar prestsnámið. Kærleiksþjón-
ustan sé ekki afmarkað sérsvið innan
kirkjunnar eins og nú er. Vegna þess
að allt starf innan kirkjunnar fer
fram í nafni Jesú Krists og á að
hverfast um fagnaðarerindi hans.
Að guðfræðineminn vinni í kær-
leiksþjónustu innan kirkjunnar og
jafnvel utan hennar. Taki ekki vígslu
fyrr en eftir ákveðinn umþótt-
unartíma í kærleiksþjónustu?
Nýjar og eldri kannanir í trúarlífi
safnaða innan kirkjunnar sýna ótví-
rætt að fólk innan kirkjunnar hefur
tileinkað sér barnalærdóm kirkj-
unnar og telur sig vera trúað. Kirkj-
an hefur staðið sig allvel í barna- og
æskulýðsstarfi.
Þá vaknar sú spurning; hvernig
stendur kirkjan sig í að byggja á
þennan góða grunn? Að safn-
aðarmeðlimir fái kristilega fræðslu í
meira mæli. Geti þroskast áfram á
forsendum kristinnar trúar, metið
aðstæður og rökrætt mál þangað til
niðurstaða fæst, sem allir geta sætt
sig við að lokum?
Þörf er á guðfræðimenntuðu fólki
til starfa innan safnaða í meira mæli
eins og sundurlyndi innan þeirra
sýnir. Nóg er til af hæfu guðfræði-
menntuðu fólki. Setja þarf af hálfu
kirkjustjórnarinnar skýrari reglur
um hvernig fjármunir safnaða eru
notaðir. Þar sem a.m.k. tuttugu pró-
sent fjármagnsins fari beint til
fræðslu í kristilegri siðfræði og kær-
leiksþjónustu í verki innan safn-
aðanna. Upplýst samræða með
gagnkvæmri virðingu innan safnaða
gæti bætt samskipti og hjálpað til að
leysa deilumál innan þeirra.
Kirkjustjórnin getur ekki setið hjá
eða látið svo alvarlegar deilur sem
um er rætt fram hjá sér fara. Eðli-
legt væri að þegar ágreiningur kem-
ur upp innan kirkjunnar, að hann
heyrði beint undir kirkjustjórnina,
yrði leystur með hjálp guðfræðinnar/
siðfræðinnar. Viðkomandi deiluað-
ilar vikju tímabundið úr starfi í
lengri eða skemmri tíma sér til upp-
byggingar í kirkjustarfi á kristi-
legum grundvelli.
Páll postuli segir í Rómverjabréf-
inu: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég
ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki,
það gjöri ég.“ Páli postula finnst, að
þrátt fyrir að innra með sér vilji
hann gera hið góða, finnst honum hið
illa vera sér tamast.
Þessi harða sjálfsgagnrýni Páls
getur verið góð fyrirmynd, sem
minnir okkur á eigin bresti.
Það er annað að vilja en fram-
kvæma hið góða og þarf sífelldrar
endurskoðunar við. Góð áform sem
skila sér í náungakærleika í verki
gera safnaðarstarf fyllra og verða
um leið sáttargjörð í anda Jesú
Krists, þegar ágreiningur á sér stað í
kirkjulegu starfi.
Berast sóknarnefndir og starfs-
menn kirkjunnar á banaspjótum?
Sigríður Laufey
Einarsdóttir fjallar um
deilur innan kirkjunnar ’Upplýst samræða meðgagnkvæmri virðingu
innan safnaða gæti bætt
samskipti og hjálpað
til að leysa deilumál
innan þeirra.‘
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
Höfundur er djákni að mennt og
starfsmaður Félagsþjónustunnar
í Reykjavík.
UNDANFARIÐ hafa verið uppi
umræður um innanbæjarakstur og
utanvegaakstur torfæruhjóla í
Hafnarfirði og málum gerð skil
m.a. í Fjarðarpóstinum. Virðist í
flestum tilfellum vera um að ræða
illa upplýsta og rétt-
indalausa unglinga
sem leika lausum
hala. Slíkt ástand er
með öllu óásættanlegt
og verður að ráða bót
á. En hvernig? Raun-
verulegur árangur
næst ekki nema ráðist
sé að rót vandans. Í
þessu ákveðna tilfelli
byrjar vinnan inni á
heimilunum. Ábyrgðin
liggur nefnilega
hvergi annars staðar
en hjá okkur for-
eldrum. Hver hleypir
réttindalausum ung-
ling á mótorhjóli út í
borgarumferðina?
Það erum við foreldr-
arnir sem eigum að
virða lög og reglur og
sjá til þess að upp-
fræða og bera ábyrgð
á börnum okkar á
meðan þau eru ekki
sjálf- og lögráða.
Hvað málefni tor-
færutækja varðar í
stærra samhengi er
ég þess fullviss að
finna megi góðar og
fullnægjandi lausnir og það fljótt.
Það eina sem þarf núna er vilji yf-
irvalda. Ekkert annað.
Hingað til hefur aðgerðaleysi yf-
irvalda í landinu stjórnast af
tvennu, þ.e. umhverfis- og pen-
ingasjónarmiðum. Hvað umhverf-
issjónarmiðin varðar þá tel ég okk-
ur best vernda landið gegn óþarfa
ágangi einmitt með því að sjá
þessari íþrótt fyrir fullnægjandi
aðstöðu. Dæmin tala sjálf. Hesta-
menn hafa t.a.m. fengið stórkost-
lega aðstöðu til að iðka sína íþrótt
og með eindæmum gott að ríða út
á nýlögðum reiðstígum sem liggja
vítt og breitt kringum höfuðborg-
ina. Betra að veita ríðandi umferð
þannig en taumlaust út um allt í
gróðurlendi, ekki satt? Þau svæði
sem torfæruhjólaíþróttinni hefur
þó verið úthlutað til þessa eru fá,
fjarri byggð og oftar en ekki á
óvistlegum stöðum s.s. nærri ösku-
haugum. Er það líklegt til að bera
árangur? Hvað mundi
okkur finnast um að
keyra börnin okkar á
slíka staði tvisvar í
viku til að fara á fót-
boltaæfingar eða í
reiðskóla? Er okkur
sama? Um leið og
okkur er sama um
hjólafólk erum við líka
að hluta ábyrg fyrir
vandanum. Óþægilegt
en satt.
Hvað peningasjón-
armiðin varðar þá
verður ekki hjá því lit-
ið að sala torfæruhjóla
hefur undanfarin ár
skilað hundruðum
milljóna í ríkiskassann
(til mín og þín) svo
tími er til kominn að
veita fé baka til þessa
málaflokks.
Að auki neyðumst
við svo líklega til þess
að beygja okkur undir
það að mótorhjólafólk
þarf víst líka sinn
skerf af mannrétt-
indum og þar bætist
við enn eitt sjón-
armiðið, mannréttinda-
sjónarmið, rétturinn til að velja
hvernig maður ver frístundum sín-
um. Sá hópur sem stundar vél-
hjólaíþróttina er orðinn það stór
og fjölbreyttur að löngu er tími til
kominn að veita honum athygli og
stuðning. Hér eins og í nágranna-
löndum okkar eru mótorhjól lík-
lega komin til að vera.
Þó það skipti ofantaldar stað-
reyndir ekki máli, má geta þess að
persónulega nýt ég útivistar reglu-
lega og með ýmsu móti. Kannski
það gefi leikmanni víðari sýn? Oft-
ast er ég gangandi, stundum meira
að segja á mótorhjóli með ungum
syni mínum og einstaka sinnum á
hestbaki. Ég hef ákveðið að láta
það ekki spilla gleði minni að
stundum rekst ég á fólk sem kýs
að njóta útivistar á annan máta en
ég sjálfur. Ekki dettur mér til
hugar að ég hafi æðra tilkall til
landsins en næsti maður hvort sem
ég er gangandi eða í söðli.
Sem manneskja sem losar fleiri
kíló af sorpi daglega, ekur um á
eyðslufrekum bíl, horfi aðgerð-
arlaus á jarðýtur skafa burt heilli
álfabyggð svo byggja megi nýja
IKEA-verslun í hrauninu við Heið-
mörk OG tek annars glaður þátt í
þeim uppgangi sem fylgir bygg-
ingu nýs reykspúandi álvers, hef
ég þó vit á því að setjast ekki í
sæti dómara og kveða upp stóra-
dóm yfir öllum mótorhjólamönnum
og því sem þeim fylgir. Slíkt væri
hræsni. En ég geri mér grein fyrir
að úrbóta er þörf og vonast til að
skilningur stjórnvalda sé hinn
sami.
Sem Hafnfirðingur (eða a.f.a
eins og sumir kalla okkur sem ekki
eru fæddir hér) tel ég okkur
heppna með yfirvöld hér í bæ sem
hafa séð sóma sinn í því að byggja
upp bæjarfélag sem er eftirsókn-
arvert að tilheyra. Nú þegar þeim
ætti að vera ljóst að þörfin fyrir
raunverulegar úrbætur er brýn er
ég bjartsýnn á að menn ráðist í
það verk, ekki bara í orði heldur
með fjármagni, mannafli og metn-
aði, að búa torfæruhjólaíþróttinni
viðeigandi og boðlega aðstöðu í
Hafnarfirði. Það væri ekki í fyrsta
sinn sem bærinn réðist í blómlega
uppbyggingu íþróttastarfs, sem
yrði öðrum fyrirmynd.
Um torfæruhjól og
Hafnarfjarðarbæ
Þórir Kristinsson fjallar um
torfæruhjólaíþróttina
Þórir Kristinsson
’Sá hópur semstundar vél-
hjólaíþróttina er
orðinn það stór
og fjölbreyttur
að löngu er tími
til kominn að
veita honum at-
hygli og stuðn-
ing.‘
Höfundur er flugmaður.