Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 4
4 RAUÐARÁRSTÍG 31 SOLUN Látið okkur só!a hjó!- barða yðar, áður en þeir eru orðnir of slitnir. Aukið með því endingu hjólbarða yðar um helming. Sólum f,estar te9Undir hjólbarða. Notum aðeins úrvals sólningarefni. BARÐINN hjf AimðJa 7 — Sfmi 30501 — Reykjavík TÍMINN FÖSTUDAGUR 10. aprfl 1970. NÁTTÚRUVERND RANNSÓKN ER UNDANFARl NÁTTÚRUVERNDAR. Eins og á®ur getur, hefur nútúna náttúruvernd engar al- gildar ráðstafanir eða aðferðir til lausnar einstökum verndar- málum. í hverju einstöku til- felli er þvi nauðsynlegt að kanna eða rannsaka aðstæður allar, til að hægt sé að segja fyrir um hvaða ráðstafanir skuli gera. Oftast er nauðsyn- legt að sérlærðir menn fram- kvæmi rannsóknirnar, og beiti við þær vísindalegum aðferð- um. Almennar náttúrurann- sóknir eru því taldar mikilvæg- ur undanfari náttúruverndar- aðgerða. Þetta hafa sumar þjóðir viðurkennt með því að koma á fót náttúruverndar- stofnunum, er hafa fjölda vís- indamanna í sinni þjónustu. ER NÁTTÚRUVERND NAUÐ- SYNLEG Á ÍSLANDI? Oftlega heyrist nú viðbára, þegar um náttúruvernd er rætt, að hér á landi sé henn- ar lítil þörf, þótt svo geti ver- ið í þéttbýlum iðnaðarlöndum Evrópu og Ameríku. Til skýr- ingar er þess getið, að landiö sé einangra® úti í reginhaifi, strjálbyggt og iðnaður ekki teljandi. Þeir sem svo tala liafa að vísu nokkuö til síns máls, enda augljóst, að land okkar er enn tiltölulega ósnortið af manna höndum, borið saman við þétt- býlislöndin, og enn eru hér fá- ir til að skemma. Á móti má þó færa eftirfar- andi röksemdir: í fyrsta lagi eigum við mikinn fjársjóð að varðveita, þar sem landið er svo óspillt, og raunar mun meira tiltölulega en flestar aðr ar þjóðir. Það hefui jafnan þótt vandi að gæta fengins fjár. Fullyrða má að hin ósnortna náttúra, sé mestu auðæfi lands ins, enda sannast það bókstaf- lega á vaxandi ferðamanna- straum. f öðru lagi er náttúra landsins ákaflega viðkvæm, lík lega viðkvæmari en i flestum öðrum Iöndum. Stafar það einkum af því hve landið er ungt á jarðsögulega vísu, og því eru stórir hlutar þess enn þá ómótaðir af eyðingaröflum náttúrunnar sjálfrar, og þeir hlutar eru einmitt öðrum við- kvæmari. (t.d. Mývatnssveit og Þingvallasveit). Auk þess er loftslaigi landsins þannig hátt- að að það takmarkar mjög gróð ur og dýralíf og því munar enn meira um hvern þann þátt, sem leggst gegn Iífríki landsins. Sama er að segja um jarðveginn, sem raunar er und- irstaða lífsins í landinu, að hann er í eðli sínu óstöðugur, og þegar þar við bætist veðr- áttan og rányrkja mannsins, er ekki von að vel fari. Loks er þess að gæta, að vegna hins kalda loftslags er rotnunin mun hægari hér en í hlýju löjndunum, og af þeim ástæðum meiri hætta á hvers konar mengun ’í vatni og sjó. AUt þetta ber að hafa í huga, þegar dæma skal um nauðsyn náttúruverndar á fs- landi. Helgi Hallgrimsson Vlð viljum vekja athygli yðar á því, að lánastofn- anir gera kröfu um, að úti- hús þau, sem lánað er út á, séu brunatryggð fullu verði. Samvinnutryggingar taka að sér slíkar brunatrygg- ingar með beztu fáanlegu kjörum. Iðgjald fyrir hús, sem byggt er eingöngu úr steini, er aðeins kr. 80.00 á ári fyrir 100 þúsund kr. tryggingu. Ef þér hafið ekki þegar brunatryggt útihús yðar, þá hafið samband við næsta umboð og gangið frá fullnægjandi trygging- um á útihúsum yðar. ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 UMBOÐ U M ALLT LAND SAJVIVIIMMJTRYGGHNGAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.