Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 7
BffÐVIKUDAGUR 6. maí 1970.
TÍMINN
7
Frú Sigríður, Gunnarsdóttir skrifar frá Haiti:
Harbstjórnin verri
en nokkru sinni fyrr
Fáir íslendingar vita glögg
skil á Haiti, flestir rugla henni
saman við Tahiti. Þeir eru
ekki einir um að vera fáfróð-
ir á þessu sviði. Haiti er því
naer óþekkt land meðal íhúa
Vesturíanda. Fáir Frakkar
vita, t. d. að land þetta er tit,
þó að það hafi verið þeim ó-
þrjótandi uppspretta auðæva í
heila öld.
Haiti er lítið land, um 35000
ferkílómetrar á stærð, »g nær
yfir u.þ.b. þriðjung eyjunnar
Santo Domingo, en Dominik-
anska lýðveldið nær ytfir af-
ganginn af eyjunni. Á þessum
35000 ferkílómetrum er hrúg-
að saman um 4—5 milljónum
manna, enginn veit nákvæm-
lega töluna. Offjölguninni fylg
ir óskapleg fátækt O'g vanþró-
un. Haiti er með vanþróuðustu
ríkjum 'heims.
Þessi staðreynd stingur enn
meir í augu, ef litið er á það,
að í lok 18. aldar var Haiti
auðugasta nýlenda Frabka og
færði þeim meira í ríkiskass-
ann cn aMar nýlendur þeirra
aðrar til samans. Þegar Haiti-
búar öðluðust sjálfstæði sitt
um aldamótin 1800. blasti við
þeim glæsileg framtíð. Aðeins
50 árum siðar var ástandið
orðið ískyggilegt, og það hef-
ur aldrei verið eins slæmt og
nú. Fólkið er fátækara og
fáfróðara en nokkru sinni. Til
að skilja ástæðurnar fyrir þess
ari sífelldu hnignum, þarf
maður að hafa kynnt sér nokk
uð sögu landsins. Hún er saga
stöðugra óhappa og mistaba.
Áður en Fransmenn komu
tffl landsins var það því nær
óbyggt. Spánverjar voru í hin-
um Miuta eyjunnar, og nokkuð
var um Indíána. Fyrstu íbúarn
ít voni fransOdr sjóræningjar
seon sátu fyrir spænskum skipa
Iestum flytjandi gull og ger-
senrar til heimalandsins. Um
1700 eignuðu Frakkar sér land
ið, og stuttu síðar fóru þeir
að setjast þar að, því að auð-
velt reyndist að rækta þar syk-
ur, kaffi og kókó. En land-
nemar þessir voru ekkert sér-
staklega gefnir fyrir líkamlega
vinnu, og þar sem engir inn-
fæddir voru þar fyrir tffl að
notfæra sér sem vinnudýr,
töku þeir sama ráð og Amerík-
anar, að flytja inn þræla frá
Afrífcu. Þessi þrælaþúskap-
ur tókst svo vel, að brátt varð
það öruggasta fjáröflun'arleið
ungra og fátækra Fransmanna
að dvelja í Haiti í nokkur ár.
Þessir landnemar lifðu kónga-
lffi. byggðu sér glæsileg setur
og höfðu þjóna á hverjum
finigri. Vegdr voru lagðir um
allt landið, og vatnsáveitu-
kerfi voru byggð.
Þrátt fyrir blómlegan hag
landnema, bötnuðu kjör þræla
þeirra Ktt. Plantekrueigendur
fóru, þvert á móti, æ verr
með brasla sína eftir því sem
tíntar liðu. Fjö'lmargar sögur
era til um gdmmd þeirra og
misþyrmingar á þrælum. Að
lokum fannst þrælum nóg kom
ið og gerðu uppreisn.
Það má segja, að þrælarnir
hafi borgað vel fyrir sig, þvi
að allt hvitt fólk í landinu var
pínt og síðan drepið. Engum
var þyrmt. hvorki konum né
börnuim. Þrælar voru í mifel-
um meirihluta i landinu, svo
að þetta var þeim hsegt verk.
Aftur á mótd hlífðu þeir múl-
öbtum, sem voru næstum eins
margir og hvítir menn, og
voru margir hverjir mjög
auðugir, enda afkomendur
hvítra landnema. Svertingjar
og múlattar tóku höndum sam
an og ráfeu burt allar enskar
og spænskar liðssveitir, sem
höfðu notað tækifærið til að
ráðast inn í landið, á meðan
menn höfðu um annað að hugsa.
Napoleon sendi mág sinn með
hersveitir tii landsins, og átti
hann að ná völdum með
kænsfeu og koma aftur á þræia
haldi. En hermenn hans voru
stráfelldir — og var það meira
að þakka magnaðri guiusótt
en dugandi Haitihermanna —
og var herför þessi meðal
verstu hrakfara Napoleons. í
janúar 1804 lýstu Haiti-búar
yfir sjálfstæði sinu. Haiti var
fyrsta sjálfstæða svertingjaríki
heims.
Fyrstu leiðtogar Haitibúa
voru fyrrverandi þrælar, sem
höfðu reynzt dugmiklir hers-
höfðingjar í frelsisstríðinu.
En þeir voru ekki að sama
skapi vel að sér í stjórn
mennsku, enda sáu þeir enga
aðra leið en að fe'a í fótspor
Frakka. Menn voru frjálsir að
nafninu til, en frelsi þeirra
var efeki mifel-’ meira en það
hafði verið á dögum þræla-
haldsins. Menn voru átthaga-
bundnir: Þeir máttu ekki yfir-
gefa plantekru þá sem þeir
unnu á, og vinna var hörð.
En þeir fengu svolitla vasa-
peninga, sem hafði verið ó-
þekkt áður. Þetta gerði aðal-
muninn á frelsinu og þræl-
dómnum. En hagur ríkisins
blómstraði, uppskeran varð
stöðugt betri, og féð streymdi
í ríkiskassann.
Eftir dauða Dessalines keis-
ara (1807). sem hafði verið
hinn mesti harðstjóri, skipt-
ist landið í tvennt. Kristófer
konungur ríkti yfir norðurhlut-
anum, en suðurhlutinn var
gerður að lýðveldi.
Valdaár Kristófers konungs
(1807—1820) er það tímabil í
sögu Haitá, sem þekkt er á
Vesturlöndum. Hagur rífeisins
var hinn bezti, enda var fólki
óspart haldið að vinnunni á
öferunum. En kóngurinn er
samt þekfetari fyrir hið glæsi-
lega hirðlíf, sem lifað var í
hölil hans, Sans Souci, sem
sögð er nákvæm efirlfking af
höll Friðriks miíkila. Þar mátti
sjá greifa og hertoga, sem fá-
um árum áður höfðu verið
þrælar á ökrum úti. Fæst
þessa hirðfólks kunni að lesa
eða skrifa.
í suðurhluta landsins var l£f
mjög ólíkt. Forsetinn, Pétion,
var maður mildur og vildi
gera öllum tffl geðs. Hans
fyrsta verk var að veita múl-
öttum öll þau forréttindi, sem
þeir girntust. Hafa múlattar
ætíð síðan myndað yfirstétt
landsins. Síðan hóf hann að
skipta landinu á milli almenn-
ings gegn litlu fé. þar sem
hann áleit að menn væru fús-
ari til vinnu ef þeir ættu sjálf
ir landið, sem þeir ræktuðu.
Brátt hættu menn meira að
segja að greiða fyrir jarðskik-
ana, þar senj fæstir áttu fé tffl
þess, Landbúnaður gerbreytt-
ist: í stað stórra plantekra.
þar sem þrælai' og síðan vinnu
fólk ræktuðu sykur kaffi 02
kókó. voru nú örlitlar jarðir
„Calebasse" er ávöxtur, sem er óhæfur til matar, en ha nn er holaður að innan og nofaður til að geyma vatn í
Þetta er söiukona á markaði.
ræktaðar af eigandanum sjálf-
um og fjölskyldu, þar sem
mest áherzla var lögð á ræíkt-
un grænmetis og ávaxta í mat-
inn. Þegar nóg var koimið í
pottinn, voru sjaldnast miklir
kraftar eftir til að fara að
rækta sykur eð; kaffi, enda
fór svo, að á fáum árum
minnkaði útflutningur marg-
fallt og hefui' stöðugt farið
minnkandi síða, Haitibúum
fannst einfaldlega tími vera
kominn til að hvíla sig, enda
höfðu þeir unnið baki brotnu
áratugum saman. Hve dásam-
leg tilfinning það var. að vera
sjálfs sín herra og vinna að-
eins þegar þá lysti! Þreytan
var svo mikffl, að þeir eru efeki
enn búnir að jafna sig.
Árið 1820 sameinaðist Haiti
aftur í eitt ríki, og brátt hófst
í Norður-Haiti sama þróun og
sunnanlands. Bráðlega voru
engar stórar jarðir eftir, en
því nær al'lir áttu sinn smá-
skika Enn er allur þorri
rnanna búsettur í sveit, og
þvi nær hvei fjölskylda á
sinn jarðarskika sjálf. Ef litið
er á íbúafjöldann og flatarmál
landsins, má fá nokkra hug-
mynd um stærð þessara
„jarða“! Ekkj má gleyma held
ur, að stórir hiutar landsins
eru berar eyðimerkur, þar
sem ekkert grær, og að það
er nijög fjöllótt. Jarðvegurinn
hefur aídrei verið fátæfeari,
vegna stöðugrar ræktunar án
áburðar og vegna veðrunar.
Þvi nær aillur skógur hefur
verið höggvinn til eldiviðar og
húsabygginga.
Lítið hefur verið gert til að
uppfræða almenning eða bæta
kjör hans. Ráðandi stéttin,
sem er u.þ.b., 5% af þjóðinni
og eru aðallega múlattar. sýna
ekki mikinr. áhuga á batnandi
hag almúgans, enda myndi
það þýða skeröingu á forrétt-
indum þeirra. Múlattar hafa,
ásamt útlendjngum, sem nv-
lega hafa setzt að hér, alla
verzlun landsins í höndum sér
og einnig mikilvægar stöður i
stjóra landsins. En forsetar
hafa oftar veríð svartir en múl
attar. Kemur það til af því.
að herinn hefur komið beim
til valda. og hefur hann löng-
um verið undir stjóra svartra
hershöfðingja.
Flestir forsetar landsins
hafa sýnt meiri áhuga á að
auðgast á forsetastólnum en
að stjórna málefnum ríkisins
Þeir sem ekki hafa verið bein-
línis skaðlegir fyrir þjóðina.
hafa gert lítið gagn. Saga
b jirra er viðburðarílk.
Ef litið er á tim rbiiið 1843—
1915 (árin 1915—1934 var
landk undir stjórn Amerí-
kana), þá riktu 22 þjóðhöfð-
ingjar þennan túna. Af þess-
um 22 var aðeins einn á for-
setastóli kjörtímabilið út, þrír
létust í embætti, einn var
sprengdur í loft upp ásamt
höll sinni, einn var drepinn á
eitri, einn höggvinn í spað af
æstum múg. einn sagði af sér.
14 voru settir af með bylt-
in "
Síðan 1934 hefur forsetaem-
bættið ekki verið eins bráð-
drepandi og áður, en forsetar
hafa ekki fai'ið batnandi við
það. Nú sem stendur er harð-
stjórnin verri en nokkru sinni
fyrr. Þeir sem lesið hafa bók
G-rahams Greens, „Trúðarnir“,
eða séð myndina, sem gerð var
eftir henni, hafa nokkra hug-
mynd um ástandici. Duvalier
hefur nú nýorðið unnið mála-
ferli sín gegn kvikmyndalram-
leiðandanum: svo virðist sem
ýmislegt í myndinni sé mann-
skemmandi fyrir hann! En frá
nofekru er rétt skýrt, eins og
sagt verður frá síðar.
Fleiri og fleiri
sannfærast
SMJÖRLÍKISGERÐ
AKUREYRI
f |
§• 1
DR. KORTER SEGIR:
Flóru smjörlíkið frá Akureyri stenzt
allar kröfur3 sem gerðar eru af
heilbrigðum smekk þeirra, sem kunna að meta
góða vöru. Þess vegna sannfærast fleiri og
fleiri um ágæti Flóru smjörlíkisins.