Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 4
4 TIMINN FIIVIMTUDAGUR 16. apríl 1970. rOAMEr ER RÉTTA FERMINGARÚRIÐ 7^nfít3/0 MATIC SIGURÐUR JONASSON ÚRSMIÐUR — LAUGAVEGl 10 (Bergstaðarst.megin) — Sími 10897. AUGLÝSING FRÁ PÓST- OG SÍMAMÁLA- STJÓRNINNI 1972 og 1973 Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrí- merki fyrir árin 1972 og 1973. Tillögurnar sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 15. júní 1970 og skulu þær merktar dulnefni, en nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Póst- og símamálastjórnin mun velja úr eina eða tvær tillögur og senda hinni sérstöku dómnefnd Evrópusamráðs pósts og síma, CEPT, en hún vel- ur endanlega hvaða tillögur skuli hljóta verð- laun og verða notaðar fyrir frímerkin. Fyrir þær tillögur. sem notaðar verða, fá höf- undar andvirði 2.500,00 gullfranka eða kr. 71.872,00. Væntanlegum þátttakendum til leiðbeiningar skal eftirfarandi tekið fram: 1. Stærð frímerkisins skal vera sú sama eða svip- uð og fyrri íslenzkra Evrópumerkja (26x36 mm) og skal framlögð tillöguteikning vera sex sinnum stærri á hvern veg. 2. Auk nafns landsins og verðgildis skai orðið EUROPA standa á frímerkinu. Stafirnir CEPT (hin opinbera skammstöfun samráðsins) ætti sömuleiðis að standa. 3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins konar landakort. 4. Heimilt er að leggja fram tillögur, sem kunna að hafa verið lagðar fram áður. 5. Með tillöguteikningunum skulu fylgja skýring- ar á hugmynd þeirri, sem liggur að baki teikn- ingunni. Reykjavík, 13. apríl T970. Póst- og simamálastjórnin. VIÐSKIPTI MARKAÐSMÁL 0G STIÚRNUN Hin alþjóðlega þróun ferðamála Fáar atvinnugreinar hafa náð j'afn örutn vexti í heim- inum hin síðari ár og ferða- mannaþjónusta, og flest virðist benda til þess að þessi öra þró- un muni halda áfram enn um sinn, samanber hinar nýju risa- þotur Boeing - 747. Vel-dur þar mestu batnandi afkoma alls al- mennings í velmegunarþjóð- fðlögum beggja megin Atlants- hafsiqs, ör tækniþróun í sam- gtmgumálum og kannski ekki sízt að með fáum undantekn- ingum hefur verið tiltölulega friðsamt í hinum svokallaða ferðaheimi og ytri aðstæður að því leyti hagstæðar. Undan- tekning er að sjálfsögðu hið ótrygga ástand við austanvert Miðjarðarhaf og tregða Banda- ríkjamanna i stjórnartíð de Gaulle' að heimsækja Frakk- land. Það er nú, orðin yfirlýst stefna ýmissa alþjóðlegra fjár- málastofnana,' m. a. Alþjóða- banka.is, að fátt sé líklegra til að stuðla að friði og auknum skilningi á milli þjóða heims- ins en áframhaldandi þróun á sviði ferðamála auk þes sem fáar atvinnugreinar eru lík- legri til að skapa gjaldeyris- snauðum þjóðum hinar nauð- synlegu gjaldeyristekjur. Það var einkum eftir að miverandi aðalbankastjóri Alþjóðabank- ans, Robert McNamara, tók við störfum hjá bankanum, að þessi stefna kom fram og hef- ur hún séð dagsins ljós í lánveitingum bankans og hinna ýmsu undirstofnana hans. Hef- ur svo mikil áherzla verið lögð á auknar lánveitingar bankans til hinna ýmsu mála, m. a. ferðamála, að stórf.elld lán hafa verið tekin á hærri vöxt- um en nemur útlánsvöxtum stofnunarinnar. í nýlegu tímariti, sem gefið er út af Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Fin ance and Development., er m. a-. skýrt frá þvi að ein stofnun bankans, Alþjóðafjármálastofn unin, (IFC) haf; átt frum- kvæði að því að stofnað var á síðastliðnu ári í Túnis nýtt framkvæmdafélag um þróun ferðamála þar í landi og nam hlutaféð 39 milljónum dala eða um 3.4 milljarða ísl. kr. Til- gangur hins nýja félags er að styðja að vexti ferðamála í laudinu, m. a. með þátttöfcu í hótelbyggingum, uppþyggingu sénstakra ferðaþjónustukjarna og bættri aðstöðu almennt við móttöku erlendra ferðamanna. JafnhtliSa hafa verið stofnuð minni félög á sérstökum svið- um ferðamála, sem m. a. miðla tækniþekkingu, stjórnun o. fl. í samtoandi við hina nýju upp- byggingu. Ekiki er talið ólíklegt að sú reynsla sem fæist í Túnis af þessu mikla verkefni, verði notuð út í æsar í sambandi við sambærileg verkefni á sviði ferðamála eða annars í öðrum löndum, þannig að hér er um að ræða athyglisverða frum- raun. Vöxtur ferðamála í Túnis hefur verið það ör, að fyrir örfáum árum var ferðaþjón- usta minniháttar atvinnugrein, en skapar nú meiri gjaldeyri en nokkur önnur grein eða um 40 millj. dala árlega, sem jafn gildir um 3.5 milljörðum ísl. króna. Þátttaka hinnar alþjóð- legu stofnunar í hinu nýja fél- agi var að hluta með lánum til langs tíma, eu uim 20% með beinu hlutaf.iárframlagi. En það er víðar en í Túnis, ■ sem unnið er að stórmálutn á sviði ferðamála með stuðningi alþjóðlegra aðila. í sama blaði er skýrt frá þvi að IFC lagði um 85 milljónir króna f hótel- framkvæmdir á Jamaica. Vega- framkvæmdir eru snar þáttur ferðamála og a.m.k. 10 lönd nutu mjög verulegrar lánafyr- irgreiðslu Alþjóðabankans og undirstofnana hans á s.l. ári, skv. upplýsingum nefnds rits, vegna slíkra framkvæmda. M. a. fékk Indónesía lán til vega- mála að upphæð 28 millj dala, Argentína 25 millj. dala, Vene- zuela 20 millj. dala og Júgó- slavía ekki minna en 30 milij. dala. Að hluta er hér eingöngu um að ræða lán, sem veitt voru á síðasta ársfjórðungi ársins 1969. Ofangreind ’ dæmi utan úr heimi, sem rakin eru af handabófi, vekja þá spurningu, hvort eða hvernig sé unnið að þessum rpálum hér á landi. Þvi miður verður að segja það eins og er, að ti] þessa hafa íslenzk ferðamál ekki verið tekin föst- HANNES PÁLSSON LJÚSMYNDARl MJÓUHLlÐ 4 SÍM] 23081 REÝKJAVtK Tek: Passamyndir Barnamyndir Fermingamyndir Myndir til sölu. Innrömmun á myndum. Gen gamlar myndir sem nýjar Gen fjölskylduspjöld, sýnishorn OpiS frá kl. 1—7. BRENNT SILFUR i FERMINGARGJÖF SEM EKKI GLEYMIST HVERFISG. 16A — LAUGAV. 70 um. og alvarleguim tökum. Ekki liggur fyrir skipuleg áætlun um þróun ferðamála næstu ár og áratugi og skortir okkur þó bæði gjaldeyri og fleiri at- vinnugreinar — og ekki er til þess vitað að skipulegar áætl- anir um uppbyggingu íslenzkra ferðamála hafi verið lagðar fyrir alþjóðlegar fjármálastofn anir. Ástæðan er enu ríkari, þegar til'lit er tekið til þeirrar staðreyndar, að íslendingar láta sér ekki nægja minna en að reka 2 flugfélög með 'al- þjóðlega starfsenjii, og skipa- félag, sem enn hyggst færa út kvíarnar i farþegaflutningum. Það litla sem gert hefur ver- ið lofar þó sannarlega góðu. Með lítilli fyi'irhöfn tókst að fá einn af sjóðum S.Þ. til að styrkja dvöl erlendra ferða- málasérfræðings, sem skilaði all ýtarlegu áliti. sem sagði þó ekki meir en margir innlendir aðilar höfðu sagt í mörg ár. Að fenginni þessari skýrslu er ljóst, að Sameinuðu þjóðirnar munu styrkja oikkur til enn frekari rannsókna með því að standa undir kostnaði við dvöl sérfræðinga og annarrar undir búningsvinnu á á'kveðnum svið um. Er laxeldi og ráðstefnu- þjónusta hérlendis þar ofar- lega á blaði. Bent hefur verið á möguleiikana í Hveragerði og 'á Akureyri. Þar eru á ferðinni stórmál, sem hefðu í för rrueð sér verulega fjárfestingu — svo ekki sé talað um ráðstefnu húsið, sem þarf að rísa. Fyrr eða síðar verður að koma á fót forystuaðila í íslenzkri ferðauppbyggingu, sem hefði það hlutverk í samvinnu við ríkisstjórn, Seðlabanka, inn- lenda eiknaaðila og alþjóðleg- ar fjármálastofnanir, að vinna að skipulagsbundnum vexti ferðamálanna. Ef rétt verður á haldið, höfum við góða að- stöðu til að gerast þátttakend- ur í hinni alþjóðlegu þróun, sem drepið hefur verið á hér að framan. Ef við látum reka á reiðanum, kemur hún varla af sjálfu sér. Heimir Hannesson. ^>iqmcJt oq 'Pálmí N/l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.