Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1970, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. apríl 1970. TIMINN 9 Cltgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjdrar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson. Jón Helaason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Stetngrímur Gislason Ritstjómar- skrifstofur i Edduhúsinu símar 18300—18306 Skrlfstofur Bankastræti 7 — AfgreiOslusíml: 12323 Auglýsingasiml- 19523 ASrar skrifstofur sími 18300 Áskrifargjald kr 165.00 a mán- uði, mnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Edda hf. Borgarstjóri flokks- ins eða borgaranna • Það hendir tíðum einvaldsherra, þegar þeir eru bún- ir að vera lengi við völd, að þeir fara að líta á ríkið og þjóðfélagið líkt og nokkurs konar einkaeign sína. Frægt dæmi um þetta, eru ummæli franska konungsins: Ríkið, það er ég. Sjálfstæðisflokkurinn og fyrirrennarar hans eru búnir að stjórna Reykjavík í hálfa öld samfleytt. Foringjum hans finnst líka mörgum hverjum, að það nálgist brot á Guðs og manna lögum, ef Sjálfstæðisflokkurinn hættir að stjórna borginni einsamall. í sambandi við próf- kosningarnar hjá Sjálfstæðisflokknum í vetur, stóð það hvað eftir annað í Mbl., að Reykjavík væri aðalvígi Sjálfstæðisflokksins. Gleggst hefur þessi hugsunarháttur þó birzt í þeirri yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar borg- arstjóra, að hann vilji ekki vinna áfram í þjónustu borg- arinnar, ef Sjálfstæðisflokkurinn missir meirihlutann í borgstjómarkosningunum í vor. Ástæðulaust er að hanna þessa yfirlýsingu vegna þess, að ekki séu til fleiri menn, sem geti verið borgarstjórar en Geir Hallgrímsson. Hann er síður en svo ómissandi í því starfi. Yfirlýsingu hans ber hins vegar að harma vegna þess hugsunarháttar, sem felst í henni. Hann er í stuttu máli sá, að Geir vill aðeins vera borgarstjóri flokks síns og flokksmanna sinna, en ebki Reykvíkinga allra, þótt hann ætti kost á því. Hann metur þannig meira að þjóna flokknum en borginni! Hann setur flokk- inn og völd hans ofar öðru. Starf borgarstjora er vaiaamikið starf. Það skiptir því ekki litlu máli, hvernig borgarstjóri lítur á hlutverk sitt, hvort hann t. d. heldur vill rækja starfið sem flokks- maður eða sem fulltrúi borgaranna allra. Geir Hallgríms- son hefur sagt svo að ekki verður um villzt: Ég vil vera borgarstjóri sem flokksmaður. Það er áreiðanlega ekki hollt Reykvíkingum að efla þann hugsunarhátt að borgarstjórinn eigi að vera full- trúi flokksins, en ekki borgaranna allra. Þess vegna á yfirlýsing Geirs Hallgrimssonar að hafa allt önnur áhrif en þau að efla Sjálfstæðisflokkinn. Skattamál fyrirtækja Fjárhagsnefnd neðri deildar hefur nýlega flutt frum- varp um breytingu á tekjuskattslögunum um skattlagn- ingu fyrirtækja. Frumvarp var flutt að beiðni fjármála- ráðherra sökum þess, að ríkisstjórnin hafði enn ekki tekið endanlega afstöðu. Það hafa fjárhagsnefndarmenn ekki heldur gert, enda er ætlazt til þess, að málið verði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. í frv. þessu er að finna nokkrar endurbætur á skatta- málum fyrirtækja, en jafnframt aðrar breytingar, sem eru umdeilanlegar, eins og niðurfellingu varasjóða. Við 1. umræðu málsins í neðri deild, lýstu talsmenn Framsóknarflokksins yfir því, að þeir teldu nauðsyn- legt að fram færi miklu víðtækari endurskoðun á skattlagningu fyrirtækja, þar sem tekjuskatturinn væri ekki nema lítið brot af sköttunum, sem hefði fjölgað ískyggilega mikið á síðasta áratug. Stefiia bæri að því að gera skattana færri og auðvelda fjársöfnun fyrir- tækja. En þá yrði jafnframt að herða á reglum, sem torvelda að fé sé dregið úr rekstrinum. Þ.Þ. I. F. STONER'S NEWSLETTERS: Það eykur aðeins byltingarhættu að mæta æskunni með ofbeldi Skilnmgsleysið, sem ógnar valdhöfunum í Hvíta húsinu „ÆSKUFÓLKIÐ er nú í leit að tækjum og aðferðum til að láta samfélagsvélina — hið risa vaxna skrifstofuveldi Bamla- ríkja Norður-Ameríku undir forustu ríkisstjórnarinnar — þjóna manninum. Þetta er bylt- ingin, sem yfir vofir. Hún þarf ekki að verða endurtekning byltingarinnar 1776. Hún gæti komið fram í skyndilegri end- urfæðingu í stjórnmálum. Úr- slitin fara eftir því, hve skyn- samlega hið ríkjandi kerfi bregzt við. Verði það ofan á, að grípa til vopnabirgðanna og kúga hina óánægðu, er ég al- varlega uggandi um afleiðing- arnar. Bandaríkjamenn standa andspænis ógnvekjandi reynslu". (Douglas hæstaréttardómari: Um óeirðir) New York Times birti hinn 13. marz forustugrein, sem fjall aði um sprengjuæðið og sprengjuógnanirnar, sem geys- uðu þá í New York, og heiti greinarinnar var: „Ekki hug- sjónamenn, heldur glæpamenn“. Ritstjórar frj'álslynds blaðs tóku þannig þann kost, að hreinsa sig af öllum grun um að þeir hefðu snefil af samúð með byltingarkenndri róttækni. En þetta er hættuleg afstaða. Sé vandinn greindur rangt verður gripið tiil rangra læbnis dóma, »n sjúkdómurinn magn- ast ef röngum lyfjum er beitt. TALA sprengjutilræða í borg um um gervöll Bandaríkin bend ir tfl, að fyrsta sk-sið skæruliða hreyfingar í borgunum sé ef til vill að hefjast. Skæruliða- hreyfing er af stjórnmálarótum runnin en flokkast ekki undir glæpamál, hversu mörg afbrot, sem framin kunna að vera. Reynslan hefir sýnt hvað eftir Iannað að skæruliðahreyfing verður ekki kveðin niður með öðru en stjórnmálaaðferðum. Tilraunir til að kveða skæru- liðahreyfingu niður sem glæpa starfsemi einvörðungu, án þess að bæta stjórnmálaágallana, sem ullu henni, leiða aðeins til útbreiðslu hreyfingarinnar og aukningar þess stuðnings, sem hún nýtur meðal almennings. Hvort sprengingarnar í New York reynast krampakennd eft- irköst eftir sprengingu sprengju efnisforða herskárra í Green- wieh Village eða upphaf alvar- legra h erm d arverkaf ar aldurs veltur á viðbrögðum valdhaf- anna og getu þeirra til að sýna ró og gætni. Skilningur er fyrsta, annað og þriðja boðorð- ið. Líta má á Weatherman-hóp- inn frá ýmsum sjónarhólum, og nauðsynlegt er að gefa að honum fyllsta gaum. WEATHERMAN-DEILD SDS (Students for Democratic Society, sem er herská stúdenta hreyfing) virðist hafa klofnað enn einu sinni í nokkra mis- munandi „athafnaflokka“. Líta > má á þessa deild sem truflað barn. Líta má á áhangendurna sem spillt eftirlætisbörn, sem ráðast í heift gegn heiminum, sem vill ekki breytast á einni nóttu til þess eins að þau fái viilja sínum framgengt- Jafnframt eru þessir áhang- endur tiifinninganæmasti hluti kyns'lóðarinnar og finnur það ósjálfrátt á sér, sem við hinir eidri teljum aðeins óraunveru- legan möguleika, eða að heims- byggðin stefni að afmáun með kjarnorkuvopnum og eitthvað verði að hafast að til að hindra það. Hreyfingin dregur nafn af Weatherman-yfirlýsingunni, en hana má telja hrærigraut ým- issa kenninga óraunhæfa gervi- marxisma, eða tilraun til að standast samkeppnina vi® erki- fjendur hreyfingarinnar, ,,borg aralega" hugsjónamenn Progr- essiv Labour, sem er annar öfgaflokkur. Yfirlýsingin hefur að engu þau vandamál, sem venjulega afla byltingarflokkum fylgis, og niðurstöðurnar eru mjög fjar- stæðukenndar: Miðstéttin er auðvitað einskis nýt, verkalýðs stéttin spillt og menntaskóla- kynslóðin snýr skjótlega baki við hugsjónum sínum. Eina vonin er bundin við hina ungu Robespierre-a, sem stunda nám við æðri skóla. HERMDARVERKAHREYF- INGAR eru einmitt afleiðing slíkrar örvæntingar. Þetta minn ir á byltingarhreyfinguna Narodnja Volja (vilja fólksins), sem uppi var í Rúsislaridi fyrir byltinguna. Fáeinir miðstéttar- menn og ungir aðalsmenn reyndu að notfæra sér hana til þess að steypa hinu öfluga veldi zarsins, en rætur þess stóðu svo djúpt í vitund bændanna, að það virtist óvinnandi. Hreyf ing, sem ekki treystir fjöldan- um, velur úr fáeina taumlausa hugsjónamenn, sem fúsir eru að fórna lífi sínu við athafnir, sem þeir vita þó ef til vill að eru tiil einskis. Sumir hafa hneigzt til sjék- legrar afstöðu að undanförnu, talið ofbeldið lofsvert ofbeldis- ins vegna, eins og þegar þeir hefja Manson til skýjanna af því að hann myrti „borgaraleg svín“, — eða fólk, sem var öllu leyti eins og feður þeirra og mæður. Þegar litið er á hina nýju arma vinstri-hreyfingar eins og hippía og fleiri frá sjón armiðj stjórnmálanna í víðari merkingu, — hversu furðuleg- ir, sem þete annars kunna að virðast, — má eigi að síður telja þá viðvörun um það, sem í vændum er. Þeir telja komm- únista Sovétríkjanna aðeins þró- aðri gerð kapítalisma, fjölda- framleiðslu — samfélag undir skrifstofuveldi, sem leggi meiri alúð við að framleiða vörur en frelsa andann. Þeir telja verkalýðsstéttina vera að verða að miðstétt og finnst brýn þörf á öylti gii gegn þeirri framvindu, að ein- staklingurinn verði að hlut í sálarlausari samtíð, i stað þess að vera ástríður miðdepill mannlífsins, sem ætti a@ vera verulega ánægjuríkt þessa skömmu stund, sem við stöidr- um hér við. Þegar við virðum fyrir okkur heimsku þeirra verður okkur fyrst ljóst, hve heicnsk við sjálf erum. LÆRDÓMURINN, sem dreg- inn verður af samtímanum, er þessi: Ef lögregluþjónarnir eru hvatvísir og áfjáðir í leitinni að þeim, sem sprengingunum valda, — og það eru sumir þetera nú þegar — verða aðeins enri fleiri hófsamdarmenn að öfgasinnum. Byltingarsinnun- um verður að sýna fulit réttlæti og sanna, affl kerfið geti unnið í samræmi við sinar göfuguistu kenningar þó affl á bjáti veru- lega. En fyrsta skilyrðið er að hætta styrjöldinni. Þróað kerfi hefir hvað eftir annað breytt fámennum sam- tökum í byltingarhreyfingu með því að bregðast of hart við og sýna skelfingu. Sú hefir raun- in orðið með réttarhöldin vegna óeirðanna í Chicago. Máls meðferðin- hefir alið á öfga- hneigð æskunnar og grafið undan trausti hennar til dóm- stólanna. Meðferð áfrýjananna karin að vera síðasta tækifærið til að fá hana að nýju til þátt- töku í rökræðum og efla trú hennar á friðsamlegar breyt- ingar. Eg held, að þessi afstaffla sé það eina, sem til mála kemur andspænis blindri og ákafri byltingarkröfu. Vandinn, sem erfiðleikunum veldur, stendur djúpum rótum í sál mannsins og mætti tækninnar til að gera hann að þræli. Enn hefir eng- inn haft gáfur til affl benda á færa leið, sem hinir ungu geta einig viðurkennt. Þeir vona aðeins, affl eitthvað skárra rísi upp af rústunum. En ég trúi ekki ,að öngþveitið leiði til frelsunar. HATUR og móðursýki '-srir manninn aldrei affl nýjum manni og heiminn að betri heimi. Póli tískt sjálfsmorð er ekk; sama og bylting. Hitt verð ég að játa, að ég fæ aðkenningu að löngun til að brjóta rúður með grjóti, þegar ég kemst að raun um, að Julius Hoffman dómari er heiðursgestur í Hvíta húsinu og sé Billy Graham boða- þar saccharín-trúrækni. Ég get ekki komiffl auga á neinn ótta, skýrleika eða skiln- ing hjá Nixon forseta og nán- ustu samstarfsmönnum hans. Hvenær hefir verið uppi jafn sálarlaus forusta á jafn viðsjál- verðum tímum? Æska hvitu mannanna er trufluð og æska svertingjanna verður reiðari og reiðari og öngþveitið blasir við. Sprengiefni stefnir okkur í voða og kveikjuþráðurinn, sem í þaffl er tengdur, liggur beint til Hvíta hússins meðan ekki er bundinn endi á styrjöldina í suffl-austur-Asíu, kynþáttaágrein ingurinn er ekki jafnaður og félagsleg endurredsn er ekki viðurkennd sem brýnasta verk- efni okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.