Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 62
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SÆL FRÚ GUÐRÚN, HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ? HENNI LÍÐUR EKKI VEL ÉG GERI MÉR FULLA GREIN FYRIR ÞVÍ HANN ER MIÐUR SÍN HANN FÓR Í SÍNA FYRSTU FLUGFERÐ Í DAG OG ÞEGAR HANN KOM AFTUR ÞÁ VORU ALLIR FARNIR ÚR HREIÐRINU NÚ SITUR HANN BARA HÉR OG HORFIR ÚT Í LOFTIÐ KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ KAUPA HANDA HONUM ORMASAMLOKU HUH TAKK FYRIR AÐ BÍÐA EFTIR VAGNINUM MEÐ MÉR HOBBES. MÉR LÍÐUR SVO ASNALEGA Í ÞESSUM BÚNING ÉG HLAKKA TIL ÞESS ÞEGAR ÞETTA VERÐUR AFSTAÐIÐ HJÁLP! HÓPUR AF ELDRI BEKKINGUM, HLAUPTU! ... BARA AÐ GRÍNAST! ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA Í MEGRUN SEM HENTAR HUGSANDI MANNI HVERNIG VIRKAR HÚN? Í EINN SÓLAHRING ÞÁ HUGSARÐU UM AÐ FARA Í MEGRUN... ... EFTIR ÞAÐ ÞÁ HÆTTIRÐU AÐ HUGSA UM ÞAÐ VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU! VERÐI MÉR HVAÐ AÐ GÓÐU? ÉG HAFÐI EKKI TÍMA TIL AÐ LEMJA ÞIG ALMENNILEGA TAKK FYRIR ÞAÐ PABBI, LENTIRÐU Í ÁREKSTRI? NEI, ÉG RAKST BARA AÐEINS AFTAN Á HANN BÍLLINN HANS VAR ALVEG STOPP Á MIÐJUM VEGINUM. ÞÚ HEFÐIR LÍKA REKIST AFTAN Á HANN VIÐ SVONA AÐSTÆÐUR VAR BÍLLINN HANS EITTHVAÐ BILAÐUR? NEI, HANN VAR STOPP Á RAUÐU LJÓSI ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT FJÖLSKYLDU HANS MÉR ER LÍKA SAMA UM ÞAU EN UGLAN ER MÍN Dagbók Í dag er sunnudagur 6. nóvember, 310. dagur ársins 2005 Víkverji hefur lengihaft mikla skemmtun af að horfa á leikmenn bestu fé- lagsliða heims leika listir sína – í beinum sjónvarpsútsend- ingum. Víkverji verður þá oft undrandi – sér- staklega við að hlusta á það sem þeir sem lýsa leikjunum hafa upp á að bjóða. Þeir sem lýsa á íslenskum sjónvarps- stöðvum hafa boðið upp á óskiljanlega frasa eins og þessi eða hinn leikmaður sé að taka á. „Gunni tekur Nonna á …“ Þar er víst átt við að leikmaður sé að leika á annan leikmann. Hin og þessi lið koma til baka er önnur setning. Það er ekki átt við að liðin séu að leggjast í vörn, heldur að leikmenn þeirra séu að sækja í sig veðrið. Sumir ræða um endurkomu leikmanna, eins og þeir hafa brugðið sér af leikvelli um tíma og þá er sagt frá því hvað menn séu sterkir sókn- arlega séð eða þá varnarlega séð. Þar er átt við að leikmenn séu grimmir í sókn, eða þá traustir í vörn. Einn fyrrverandi landsliðs- þjálfari kom með ýmsa frasa, sem hafa hreinlega náð að festa rótum í lýsingum, eins og þegar leikmenn taka á og aðrir eru fljótir upp völl- inn, sem er þá greinilega í brekku. Það voru margir undrandi sem horfðu á leik Eindhoven og AC Milan í Meistaradeild Evrópu sl. þriðjudag, þegar annar þeirra manna sem tekið hefur við stjórn landsliðsins í knattspyrnu, fór að ræða um leikmann í merkilegri stöðu á vell- inum, að mati Víkverja – leikmann sem lék í stöðu hlaupandi fram- herja hjá Eindhoven, eins og þjálfarinn sagði. Menn spurðu, hvað gera hinir framherjarnir? x x x Þó svo að leikmaður sem leikur ístöðu hlaupandi framherja hljómi undarlega, er þetta gamal- kunn staða í landsleikjasögu Íslands. Það eru ekki mörg ár síðan íslenskt landslið lá í vörn og í sókninni var einn maður, sem var stöðugt á hlaupum – oftast án bolta. Í þessu hlutverki léku stjörnuleikmenn eins og Pétur Pétursson, Arnór Guðjohn- sen, Helgi Sigurðsson og Ríkharður Daðason, svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Víkverji vonar að þann- ig leikaðferð verði ekki aftur vöru- merki Íslands. Ef svo verður, getur landsliðsþjálfarinn haldið áfram að taka um hlaupandi framherja! Já, og valið hann sjálfur til hlaupanna. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Leiklist | Dagana 10., 11., og 12. nóvember næstkomandi gefst Norðlending- um tækifæri til að upplifa túlkun Brynhildar Guðjónsdóttur á Edith Piaf, einni frægustu söngkonu heims. Um er að ræða söngdagskrá úr samnefndri sýningu Þjóðleikhússins. Flytjendur auk Brynhildar verða leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson á píanó, Birgir Bragason á kontra- bassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og klarinett og Tatu Kantomaa á harmónikku. Dagskráin er í Samkomuhúsinu á Akureyri. Uppselt er á allar sýningarnar. Morgunblaðið/Ásdís Piaf á Norðurlandi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.