Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 1
Þessi mynd var tekin hjá Ingólfsfjalli og sjást fjórir gíganna í Heklu, þar sem hraungrjótið flóði í stríðum straumi. Mynd þessi var tekin á tíma, og sézt gosið betur á myndinni heldur en það sást í raun og veru um eittleytið í nótt (Tímamynd—Gunnar) Mikið hraunflóð úr 5 gígum — fólk flutt frá Búrfell — vikurregnið barzt norður í land — eldtungur og glóandi björg í þúsund metra hæð EJ—SB—KJ—Reykjavík, miðvikudag. • Klukkan 20.58 í gærkvöldi, þriðjudag, urðu snarpir jarðskjálftakippir á Suðurlandi. Nokkrum mínútum síðar gaus upp mikil reyksúla úr Heklu og brátt steig geysimikill reykmökkur um 16 kílómetra upp í loftið. Honum fylgdi síðan miklir eidar, fyrst í svonefndum Axlargíg, sem myndaðist í síðasta Heklugosi, en síðar á fleiri stöðum, og um miðnætti höfðu 5 gígar myndast í Heklu. Annað Heklugosið á þessari öld var staðreynd orðin. • Vikurmökkurinn barzt um nálægar sveitir og síðan til Norðurlands. Mikill vikur og allstórir gjallsteinar féllu á mannvirkin við Búrfellsvirkjun og var allt fólk, nema nauðsynlegir gæzlumenn, flutt af staðnum í gegnum vikurregnið. • Nokkru eftir miðnætti tók að birta til yfir Heklu og vikurregnið að minnka, en hins vegar jókst hraungosið. Risu eldtungurnar á að gizka þúsund metra upp í loftið og hraunrennslið jókst stöðugt. Rann það bæði til norðurs og suð- vesturs. Á einum stað var um mikið sprengjugos að ræða. Tilkynnt klukkan 21,45 Það var klukkan 21,45, að Ágúst Sveinsson, bóndi á Ásum í Gnúp- verjarhreppi hafði samband vi* Veðurstofu íslands og tilkynnti, að hann sæi rcyk leggja upp úr Heklu. Finndi hann jafnframt smá jarðskjálftakippi og brennisteins- fýlu legði af eldfjallinu. Þar með var talið víst, að Hekla væri að gjósa, og, þótti að vonum mikil tíðindi. Skömmu síðar tilkynntu ýmsir sjónarvottar um mikinn reykjar- mökk og eldglæringar úr Heklu, r g loks um mikið eldgos. Kom eldgosið mjög óvænt. Sjón- arvottar sáu skyndilega mikla reykjarsúlu rísa upp úr f jallinu, og skömmu síðar sáust fyrstu eld- glæringarnar. Við athugun á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar kom í ljós, að fyrsti jarðskjálftakippurinn i kvöld mældist þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í 9, og síðan urðu kippirnir fleiri og fleiri og sterk- ari, og mældust loks um 4 stig á Richterskala. Fyrstu iýsingar á gosinu Klukkan 22.30 sagði fólk á Laug arvatni, að mikill mökkui væri sjáanlegur í átt að Heklu, og ennfremur sæjust eldglæringar sem virtust vera á allstóru svæði. Bóndinn á Skarði, sem er 15 km frá Heklu, Guðni Kjartansson sagði um kl. 23, að svo virtist sem umbrotin væru í suðausturhorni • Heklu. Sagði hann, að sér virtist þetta mjög svipað og þegar Hekla gaus 1947. Sjást miklir eldar og standa eldglæringar hátt til lofts. Fyrs' varð Guðni þessa var um kl. 21 i kvöld. í Háukadal varð fóik vart við miklar jarðhræringar í upphafi gossins, en eftir að eldglæringarn ar hófust hefur dregið úr þeim. Þungur niður heyrist. Greinileg- ar rafmagnstruflanir eru um sveit irnar, og er símasamband mjög slæmt. Á Galtalæk varð gossins vart um kl. 21,35. Gos virðist aðallega á tveimur stöðum. Fyrst byrjaði að gjósa í suðvesturöxl Heklu, og síðan tók að gjósa suðaustar nálægt Höskuldarbjalli. Loks tók áð gjósa nokkuð langt fyrir norð austan fyrri gosstaðina. Fólk á Galtalæk saigði, að erfitt væri að átta sig á hvar síðasti gosstaður inn væri. Frá Eyvindartungu í Laugardal sézt vel til Heklu, og virtist fólki þar sem mikill reykur komi upp úr Heklu sunnanverðri. Vindur stendur af suð-austan og reyk legg ur yfir Hreppa og jainvel Biskups tungur. Eldglæringar sjást frá Eyvindartungu og drunur heyrast. 16 km. á hæS Samkvæmt upplýsingum Flug- turnsins, sást gosmökkurinn í rad ar á Keflavíkurflugvelli um kl. 23 og var hann um 50 þúsund fet á hæð eða 16 km og 16 íkm breið ur. Síðar í nótt minnkaði hann nokkuð. Hann hefur síðan verið 10 til 12 km. Framhald á bls. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.