Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.04.1970, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. aprfl 1970. TÍMINN 9 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæindastjóri: Kristján Benediktsson. Rttstjórax: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andés Krlstjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rltstjómar- sikrifstofur 1 Edduhúsinu, símax 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523. ABrar sikrifstofur síml 18300, Áskrifargj ald kr. 165.00 á mán- uði, innanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Hrunið launakerfi Athyglisver'ðar umræður fóru fram í fyrradag í sam- einuðu þingi í tilefni af fyrirspurn, sem Stefán Valgeirs- son hafði borið fram um greiðslur til vissra embættis- manna vegna ómældrar eftirvinnu. Svar fjármálaráð- herra var á þá leið, að 170 opinberir starfsmenn hefðu fengið þessar greiðslur á síðastl. ári, þar af 51 forstjóri. Það upplýstist greinilega í þessum umræðum, að fjár- málaráðherra hefur ekki heimild til að inna slíkar greiðslur af hendi síðan núgildandi launalög komu til framkvæmda, nema með vitund samtaka opinberra starfs- manna, en það ákvæði hafði verið sniðgengið. í umræðunum, bentu Ólafur Jóhannesson og fleiri á það, að viðkomandi starfsmenn gætu vel verið maklegir umræddra launabótar, en slík viðbótarlaun ætti hins vegar ekki að ákvarðast af fjármálaráðherra af handa- hófi, án lagaheimildar og ákveðinna reglna til að fara eftir. Þetta væri glöggt dæmi þess, að launamál opin- berra starfsmanna væru komin í fullkomið öngþveiti, er hefði m. a. leitt af því, að dýrtíðaruppbætur hafa verið skertar og að skattvísitala hefur ekki verið látin fylgja framfærsluvísitölu. Til þess að bæta úr misræmi og rang- indum, sem af þessu hlytist, færi ráðherra vafasöm- ustu krókaleiðir og reyndi að hafa yfir þeim sem me^sta lejmd. Slíkt væri óhæf vinnubrögð. Hið eina rétta væri að viðurkenna, að launakerfið væri hrunið vegna stjóm- arstefnunnar og ætti þess vegna að fara fram heildar- endurskoðun á þvi. Sjálfstætt þjóðþing Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur í annað sinn hafnað uppástungu Nixons forseta um skipun í embætti hæstaréttardómara. í báðum tilvikum hafa allmargir af flokksmönnum hans snúizt gegn uppástungu hans. Þetta er glöggt dæmi um það sjálfstæði, sem einkenn- ir störf bandarískra þingmanna. Þeir láta hvorki forseta eða ráðherra segja sér fyrir verkum. Að vissu leyti má þakka þetta aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmda- valds, sem hefur komið í veg fyrir, að of mikil völd dragist í hendur forsetans. Að öðru leyti má þakka þetta því, að sá andi hefur jafnan ríkt á Bandaríkjaþingi, að þingmenn ættu að vera sjálfstæðir. , Þorir Geir? Blöð Sjálfstæðisflokksins gera talsvert veður út af því, að einn ritstjóri Tímans kom í veg fyrir, að Geir Hallgrímsson héldi blaðamannafund 1 sjónvarpinu. Slík- ur blaðamannafundur hefði verið með öllu óeðlilegur nú rétt fyrir borgarstjórnarkosningar. Hins vegar mun ekki standa á Framsóknarmönnum að greiða fyrir því, að Geir fái að koma fram í sjónvarpinu fyrir kosningarnar, en þá vitanlega til jafns við fulltraú annarra flokka. Spumingin er nú þessi: Þorir Qeir að mæta andstæð- ingunum á jafnræðisgrundvelli? Nefndafjöldinn Sú var tíðin, að það var eitt aðalloforð Sjálfstæðis- flokksins að fækka nefndum. Eftir rúmlega 10 ára stjórn- arforustu Sjálfstæðisflokksins er hins vegar svo komið, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra lýsa yfir því á Alþingi, að það sé lítt vinnandi verk að svara fyrir- spurn frá Tómasi Árnasyni um tölu nefndanna og hlut- verk þeirra. Svo mjög hafa nefndirnar blómstrað í stjómartíð Sjálfstæðisflokksins, að þær virðast orðnar óteljandi eins og eyjamar á Breiðafirði. Þ.Þ. Þáttur milliölsins í sænskum áfengismálum Áfengisneyzlan hefur farið vaxandi síðan það kom til sög- unnar eða aukizt um 5.4% á ári Hér fer á eftir fréttaauki, sem var fluttur í ríkisútvarp- inu 11. marz siðastliSinn, en Áfengisvarnanefnd hefur látiS gera afrit af honum og sent alþingismönnum og fleiri. Á3UÐ 1955 var gerð umfan.gs míkil breyting á sænsku áfeng- islöggjöfinnd. Ýmis gömul og úrelt ákvæði voru felM úr gildi og ákveðið að framvegis skyldi stuðla að hlutfalMega aukinmi meyzlu á bjór og léttum vínum, en reyna að sama skapi að draga úr neyzlu sterkra drykkja. Mieð þessu mu® hafa verið ætluuin að bæta drykkjusiði Svía. 1 samræmi við þessa opin- beru stefnu í áfengismáium hef ir sænska ríkiseinfcasalan seit létt vín við mjög vægu verði og rekið mikinn augiýsingaáróður fyrir sölu þeirra; sem dæmi má nefna að flaska af þokkalegu rauðivíni þarf etti að kosta nema sem svarar 80 krónum íslenzkum, en Vodka-flaska er aftur á móti seld á 800,00 krón- ur íslenzkar. Samanborið við verð á samsvarandi vöru í ís- lenzku einkasöiunni er vínið tjöiuvert ódýrara hér en sterkir drykkir ail-miMu dýrari. Það var einnig talið í sam- ræmi við þessa stefnu þegar saia á svoköiluðu milliöli, sem er millistig af pilsner og sterk- um bjór, var leyfð fyrir nokkr- um árum í almemnum matvöru verzlunum án nokkurra ákvæða um lágmarksaldur þeirra, sem ölið mættu kaupa. AFLEIÐINGÁR þessarar stefnu eru þegar ljósar. Á 15 árum hefur neyzla á sterkum bjór aukist um 400%, vínneyzla um 200% og milliöiið um ann- að eins. Saia sterkra drykkja hefur hinsvegar hvorki aukizt né minnkað á þessu tímabild. Heildar áfengismeyzla Svía hef- ur um leið farið hraðvaxandi, aðallega fyrir tilkomu miliiöls- ins og hefir aukningin numið 5.4% síðustu árin. í fyrra var hún þó nokkru hærri eða 6% og talið er að áfengisneyzla Svía muni tvöfaldast á næstu 12—13 árum haidi þessi þróun áfram- Hlutur öls og víns hefir sem sagt aukizt í prósentum miðað við sterku drykkina um leið og heiidar áfengisneyzlan hefur vaxið hröðum skrefum. Engin ölþjóð eru þó Svfar orðnir í samanburði við Danina. í Danmörku nemur öldrykkjan 65% af áfengisneyzlunni í heild, en Svíar hafa aðeins náð upp i 40% enn sem komið er. Síðan miliiölið kom á mark- aðinn i matvörubúðunum hefur það orðið tízkudrykkur, svo um munar. A síðustu þrem árum sexfaldaðist saia þess og það eru unglingarnir, sem eiga mestan hluta af þessari aukn- ittgu. OLOV PALME Eins og áður segir eru engin lagaákvæði, sem mæla fyrir um aldur þeirra, sem milliöi mega kaupa og hefir það orðið þess vaidandi að unglingar hafa í rauninni getað keypt öl a@ vild sinni, þó að einstöku bæjar- félög og verzlanir hafi sett upp eigið aldurstakmark. MILLIÖLIÐ hefur skapað alvarlegt unglingavandamál, sem yfirvöid geta ekki lengur leitt hjá sér. Þetta er niðurstað an úr Sifo skoðanakönnun, sem gierð var fyrtr skömmu að til- hiutan sænsbu bindindishreyf- ingarinnar. 66% þeirra, sem spurðir voru, álitu að miliiöls- drylekja unglinga væri orðin ai- varlegt vandamái og jafnstór hópur vildi banna aliar augiýs- ingar á þessum drykk, en að- eins 8% vildu banna milliölið algerlega. 1 mörgum sænskum skóium er mikið kvartað undan öl- drykkju á skólasamkomum og vandræði vegna ofneyzlu ein- stakra nemenda á skóiatíma eru algengt viðfangsefini skóla- stjórna. Til markis um hve öldrykkja meðal unglinga ex aimenn, má nefna að rannsókn, sem gerð var í skóla einum í KarLskrona, leiddi í ljós að tveir þriðju hiut ar nemenda í 16 ára bekk drufcku miliiöl meira eða minna, um helmingur nemenda í 14 ára bekk og þriðjungur í 13 ára bekk. Læknar, sem rannsakað hafa þetta vandamál segja að veru- leg hætta sé á því að þessi aufcna milliölsneyzla unglinga muni stuðla að vaxandi tíðni ofdrybkju og að auknum fjölda drykkjusjúkra á unga aldri. Þó miiliölið sé ekki sterkt að á- fengismagni — áfengisprósenta þess er 3,4 — 3,6 — jafngUdir ein flaska af því samt sem áður 4 cl af brennivíni og stöðug neyzla þess getur því stuðlað að áfengissýki. SlÐASTLIÐIÐ haust, um leið og sænska bindindisihreyfingin hélt upp á 90 ára afmæli sitt, gerði hún þá kröfu að höfuð- barátturtiáli sínu, að sölu á milli öili skyldi hætt í aimennum mat- vörubúðum. Hreyfingin krafðist þess, að milliöiiið yrði framvegis aðeins selt eldri en tvdtugum í ríkis- einkasölunni og á fyrsta fiokks veitingahúsum. Jafnframt var þess farið á leit, að yfirvöld bönnuðu allar auglýsingar á öli og þess yrði gætt, að stað- ir, sem enn væru lausir við miliiölið, svo sem æskulýðsheim iii, skólamötuneyti og kaffihús, fengjiu að vera það áfram. Og lokakrafan var, að ríkið ætti að yfirtaka öigerðirnar til þess að geta haft heildarstjórn á áfengismáiunum. Ýmsum þóttu þessar bröfur harla harðar aðgöngu. Þeir sem gerzt hafa talsmenn frjálsrar söilu á milliöli hafa m.a. haldið þvi fram, að ölið hafi bætt drykkjuhætti Svía og komið í staðinn fyrir stértou drykkina- Með statistik hefur bindindis- hreyfin'gin sýnt fram á að öiið og bjórinn hafi bætzt við, en ekki komið í staðinn fyrir og beildar áfengisneyzlan hefir auk izt stórlega. Því hefir þá verið svarað til, a@ aukin áfengis- neyzla fylgí hverju velferðar- og neyzluþjóðfélagi, sem sé í örri útþensliL AF HÁLFU þeirra, sem hafa átt í andófi við bindindishreyf- inguna hefir verið lögð mikii á herzla á, að með sameiginlegu átaki foreldra, skóla og yfir- valda megi margfalda fræðsiu um áfengi og hætturnar sam- fara því. Bent er á, að af þeim 3 mill- jörðum sænskra króna, sem ríkissjóður hefur í tekjur af áfengissölunni sé aðeins 4 mill- jónum varið til þess að auka þekkingu á þeim iillæknandi þjóðarsjúkdómi, sem áfengis- sýkin er, og mikið vanti á, að bennarar og foreidrar brýni nægilega fyrir unglingum hætt- urnar, sem fylgja áfengisneyzlu. Þessum röloum hefur bind- indishreyfingin tekið vel, en um leið bent á, að hennar krafa sé að 10% af tekjum ríkissjóðs af áfengissölunni renni til áfengis málafræðslu og að áfengisvanda máiin verði ekki leyst með að- gerðum, sem þessum eingöngu. Til þess að eitthvað miiði í þá átt þurfi fleiri samverkandi þætti. Frséðsla gæti verið einn þeirra, bann við áfengissölu annar og takmarkanir á söiu milliöls sá þriðji. FYRIR verzlunina og ölgerð imnar er milliölið góð söluvara og þessir aðilar hafa lítinn á- huga á þvi að láta svo arðbæra vöru í hendur ríkiseinkasölunn ar. Viðbrögð þeirra tii þess að mæta gagnrýninni á ótakmark- aða sölu milliöls voru þau, að í síðustu viku var ákveðið á sam eiginlegum fundi fulltrúa verzl unarlnnar, ölgerðanna og af- greiðslufólks að taka upp 18 ára aldurstakmark við af- greiðslu á öii í matvörubúðum Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.