Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUK 6. maí 1970. Úts«fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar Þorannn Þórarinsson (áb). Andés Krlstjánsson. Jón Helgason oe Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómar skrifstöfur j Edduhúainu, slmar 18300—18306 Skrifstofur Bankastrætl 7 — Afgreiðsluslml: 12323 Auglýslngasimi: 19523. ASrar slkrtfatofur sfmi 18300. Áskrtfargjald fcr. 165.00 á mán- uSl, lnnanlands — í lausasölu kr. 10.00 elnt. Prentsm Edds hf. Grein Ellerts PormaSur Sambands ungra SjálfstæSismanna, Ellert B. Schram, birti í Mbl. í gær athyglisverða grein um nýju húsnæðismálalögin. Greinin er einkum athyglis- verð fyrir þá sök, að hún sýnir að óánægjan með van- stjóm húsnæðismálanna nær orðið inn í innsta hring stjómarflokkanna. Ellert Schram víkur t. d. að því að Húsnæðismálastjórn hafi á undanförnum árum vanrækt Það hlutverk sitt að vinna að lækkun byggingarkostnaðar, m. a. með tilraun- um. í stjómarfmmvarpinu hafi verið lagt til að fella þetta verkefni alveg niður, en Alþingi hafi ekki fallizt á það. Ellert leggur áherzlu á, að Húsnæðismálastjórn sinni þessu verkefni og sé það ólíkt verðugra „en að halda uppi þeirri ómynd, sfem starfrækt hefur verið hingað til, að því er virðist meir í þeim tilgangi að skapa bitlingastöður fyrir Alþýðuflokkinn." Um afstöðu Alþýðuflokksins segir Ellert ennfremur: „Fyrir þá, sem fylgdust með meðferð frumvarps- ins, var það athyglisvert og raunar lærdómsríkt, að finna hvernig áhugi Alþýðuflokksins, hinnar sjálf- skipuðu „forystu" í húsnæðismálum, er meiri í orði en á borði. Félagsmálaráðherra, Emil Jónsson, lagði fram van- hugsað, illa unnið frumvarp, sigldi síðan utan og virtist ætia að stjórna afgreiðslu málsins símleiðis frá Austur-Evrópu! Fyrrverandi félagsmálaráðherra, Eggert G. Þor- steinsson, hljóp frá málinu, einnig til útlanda, þegar allt var komið í óefni — og í meðferð þingsins á frumvarpinu kom engin breytingartillaga frá Al- þýðuflokknum. Þessi frammistaða er að vísu aðeins staðfesting á því sýndarspili, sem Alþýðuflokkurinn hefur leikið í húsnæðismálum, en gerir þær kröfur flestra Sjálf- stæðismanna, bæði sjálfsagðar og tímabærar, að breyting verði þar á." Vissulega kom það glöggt fram 1 meðferð húsnæðis- málsins, hve lítinn áhuga Alþýðuflokkurinn hefur orðið á þessum málum, sem er eitt helzta áhugamál jafnaðar- manna annars staðar. Hefðu t. d. þeir Emil Jónsson og Eggert Þorsteinsson haft einhvern áhuga á málinu, hefðu þeir vissulega krafizt þess, að það yrði afgreitt áður en þeir héldu til útlanda. En því miður er svo kom- ið, eins og Ellert Schram lýsir réttilega, að áhugi Al- Þýðuflokksins í húsnæðismálum virðist nú fyrst og fremst tengdur því að hafa ráð á fínum embættum handa gæð- ingum flokkstjórnarinnar. Ráðherrar íhaldsins studdu þjóðnýtinguna Ellert Schram, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, lætur í ljós í Mbl. í gær mikla ánægju yfir því, að fellt var niður úr húsnæðismálafrumvarpinu ákvæðið um þjóðnýtingu lífeyrissjóðanna. Ellert þakkar það sér- staklega Sjálfstæðismönnum að það var gert . Þetta er mesti misskilningur. Allir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, fjórir talsins, höfðu lýst fylgi sínu við þjóðnýtingarákvæðið. Sama hafði fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins gert í nefnd þeirri, sem undirbjó frumvarpið. í fyrstu aetlaði stiómarliðið líka að afgreiða frumvarpið óbreytt. Það var eingöngu vegna mótspymu stjóroar- andstöðunnar, sem hlaut mikinn stuðning utan Alþingis, að ríkisstjóm sá þann kost vænstan að hætta við þjóðnýtingu lífeyrissjóðanna. Þ.Þ. TIMINN Nixon hefur af sömu blekkinpnni og Johnson Auknar stríðsaðgerðir munu herða og lengja styrjöidina ÞAÐ er ekki liðinn nema rúmur hálfur mánuður síðan Nixon forseti lýsti yfir Þvi í stuttri sjónvarpsræðu, að hann myndi kveSja heim 150 þús. hermenn frá Vietnam innan árs eða fyrir 30. apríl 1971, til við- bótar þeim rúmlega 120 Þús., sem hafa verið filuttar heim und anfama níu mánuði. Þegar Nixon varð forseti í árs byrjun 1969, var tala banda- rískra hermanna í Suður-Viet- nam um 543 Þús., en er nú um 425 þús. Standist framangreind áætlun Nixons, mun bandaríski herinn í Suður-Vietnam ekki telja nema 275 Þús. manns að ári liðnu. Bandarísbur almenningur lét Þessa yfirlýsingu Nixons sér vel líka. Að vísu hefðu margir kos ið, að heimfliitningnuin yrði hraðað enn meira. Þetta væri Þó spor £ rétta átt. Yfirlýsingin virtist staðfesta, að Nixon fylgdi enn Þeirri stefnu að sýna Þolin- mæðj í samningum og vinna jafnhiiða að heimflutningi Bandaríkjahers frá Suður-Viet- nam í áföngum. ÞEGAK 10 dagar voru liðn- ir frá því, að Nixon gaf fram- angreinda yfirlýsingu, birtist hann aftur í sjónvarpinu og flutti aðra yfirlýsingu, sem vak- ið hefur miklu medri athygli og stórum meiri deilur og ugg — ekki aðeios í Bandaríkjunum, heldur um allan heim. Yfirlýs- ingin var á þá leið, að hann hefði áikveðið að láta banda- rískar hersveitdr, ásamt suður- vietnömskum hersveitum, gera innrás í Kamhodíu til að eyða herbækistöðvunum, sem her- sveitir frá Norður-Vietnam og þjóðfrelsishreyfingunni í Suð- ur-Vietnam hafa komið sér upp við landamærin á ytfirráðasvæði Kambodíu. Rökstuðningur Nix- ons var sá, að það væri nauð- synlegt vegna öryggis banda- rískra hersveita í Suður-Viet- nam að eyðileggja þessar stöðv ar. Þegar þeim hefði veri® eytt, yrði jafnframt auðveldara og áhættuminna að flytja banda- rískar hersveitir frá Vietnam. Raunverulega væru þessar ráð- stafanir því gerðar til að tryggja heimflutninginu. Af hálfu ýmissa samstarfs- manna Nixons var látið í veðri váfca, að þessar hernaðarað- gerðir myndu ekki taka nema 6 —8 vikur. SKÝRINGUM Nixons á inn- rásinni í Kambodiu hefur yfir- leitt verið tekið með efasemd- um og það af miklu fleiri en þeim, sem hafa foröæmt þær. Bandaríkjamenn eru lfka orðnir þvi vanir að heyra slíkar skýr- ingar áður. Allar auknar hern- aðaraðgerðir í Vietnam hafa venið rökstuddar með því, að þær væru nauðsyrilegar til að tryggja öryggi amerískra her mauna þar, og myndi jafnframt verða til að flýta fyrir því, að friður kæmist á. Útkoman hef ttr hins vegar oröið á öfuga Nixon meðal bandarískra hermanna í Víetnam. ledð. Styrjöldin hefur færzt út og kailað á aukna herflutninga Bandaríkjamanna til Vietnam. Það varð Johnson öllu öðru frémur að falli, að hann lét hersihöfðingjana og Saigon- stjórnina telja sér trú um, að ekki þyrfti annað en auknar hernaðaraðgerðir til að ljúka styrjöldinni. Vegna þess, að Johnsoij lét hvað eftir annað glepjast af þessari blekkingu, dróst 'hann alltaf meira og meira út í ófæruna. Þá trúa margir því varlega, að Nixon ætii sér ekki annað og meira en að hreinsa til i landamærahéruðunum. Það hefur verið opinbert leynd- armál í fimm ár, að hersvedtir frá Norður-Vietnam og Þjóð- frelsishreyfingu Suður-Víetnam hafa rofið hlutleysi Kambodíu og komið sér upp bækistöðvum þar vi® landamæri Suður-Viet- nam. Bandaríkjamenn hafa lát- ið þetta afskiptalauist. Þedr hafa ekki talið það svo alvarlegt að það réttlætti innrás í Kambodíu Það hefur hins vegar gerzt, að stjórnbylting hefur orðið í Kamhodíu. Hægri menn steyptu Sihanouk fursta úr stóli, þegar hann var í heimsókn í Moskvu og Peking í þeim erindagerðum að fá hersveitir Norður-Vietnam fjarlægðar frá Kambodíu. Stjórn hægri manna hefur reynzt óvinsæl og veik í sessi og því leitað ásiár Bandaríkj- anna. Margir Bandaríkjamenn óttast, að Nixon hafi ákveðið innrásina í Kambodí'j til þess að styrkja þessa nýju stjórn í sessi og þannig geti BanJaríkin dregizt inn í borgarastyrjöld í K: :.3diu. líkt og í Suður-Viet- nam forðum. ÞAÐ ER ekki sizt af þessum ástæðum, sem innrás Banda- ríkjann'a í Kambodíu hefur vak ið slíkan ótta og ugg um allan heim. Menn óttast, að hér sé um meira en takmarkaða hern- aðaraðgerð að ræða, sem bein- ist gegn fáum og dreifðum her- flokkum Norður-Vietnama við landamærin. Menn óttast, að Bandaríkin séu hér að drag- ast inn í borgarastyrjöild í Kam- bodíu með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. ÞÓTT viðbrögðin gegn inn- rás Bandaríkjanna í Kambodiu hafi yfirleitt verið þau, að hún sé fordæmd, hefur þó andstað- an hvergi orðið meira áberandi en í Bandaríkjiunum sjálfum. Sú andspyrna virðist fara sívax- andi. Váð hama eru fyrst og fremst bundnar þær vonir, að Nixon noti fyrsta tækifæri til að draga bandaríska herinn frá Kambodíu. Sú leið er honum opinn enn, en hins vegar verð- ur hún þeim mun örðugri sem hernaðaraðgerðirnar verða þar meiri. Málum er nú svo komið í Vietnam, að Bandaríkin eiga þar ekki nema einn sæmilegan leik. Hann er að reyna að semja og draga her sinn í burtu. Bandaríkjamenn þjóna hvorki frelsj né lýðræði með íhlutun sinni i Suður-Vi'etnam, heldur eru eingöngu að fram- lengja líf Saigonstjórnarinnar, spilltustu og afturhaldssöm- ustu stjórnar í Asúi. Dvöl Bandaríkjahers í Vietnam er eingöngu til þess að auka þar hörmungar og viðhalda styrj- öld. Nixon var kominn á rétta braut, pegar hann hóf brott- flutning hersins frá Suður-Víet nam. Þess ber aö vænta, að al- menningsalitið í Bandaríkjun- um komi honum á rétta braut aftur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.