Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 53
UMRÆÐAN
TIL SÖLU
Rækjuverksmiðja - Fasteignir og skip ÍSHAFS ehf, HúSAVíK
Fasteignir á hafnarsvæði Húsavíkur:
Suðurgarður 2,1970 m2 að gólffleti,auk 25m2skrifstofu millilofts. Fasteignin skiptist í : a.
Rækjuverksmiðju, pökkunarklefa, kaffistofu, snyrtingum og búningsaðstöðu alls um
1000m2, steinsteypt 1973. Meðallofthæð 4,5m. –Helsti búnaður rækjuverksmiðju eru 5
pillunarvélar, leyser hreinsivélar for- og eftirfrystir. pökkunarvél. b. Frystiklefi um 295 m2,
meðallofthæð um 8,0m, byggt 1995, báruklædd stálgrind með Barkareininguminnaní - c.
Móttaka og kæling um 305 m2, meðal lofthæð um 4,5 m. - d. Ísverksmiðja um 120 m2, lofthæð um 12,5 m, ísgeymsla rúmar
um 170T - e. Ketilrými og lyftarageymslur um 100 m2.
Ísverksmiðja, móttaka og ketilrými eru steinsteypa og byggt 1995. Ástand Suðurgötu 2 er talið gott. Húsnæðið er hægt að
nýtatil rækjuvinnslu eða annarrar fiskvinnslu eða til að hluta niður í smærri eininga f. iðnað, verðbúðir eða minni vinnslusali.
Eignin verður þó eingöngu seld í heild sinni. Til greina kemur að selja vinnslulínu og vélbúnað f. rækjuvinnslu sér.
Hafnarstétt 33,byggtí 2 áföngum sem síldarbræðslaog þró (’62), er nú nýtt sem vélaverk-
stæði, rafmagnsverkstæði, lager, geymslur og skelþró. Húsið er 1000m2, steinsteypt og hef-
ur verið í mismunandi viðhaldi. Um 60% húsnæðisins er einangraður og í góðu ástandi en
40% er óeinangrað og í lakara ástandi. Góðar akstursdyr eru á húsinu. Meðallofthæð er um
4,75m.
m/b ALDEY ÞH 380 – sknr. 0962. Smíðað í Hollandi 1964, ml 40,9m, 250,1 brl.,aðalvél
Stork 1000Hö árg.’81, Alpha skiptiskúfa ’92. Skipið var mikið endurnýjað ’92 og breytt í
skuttogara. Skipið er með nýjar togvindur og mjög vel útbúið til togveiða. Skipið selst með
veiðileyfi en án aflaheimilda.
Til greina kemur að selja fasteignir í sitt hvoru lagi. Eignirnar geta verið til afhendingar mjög fljótlega.
Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Íshafs ehf
í síma 464 0100 og 8975090
MARTEINSLAUG - GRAFARHOLTI
• Stórar og opnar stofur.
• Stórir gluggar til að njóta mikils
útsýnis úr íbúðum.
• Allar íbúðir eru bjartar
og sólríkar.
• Stórar svalir á öllum íbúðum.
• Sérgarður fyrir íbúðir á jarðhæð.
• Þrjú stigahús með lyftu.
• Innréttingar og hurðar úr eik.
• Vandaður frágangur í sameign
• Sérþvottahús í öllum íbúðum.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i idborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Vorum að fá í einkasölu glæsilegar 4ra herbergja íbúðir við Mart-
einslaug á mjög fallegum útsýnisstað. Íbúðirnar eru í 4ra hæða
álklæddu lyftuhúsi. Öllum íbúðum fylgir sérstæði í lokaðri bíla-
geymslu. Byggingaraðili er Fimir ehf. Íbúðunum er skilað fullbún-
um án gólfefna, með vönduðum innréttingum frá Trésmiðjunni
GKS og tækjum frá Siemens. Stærð er frá 120–131 fm. Verð er
frá 32,9 millj – 33,5 millj. Íbúðirnar eru til afhendingar fyrir næsta
vor.
Allar nánari upplýsingar
og teikningar á skrifstofu Miðborgar.
HB FASTEIGNIR
Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali
LAUS! EGILSGATA, 101 RVÍK- 3JA HERB.
SÉRBÍLASTÆÐI Á BAKLÓÐ - VERÐ 16,9 MILLJ.
Nýuppgerð jarðhæð/kjallaraíbúð í rólegu þrí-
býlishúsi á frábærum stað. Íbúðin er mikið
endurnýjuð og er 71,1 fm. Hún skiptist í
tvær samliggjandi stofur, svefnherb., hol og
baðherb. m. sturtu. Gólfefni
eru parket og dúkur. Sérhiti
og rafmagn. Stutt er í skóla,
sundlaug, heilsugæslu,
Landspítalann og verslun.
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, sími 821 4400
ÞAÐ ER staðreynd að þegar tæki-
færin gefast til þess að hugsa og
framkvæma stórt þá vilja heiglarnir
leita smærri og almennari leiða. Um-
ræðan um hvað skuli gera við Vatns-
mýrina er þar afbragð annarra
dæma um smáborgaralegan
hugsunarhátt. Sumir vilja skitna
húsabyggð þarna, aðrir háskólaþorp,
óákveðnir stjórnmálamenn með enga
skoðun vilja síðan hvort tveggja.
Landsbyggðin vill þarna flugvöll sem
þjónustar hana. Allar þessar óskir
eiga að vera til þess að þjóna hags-
munum hvers og eins, að hver fái
sína litlu karamellu.
Og nú eftir að umræðan gýs upp
enn á ný og allir virðast vera búnir að
snúast hring í kringum sjálfa sig, ef
ekki tvo, þá leggjum við fram nýja
tillögu.
Tillagan er stórtæk, en af stórum
hugsunum koma einmitt miklar
framkvæmdir og oftar en ekki mikil
hagsæld fyrir nærstadda sem fjær-
stadda. Það vill nefnilega þannig til
að Ísland sem eitt af ríkustu löndum í
heimi á ekki formúlubraut. Og form-
úlan hefur aldrei fengið að keppa á
gömlum flugvelli. Hvernig væri nú að
uppfylla óskir tveggja stórra aðila;
Íslands annars vegar og mestu
áhorfsíþróttar í heimi hins vegar.
Ísland fengi ómælda kynningu og
fjölda ríkra ferðamanna, sem eyða
miklu, til landsins í hvert skipti sem
keppnin færi fram hér á landi.
Ferðamenn gætu síðan borgað
aukalega fyrir að láta fljúga með sig
beint á keppnisvöllinn.
Brautin gæti á milli keppna nýst
sem æfingabraut fyrir ungt ökufólk
og þykir það í dag bráðnauðsynlegt.
Til að nýta hin auðu svæði sem
myndu myndast í hringnum mætti
reisa íþróttavelli eða körfuboltavelli
enda sá knattleikur gjarnan spilaður
á malbiki. Þar með væri líka komin
bein tenging við það útivistarsvæði
sem er í Öskjuhlíðinni, Nauthólsvík
og ylströnd. Hvað væri betra en að
skella sér í boltaleik eftir að hafa
hjólað stundarkorn, fara svo að
synda í sjónum til að kæla sig á góð-
viðrisdögum.
Flugvöllurinn gæti enn nýst undir
sjúkraflug þegar brýna nauðsyn ber
til og þannig myndi landsbyggðin
tapa litlum sem engum spón úr aski
sínum.
Framkvæmdir yrðu töluverðar við
gerð komandi brautar. Þetta höfum
við hugsað okkur sem verkfræðilegt
sjónarmið og gæti vel tengst verk-
fræðibraut Háskólans og yrði þannig
fínt skólaverkefni, sem yrði þó vissu-
lega undir handleiðslu góðs fagfólks.
Með því erum við búin að tengja
mýrina við háskólann órjúfanlegum
böndum.
Framkvæmdirnar myndu vissu-
lega vera dýrar og myndu skv. áætl-
unum okkar kosta 5–10 milljarða eft-
ir umfangi brautar. Þessa peninga er
hægt að fá úr þeim mikla auð er
Landssímasalan færði okkur. Hopp-
um úr meðalmennskunni, horfum til
himins, stefnum upp, framkvæmum
stórt og framkvæmum mikið – setj-
um X við Formúluflokkinn.
TORFI STEFÁN JÓNSSON,
Grenimel 31, 107 Reykjavík.
Fáum Formúluna
í Vatnsmýrina!
Frá Ásgeiri Einarssyni, Markúsi
Benediktssyni, Sigurjóni Ólafssyni
og Torfa Stefáni Jónssyni, stjórn-
armeðlimum í Formúluflokknum
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111