Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 1
Hætta Skandinavíuflugi 1. nóvember ef ekki semst - bfs. 3 fiíSiSiiíS'iSi íiiiSiSíiSiiii: Sliss:«iiS:: : ' Mótmæla lífeyris- sjóðsskerðingunni EJ-Reykjavík, fimmtudag. Mótmjelaalda er að rísa gegn þeirri fyi-irættan ríkisstjórnar- rnnar, að skerða verulega ráð- stöfunarfé stjórna lífeyrissjóða með því að skylda lífeyrissjóð- Framhald á bls. Í4 KJ-FB-Reykjavík, fímmtudag. Fréttin um að engar brunatrygg ingar hafi verið hjá Lyfjaverzlun. rfkisins, hefur orðið mörgum um- hugsunarefni, og af því tilefni leitaði Tíminn nánari frétta af hvemig málum þessum er varið. Virðist svo, sem þa'ð sé mjög .á reiki hjá ríkisstofnunum, hvort þær hafi aðrar tryggingar, en þær sem lögboðnar eru, og virð- ist fjármálaráðuneytið eitt um það, að láta stofnanir sínar ekki hafa aðrar tryggingar en þær sem lögboðnar eru. Fyrst ræddi blaðið við Jón Kjartansson forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, en Lyfja- verzlunin heyrir einnig undir hann. Jón Kjartansson sagði, að 611- um tryggingum fyrirtækisins hefði verið sagt upp um áramótin 1968, og hefði ÁTVR nú*ekki aðr- ar tryggingar, en ábyrgðartrygg- ingar bifreiða og bninatrggingar húsa. Forstjúrinn saði að t. d. væru vörur á leið til landsins ekki tryggðar, og tæki fyrirtækið sjálft áhættuna í því sambandi sem öðru. SíSan tryggingunum var sagt vpp, aefur ‘yrirtækið sparað sér um eina milljóa króna í iðgjöld, og þetta væri fyrsta tjónið, sem fyrir tækið hefði orðið fyrir síðan. Tryggingunum hefði verið sagt upp samkvœmt fyrirmœikim frá fjármálaráðuneytinu, og þar væri stefnan sú, að ríkið tæki sjólft á sig álheettuna af tjónum, en tryggðd ekiki hjó tryggingafélbg- um. Þá hafði blaðið samband við Jón Sigurðsson róðuneytisstjóra í fjiármálaráðuneytinu, og spurðist fyrir um tryggingar þeirra stofn- ana, sem undir ráðuneytið hieyra, en eins og fram hefur komið. var efcki tryggt hjó Lyfjaverzlun ríkis ins, sem brann nú fyrir skömmu. Jón sagði m. a.: — Við höfum tekið upp þá stefnu í öllu því, Framhald á bls. 14. Lög verði sett um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda EJ—Reykjavík, fimmtudag. í dag var lögð fram á Alþlngi tillaga til þingsályktunar um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda, þar sem ríkisstjórninni er falið ,,að láta undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um skyldu stjórnvalda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störf- um sínum og ákvörðunum og að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem al- menning varðar.“ Flutningsmenn þessarar tillögu eru Þórarinn Þór. arinsson, Ólafur Jóhannesson, Halldór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason. í greinargerð með tillögunni seg- ir, að „eigi almenningur að geta dæmt um gerðir stjórnvalda og ríkisstofnana, þarf hann að eiga þess kost að geta fengið sem áreið anlegastar upplýsingar um starf- semi þeirra og ákvarðanir. Mjög skortir nú á, að svo sé. Allt of mikil leynd hvílir yfir starfsemi Framhald á bls. 14 SKB—Reykjavík, fimmtudag. Á fund< í neðri deild Alþingis f dag fylgdi félagsmálaráðherra Emil Jónsson úr hlaði stjómar- frumvarpi um Húsnæðismálastofn un ríkisins. Urðu miklar umræður um þetta mál og stóðu allt til kvölds. Til máls tóku auk ráðherr- ans Jón Skaftason, Lúðvík Jósefs- son, Stefán Valgeirsson, Lngvar Gíslasoo og Hannibal Valdimars- son. í ræðu sinni sagSi Jón Skafta- son mieðal ainnars að um það væru skiptar skoðanir hvort þetta væri stórt mál éða ekki. Alþýðuiblaðið vilji kalla þetta algjöra nýsköpun húsnæðismáila. Kvað Jón sína skoð- un vera að þetta væri í sjálfu sér ekki stórmiál að því leyti aíð í því fælust eikki ýkja mörg nýimtæli frá því sem er í núgildandi iögum. Síðan vék Jón að þeim helztu formbreytingum sem frumvarpið felur í sér. Kvað hann það bera hæsi að sameina edgi yfirstjórn byggingarsjóðs ríkisins og bygg- ingarsjóðs verkamanna undir hús- næðismálastjórn. Taldi hann þá ráðstöfun vera tii bóta. Þá væri það eionig formibreyting að sveitar félögum verði ætlað nofckru meira forræði um byggingu verkamanna- bústaða en verið hefur til þessa. Um efnisbreytingar í frumvarp. inu sagði Jón að hæst bæri hina nýju fjáröfluoiarlieið þar sem gert væri ráð fyr.ir að skyldá Hfeyria- sjóði og eftirlaunaisj. til að kaupa íbúðarlánabréf fyrir fjórðung ráð- stöíunanfjár. Það væri einnig ný- mæli að verja nokkrum hluta af. byggingarsjóði ríkisinis til nána til kaupa á eldri íbúðum. Þá væri ijóist að frunw. bæri það með sér að Breiðholtsframkvæmdunum um deildu sem verið hafa í gangi iind anfarin ár skuli hætt í þeirri rnynd, sem þær hafa veriðtil þessa. Þá væri það einnig efnisbreyting frá gildandi lögum að afnema þá skyldu að íbúðarlánin hækki sam- kvæmt hækkandi byiggingarvísi- tölu. Þetta séu helztu breytingar og skuli nú hver meta hvort það feli í sér aigjöra nýsköpun hús- næðismáia. Þá vék Jón a@ opinberum lánum til íbúðabygginga hér á landi og sa.gði að þau væru miklum mum lægra hlutfall af byggingarkostn- aði en algengust væri á öðrum Norðurlöndum. Kvaðst hann ekki sjá, að þetta frumvarp yrði samþ. óbreytt með þeim nýju fjáröfiun sem þar sé ráðgerð, að þetta bil Framhald á bis. 2. Sérstakt blað um landbúna<ðar vélar og tæki, fylgir Tímanum í dag, auk sérprentaðrar sjónvarps- og útvarpsdagskrár. fslenzku hreindýrin virSast una vel hag sínum í dýrasafninu í Hafnarflrði, þar sem þessi mýrtd var tekin á dögunum. ASsókn að safninu er mjög gSS, enda margar íslenzkar dýrategundir þar til sýnte. (Tímamyrtd G-unnar) Miklar umræður um Húsnæðismálafrumvarpið á AljDÍngi; SVIPTA A FÚLKIÐ RÁÐSTÖFUNARVALDI YFIR FJARMAGNI EIGIN LÍFEYRISSJÖÐA .... .... 1 ■■I". ... " ""l . '""■"■■■I .. ■■■■■■'■» 1 . " "" ■—■■■■.. ■ Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjórh BORGAR SIG FYRIR RÍKIÐ AÐ FELLA NIÐUR TRYGGINGARNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.