Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali SANDAVAÐ 5 - ENDAÍBÚÐ Opið hús í dag frá kl. 14:00-15:00 Glæsileg 4ra-5 herb. 123,8 fm endaíbúð, þar af 8,8 fm geymsla, á 3. hæð í fallegu lyftuhúsi, ásamt stæði í bílskýli. Fallegar eikarinnrétt- ingar frá Brúnási, eikar- innihurðir frá Agli Árna- syni, tæki í eldhúsi eru frá Einari Farestveit. Hreinlætis- og blönd- unartæki eru frá Tengi, salerni er upphengt með innbyggðum kassa. Tenglar fyrir síma og sjónvarp eru í öllum herbergjum. Steypt í plötuna fyr- ir halogenlýsingu. Gólfefni fylgja ekki. Íbúðin er tilbúin til afhendingar. Ásett verð kr. 28,7 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fífulind - 4ra Kópavogi Sérlega falleg endaíbúð á þessum góða stað í Lindahverfinu í Kópavogi. Íbúðin er 111,1 fm með geymslu og er á þriðju hæð. Skipting eignarinnar: forstofa, hol, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðh og geymsla. Nánari lýsing: Sérinng. af svölum. Góð eign sem hægt er að mæla með. V. 24,7 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Háhæð 3, Garðabæ OPIÐ HÚS Í DAG milli kl. 14 og 16. Í einkasölu glæsilegt ca. 200 fm parhús ásamt 80 fm rými í kjallara. Vel staðsett á frábærum útsýnisstað í Hæðarhverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, for- stofuherbergi, hol, hjónaherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi og þvottahús. Á millilofti er sjónvarpshol, herbergi og geymslur. Gott 80 fm rými í kjallara sem býður upp á mikla möguleika. Glæsilegar sérsmíðaðar innr. og gólfefni. Fallegur garður með sólpöllum og tilheyrandi. Meiri uppl. veitir Þorbjörn Helgi sölumaður.. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is 362 fm verslunarhúsnæði á góðum stað við Laugaveg. Húsnæðið er til sölu eða leigu. Um er að ræða horn- rými á jarðhæð með mikl- um verslunargluggum. Frá- bær staðsetning fyrir margskonar rekstur, t.d. veitingahús og ýmsa versl- unarstarfsemi. Samþykktar eru teikningar fyrir kaffihús. 5860. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. Laugavegur Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Vel skipulagt og mikið endurnýjað tveggja hæða raðhús - ekki pallahús - 276 fm, auk bílskúrs 25,6 fm. Húsið stendur neðan við götu. Fallegur garður og góð verönd - heitur pottur í garð- inum, stórar svalir á efri hæð. Mjög góð staðsetning. Í húsinu eru m.a. 6 svefnherbergi, tómstundaherbergi, tvö baðher- bergi, stofa, borðstofa og eldhús með kirsuberjainnréttingu. KÚRLAND 9 - RAÐHÚS Norðlingaholt - lóðir/byggingarframkvæmdir. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Til sölu af sérstökum ástæðum, lóðir/byggingaframkvæmdir und- ir 6 sérhæðir og 3 bílskúra á frábærum stað, innst í lokaðri götu. Mjög góðar teikningar. Búið að steypa sökkul og plötu. Til afhendingar strax. Nánari upplýsingar gefur Ingólfur Gissurarson lögg. fasteignasali í síma 896 5222 UNDANFARNAR vikur hefur umræðan um skólagjöld við Há- skóla Íslands tekið sig upp að nýju, þótt hún hafi ekki farið ýkja hátt. Bæði lagði landsfundur Sjálf- stæðisflokksins til að nemendur við opinbera háskóla skyldu bera aukinn kostnað af sínu námi og einnig eru einnig raddir innan Há- skólans, einkum í þeim deildum sem eru í samkeppni við aðra há- skóla, sem mæla fyrir upptöku skólagjalda. Við viljum því ítreka þá skoðun okkar, sem áður hefur komið fram, að Vaka, líkt og aðrar fylk- ingar sem eiga fulltrúa í Stúd- entaráði, telja skólagjöld við Há- skóla Íslands ekki þá leið sem fara skuli við að leysa fjárhagsvanda skólans. Ódýr í rekstri Í nýlegri skýrslu Ríkisend- urskoðunar kom fram að Háskól- inn væri tiltölulega ódýr í rekstri. Fjármálaráðuneytið virtist þó að einhverju leyti misskilja skýrsluna en í vefriti þess sagði, að þar sem Háskóla Íslands hafi tekist að halda rekstri sínum innan fjár- heimilda, hafi hann nægt fjár- magn. Ráðuneytið virðist því hvetja ríkisstofnanir til að sanna fjárþörf sína með því að fara fram úr fjárveitingum, en það er önnur saga. Staðreyndin er sú að fjárveit- ingar til skólans hafa hækkað um 29%, að raungildi frá árinu 1998, á meðan nemendum skólans hefur fjölgað um 65%. Af þessu leiðir að ef tillit er tekið til fjölda nemenda og launaþróunar á þessu tímabili hafa fjárveitingar til Háskólans minnkað verulega. Hvati til massakennslu Því hefur verið gengið nærri öllu starfi skólans á undanförnum árum til að halda honum innan ramma fjárlaga. Háskólinn hefur m.a. þurft að fækka kennurum, kennslustundum og valnám- skeiðum. Kennsluhópar hafa stækkað í samræmi við þá þróun. Raunar er í reiknilíkani skólans innbyggður hvati fyr- ir stóra kúrsa, eða svonefnda „massa- kennslu“, þar sem allt upp í nokkur hundruð nemendur sitja í fyrirlestri hjá einum kennara. Þar að auki hefur verið lítil endurnýjun á tækjakosti skólans og er húsnæðisvandinn orðin það mikill að kenna þarf sum nám- skeið langt fram eftir kvöldi. Stöndum vörð um HÍ Við teljum að leysa eigi fjár- hagsvanda Háskólans, án þess að seilast ofan í vasa nemenda hans. Starfsemi Háskóli Íslands er þjóð- inni afar mikilvæg. Háskólinn býð- ur upp á fjölbreytt nám í ýmsum fræðigreinum sem einkareknir há- skólar ættu erfitt með að bjóða upp á og því er nauðsynlegt að samfélagið standi vörð um hann. Verkefni sem tveir verk- fræðinemar í skólanum gerðu um pökkunarvogir fyrir sjávarútveg- inn fyrir tæpum 30 árum gaf af sér alþjóðafyrirtækið Marel sem er starfrækt í 5 heimsálfum með 850 starfsmenn. Þannig hefur Há- skólinn verið fjöregg þjóðarinnar, og á að vera það áfram. Ráðamenn í menntamálum þurfa fyrst og fremst að byrja á því að skilgreina hlutverk háskól- anna í landinu. Það þarf að vera skýr verkaskipting milli skólanna. Ef stuðla á að virku samkeppn- isumhverfi þarf að tryggja að slíkt umhverfi sé sanngjarnt gagnvart öllum aðilum. Menntamálaráðu- neytið þarf einnig að gera sér grein fyrir að hlutverk þess er að stuðla að samkeppnishæfni há- skólanáms á alþjóðlegum vett- vangi en ekki að stuðla að mörg- um skólum sem hafa ekki bolmagn til að stunda það rannsóknarstarf og framhaldsnám sem nauðsynlegt er. Til þess að Háskóli Íslands geti uppfyllt það hlutverk sem honum er ætlað þarf að styðja rausn- arlega við hann og öll mennt- unarstig landsins. Einungis þannig höldum við Íslandi samkeppnishæfu á alþjóðavett- vangi. Háskóli Íslands er fjöregg þjóðarinnar Sigurður Örn Hilmarsson og Stefanía Sigurðardóttir fjalla um fjárhagsvanda HÍ ’… fjárveitingar tilskólans hafa hækkað um 29%, að raungildi frá árinu 1998, á meðan nemendum skólans hef- ur fjölgað um 65%.‘ Sigurður Örn Hilmarsson Höfundar sitja í Stúdentaráði fyrir Vöku. Stefanía Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.