Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ljósafossskóli
Um er að ræða mannvirki að Ljósafossi í Grímsnes- og
Grafningshreppi, þ.e. Ljósafossskóla; skólahúsnæði og
íþróttahús, auk þriggja einbýlishúsa. Eignirnar eru staðsettar á
um 8 hektara lóð. Skólahúsið er þriggja hæða, samtals 700
fermetrar að stærð, og íþróttahús, byggt 1994, samtals 557
fermetrar að stærð. Skólahúsnæðið er tengt við íþróttahúsið
með viðbyggingu. Auðvelt er að koma við breytingum á innra
skipulagi. Eigninni hefur verið vel viðhaldið og lítur vel út.
Íþróttahúsið skiptist í íþróttasal,
áhaldageymslu, tvo búningsklefa og
salerni, ásamt ræstikompu sem og
skrifstofu. Á efri hæð er fullbúið
mötuneyti með tækjum ásamt matsal.
Á lóð eru leiktæki og sparkvöllur.
Upplýsingar um verð og greiðslukjör á
skrifstofu.
Austurvegi 38 • 800 Selfossi
Sími 482 4800 • Fax 482 4848
arborgir@arborgir.is - www.arborgir.is
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
ÆGÍSÍÐA - GLÆSILEG EIGN.
Glæsilegt 304,1 fm einbýlishús með aukaíbúð
á frábærum útsýnisstað við Ægisíðu í Reykja-
vík. Á aðalhæðinni eru stórar glæsilegar stofur
með arni, bókaherbergi og eldhúsi. Á efri
hæðinni eru 5 svefnherbergi, hol og baðher-
bergi. Í kjallara er ósamþykkt 2ja herbergja
íbúð auk þvottahúss, geymslna o.fl. Bygging-
arréttur. Frábær staðsetning. V. 85 m. 5403
BAUGANES -
FRÁBÆR STAÐSETNING
Virðulegt, vel skipulagt 252 fm einbýlishús á
eftirsóttum og rólegum stað. Á aðalhæðinni er
forstofa, gangur, 3 svefnherbergi (4 skv. teikn-
ingu), baðherbergi, snyrting, stórar stofur
(dagstofa, arinstofa og borðstofa) og eldhús. Í
kjallara er séríbúðaraðstaða. Ákv. sala. Tilboð
JÖKULGRUNN -
FYRIR ELDRI BORGARA
Fallegt 112 fm raðhús á einni hæð með inn-
byggðum bílskúr við Jökulgrunn hjá Hrafnistu í
Reykjavík. Eignin er öll í góðu ástandi en hún
skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, herbergi
og baðherbergi. Þvottahús í íbúð. Innangengt
í bílskúr. Hellulögð verönd og garður við húsið.
V. 32 m. 5435
KLAPPARHLÍÐ
Gullfalleg íbúð á 1. hæð með sérinngangi (hús
á efri lóð). Íbúðin skiptist í forstofu, tvö stór
svefnherbergi, baðherbergi með þvottaher-
bergi innaf, stofur og eldhús.
REIÐVAÐ - LAUS STRAX
Vönduð fullbúin 3ja herb. 83 fm íbúð í fallegu
og vel staðsettu nýju fjölbýlishúsi á glæsilegum
útsýnisstað í Norðlingaholti, rétt austan Elliða-
vatns. Sérbílstæði í upphitaðri bílageymslu í
kjallara. Íbúðin skiptist í stofu, 2 svefnherb.,
eldhús, baðherb. og sérþvottahús. Sérinn-
gangur er af svölum. V. 20,7 m. 5398
LAUGATEIGUR -
NEÐRI SÉRHÆÐ
Falleg u.þ.b. 130 fm neðri sérhæð í botnlanga
við Laugateig í Reykjavík auk 38,0 fm stórs
bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvær
stofur, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi.
Sérinngangur. Rúmgóður og góður bílskúr
með gryfju. V. 29,9 m.
FRAMNESVEGUR -
107 REYKJAVÍK.
3ja-4ra herbergja falleg101 fm íbúð á 2. hæð í
steinhúsi á horni Framnesvegs og Granda-
vegs. Íbúðin skiptist í gang, hol, stofu, borð-
stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eld-
hús. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sam-
eiginlegt þvottahús o.fl. Allt parket á íbúðinni er
nýlegt, gler er nýlegt og baðherbergið er ný-
standsett. Húsið var steypuviðgert og málað
fyrir þremur árum síðan auk þess sem svalir
voru lagfærðar og skipt um klóaklagnir undir
húsinu. V. 20,3 m. 5408
HÁTEIGSVEGUR -
MIKIÐ ENDURNÝJUÐ
Glæsileg íbúð í kjallara með sérinngangi.
Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús,
geymslu/þvottahús, baðherbergi, stofu og
borðstofu sem áður var svefnherbergi. Stutt í
alla þjónustu. Íbúðin er mjög rúmgóð og nýtast
stofurnar sérstaklega vel.
KÚRLAND - RAÐHÚS Á
TVEIMUR HÆÐUM
Vel staðsett 284 fm raðhús fyrir neðan götu,
ásamt 26 fm bílskúr á þessum mjög svo eftir-
sótta stað í Fossvogsdalnum. Húsið er á
tveimur heilum hæðum sem eru 140 fm hvor.
Efri hæðin skiptist í stofu, borðstofu, sólstofu,
þrjú svefnherbergi, eldhús og snyrtingu. Á
neðri hæð er svefnherbergi, fjölskylduherbergi,
geymslur, þvottahús og baðherbergi.
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
Virkilega falleg og björt hæð í fjórbýlishúsi.
Hæðin var öll tekin í gegn fyrir tæpu ári
síðan, m.a. ný gólfefni, ný eldhúsinnrétting
og tæki, nýtt baðherbergi, nýir ofnar, ný
rafmagnstafla og nýídregið rafmagn. Skipt-
ing eignar: Forstofuherbergi, góð stofa og
borðstofa, eldhús opið að hluta í borð-
stofu, mjög fallegt baðherbergi og 2 svefn-
herbergi með miklu skápaplássi í öðru.
Verð 23,4 m.
Opið hús verður í dag milli kl. 15 og 16, (miðbjalla), Ellert Bragi, s. 661 1121.
Sölumaður á Gimli verður á staðnum.
SUNDLAUGAVEGUR 22
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Vorum að fá í sölu góða 2ja herbergja
íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í góðu og nýl. við-
gerðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í anddyri, hol,
vinnuherbergi, rúmgott svefnherbergi,
góða stofu og baðherbergi. Gólfefni eru
flísar, parket og teppi. Útg. úr stofu á
hellulagða afgirta verönd. Íbúðin getur
verið laus fljótlega.
Verð 15,3 millj. Opið hús verður í dag milli kl. 17 og 19, Þór á bjöllu.
FLYÐRUGRANDI 8
Í GREIN sem ég ritaði í Morg-
unblaðið fyrir nokkru fjallaði ég m.a.
um stöðu mála í dag varðandi börn
sem verða fyrir ofbeldi eða eru van-
rækt og fjallaði um helstu afleiðingar
slíks misbrests í aðbún-
aði þeirra. En hvað er
til ráða? Í fyrsta lagi
hafa rannsóknir sýnt,
bæði hérlendis og er-
lendis, að fátækt eykur
líkur verulega á því að
börn verði fyrir ofbeldi
eða séu vanrækt. Því er
mjög mikilvægt að
finna leiðir til þess að
koma í veg fyrir að fjöl-
skyldur búi við fátækt.
Nauðsynlegt er að
þeir aðilar sem vinna
almenna barnavernd-
arvinnu hafi lokið við-
eigandi menntun. Meðal þeirra mála-
flokka sem félagsráðgjafar eru
sérfræðingar í er barnavernd. Fé-
lagsráðgjöf er eina greinin hér á
landi og víðast hvar erlendis sem
undirbýr verðandi félagsráðgjafa
markvisst til þess að starfa í þessum
málaflokki. Verðandi félagsráðgjafar
læra um þroskaskeið barna, öðlast
þekkingu og færni í að greina
áhættuþætti hinna ýmsu gerða of-
beldis og vanrækslu barna, mismun-
andi birtingarmyndir þess og hinar
ýmsu afleiðingar sem slíkur aðbún-
aður getur haft. Jafnframt öðlast
verðandi félagsráðgjafar m.a. þekk-
ingu á félagsmálalöggjöf, þ.á m.
barnaverndarlöggjöfinni og öðlast
einnig færni í viðtalstækni, þ.á m.
viðtalstækni við börn, greiningu geð-
rænna vandkvæða og fjölskyldu-
meðferð. Því er eðlilegt að gerð sé
krafa um að félagsráðgjafar sinni al-
mennri barnaverndarvinnu. Hverj-
um mundi ekki bregða í brún ef þeir
kæmust að því að „læknirinn“ sem
þeir hefðu leitað til
hefði ekki læknisfræði-
próf heldur próf í
sjúkraþjálfun eða öf-
ugt!
Jafnframt ber að
tryggja það að barna-
verndarstarfsmenn séu
ekki með fleiri mál en
viðmið segja til um, svo
gæði þjónustunnar séu
viðunandi. Þar sem fé-
lagsráðgjafar einir búa
yfir sértækri þekkingu
á þessu sviði, ættu að
vera félagsráðgjafar í
öllum skólum og leik-
skólum. Smærri skólar og leikskólar
gætu sameinast um stöður fé-
lagsráðgjafa. Þannig gætu kennarar
leitað til félagsráðgjafans með mál
nemenda sem þeir hefðu áhyggjur af
og börn gætu einnig sjálf leitað til fé-
lagsráðgjafans með mál sín.
Auk þess er nauðsynlegt að
tryggja að þeir aðilar sem koma að
vinnu með börnum á einhvern hátt,
hafi fengið fræðslu um að þeim ber
skylda til að tilkynna mál til barna-
verndaryfirvalda ef þeir telja að mis-
brestur sé í aðbúnaði barns. Jafn-
framt þyrftu slíkir aðilar að fá
fræðslu um helstu birtingarmyndir
misbrests í uppeldi og helstu afleið-
ingar eða einkenni barna. Eins og er
fá mjög fáar stéttir slíka fræðslu, t.d.
fá grunnskólakennarar ekki slíka
fræðslu í námi sínu.
Einnig er brýnt að efla rannsóknir
á sviði ofbeldis og vanrækslu barna
og innan barnaverndar. Jafnframt að
kanna árangur þeirra úrræða sem í
boði eru innan barnaverndar og þróa
fleiri úrræði sem tengjast sértækum
vanda, eins og t.d. viðeigandi með-
ferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að
ofbeldi milli foreldra, svo dæmi sé
tekið. Aðgerðir sem þessar geta
kannski ekki fyrirbyggt allt ofbeldi
gagnvart börnum eða vanrækslu
þeirra en þær mundu tvímælalaust
draga verulega úr líkum þess að hin
ýmsu brot gegn börnum geti við-
gengist óáreitt. Auk þess sem slíkar
aðgerðir mundu tryggja að ákveðið
viðbragðskerfi færi í gang þegar
virðist hafa verið brotið á barni. Slík-
ar aðgerðir geta jafnvel borgað sig
einnig fjárhagslega fyrir samfélagið
þegar til lengri tíma er litið.
Börn sem verða fyrir ofbeldi
og/eða vanrækslu
Freydís Jóna Freysteinsdóttir
bendir á hugmyndir að úrbót-
um í barnaverndarmálum ’… að efla rannsóknir ásviði ofbeldis og van-
rækslu barna og innan
barnaverndar. Jafn-
framt að kanna árangur
þeirra úrræða sem í
boði eru innan barna-
verndar …‘
Freydís Jóna
Freysteinsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi og lektor
í félagsráðgjöf við HÍ.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIÐ skulum vera sterk og viðbúin
þegar okkur er boðið áfengi, tóbak og
önnur vímuefni. Við skulum vera bú-
in að taka ákvörðun um að fresta því
að byrja. Við skulum fá aðstoð for-
eldra okkar og fullorðinna til að
hjálpa okkur við að mynda okkur
sjálfstæða skoðun um að fresta byrj-
unaraldrinum. Við skulum ræða við
fullorðna til að fá nákvæmari upplýs-
ingar um áhættuna sem felst í því að
byrja áður en við höfum tekið út full-
an þroska, líkamlegan og andlegan.
Ekki trúa bara þeim upplýsingum
sem koma frá þeim sem eru að bjóða
okkur vímuefnin. Þeir bera ekki um-
hyggju fyrir okkur. Þeir vilja að við
verðum háð þeim og þess vegna
leggja þeir svo mikla áherslu á að
hvetja okkur til að byrja. Ekki
hlaupa á eftir gylliboðum þeirra. Það
þekkja allir til hversu skelfilegar af-
leiðingar það getur haft.
Það er orðið alvarlegt skeyting-
arleysi ansi margra sem taka þátt í
að hvetja til áfengisneyslu í dag með-
vitað og ómeðvitað. Leiðir umbjóð-
endanna eru ósvífnari með hverjum
degi. Fyrirmyndir margra í tónlist-
argeiranum eru misnotaðar til að
auglýsa áfengi í tengslum við uppá-
komur. Við skulum passa okkur á því
að láta engan nota okkar nafn á
nokkurn hátt sem getur hvatt aðra til
áfengisneyslu. Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Gíslason kynnti flott for-
varnarverkefni í Kastljósi og talaði
mjög skýrt um að fresta þyrfti byrj-
unaraldrinum sem lengst á meðan
við erum óþroskuð. Um leið og erindi
forsetans lauk voru birtar áfeng-
isauglýsingar. Við sjáum fáránleik-
ann, hvernig hans framkoma er nýtt
til að koma hvetjandi áfengisauglýs-
ingum á framfæri. Algjört hugs-
unarleysi miðilsins og ábyrgð-
armanna þar á bæ er okkur efst í
huga og hvetjum við alla til að hugsa
hvaða hlutverki þeir gegna í að
hvetja til neyslu og hvort þeir vilji
taka þátt í því.
Það er tímabært að við leiðréttum
þá mýtu að allir þurfi að reykja,
drekka áfengi og nota vímuefni. Við
skulum bíða þar til við höfum þroska
til, þá sjáum við kannski tilgangs-
leysið í að byrja.
AÐALSTEINN GUNNARSSON,
formaður Barnahreyfingar
IOGT á Íslandi.
Við skulum vera sterk og viðbúin
Frá Aðalsteini Gunnarssyni