Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN $>]£> KAFFIWU WÞ1 — O Gústi, ég er búin að týna giftingariiringnum mín- um, án þess að taka eftir þ\’í, stundi nísiftarfrúin. — Ta'ktu því með ró, eiskan, sagði eiginmaðurinn. — Ég fann hann í vasa mínum við hliðina á peningaveskinu. I»ú getur ekki yfirgefið mig svona. Ég skal bcra töskurnar. Forstjórinn stóð og var að ræða við einkaritara sinn, þeg ar nýja skrifstofustúlkan, ung og falleg, kom fram ganginn og gekk framhjá þeim. Forstjór inn horfði á eftir henni, eins og hann vildi gleypa hana með augunum- Þegar stúlkan var far in, sbundi forstjórinn og sagði: „Umm. Þetta er stórkostlegt." „Fimm börn“, sagði þá einka ritarinn. „Það getur alis ekki verið“, næstum hrópaði forstjórinn. „Hún getur ekki átt fimm börn.“ „Nei, hún á ekki fimm börn, en þér eigið þau, herra for- stjóri.“ — Á þetta að vera lögreglu hundur? Það er ómögulegt að sjá það á honum. — Nei, hann er líka í leyni- lögreglunni. Hljómsveitarstjórinn stöðvaði hljómsveitina á miðri æfingu, vegna þess, að cinn fiðluleikar inn gretti sig svo herfilega. — Hvað er að, spurði hljóm sveitarstjórinn. — Geðjast yður ekki að Brahms? — Það er ekki það, svaraði fiðluleibarinn. — Ég þoli bara a'lls ekki tónlist yfirleitt. — Ég vildi óska, að ég ætti svo mikla peninga að óg gæti lagt 1000 krí í bankann á hverj um degi. — Nei, þá vildi óg heldur eiga svo mikið, að óg gæti tek- ið 1000 ki-ónur út úr banian- um á hverjum degi. — Þú verður að abhuga, að ég tilheyri mjög fínni fjöl- skyldu. — Jæja, það hlýtur þá að vera óralangt síðan þú fórst að heiman. Þetta er yður sjálfum að kcnna, þér eyðilögðuð frímerk- ingavélina. — Jæja, börnin góð, sagði kennarinn. — Getið þið nú sagt mér, hvað syfcur er? — Já, sagði Maja litla. — Sykur er eittbvað, sem gerir graut vondan ef maður gleymir að setja það útá. Fyrir sex til sjö árum, var bandaríski ' leikarinn Anthony Perkins einhver hinn vinsælasti af ungum, bandarískum leikur- um. Iíann hafði þá leikið í sex kvikmyndum, þeirra á meðal „Psyelio“, „Geðjast yðar að Brahms?“, „Phaidra“ og „Fimm milur til miðnættis“. Þá, skyndilega eftir glæsiieg- an feril, hvarf Perkins af sjón- arsviðinu. Hægt og hægt hættu menn að tala um hann, leikstj. hættu að gera honum leiktil- boð, því að hann vísaði öllu frá sér. Og ástæðan? Hana þykj ast margir vita, en iíklegust er sú tilgátan, að Perkins hafi ekki kært sig um alla þá frægð og eftirtekt sem svo skjóM féll honum í skaut, harin hefur sjálf ur sagt, að hann sé reikaidi sál, næstum taugaveiklaður og í París stendur nú mikil ráð stefna yfir, en hana sækja sér- fræðingar úr fjörutíu löndum Til rá'ðstefnu þessarar boðaði Efnahags-, vísinda- og menning arstofnun Sameinuðu þjóðanna og er fundarefnið: Hvernig á að hindra starfsemi aiþjóðlegra smyglara- og þjófahringa sem þrái sálarjafnvægi sem hann finni svo sjaldan f., ir. Því hafi hann á sínum tíma, dregið sig í hlé, reikað um einn, ferðazt, lesið bækur, tekið iífinu með ró. Loks kom að því, að Perk- ins fannst hann vera orðinn „fulloröinn", hann gæti aftur birzt aðdáendum sínum. Og þá fékk hann hlutverk í „Brenn- ur París?“ síðan kom „The Pretty Poison“ sem nýlega var sýnd hér á landi, og á meðan á gerð þeirrar myndar stóð, ving- aðist hann mjög við mótleik- konu sína, Thuesday Weld, en það hefur aldrei komið fyrir að Perkins hafi hrifizt verulega af leikkonu. Sumir segja hann meira að segja hata allar kon- ur sem hann hefir leikið á mnti. að undanteknum Ingrid Berg- man og Sophiu Loren. ★ einbeita sér að listaverkaþjófn- uðum? Aðallega mun ráðstefnan beina sínum kröftum að þvi að upphugsa ' ferðir til að hindra þjófnaði á forn-rómverskum og etrúrskum Ustmunum. en slík ij gripir eru helzt varðvejttir í kirkjum og svo aú'ðvitað á sofnum Bandaríski söngvarinn Rav Charles hefur aðeins verið sjá- andi í E'jö af sínum þrjátíu og níu árawn. í viðtali sem nýlega birtist í Playboy segir hann, að hann muni mæta vel ýmsa hluti sem hann hafi séð á bernsbu- dögunum. Ekki aðeins liti, en einnig mánann, stjörnur og sól- skin. Hann man hvernig móðir hans leit út, og hann segist vita hvernig flestir þeir hlntir sem hann syngur um lita út. „Það væri rangt af mér að segja. að ég sakni þess mjög að vera ekki sjáandi. Mér finnst ekki sérlega skemmtilegt að aka í bíl — á Cadiilac og Volks wagen og mér lí'ður jafnvel í báðum. Ég get nokkurn veginn fylgzt með í sjónvarpsútsend- ingum með því að einbeita mér aðeins að hljóðunum. Ég held ég hafi eins mikla ánægju af börnum mínum og aðrir foreldrar, aðeins með því að heyra í þeim, finna fýrir þeim og rækta þeirra innri mann . . . og ég veit að konan mín er mjög falleg“, segir Ray Charles. ★ Meira en 10.000 Frakkar láta á hverjti ári fremja fegrunar- aðgerðir á nefni sínu. Einnig láta menn mjög fríkka sig að öðru leyti, t. d. gangast 3000 Frákkar árlega úndir svo káll- aða andlitslyftingu, þá láta til jafnaðar 3000 konur laga til brjóst sín (stækka eða minnka) og 1000 manns láta minnka á sér magann. ★ ) Á hverjum vetri verða nokk- ur dauð'aslys af völdum snjó- flóða í Ölpunum. Frá Chamon ix í Frakklandi berast nú þær fregnir. að s. 1. vetur hafi verið hinn allra hörmulegasti að þessu leyti sem menn vita um á þessum slóðum. AMs létust aí völdum snjófilóða 124 manns. Mesta slysið varð 15. apríl í Assy, þegar snjóflóð féll á barnaspítala og braut niður eina álmu hans. í því fióði létust 71 barn. Þá létust 40 manns í Val d‘ Isere, 6 létust í Lansle-Villard, 1 í Chamonix, 1 í Autrans og 2 í Barcelonette. ★ Um leið og „Sólarblómið" með S. Loren verður frumsýnd, byrjar hún að leika í nýrri mynd sem heitir „Kvænti prest urinn“. En hún fjallar um þá spurningu hvort kaþólskir prest ar skuli að eilífu lifa í einlífi, en það efni er nú margrætt í kaþólskum löndum. í mynóinni leikur Marcello Mastroiannj ka- þólskan prest sem verður ást- fanginn af stúlku (Sophiu Lor- en), og vill kvænast henni Það er alveg jarn erfitt fyrir kaþólskan prest að kvænast, og það er fyrir kaþólsk hjón að skilja. A það hefur Sophia Lor- en rekið sig, því hún hefur átt í miklu basld við kirkjuna, við að fá hiónaband sitt og Carlo Ponti viðurkennt, vegna þess að hann var kvæntur áður. ,.Mér finnst að prestar ættu að fá að kvænast eins og annað 1 fólk á að hafs leyfi til að skilja. J En ég held það væri óviturlegt ' að leyía prestum að skilja“, i segir Txiren. i DENNI DÆMALAUSI Ég er ekkert hræddur við þrum urnar. Það er hávaðinn sem fer í taugarnar á tnér-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.