Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 67 MENNING AÐSÓKNIN að sinfóníutónleik- unum utan raða á fimmtudag var fyrir ofan meðallag eða hátt í 90% sætanýting. Eins og alltaf þegar kór á í hlut verður þó að gera ráð fyrir aðstandendaþættinum, og má kannski áætla að 270–360 manns hafi mætt aðallega vegna tengsla við um 90 meðlimi Selkórsins – smalist að meðaltali 3–4 á hvern söngkraft. Ættu því t.d. fimbulkórverk Haver- gals Brian að fara létt með að troð- fylla 1800 sæta framtíðarsalinn við gömlu höfnina. Að fjöldi óhagvanra tónleikagesta var mættur, mátti annars glöggt heyra af klappi þeirra á milli þátta í fyrsta dagskráratriði kvöldsins. Það var Fagottkonsert Antonios Vivaldis í a-moll F VIII nr. 7; einn af 39 slík- um er rauðhærði Feneyjaklerkurinn samdi fyrir leðurlunguðu ungmeyj- arnar í Ospedale della Pietà. Sem kunnugt varð hljómsveit stúlkna- upptökuheimilisins víðfræg á sínum tíma; álíka eftirlæti tiginna aðkomu- gesta og sveit Theodórs kjörfursta í Mannheim hálfri öld síðar. Þríþætt verkið var aðeins um kortér að lengd en samt býsna krefj- andi í útþáttum hvað stökkfimi og flúrlipurð varðar, og kallaði á hátt- liggjandi syngjandi legató í hæga miðþættinum. Rúnar Vilbergsson, nýskipaður leiðari dýpri tvíblöðunga í SÍ, fór léttilega með einleiks- hlutverkið á þetta forneskjulegasta allra sinfónískra tréblásturshljóð- færa (klappakerfið ku í grundvall- aratriðum óbreytt frá síðbarokkt- íma) og tjaldaði það silkimjúkum tóni á skýháa toppnótusviðinu að halda mætti að enskt horn eða ást- aróbó væri á ferð. Þó virtist 20 manna strengjasveitin stöku sinni ekki fyllilega samtaka sólistanum þegar mest gekk á, og kannski minnst furða í fljúgandi fínalnum er hefði í mínum eyrum vel þolað ögn afslappaðra tempóval. Hraðavölin voru alfarið á ábyrgð stjórnandans í verki Hindemiths næst á eftir. Þótt sannfærandi væru í fyrstu þremur þáttum, fannst mér sá síðasti hins vegar tekinn á slíkri flenniferð að til skaða horfði. Og raunar ekki í fyrsta sinn að svipað gerist, ef rétt er munað um þennan annars bráðfæra stjórnanda. Væri vitanlega einum of langsótt að rekja meinta hraðafíkn Bernharðs Wilk- inson til svipaðs dálætis á vélhjólum og hafði landi hans, Arabíu- Lawrence heitinn. En kannski að einhverju leyti til upphafshyggju- stjórnenda á við Gardiner og Goe- bel; alltjent virðast eldsnörp tempó í tízku hin seinni ár, einkum í forn- músík. En þótt skilja megi löngun stjórnenda til að flíka færni góðra spilenda til hins ýtrasta, þá virtist mér magnaður lokaþáttur „Sinfón- ískra umbreytinga á stefjum eftir Weber“ [næsta fælandi heiti á hríf- andi verki!], satt að segja missa alla tign og kynngi við þvílíkan ofurasa. Jafnvel þótt SÍ héldi furðuvel í við eldmóðug sprotaslögin, og lúðra- deildin hampaði sínum glæstasta glampi. Þessi vonbrigði komu því meir á óvart sem fyrstu þrír þættir létu vel í eyrun. Þ.e. vorkátar klaufaslett- urnar í göngulagi I. þáttar, ang- urvær kyrrðin í III. – en þó einkum austræn galdradulúðin í II. („Tur- andot“) í sérkennilegri sambúð við orkufreka víðáttu villta vestursins þar sem djassinnslög dunuðu af áþreifanlegri spilagleði. Eina varðveitta messa Dvoráks (1887) hafði ekki heyrzt hér lengi unz þrír kirkjukórar fluttu hana í Hjallakirkju sl. febrúar í upphaflegri mynd með orgeli. Þetta bráðfallega verk hljómaði nú með hljómsveit- arleik (5 mín. og 1⁄9 styttra nú en þá, ef það segir eitthvað um hraðavöl) og gerði sig að mörgu leyti mjög vel í túlkun Selkórsins, þótt ekki verði hann (enn) talinn meðal höfuðkóra landsins. Því meir lögðu menn sig fram, og var sérstök nautn að ómfríðum sópr- aninum, er raunar bar oftast altinn ofurliði á efra sviði þótt væru ná- kvæmlega jafn fjölskipaðir. Karl- arnir gerðu og sitt bezta, og var einkum fámenni þeirra um að kenna að þeir náðu sárasjaldan eðlilegu jafnvægi við kvenraddirnar. Fór þar sem oftar vaxandi vandi blandaðra kóra hérlendis, og gerist sú spurn- ing æ áleitnari hvort dæmigerð fjöldahlutföll á við 29-29-17-14 gefi trúverðuga mynd af klassískum kór- verkum. Sízt skal ég gerast frum- kvöðull að gráti og gnístran tanna. En hefði miskunnarlaust jafnvæg- issjónarmið ráðið úrslitum, hefðu kvenraddir Selkórsins verið skornar niður um þriðjung fyrir þetta tæki- færi. Einsöngvarakvartettinn var vel mannaður að öðru leyti en því að raddirnar pössuðu frekar illa saman í hópsöng. Altrödd Ingveldar Ýrar var almennt í veikara lagi, sópran Þóru Einarsdóttur sömuleiðis á neðsta sviði, og þróttmikill tenór Eyjólfs Eyjólfssonar skar sig tals- vert úr í karakter. Þéttur bassi Dav- íðs Ólafssonar (er mætti kannski vera ögn opnari í einsöngshlutverki) féll hins vegar vel að hópnum. Að vísu er Háskólabíó afleitt söng- hús og hefði margt örugglega hljóm- að betur í hæfilega stórri kirkju – hvað þá alþagnirnar í Sanctus er gera greinilega ráð fyrir mynd- arlegu ómhnigi. Engu að síður var gaman að heyra hér eitt fegursta messutónverk síðrómantíkur flutt af innlifun í glansandi hljómsveit- arbúningi, enda var því forkunn- arvel tekið af þakklátum áheyr- endum. Hraðavöl og herrahörgull TÓNLIST Háskólabíó Vivaldi: Fagottkonsert nr. 6 í a-moll. Hindemith: Sinfónískar umbreytingar. Dvorák: Messa í D-dúr Op. 86. Rúnar Vil- bergsson fagott. Einsöngarar: Þóra Ein- arsdóttir S, Ingveldur Ýr Jónsdóttir A, Eyjólfur Eyjólfsson T og Davíð Ólafsson B ásamt Selkórnum (kórstjóri: Jón Karl Ein- arsson). Stjórnandi: Bernharður Wilk- inson. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Bernharður Wilkinson stjórnaði flutningi hljómsveitarinnar. Ríkarður Ö. Pálsson EINHVERNTÍMANN á kamm- ertónleikum á Kirkjubæjarklaustri spurði Guðni Franzson klarinettu- leikari áheyrendur af hverju tón- skáld hefðu tilhneigingu til að semja fyrir klarinettu þegar þau fyndu dauðann nálgast. Guðni nefndi Brahms máli sínu til stuðnings, einn- ig Saint-Säens og fleiri. Spurning- unni var ósvarað á tónleikunum, en maður getur sér svo sem til að ástæðuna sé að finna í einstökum tónblæ klarinettunnar. Hann er svo þýður og þægilegur að hann dregur auðveldlega upp mynd af friðsælli elli í sátt við Guð og menn. Tónsmíð af þessum toga gat að heyra á hádegistónleikum þeirra Ár- manns Helgasonar klarinettuleikara og Miklós Dalmay píanóleikara í Norræna húsinu á miðvikudaginn. Þetta var sónata op. 167 eftir Saint- Säens, sem hann samdi ári áður en hann lést. Sónatan er í fjórum þátt- um en fer í hring, þ.e. endar aftur á sömu tónum og í upphafi. Skapar það sérkennilega nostalgískt and- rúmsloft sem erfitt er að skilgreina í orðum, en maður sérsjálfkrafa tón- skáldið fyrir sér að klappa hund- inum við arininn, rifjandi upp liðna daga, sæll og með frið í hjarta. Sælan var auðfundin á tónleik- unum; þeir Ármann og Miklós fluttu verkið af sannfærandi innlifun sem jaðraði við að vera annarsheimsleg, og þegar upphafstónarnir heyrðust í annað sinn var það einstaklega fag- urt. Tæknilega séð var klarinettu- leikurinn líka afburðagóður ef frá er talið óþægilega hvass, hrár hljómur á einstaka stað og örlítið loðnar, hraðar nótnarunur í upphafi fjórða þáttar. Píanóleikurinn var sömuleið- is með eindæmum glæsilegur, í senn nákvæmur og kraftmikill og var ekkert hægt að finna að honum. Út- koman var í heild verulega skemmti- leg. Sömu sögu er að segja um Duo Concertante eftir Darius Milhaud sem var afar líflegt og grípandi í flutningi tvemenninganna, en Solo de Concours eftir André Messager var ekki alveg eins vel heppnað; sum tónahlaupin hjá klarinettuleik- aranum voru ögn ójöfn og varð tón- smíðin því ekki eins glæsileg og hún hefði getað orðið. Margt var þó prýðilega gert, samspil hljóðfæra- leikaranna var t.d. með ágætum og túlkunin var gædd réttu tilþrifunum sem gerðu að verkum að það var auðvelt að gleyma sér yfir tónlist- inni. Er ekki leikurinn einmitt til þess gerður? Friðsæl elli í sátt við Guð og menn TÓNLIST Norræna húsið/Háskóla- tónleikar Ármann Helgason og Miklós Dalmay fluttu tónlist eftir Milhaud, Saint-Säens og Messager. Miðvikudagur 2. nóv- ember. Kammertónleikar Jónas Sen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.