Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. aprfl 1970. TIMINN .............M. FRAMTÍD SAUDFJÁRBÚ- SKAPAR REYKVÍKINGA Fjárhús hafa verið brotin upp og kindur seldar. Enn eru mtörgom í fersku minni ásóknir yfirvalda Reykja víkur í fyrravetur gegn sauð- fjárhaldi í borgarlandinu. Vegna lélegrar gæzlu og girð- ingaleysis var ásókn búpenings að sumarlagi orðin verulegt vandamál og ráðamenn báru ekki gæfu til að ráða fram úr þeim málum í tæka tíð, heldur var rekinn óheiðarlegur áróð- ur gegn reykvískum fjáreigend um og reynt á lágkúrulegan hátt að níða niður starfsemi þeirra með valdbeitingu. Var þetta framið í skjóii reglugerð- ar um búf járhald í þéttbýli frá 1964. Svo virtist sem reglugerð þessi g'æfi lögreglu og smala- mönnum borgarstjóra ótakmark að athafnafrelsi, því að fé var stöðugt smalað úr borgarland- inu, og væri það talið eign Reykvíkinga, var því slátrað án tafar, oftast án þess að eig- endum væri tilkynnt um það. Þá voru og brotin upp fjárhús, kindur seldar á uppboðum og mtinnum hótað hinu versta, ef þeit’ létu ekki af sauðfjárhaldi. Ýmsir lögfróðir menn drógu mjög i efa, að þarna væri geng ið til verkis lögum samkv. Til gamans má geta um ofurkapp starfsmanna borgarinnar, að þeir mæltust til þeás, að fé Til- raunastöðvarinnar á Keldum væri Lógað, en eins og gefur að skilja eru kindur þessar hýstar að mestu eða ÖlLu leyti árið um kring. Marga furðaði, að borgaryfir völd skyldu takast á hendur slík ar ofbeldisaðgenðir að ástæðu- lausu, þar sem vitað var, að auðveldlega mátti ráða fram úr málum á friðsamlegan og við- unandi hátt. Það mun sannast sagna, að vanlþekking yfirvalda á eðli mála stóð þeim mjög fyr- ir þrifum, og var reyndar aug- Ijóst, að fylgt var í blindni ráð- um fáeinna manna, sem annað- hvort skorti skiLning á vanda- málinu eða voru haldnir kyn- legu ofstæki i garð sauðkind- arinnar. Margt benti til, að svo væri ,enda bar margt af því, sem haf~ var eftir sumum ráða- mönnuni í blöðum, útvarpi og sjónvarpf keim æsifregna og tíðum farið með alger ásann- indi um fjáreigendur og starf- semi þeirra. Fjáreigendur og hindr fjölmörgu stuðningsmenn málsstaðar þeirra reyndu að varpa ljósi á eðli máJsins með rökum og staðreyndum og var mjög deilt á borgaryfirvöldin. Það vakti nokkra furðu almenn ings, að borgarstjóri og aðfir starfsmenn borgarinnar svör- uðu yfirleitt alls ekki gagnrýni, sem beint var að þeim í sam- bandi við aðgerðir þeirra, og sýnir það augljóslega, að þeir hafa átt erfitt um vik að rétt- læta illan verknað eða einfald- lega ekki getað fært nein hald- góð rök fyri.r örþrifaráðum sín- um og fumi. Nú hefur lolts rætzt veru- lega úr girðingaskortinum, og skal sú viðleitni til bóta virt vel. Slík girðing hefði reyndar átt að vera komin fyrir mörg- um árum, eins og fjáreigend- ur og ýmsir aðrir höfðu bar- izt fyrir árurn saman. Þótt búið sé að banna sauðfjárhald. er enn talsvert um ágang búfjár, bæð'i hrossa og kinda, og kostn aður við gæzlu hefur ekki minnkað, enda er það óumflýj- anlegt, að fénaðu.r úr öðrum byggðarlögum sæki í borgar- landið og útrýming sauðfjár Reykvíkinga í sjálfu sér van- hugsuð ráðstöfun. Vonandi horf ir tií hins betra samfara auk- inni þekkingu ráðamanna á vanda þeim, er að steðjar, garðræktarfólki og fjáreigend- um til mikillar gleði. Mörgum hefur verið spurn: Hvers vegna var málum svo illa komið? Hvers vegna var fjár- eigendum ekki veitt aðstaða fyrir r-tarfsemjna atan þéttbýl- isins í staS þess aS vísa þeim ncrður og itiSur? Ser ekki borgarstjórn, sem kosin er af borgurunum, aS reyna eftir fremsta megni að leysa vanda-' málin nieS hyggni og virðingu fyrir rétti borg.i.anna, stórra sem sm-árra, í s*að þess að beita valdi, begar i óefni er komiS? í Reykjavík var, eins og kunn ugt er, stundaður búskapur af ýmsu tagi frá alda öðli og það hlaut því að fara svo, að til á- rekstra kæmi, er þéttbýlið þandist úí. Slíkt. var eðlilegí og samfara þessari þróun varð búskapurinn að víkja. Til dæm- is hafði sauðfé fækkað mjög á undanförnum árum, og fjár- eigendum hefur fækkað tals- vert, enda margt þessa fólks fullorðið og fáir nýir hafa bætzt í hópinn. Stjórn fjáreig- endafélagsins sá hvert stefndi fyrir mörgum árum og leitaði þvi eftir aðstöðu fyrir fjárhald utan þéttbýlisins. Borg.aryfir- völd stigu skref i framfaraátt og létu fjáreigendum í té land- spi'Idu við Breióholtsveg, sem var nefnd Fjárborg. Þangað fluttu margir fjáreigendur kindur sínar' um eða upp úr 1960. Land þetta var ekki sem hentugast einkum vegna þess, að það var forbluutt og myndaðist þvi oft svað i vætu- tíð. Reglur um skipulag voru fátæklegar og i framkvæmd skorti aðhald frá borgarinnar hálfu. Samt sem áður reyndu menn að aðlaga sig aðstæðun- um, og var rekinn þarna blóm- legur smábúskapur um 10 ára skei'ð, og áttu margir ánægju- stundir þar við hirðingu lagð- prúðra og þriflegra kinda. Tíð- um var margt um manninn, því áð borgarbúar og' bbrn þeirra höfðu ánægju af að skoða féð, sérstaklega um sauðburðinn á vorin. Það var mönnum snemma ljóst, að ekki ypði Fjárborg til frambúðar, svo að fjáreigendur héldu uppi viðræðum við borg- aryfirvöld um útvegun á öðru landi. Málið var rannsakað gaumgæfilega og i dagblöðum haustið 1962 mátti lesa opin- berar tilkynningar þess efnis, að borgarstjórn legði til, að Fjáreigendafélagi Reykjavíkur yrði veitt 50 hektara landsvæði í ofanverðri Hólmsheiði uppi undir Geithálsi. A þessum ár um voru stöðugar viðræður og lögð voru drög að skipulagi fyrir þetta svæði og mannvirki, sem átti að reisa. Sem sagt, svo íangt var komið, að menn hugðu til flutr.ings með kindur sínar. Ráðgert var, a0 öUum fjáreigendum i Reykjavík yrði gefinn kostur á aið flytjast á þetta land, borgin yrði girt af og síðan yrði fjárlauist í þétt- býlinu haustið 1966. Báðir aðil- ar vonu samþykkir þessu, enda árangur langra samndngavið- ræðna. Samningsgerð dróst nokkuð og var ekki endanlega lokið fyrr en haustiið 1966 og var þá samningur um leigu lands í Hólmsheiði til Fjáreig- endafélags Reykjavíkur undir- ritaður á viðeigandi lögmætan hátt af fulltrúum beggja aðila. Nú þótti sem miki'lvægum á- fanga hefði verið náð. Brátt syrti þó í álinn og það heldur alvarlega, þvi að borg- arýfirvöld tilkynntu skömmu eftir undirritun samningsins. að ekki gætu þau staðið við gerðan samning, og var honum rift fjáreigendum til mikillar furðu. Þeim hafði verið boðið þetta sérstaka land og ekkert annað, það var ekki þeirra val. Þeir þáðu, en nú var því borið við, að hætta gæti stafað af mengun vatnsbóla borgarinnar, ef á landinu væri haft fé. Mjög eru skiptar skoðanir um, hvort slík rök fái staðizt. Tií fróð- leiks má geta þess, að vatnsveit ur stórborganna LiverpooL og Birmingham í Englandi reka stór fjárbú á vatnasvæðum sín- um í Wales, enda talið, að úr- gangsefni frá fénu hreinsist, er þau síast í gegnum jarðlög- in. Vitanliega þarf að gæta var- úðar, þar sem mengunarhætta er, en hvernig getur það stað- izt, að slík hætta stafi sérstak- lega af sauðkindinni? Hvernig var réttLætanleg.a að veita hestamönnum landspildur und- ir starfsemi sína í Seiási á sama tíma og f járeigendur voru svipt ir umráðarétti landsins í Hólms heiði? Af þessu mætti draga þá ályktun, að hrossatað sé álitið skaðlítið með tilliti tii mengunar. Hvílíkt ósamræmi! Vitað er, að hin títtnefnda Hólmshieiði er ógirt og opin allri umferð og þar hafa farið fram ýmsar framkvæmdir sdð- an 1966, og kindur svo og ann- ar fénaður hefur gengið þar og gerir enn, líkt og befur verið siðan Land byggðist. Hvaið . er orðið af mengunarhættunni, þegar alLt kemur til alls? Það fór því svo, að fjáreig- endur neyddust til að sitja sem fastast í Fjárborg þangað til 1968, þegar algert bann var lagt á fjárhald þar. Allt frá ár- inu 1966 hefur verið leitað eft ir öðru Iandi í stað Hólmsheið- ar, en cnginn viðunandi árang- ur hefur orðið af þeirri mála- leitan. Sem kunnugt er, var Fjárborg við Breiðholtsveg rif in í vetur og er því úr sögunni. Fjárbúskapur Iteykvíkinga, sem er hollt og ánægjulegt tóm stundastarf, á fullan rétt á sér og mundi það vera borgaryfir- völdunum tll sóma að útvega aðstöðu utan þéttbýlisins, þar sem f járeigendur geta hugað að kindum sínum í friði. Slíkt mundi engum verða til ama, heldur mörgum til gagns og ánægju. Bæði garðrækt og sauð fjárhald geta farið fram í borg arlandinu, sé rétt á málum haldið, og ekki sakar að minn- ast þess, að sauðfjárrækt er merkur þáttur í sögu þjóðarinn ar- Samfara stækkun borgarinn- ar vex þörf fólksins fyrir ein- hver kynni við hið lífræna og er slikt án efa æskilegt, ef tii vill nauðsynlegt, börnum þétt- býlisins. Iðulega er bent á í ræðu og riti, að borgarbörnum sé hollt að umgangast dýr af ýmsu tagi, og víða erlendis er uú í auknum mæli lögð áherzla á að örva þekkingu og kynni barna af skepnunum, enda álit ið mikilvægur þáttur í uppeldi og kennslu. Greinilegt er, að Reykjavíkurbörn kunna vel að meta kynni við sauðkindina, því að vart má á milli sjá, hvor séu fleiri, lömb eða böm, í haust- réttum í næsta nágrenni borg- arinnar, og er ánægjulegt ti! þess að vita. T Reykjavík er illu heilli um öfugþróun að ræða, og enn virðast ráðamenn yfirieitt ekki gera sér grein fyrir því, að þeir stefna óð- fluga að algerri útrýmingu hú,s dýranna og vinna þar með kaup staöarbörnunum óbætanlegt tjón. Veita á fólki aðstöðu við jaðai’ þéttbýlisins til skepnu- halds, en ekki hrekja það í burtu Ukt og gert er við fjár- eigendur. Hestamennska á full- an rétt á sér líkt og fjárrækt, en hestamenn standa þó betur að vígi vegna þess, að þeir eru margir hverjir áhrifaeniklir í borgarmálum og eins hitt, að hestamenniska er talin „fínt sport“ og er reyndar sannkaLl- að tízkufyrirbrigði í þéttbýlinu. Reykjavíkurborg hefur veitt ýmsum félagasamtökum að- stöðu til starfsemi sinnar innan lögsagnarumdæmisins eða í næsta nágrenni, og er það ekki annað en sanngjörn ósk, að stað ið sé við þá samninga, sem gerðir voru við fjáreigendur, þeir eru líka fullgildir þegnar borgarinnar- Það ber að virða tilverurétt þeirra, og það er einnig þungt á metunum, að fleiri en þeir einir hafa yndi og ánægju af kindunum. Hvernig á þá áð Leysa málið? Borgin á að verða við síendur- teknum óskum fjáreigenda og útvega þeim landspildu f næsta nágrenni, þar sem þeir geta fengið að vera óáreittir um all- langa framtíð. Hægt væri að kömast af með lítið landsvæðd, en mikilvægt væri, að það væri sæmilega þurrt og sem næist samgönguleiðum, þannig að fólk ætti ekki í erfiðleikum með að hii’ða um féð. Staður eins og Kolviðarhón er of langt í burtu og samgöngur ótryggar, einkum að vetri til. Landið yrði að vera vandlega af girt og samfara bættri vörzlu borgar- landsins ættu vandamál vegna ágangs sauðfjár að hverfa úr sögunni. Það þarf að kveða niður þá fásinnu, að skipulagt sauðfjárhald samrýmist ekki vaxandi þéttbýlismenningu. Fjáreigendur mundu síðan byggja sín hús og rækta upp landið, en allar framkvæmdir yrðu gerðar samkvæmt á- kveðnu skipuLagi í samráiði við borgarverkfræðing, likt og giLd ir um byggingaframkvæmdir í Reykjavík. Akfær vegur yrði gerður um landið, og vatns- leiðsla lögð, hús byggð í ákveðn um sbærðum og gerðum og staðsett samkvæent skipulagi Strangar reglur þyrftu að vera um útlit húsa svo og varðandi alla umgengni, mála ætti húsin í sömu litum og velja liti þann- ig að ekki yrði til lýta með til- liti til umhverfisins. HLöður væru undir allt hey, ekki yrðu leyfðir alls konar kofar, og tað- iiaugar svo og yrði allt rus) fjarlægt án tafar, en ekki látið safnast saman tiL óþrifnaðar. Sem sagt, snyrtimennska í hví- vetna. Forráðamenn fjáreigenda gætu séð um, að reglum væri framfylgt, en þyrftu vitanlega að njóta fulLs stuðnings yfir- valda bbrgarinnar, ef með þ.vrfti. Sjálfsagt værj að haga skipu lagi þannig, að sérstakir gang- stígar væru gerðir, sem alrnenn ingur gæti notað.. t slíka „Fjár- borg“ mundu eflaust margir koma, jngir sem aldnir, ti! þess að skoða kindurnar, þó sér staklega lömbin á vorin. Þetta yrði svo sannkallaður lifandi dýragarður. Kostnaður við hinar ýmsu framkvæmdir yrði Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.