Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is TJARNARMÝRI 276,6 fm stórglæsilegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á Seltjarnarnesi. Húsið skiptist í forstofu, hol, sjónvarpshol, stofu, arinstofu, eldhús með borðkrók, snyrtingu, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Sjón er sögu ríkari. Tilboð óskast. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 143 fm 5 herb. neðri sérhæð. Hæðin skiptist í for- stofu, hol með góðu skápaplássi, eldhús með nýlegum innréttingum og eyju, borð- stofu með útgangi á svalir, bjarta stofu með fallegum gluggum og svölum til suðurs, 3 herbergi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Rauðeik og flísar á gólfum. Tvær sér geymslur í kjallara. Húsið er í góðu ástandi að utan, gler og gluggar endur- nýjaðir að hluta. Verð 35,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17 Verið velkomin FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Hraunteigur 24. Glæsileg og mikið endurnýjuð neðri sérhæð Opið hús frá kl. 15-17 Glæsileg og algerlega endurnýjuð 73 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í þessu virðulega stein- húsi. Íbúðin skiptist í samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi og eitt herbergi. Vand- aðar nýjar eikarinnréttingar og nýtt eikar- parket á gólfum, nema baðherbergi sem er flísalagt. Vestursvalir. Góð lofthæð. Nýlegt gler í gluggum, lagnir endurnýjaðar og hús hið ytra. Verð 27,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. Öldugata 17. Glæsileg 3ja herb. endurnýjuð íbúð Opið hús frá kl. 15-17 Steinasel 4, 109 Rvk. - "sérbýli" - laust strax - Opið hús í dag Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Mjög gott ca 75 fm "sérbýli" á frá- bærum stað í Seljahverfi í lokuðum botnlanga. Sérbílast., sérinng., sérgarður. Góðar innrétt. Parket. Útg. úr stofu á sérverönd. Tilvalið tækifæri til að eignast séreign á þessum frábæra stað. Áhvílandi 10,5 millj. V. 17,2 millj. Lilja tekur á móti áhugasömum í opnu húsi í dag, sunnudag frá kl. 14-16 Opið hús í dag frá kl. 14-16 á þessum eignum Barðavogur 38, 104 Rvk. - 3ja í jarðhæð/kj. - Opið hús í dag. Vorum að fá í sölu mjög góða vel skipulagða 3ja herbergja, tæpl. 80 fm íb. í jarðhæð /kj. í mjög góðu, frábærlega vel staðsettu húsi í lok botnlanga í Vogunum. Íbúðin er talsvert endurnýjuð, m.annars gluggar og gler, glæsilegt nýl. baðherbergi o.fl. Mjög rúmgóð íbúð. Sérinngangur. Parket. Verð 18,3 millj. Adam og Anne taka á móti áhugasömum í opnu húsi í dag, sunnudag frá kl. 14-16. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Skildinganes - sjávarlóð Hóll fasteignasala er með í einkasölu gott 206,5 fm 7 herbergja parhús, auk ca 60 fm kjallara, sem er ekki skráður hjá Fasteigna- mati ríkisins, samtals 266,5 fm. Húsið stend- ur á sjávarlóð og er vandfundinn betri staður á Reykjavíkursvæðinu. Húsið er á 3 pöllum og er afar vel skipulagt. Þetta er hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir kaupand- ann. Verð 59,8 millj. Nánari upplýsingar veitir Kristberg Snjólfsson í síma 892 1931. Í DAG hefur ungt fólk úr mörgu að velja þegar það hugar að háskólanámi. Oft getur verið erfitt að ákveða sig og finna hvar áhuginn liggur. Þeir sem eldri eru íhuga frekar nám til að skipta um starfsvett- vang, vilja sækja sér meiri menntun til að auka möguleika sína á vinnumarkaðnum. Aðrir vilja tryggja sig betur í starfi eða ná meiri starfsframa. Ekki eru allir tilbúnir til að fara í fullt nám í dagskóla, margir vilja stunda nám samhliða vinnu, vilja geta hafið nám án þess að breyta of miklu í eigin lífi eða til að sjá hvort næg- ur áhugi er til staðar þegar á hólminn er komið. Samsetning nemendahópsins á háskólastigi hefur breyst á und- anförnum árum með auknum fjölda nemenda en á rúmlega 20 árum hefur nemendafjöldinn fjór- faldast. Ef kynjahlutfallið er skoð- að þá voru konur 44% af nem- endum á háskólastigi árið 1980 en voru orðnar 63% árið 2004. Ef miðað er við nemendur á aldurs- bilinu 26 29 ára þá stunduðu tæp 23% þeirra háskólanám árið 2004 en fyrir 20 árum var þetta hlutfall einungis um 10%. Til að geta tekið á móti sífellt stækkandi og fjölbreyttari nem- endahópi sem sækir í nám í dag þurfa háskólarnir að laga sig að nýjum að- stæðum. Með fjöl- breyttu náms- framboði og námsskipulagi stuðla háskólar að því að fleiri nemendur geta sótt sér háskóla- menntun um leið og þeir sinna öðrum skyldum sem oft tengjast fjölskyldu og vinnu. Eitt af því sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á til að koma til móts við þessa þróun er nám sem er kallað Há- skólanám með vinnu (HMV) og er einnig boðið upp á fjarnám. Námið er hannað fyrir þá sem vilja stunda fullgilt háskólanám sam- hliða vinnu. Hugmyndin byggist á því að nemendur geti tekið eitt eða fleiri námskeið utan hefðbund- ins vinnutíma og jafnvel lokið há- skólagráðu ef vilji er fyrir hendi eða einfaldlega endurmenntað sig á þeim sviðum sem þeir telja sig þurfa á að halda. Boðið er upp á HMV í tölv- unarfræði í Háskólanum í Reykja- vík. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér við- urkenndar og nútímalegar aðferð- ir við hugbúnaðarþróun og eru nemendur þjálfaðir í nýjustu tækni á sviði forritunar og hönn- unar. Háskólinn í Reykjavík út- skrifar því nemendur sem kunna til verka og hafa jafnframt trausta fræðilega undirstöðu til að geta tileinkað sér nýjungar í greininni. Í fjarnámi og háskólanámi með vinnu (HMV) í tölvunarfræði er boðið upp á 60 eininga kerf- isfræðigráðu en nemendur sem hafa lokið gráðunni gefst einnig kostur á að halda áfram og ljúka BS prófi í tölvunarfræði en framboð námskeiða er þó háð fjölda nemenda hverju sinni. Nemendur geta stundað námið með venjulegri vinnu en þurfa að gera ráð fyrir tíma til að sinna því og á álagstímum í náminu getur Háskólanám með vinnu Ásrún Matthíasdóttir fjallar um háskólanám ’Háskólanám meðvinnu og fjölskyldulífi krefst þess að nemand- inn skipuleggi tíma sinn vel og hafi brennandi áhuga á náminu.‘ Ásrún Matthíasdóttir Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.