Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 43 UMRÆÐAN Í VIÐHORFSPISTLI Elvu Bjarkar Sverrisdóttur 4. nóvember sl. gerði hún að umfjöllunarefni bók mína Brosað gegnum tárin sem fjallar um fegurðar- samkeppnir á Íslandi og viðtal sem birtist við mig í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þar gagnrýnir hún útlits- dýrkandi áherslur samfélagsins og kýs að gera mig að einhvers konar talsmanni þeirra viðhorfa. Það sem heillaði mig mest þegar ég skoðaði sögu fegurðarsam- keppna á Íslandi voru einmitt þau ólíku við- horf sem fegurðarsamkeppnir hafa mætt í gegnum tíðina og kristallast svo vel í skrifum Elvu. Þar er á ferð- inni kona sem horfir á fegurð- arsamkeppnir með gagnrýnum aug- um, svo gagnrýnum að hún hikar ekki við að fordæma bók sem hún hefur ekki lesið vegna óbeitar sinnar á umfjöllunarefninu. Í bókinni er gagnrýni á fegurðarsamkeppnir reyndar gerð mjög ítarleg skil þó að Elva hafi ekki veitt því athygli er hún blaðaði í henni. Bókin er því ekki síður saga mótmæla gegn feg- urðarsamkeppnum, en þess er ávallt getið ef einhverjar mótmælaaðgerð- ir fóru fram, auk þess sem fjölda mynda af mótmælum er að finna í bókinni. Elva leggur út af eftirfarandi um- mælum sem höfð voru eftir mér í Fréttablaðinu: „Í dag eru kröfur samfélagsins um vel útlítandi konu orðnar mun háværari og á það ekki bara við um keppni í fegurð heldur í öllu okkar daglega lífi, hvort sem það er á vinnustöðum, í félagslífinu eða heima.“ Ég get ekki séð betur en að Elva taki undir þau orð. Hún talar um að hafa orðið fyrir áreiti frá hrukkukremsframleiðendum sem biðja konur um að örvænta ekki þó þær séu orðnar þrítug- ar. Hún talar um að ungar og fallegar kon- ur veljist í sjónvarp á meðan karlar fái að vera eldri og hafa aukakíló. Þetta eru þær kröfur sem ég vísa í og þær eru ekki frá mér komnar. Stað- reyndin er sú að konur eru gerðar að skot- spæni markaðsaflanna þegar kemur að sölu á hverskyns snyrtivarn- ingi og ég þarf varla að axla ábyrgð á þeirri staðreynd þó að ég leyfi mér að benda á hana. Bókin Brosað gegnum tárin fjallar um sögu fegurðarsamkeppna með öllu því umstangi og umtali sem því fylgir, bæði jákvæðu og neikvæðu. Í bókinni er að finna frásagnir kepp- enda sem lýsa þátttöku sinni á mis- munandi vegu. Sumir segja frá brostnum vonum, illu umtali og brot- inni sjálfsmynd á meðan aðrir segja frá sigrum, auknu sjálfstrausti og nýjum tækifærum. Þegar ég segi frá því að keppnin hafi reynst sumum keppenda stökkpallur ýmissa tæki- færa er ég vísa í frásagnir fegurð- ardrottninganna sjálfra, enda tel ég þær dómbærastar á að meta hvaða áhrif keppnirnar hafa haft á líf þeirra. Fegurðarsamkeppnir eru hluti sögu kvenna hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Í fegurðar- samkeppnum hafa konur mestan part verið í aðalhlutverki og framan af var sá vettvangur sá eini þar sem konur voru sýnilegar í fjölmiðlum. Þessi staðreynd er vissulega gagn- rýniverð, en staðreynd engu að síð- ur. Í gegnum sögu fegurðarsam- keppna endurspeglast saga og tíðarandi hvers tíma og ekki síður viðhorf almennings til kvenna og þeirra hlutverks í samfélaginu. Sag- an er áhugaverð, ekki síst í ljósi þess hversu umdeildar keppnirnar hafa verið en einfaldast er að dæma um það með því að lesa bókina og kynna sér málið. Fegurðarsamkeppni er hluti af sögu kvenna Sæunn Ólafsdóttir svarar Viðhorfsgrein Elvu Bjarkar Sverrisdóttur ’… konur eru gerðar aðskotspæni markaðs- aflanna þegar kemur að sölu á hverskyns snyrti- varningi og ég þarf varla að axla ábyrgð á þeirri staðreynd þó að ég leyfi mér að benda á hana.‘ Sæunn Ólafsdóttir Höfundur er höfundur bókarinnar Brosað gegnum tárin.                             !     " #          $   " %          & '       & & $ " ($      )     & $ " #     )   & &  & **+" ,&    " -    & &" ,   !  .  $'  $ '      /" ,)      " 0 &  !     &  $       & 1  ) *' " 2  & "     & 1  ) 3'+ " 4 & "     & 1  ) ' " 2  & "         !   " #$%$$  &&&               IÐNDALUR - VERSLUN ESSO-STÖÐIN - VOGAR Á VATNSLEYSUSTRÖND Um er að ræða 166,8 fm matvöruverslunarhúsnæði (Esso-stöðin) í Vogum á Vatnsleysuströnd. Húsnæðið er með dúk á gólfi og tilheyrandi hillum og afgreiðsluborði, lager (ca 20 fm), snyrting, starfsmannaaðstaða, skrifstofa og kæligeymsla. Húsnæðið er almennt í góðu ástandi, bæði að innan og utan. Að auki er 60,8 fm veitingastaður, salur fyrir 24 manns, bar, pizzastaður. Flísar og plastparket á gólfum. Hægt er að opna á milli þessara eigna. Samtals fm því 227,6. REKSTUR OG HÚSNÆÐI SELST SAMAN. VERÐ 37 millj. 4843 SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Hér er um að ræða eina af þessum eftirsóttu sérhæðum í Vesturborginni. Hæðin, sem er björt og skemmtileg skiptist í stórar, samliggjandi stofur með glæsilegum frönskum bogaglugga og svölum út af borðstofu. Rúmgott eldhús, hjónaherbergi með austursvölum, tvö herbergi og flísalagt baðherbergi. Massíft merbauparket á hæðinni. Í risi er lítil 3ja herbergja íbúð, þ.e. stofa með tveimur kvistum og tvö svefnherbergi. Eldhús með borðkrók. Baðherbergi með sturtu. Eikarparket. Verið er að ljúka við að gera við allt húsið að utan og steina að nýju. Viðgerð á kostnað seljanda. Stutt í grunnskóla, Háskólann og alla verslun og þjónustu. V. 49,8 millj. Uppl. veitir Ingibjörg í síma 864-8800. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali MELHAGI - EFRI SÉRHÆÐ Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.