Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 59

Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 59 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, ÁRNA BJARNASONAR, Fögruhlíð 7, Hafnarfirði. Ruth Árnadóttir, Guðmundur Jónsson, Ása Bjarney Árnadóttir, Jón Örn Pálsson, Guðný Hildur Árnadóttir, Guðleifur Guðmundsson, Haraldur Árnason, Valgerður Bjarnadóttir, Árni Özur Árnason, Díana Ósk Pétursdóttir, Reynir Bjarnason, Guðný Bernhard, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu okkar og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR BENÓNÝSDÓTTUR, Fossagötu 10, Reykjavík. Hjartans þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Elísabet S. Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Sigríður Erla Eysteinsdóttir, Jóhannes Hermannsson, Magnús Þór Gylfason, Elva Dögg Melsteð, Þóra Björk Eysteinsdóttir, Gunnar Wedholm Helgason, Helga Björg Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs mannsins míns, föður okkar, afa og langafa, SIGURSTEINS GUÐSTEINSSONAR, dvalarheimilinu Eir, áður til heimilis í Veghúsum 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir. Freyja Guðrún Erlendsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir, Ella Lilja Sigursteinsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir Girgis, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og ómetanlegan stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS PÉTURSSONAR rafvirkjameistara, Laufbrekku 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Friðbirni Sigurðssyni lækni, starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigrún Sesselja Bárðardóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR HJARTARDÓTTUR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis í Arahólum 4, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar míns og bróður okkar, SIGVALDA GÚSTAVSSONAR, Klapparhlíð 11, Mosfellsbæ. Ása Pálsdóttir, Jónína G. Gústavsdóttir, Páll Gústavsson og fjölskyldur. ✝ Jón Jónsson,jarðfræðingur, fæddist á Kársstöð- um í Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu 3. október 1910. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði 29. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, f. 8. maí 1858 í Hólmi í Landbroti, d. 11. júlí 1954, og Sigurlaug Einarsdóttir, f. 16. nóvember 1867 að Þverá á Síðu, d. 10. maí 1955. Systkini Jóns voru: Jón, f. 30. júlí 1897, d. 21. febrúar 1929; Þóranna, f. 26. júní 1905, d. 23. okt. 1980, Magnea, f. 19. mars 1902, d. 19. maí 1974, og Guðlaug- ur, f. 18. maí 1907, d. 2. ágúst 1989. Jón kvæntist 5. júní 1954 Guð- rúnu Guðmundsdóttur ljósmynd- ara frá Norðfirði, f. 5. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Grímsson og Sesselja Sveins- dóttir. Fósturfor- eldrar hennar voru Stefanía og Valde- mar V. Snævarr. Börn Jóns og Guð- rúnar eru: 1) Vala, f. 14. mars 1955, bú- sett í Hollandi. 2) Jón Kári, f. 30. janúar 1958, kvæntur Heiðu Gestsdóttur, f. 28. september 1961, synir þeirra eru Arnór, f. 28. desem- ber 1989, og Kol- beinn, f. 2. apríl 1991. 3) Dagur, f. 11. október 1961, kvæntur Þórdísi Bjarnadóttur, f. 3. október 1959, dætur þeirra eru Vera, f. 16. maí 1989, Vaka, f. 12. júlí 1994, og Vala, f. 4. október 2000. 4) Sigurlaug, f. 22. október 1962, gift Magnúsi Árna Sigfús- syni, f. 8. maí 1960. Þeirra börn eru Vala, f. 17. janúar 1983, og Sigfús, f. 20. júlí 1986. Útför Jóns Jónssonar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Þrautseigja, jarðfræðingur og dýravinur það eru orðin sem ég tel lýsa tengdaföður mínum, Jóni Jóns- syni, best. Jón bjó hjá foreldrum sínum í mikilli fátækt á Kársstöðum í Land- broti frá fæðingu til 12 ára aldurs. Þá fór hann að heiman og réð sig í vinnumennsku þar sem vinnumanna eða kannski réttara að segja vinnu- barna var þörf. Hann vann frá unga aldri markvist að því að mennta sig og áttu náttúruvísindi hug hans all- an. Með mikilli vinnu og þrautseigju tókst honum að afla fjár til að mennta sig og það gerði hann í Sví- þjóð. Jarðfræðin varð fyrir valinu og lauk hann fil.kand og fil.lic prófi frá Uppsalaháskóla 1958. Jón vann jarðfræðistörf fyrir ýmsa aðila, bæði á Íslandi og svo ýmsum löndum, svo sem Mið-Am- eríku og á Grænlandi. Hann vann að rannsóknum og kortlagningu í tengslum við jarðfræðina. Eftir Jón liggja mörg jarðfræðikortin og jarð- fræðigreinarnar. Ég kynntist Jóni fyrst þegar leið- ir okkar Dags lágu saman en þá var Jón orðinn nokkuð fullorðinn eða 77 ára gamall. Allan þann tíma sem ég þekkti Jón man ég ekki eftir honum öðruvísi en stöðugt vinnandi við skrif eða rannsóknir tengdar jarð- fræðinni. Hann var orðinn háaldr- aður eða 92-93 ára þegar hann einn síns liðs fór sína síðustu ferð til að kanna jarðlög. Alla tíð voru dýr á heimili tengda- foreldra minna. Jón hændi að sér smáfugla og hrafna með reglulegum matargjöfum. Þrátt fyrir fuglana voru kettir alltaf búsettir á Smára- flötinni, ýmist sem þau hjón fóstr- uðu sem kettlinga og nú síðast „villiköttur“ sem leyfði aðeins Jóni að snerta sig. Jón var mikill gæfumaður, hann var alla tíð mjög heilsuhraustur og naut mikils skilnings og aðstoðar Guðrúnar eiginkonu sinnar. Vegna þess gat hann því búið á heimili sínu fram í andlátið og þar vann hann síðustu 20 árin að hugðarefnum sín- um, jarðfræðinni. Ég kveð Jón með virðingu og þökk. Þórdís. Mætur maður er kvaddur. Jón Jónsson var á 96. aldursári er hann lézt en hann naut þeirrar gæfu að vera með afbrigðum heilsuhraustur og vel á sig kominn þar til undir það síðasta. Heyrnarskerðing bagaði hann þó um nokkurra ára skeið en andlegir kraftar voru óskertir. Jón var sannkallaður ævintýra- maður. Hann reyndi margt á sinni löngu ævi og ferill hans var býsna ólíkur hinum hefðbundna ferli vís- indamanns því hann var nær fimm- tugur er hann lauk prófum í jarð- fræði frá Stokkhólmsháskóla og hinn eiginlegi vísindaferill hans hófst. Engu að síður stóð sá ferill eigi skemur en hjá flestum koll- egum hans því þau eru ekki mörg árin síðan hann skrifaði síðustu greinina eða síðan hann lá úti lung- ann úr nokkrum sumrum við jarð- fræðirannsóknir á svæðinu um- hverfis Lakagíga. Á árunum áður en hann hóf nám í jarðfræði vann hann hin margvíslegustu störf í Þýzkalandi, Danmörku og Svíþjóð en þar var hann búsettur um ára- tugaskeið. Það var mjög áhugavert að heyra hann segja frá reynslu sinni frá þessum árum, m.a. í Þýzkalandi nazismans fyrir síðari heimsstyrjöldina. Heimkominn frá námi hóf hann störf hjá jarðhita- deild raforkumálastjórnar og síðar Orkustofnun þar sem hann skilaði drjúgu verki. En fleiri kölluðu eftir þekkingu hans og um nokkurra ára skeið var hann við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Miðameríku, svo og fyrir aðra aðila í Indónesíu og Afríku. Af þessari örstuttu lýs- ingu er augljóst að Jón Jónsson var ekki einhamur til starfa. Hannvar hávaxinn og beinvaxinn, fríður sýnum, ennið hátt og hvelft, og undir því augu, sem geisluðu af góðleik. Samvistir við hann voru einkar ánægjulegar. Hann var við- ræðugóður, vel heima á hinum ýmsu sviðum, skoðanafastur en einnig rökfastur. Hann var mikill dýravinur og barngóður með af- brigðum og það var ávallt gaman að sjá gagnkvæman kærleika hans og þriggja barnabarna, sem við deild- um með honum og Guðrúnu. Við eigum ljúfar minningar um sam- verustundir liðinna ára með góðum manni sem nú er kvaddur og við þökkum samfylgdina við hann. Kristín Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson. Elsku afi. Ég fékk 16 ár til að þekkja þig, sem er stuttur tími mið- að við 95 ára ævi þína. En núna ertu farinn eitthvert þar sem að þér líð- ur vel. Það hugsa allir fallega til þín. Takk fyrir tímann sem ég fékk að eyða með þér. Vera. Elsku afi. Það er skrítið að vita að þú sért farinn og komir ekki aft- ur hingað, þú varst alltaf svo góður við mig og alla í kringum þig og ég sakna þín mjög mikið, en ég veit að þér líður betur hjá guði núna en þér leið hérna og ég veit þú fylgist alltaf með okkur hérna á jörðinni. Þín Vaka. Kveðja frá Orkustofnun og Íslenskum orkurannsóknum Árið 1958 hóf Jón Jónsson störf hjá Jarðhitadeild raforkumálaskrif- stofunnar, sem síðar varð að Orku- stofnun og enn síðar að Íslenskum orkurannsóknum. Þar vann hann til ársins 1980. Jón var fyrsti jarðfræð- ingurinn, sem þangað var ráðinn. Smám saman jókst vegur og virðing jarðvísinda á Orkustofnun sem á fáum árum varð stærsti vinnustaður jarðfræðinga á landinu. Það var fyrst og fremst vinna íslensku jarð- fræðinganna á sjöunda og áttunda áratugnum sem hóf jarðvísindin til vegs og virðingar í íslensku sam- félagi og skóp þá auðlegð sem nýt- ing jarðhita er landsmönnum. Þar átti Jón drjúgan hlut að máli, ekki síst með fræðandi greinum sem hann ritaði fyrir almenning á síðum Náttúrufræðingsins. Jón var orðinn 49 ára gamall þeg- ar hann lauk jarðfræðinámi frá Stokkhólmsháskóla og hóf störf á Jarðhitadeild. Hann var alinn upp við kröpp kjör og varð ungur að sjá sjálfum sér farborða. Við slíkar að- stæður var ekki auðvelt að komast til náms erlendis og ljúka háskóla- námi. Frá ferli Jóns er betur greint í bókinni Eyjar í eldhafi sem gefin var út til heiðurs honum árið 1995. Hjá Jarðhitadeild sinnti Jón fyrst og fremst jarðhitarannsóknum, jarðfræðikortlagningu og neyslu- vatnsmálum. Um tíma gegndi hann starfi forstöðumanns Jarðhitadeild- ar í fjarveru Guðmundar Pálmason- ar. Eftir að Jón lét af störfum á Jarðhitadeild vann hann áfram að jarðhita- og jarðfræðirannsóknum, m.a. rannsóknum og jarðhitaleit undir Eyjafjöllum og í Vík. Auk þess ritaði hann margar greinar í Náttúrufræðinginn. Langt fram yfir nírætt mætti Jón á ársfundum Orkustofnunar og ýmsum atburðum og ráðstefnum tengdum stofnuninni og fræðasviði hans þótt döpur heyrn gerði honum erfitt fyrir. Áhuginn var svo sannarlega til stað- ar Að leiðarlokum þakka Íslenskar orkurannsóknir og Orkustofnun Jóni fyrir langt og heilladrjúgt starf. Eiginkonu Jóns, börnum og öðrum aðstandendum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Ólafur G. Flóvenz, Þorkell Helgason. JÓN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.