Tíminn - 06.05.1970, Side 2

Tíminn - 06.05.1970, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 1970. TIMINN Jóhann T. Bjarnason kaupfélagsstjóri í verzlun kaupfél agsjns eftir breytingarnar. (Tímamynd GE) NÝ KAUPFELAGSBUÐ OPN- UÐ Á 50 ÁRA AFMÆLINU ísafirði, mánudag. Hinn 30. apríl s. 1. voru 50 ár liðin frá stofnun • Kaupfélags ísfirðinga, þess, er nú starfar. Áður var til félag með sama nafni undir forustu Skúla Thor- oddsen, sýslumanns, er landskunn ur var á sínum tíma. Aðal frum'kvöðull að stofnun FYRIRLESTUR SJ—Reykjavík, þriðjudag. Á laugardag kemur þýzkur vís indamaður, Dr. Adolf Butenandt, hingað til lands og flytur fyrir lestra á sunnudag og mánudag. Prófessor Butenandt er lrfiefna- fræðingur og hefur hlotið marg víslegan heiður og viðurkenningu fyrir vísindastörf. Honum voru m. a. veitt Nóhelsverðlaunin í efnafræði árið 1939 fyrir rann- sóknir sínar á kynihormónum kvenna og karla. Hann er nú for seti Max-Planck víisndastofnunar innar í Þýzkalandi. | þessa félags var séra Guðmundur Guðimundsson, sem var prestur í Gufudal á Barðaströnd, en flutt ist þaðan hingað til ísafjarðar. Hann var fyrsti formaður félags ins og jafnframt kaupfélagsstjóri fyrstu tvö starfsárin, en þá tók við kaupfélagsstjórastarfinu Ket- ill, sonur séra Guðmúndar, og gegndi því samfellt á fjórða ára- tug. Að stofnun félagsins stóðu með séra Guðmundi margir traustir menn og sumir síðar þjóðkunnir. Má meðal þeirra nefna Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Vilmurid Jóns son, Jandlækni og Harald Guð- mundsson, ráðherra. Fyrstu stjórn félagsins skipúðu: Séra Guðmundur Guðmundsson, formaður, Vilmundur Jónsson og Guðjón Jónsson. Fyrstu árin beindist starfsemi félagsins nær eingöngu að verzl un. Félagssvæðið var þá fyrst og fremst Isafjarðarkaupstaður, en smám saman færðist félagssvæð ið út, m. a. með því að þrjú kaup félög og eitt pöntunarfélag í ná- llægum byiggðarlögium sameinuð ust félaginu, sem síðan hefir rek ið útib.ú í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Þegar félagssvæðið færðist út til sveitanna tók félagið að annast afurðasölu fyrir bændur. Árið 1936 reisti það mjólkurstöð á ísafirði og rak hana til ársins 1968, og annast nú rekstur Mjólk ursamlags ísfirðinga, sem er sam vinnufélag bænda á félagssvæði fjögurra kaupfélaga á norðanverð um Ves'tfjörðum, en það á ný- byggða mjólkurstöð á ísafirði. Kaupfélagið hefir lengst af rekið tvö og um tíma þrjú slátur hús til að annast sauðfjárslátrun fyrir bændur og starfrækir í því sambandi frystihús á ísafirði til geymislu á landbúnaðarafurðum. Kjötiðnað hefir félagið haft á ísa firði í mörg ár. Kaupfélagið hefir ekki sjálft gert út fiskiskip, en átt hlutafé í möngum útgerðarfyrirtækjum á Framhald a ols. 14 STEINBECK KVÖLD I AMERÍSKA BÚKASAFNINU Haldið verður Steinbeck kvöld í Aimerísika bóikasafninu miðviku- daginn 6. maí. Verður lesið úr verkum slkáldsins, rætt um þau og sýnd kvikmynd um hann. 011- um er beimill aðgangur að kvöldi þessu. Prófessor John G. Allee, sem er prófessor í amerískum bókmennt- um Við Háskólann, mun stjóraa sambomunni, en lesendur ásamt honum verða Indriði G. Þorsteins- son dr. John C. Fiske, frú Win- ston Hannesson, James Rail og John Rusch. Þá verður sýnd kvikmyndin „An Impression of John Stein- beck: Writer.“ Kvikmynd þessi var .útnefnd til Oscar-verðlauna í ár, í flokki stuttra fræðslu- mynda, eins og þeir kannast við, sem hortfðu á afhendinga Oscars- verðlaunanna í sjónvarpi. BJARKARKONUR KEFLAVÍK Almennur félagsfundur verður haldinn í Aðalveri Keflavík föstu daginn 8. maí, kl. 20:30 stund- víslega. Fundarefni: Frú Margrét H j álmtýsdóttir f egrun arsérfræð- ingur flytur erindi og sýnir snyrt ingu. Önnur mál. Félagskonur f jöl mennið og tak’ð með ykkur gesti. KEFLAVÍK Kosningaskr' stofa -J-listans, lista Framsóknarfélaganna í Kefla vík við bæjarstjóm.-'kosningarn ar 31. mai n. k. ér að Hafnar götu 54 í Keflavík sími 2785. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12, 13,30 L9 og 20—22. Strðningsmenn hafið samband við skrifstofuna sem allra fyrst. B-listinn Keflavík. Keflavík - Suðurnes FRAMSÓKNARVIST Björk, félag Framsóknarkvenna í Keflavík og návrenni, hcldur Framsóknarvis* í Aöilveri, mið vikudaginn 6. maí kl. -0.3( Félagskonur, takið með ykkur gesti. Góð verðlaun. Allir vel komnir. Skemmtinefndin. HVAÐ FÆST ÓKEYPKS I DAG? JU, MYNDLISTINN YFIR HÚSGÖGNIN OKKAR OG 14 MISMUNANDI ÁKLÆÐISPRUFUR FÁIÐ ÞÉR ÓKEYPIS EF ÞÉR BIÐJIÐ UM ÞAÐ HRINGIÐ í DAG FÁIÐ LISTANN Á MORGUN Sími-22900 Laugaveg 26 John Steinbeck hefur orðið einn virtsælasti erilendur rithölíundur á íslandi. Hér og annarg staðar varð hann frægastur fyrir bók sína „Þrúgur reiðinnar", sem kom út árið 1939. Er hún mikil þjóð- félagsád'eila og varð mjög um- deild. Hlaut hann fyrir bana Pulit zer-verðlaunin og varð bæði dáður rithöfundur og hataður. Fynsta bók hans „Gullbikarinn“ kom út 1929 og vakti ekki mikla athygli. Það var ekki fyrr en „Tortilla Flat“ kom út, sem hann varð frægur, enda var sú bók metsö'lu- bók svo mánuðum skipti. Alls skrifaði Steinbeck 24 skáldverk og hafa mörg þeirra verið þýdd á ís- lenzku. Einnig skrifaði hann fjölda greina. John Steinbecfk fæddist í Salin- as í Kaliforniu 1902 og lézt 20. desember 1968. Sunnuklúbbsfundur á Sauðárkróki Fundur j Sunnuklúbbnum á Sauðárkróki verður haldinn i Framsóknarhúsinu, föstudaginn 8. maí og hefst kl. 21. Jón H. Björnsson frá Alaska gróðrarstöðinni kemur á fundinn os talar um skipulagingu skrúð garða, plöntuval og fleira. Einnig verða sýndar mynddr um garðrækt. Kaffiveitingar. Nefndin. SIDUSTU ÞINGMÁLIN SKB-Reykjavík, mánudag. Einn af varaþingmönnum AI- þýðuflokksins, Sigurður E. GuS- mundsson, flutti í dag jómfrúar ræðu sína á Alþingi um Húsnæð ismálastofnun ríkisins. Einnig lagði hann fraim í efri deild í dag á síðasta degi þingsins, þrjár til- lögur til þingsályktunar. Eru þær um setniiigu la'ga um starfsemi stjórnmálaflokkanna, um setningu iaga uir neytendavernd og um endurskoðun laga um orlof nús mæðra. Tillagan um lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna er á þá leið að efri deild Allþingis álykti að skora á ríkisstjórnina að láta semja í sumar lög er marki meginlínur í starfsemi stjórnmálaflokkanna. Með lögum þessum er einkum stefnt að því að tryggja, að lýðræði verði virt innan þeirra (sennilega í sambandi við embættaveitinigar), einnig að því er varðar stefnumót- un, töku ákvarðana (þá á íhaldið sennilega ekki lengur að ráða gerðum kratanna) er verulegu máli skipta, val frambjóðenda í almer.num kosningum (samanber þriðja sætið á kratalistanum) og kjör manna í æðstu stjórnir þeirra. í lögunum skal einnig kveð ið á um hvernig fara skal með fjármál þeirra, og þeim gert að skyldu að gera o inberlega, grein fyrir fjármáium sínum. Þá skal einnig sett takmark fyrir því, hve mi'klu fjármagni stjórnmála flokkar og aðrir þeir, er bjóða fram í almennum kosningum, mega verja til kosningabaráttunn ar. Ekki er alveg víst nð sjálfstæð ismenn verði mjög hrifnir af þessu ákvæði, en óneitanlega væri þetta þarfaverk.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.