Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 3
SfH>VIKtJT>AGUR 6. maí 1970. TIMINN Þessi mynd var tekin af Heklugosinu 1947, á fyrsta degi þess, sem var laugardagur- inn 29. marz. Var mynd þessi tekin kl. 11 f.h., en gosið hófst kl. 7. Sézt gosiS úr NA. HEKLUGOSIÐ 1947 TK—Reykjavík, miðvikudag. f gærkveldi laiust fyrir kl. 10 bárust fréttir aif því að gos væri hafi'O í Heklu. Gosið mun hafa hafizt laust fyrir H. 9 Er þetta er skrifað höfðu ekki nægilega glöggar fréttir borizt af gosinu, svo að unnt væri að bera upphaf þess saman við það, sem gerðist í HeMu, er gos hófst þair þann 29. marz 1947 en er lesendur Tím ans fá þetta blað í hendur gætu fréttir af umfangi gossins hafa skýrzt nokkuð og mönnum til upp lýsingar og frekari glöggvunar á samanburði skal hér í fáum orð um birt frásögn af upphafi goss ins 1947 eins og því var lýst þá dagir. i eftir í Tímanum, en einnig stuðst við frásagnir í bókinni „Heklugos 1947“. Urn klukkan sex laugardaginn 29. marz vaknaði Alexander Sig ursteinsson að Djúpadal á Rang árvöllum og bjóst til gegninga. Leit hann þá út um gluggann og gáði til veðurs. Norðanátt var á og hvergi skýjaskaf á lofti. Hekla, sem blasti við í norðri, mótaðist skýrt við himin. Leit hann þá á armbandsúr sitt og var klukkan þá tuittugu mínútur yfir sex. Tveimur mínútum síðar leit hann aftur til fjallsins og sá hann þá óéðlilegan hvítan hnoðra þyrlast upp úr Heklu austarlega á há- bungunni. Hvíti hnoðrinn fór ört stækkandi og skyndilega skaut lupp háirri reyksúlu þráðbeinni, sem breiddi ört úr sér að ofan. Skyndilega dökknaði súlan og króna hennar hækkaði, dökknaði hún, sló ó hana brúnan lit í fyrstu. Skyndilega dökknaði hún enn meir og varð að lokum nærri því svört. Sól var þá komin upp. Brá þá þrem leiftrum fyrir í mekkin um. Þá var klukkan 6,30. KI. 6,35 heyrðist mikill þyt Ur eða loftþrýstingur og rúður gnötruðu. Kl. 6.48 varð vægur jarðskjálftakippur og á eftir var lengi ókyrrt og ékki gott að átta sig á, hvort loftþrýstingur var eða þytur af dunum, sem nú byrjuðu. Kl. 7 var gossúlan að mestu ó- breytt en byrjaði úr því að hneigj ast til suðurs. Var þá toppur Heklu alveg horfinn í sortann. Þetta er hluti frásagnar þess manns, sem var sjónarvott- ur að fyrstu upptökum og aðdraganda hins mikla goss í Heklu árið 1947. En morgun þennan á áttunda tímanum sá bóndi einn í Inn-Fljóts hl-íð mökk ægilegan gnæfa yfir hlíðinnni ofan við bæinn. Hann fór upp á brúnina með ungling lítt búinn og berhöfðaðan til að at- huga þessi býsn. Þegar þeir félag- ar voru komnir upp á hlíðarbrún- ina, heyrðu þeir dynk mikinn og jafnframt skall á þá loftalda — líkt og af sprengingu. Á næsta augnablikli skall yfir hræðilegt vikurfall og brúnamyrkur svo að ei-gi sá hand-a skil. Áttu þeir fé- lagar erfitt með að verja andlit sín, og pilturinn, sem var berhöfð aður, varð illa úti. Þó komust báð ir heim óskemmdir. Á röskum tveimur tímum varð á þessum slóð- um 5—15 cm. vikurfall. Hekla var byrjuð að -gjósa eftir 102 ára hlé. Á forsíðu Tímans sunnudaginn 30. marz 1947 sagði svo meiðal annars u-m upphaf gossins og því sem fyrir aug-u þeirra bar, er fyrstir flugu til að skoða Heklu- gos úr lofti: Mikið gos og myrkur sunnanlands Laust fyrir klukk- an 7 í gærmorgun heyrðist gifur- leg sprenging frá Heklu. Fylgdi henni snarpur jarðskjá-lftakippur, sem n-áði um allt Suðurland. Þeg- ar á eftir gaus mökkur mikill upp úr Heklu og náði hann fljótlega 7—8 km í loft upp. Síðan hefir stöðugt verið mök-kur yfir Hek-lu og hefur hann sézt g-reinilega frá Reykjavík. Jafnframt h-eyrast stöð ugt drunur og dyn-kir frá Heklu og hafa þeir heyrzt viða um land og jafnvel norður í Grímsey og til Vestfjarða. Yfir öllu Suðurlands- undiriendinu liggur dimm móða og í Rangárval-lasýslu var myrkur í gær. .. Það var þegar Ijóst er komið var aus-tur að Heklu, að eng-in leið v-ar að fljúga kringum fjallið því að suður af því var algert myrkur og stórhríð af kolsvartri eldfjalla- öskunnd. Flug-vélin sveimaði því að norðan, vestan og austan við fjallið. Fyrst var ekki komið öllu nær gígnum en í 10 km fjarlægð en næst mun vélin hafa komizt í 3—4 k-m fjarlægð frá gosinu, og er það ón-eitanlega ekki hættulaust, því að grjótflugið upp úr gígnum er með fádæmum. í suður, nokkuð í suð- austur og lanigar leiðir suð-vestur frá Heklu er landið a j þekjast svartri öskunni, 'og er það ýmist svart eða gráleitt yfir að sjá. Tindfjalla jöku-11 -má t. d. heita alveg svart ur. En þó að þessi svarta breiða veki óneitanlega ugg og ef-tir- tekt, er það þó fyrst og f-remst fjallið sjálft, gígurinn, gosmökk urinn í ferlegum bólstrum og hnyklum og glóandi hraunstraum arnir, sem seiða augað og athygl ina til sín. Niður norð- og norðaustur hlíð ar Heklu renna tveir hraun- strau-mar, og er að minnst-a kosti annar þeirra margra km breiður. Upp af hraunelfum þessu-m, legg ur ryðbrúnan reyk, af brunnum sandi og grjóti. Eins og geta má nærri, er snjór sá er á fja-llinu hefur le-gið, að mestu bráðnað ur, og hefur af þvf orðið jökul hlaup niður í Ranigárbotna. At- hygli vekur það, að innan um bff-únar hraungufurnar og gráa igosmekkina má sjá háa, hvíta igufustróka víðsvegar um norð- tvestur hlíðin-a, líkast -því þegar Ireykir stíga upp af stóru hvera tsvæði. Er u-m tvennt að ræða, að iþama séu að gufa upp síðustu leyfarnar af vatni og snjó, eða að iþ-arna hafi opnast sprungur, og glufur, sem heitar gufur úr iðr um jarðar rjúki upp um. Nokkru eftir að komið var a-ustur, var sem -gosmökkurinn, þynntist snöggvast áð norðan- verðu og gat þá að líta eina hina glæsil-egustu sýn, sem mannlegt auga fær séð. Þar sem reykur inn hvarflaði frá, kom í Ijós, dumbrautt eldhafið, upp úr gígn um og m-átti þá greini-lega sjá, þétta hríð af he-ljarbj-ör-gum, sem þeytt-ust í sííellu svo hátt se-m séð varð. Munu allir sjónarvott ar sammála um, að forfeðrum okkar, sem töldu Heklugíig-a reyk háf-a H-elvítis, hafi verið mikið vorkunnarmál að hallast að fyrr- greindri skoðun. Heklugos hafa oft staðið lengi, svo að skipti mörgum vi-kum og mánuðum. Það virðist vera eðli þeirra að hægjá á sér annan tímann, en h-erða svo á þess á millL Sennilega er mesta hættan af jarðskjálftum, liðin hjá, því að þeir eru yfirleitt mestdr í byrj un, meðan gígarnir eru áð opn- ast. Ekki virðist vera ástæða til að óttast að hraun frá gosi þessu valdi skemmdu-m því langt er til byggða. Það er öskufallið sem hættan stafar af. Raunar hefur' ? aska úr Heklu ekki virst vera ; óholl -gróðri, n-ema þar sem ösku lagið verður svo þykkt að gróður kafnar undir því. En uppburður inn hefur oft verið geysimikill. Það mun hafa verið öskufall úr Heklu, sem eyddi byggð í Þjórs árdal um 1300 og dæmi er til þess, að aska hafi borizt til Þýzka lands. Gos þetta byrjaði með -miklu-m krafiti, sem sjá má af því, að askan, sem fellur suður undir Eyjafjöllum, og jafnvel úti í Vestmannaeyjum, er stórgerð og gróf. Mynd þessi var tekin sumarið ‘68 frá Galtalæk á Landi, en þá um sumarið bar á reyk úr gígnum, og enis og sést á myndinni. Örin bendir á Axlargíg. Vígslu- og veizlu- helgi Mikil veizlu -og vígsluhelgi er afstaðin. Hundruð manna sátu tvófalda vígslu og tvöfalda veizlu með gómsætum krásum og dýrum veigum. Hjn fátæka eyþjóð í Atlantshafi var að vígja orkuver, sem rcist er fyrst og fremst til að seija útlend- ingum ódýrustu orku í Evrópu á kostnaðarverSi. Þó mun víst raunar ekki alveg öruggt ennþá, að það verð náist. En hvað er að fást nin það? Svo var er- lent stóriðjufyrirtæki að vígja álverksmiðju í Straumsvík. Fjórtán tölusettir langferða bílar, enginn þó númer 13, fluttu rúmlega 600 manns að Búrfelli, mesta fyrirfólk landsins. Fyrir lestinni fóru þó í sérstökum einkabílum þjóð- höfðingi eyþjóðarinnar og Jó- hannes Nordal. Lögreglubíll meS ljósum og sírenum tryggði greiðfæra leið. Búið var að reka Þjórsár- virkjun við Búrfell um alllangt skeið áður en til vígslu var haldið. Samt sem áður var allt stöðvað löngu áður en stór- menni riðu í hlað. Það kostaðj að draga varð úr orkusölu til Áburðarverksmiðjunnar og minnka framleiðslu hennar nið- ur í þriðjung. Einnig varð að setja af stað hina dýru, nýju gasaflsstöð I Straumsvík til að trufla ekki reksturinn þar. Allt var vendilcga undir þaS búið, að hið þjóðlega I-átleysi að al- þýðuskapi mætti ríkja. Svo var ýtt á hnappinn og skálað á eftir. Aðeins nokkrar milljónir Þetta fyrirtæki’ allt kostaði aðeins nokkrar milljónir, sem er ekki svo ýkja há upphæð, ef í nýslegnum Nor-dölum er reiknað ,en þeir eru 10 sinnum meiri að verðgildi en krónan, sem búiS er að gera næstum cinskis virði. Og hátignarsvip- inn þurfti ekki að flytja inn frá Kaupmannahöfn að þessu sinni- Að vísu hvarflar víst að sumum sú spurning, hver muni borga brúsann. Víst er um það, að ekki munu útlendingar sam- þykkja að greiða hærra verð fyrir orkuna, þótt það sé hið lægsta í hcimi. Og munar nokk uS um einn kepp í sláturtíð- inni, þegar það er hvort sem er alls ekki víst, að það verð nægi til að standa undir stofni og rekstri þessarar virkjunar? Hvað munar hina íslenzku raf- orkuneytendur um það að bæta á sig nokkrum milljónum í við- bót? Þeir eiga hvort sem er að borga mismuninn. Stjarna stórriddarans Það er reyndar rétt að' geta þess áður en lengra er haldið, að daginn áður en þessi mikla vígsla hófst þ. e. á hátíSjsdegi verkalýðsins, 1. maí, var Jó- hannesi Nordal veitt stjarna stórriddara af Fálkaorðunni, til að undirstrika boðskapinn um nauðsyn hófsemdar alþýðunnar gagnvart lífsgæðum og snnn- girni í kröfugerð samfara Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.