Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 3
r~— — F0STUÐAGUR 22. maí 1970. TÍMINN ■ • : V ; Rjrseti íslands að skoöa sýninguna skömmu eftir að hún hafði verið opnuð í gœr. ..va.™ E i 600 GESTIR VIÐSTADDIR OPNUN SYNINGAR- INNAR HEIMILIÐ - VERÖLDINNAN VEGGJA SB—Revkjavík, fimmtudag Sýningin „Ileimilið — veröld inn an veggja“ var opnuð í Laugar- dalshöllinni í dag, að viðstöddum 600 gestum, meðal þeirra forseta- hjónunum, ráðherrum, og fulltrú- um erlendra ríkja. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, verndari sýningarinnar, sem átti upphaflega að sctja hana, var erlendis en tilkynnt liafði ver- ið að utanríkisráðherra, Emil Jóns son, myndi segja sýninguna setta f hans stað. UtanríMsráðherra mun hafa forfallazt líka, og setti því Ragnar Kjartansson, framkvæmda- Btjórí sýningarinnar hana, raunar nokkuð á eftir áætlun. Ragnar hóf mál sitt á því a® Kynningarmót og námskeið fyrir æsku- fólk í skógrækt Dagana 4. til 14. júní n.k. gengst Skógræktarfélag íslands fyrir kynningarmóti og námskeiði í skóg rækt fyrir æskufólk á Hallorms- stað. Verður þetta annað mótið í röðinni, sem félagið efnir til á Hallormsstað, en slíkt mót var haldið í fyrravor. Á mótið kom æskufólk víðsvegar að af landinu og dvaldi það á Hallormsstað við nám í 7 daga. A móti því, sem haldið verður á Hallormsstað í júníbyrjun verður áherzla lögð á, að þátttakendur fái sem bezt yfirlit um skóggræðslu störf s. s. girðingarvinnu, gróður- setningu og umhirðu plantna og grisjun. Um þessi efni verða hald- in erindi á námskeiðinu, en auk þess munu nemendur vinna að ýmsum skóggræðslustörfum, þann- ig að þeir geti seinna meir tekið að sér verkstjórn við þau, t.d. við vinnu unglinga að skóggræðslu. Jafnframt þessu verður þátttak- endum kynnt þýðing skóggræðslu, bæði hvað snertir landgræðslu og nytjaskógrækt. Skógræktarfélag Islands mun greiða að hálfu dvalarkostnað þátt takenda, en héraðsskógræktarfélög- in munu taka þátt í dvalar- og ferðakostnaði, eftir því sem um verður samið í hverju tilviki. Hverju héraðsskógræktarféílagi er gefinn kostur á að senda einn eða fleiri þátttakendur á mótið og er aldur þeirra bundinn vi@ 18—25 ár, nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Umsóknir um þátttöku þurfa að hafa borizt héraðsskógræktarfé- lögunum eða Skógræktarfélagi ís- mnds fyrir 30. þessa mánaðar. bjóða gesti velkomna. Síðan talaði hann um sýninguna og gat þess m.a., að sökum takmarkaðs hús- Vegna alvarlegra línubrengla í grein Kristins Björnssonar, sál- fræSings, miðvikudaginn 20. maí s.l. eru kafiar úr henni birtir hér aftur. Biður blaðið velvirðingar á þessum mistökum. f umræðum hér á landi um menntamál síðustu árin hefur al- mennt komið fram skilningur á gildi menntunar en einkum þó há skólamenntunar. Þess hefur minna gætt, að krufið væri til mergjar, hvernig skólarnir gætu beint kom ið til móts við þarfir atvinnulífs ins og lítt verið rætt um verk- legt nám. Hinar miklu umræður, sem orðið hafa um landspróf og nauðsyn þess að opna fleiri leið til náms í menntaskóla, eiga að nokkru rætur að rekja til þess, að flest styttra nám og verklegt nám er hér mjög óskipulegt, að- gangur að því takmarkaður eða það er ekki til. Almenningur sér því varla aðra námsleið en lands- próf og langskólanám, þó að marg ar fleiri ættu að vera til og eins girnilegar. Þetta er kjarni málsins. íslenzka fræðslukerfið hefur ekki verið skipulagt í samræmi við þarfir atvinnuiífsins og tengsl við það er lítil. Þegar unglinga- og gagn- fræðanámi lýkur, er þörf vissra stuttra en skipulagðra námsbrauta fyrir þá sem ætla ekki í langt nám, og þessar námsbrautir Sumarbúðir 1970 í Þýzka-Alþýðu- lýðveldinu Æskulýðssamtök Þýzka Alþýðu- lýðvejdisins bjóða 10 börnum á aldrinum 12—14 ára til ókeypis dvalar í sumarbúðum í Prerow við Eystrasalt á sumri komanda. Farið verður frá Reykjavík 4. júlí og komið aftur 27. júlí. Þátttakendur greiða allan ferða- kostnað, sem er áætlaður kr. 15.000,00. Með hópnum verður Is- lenzkur fararstjóri. Börn félagsmanna íslenzk-þýzka menningarfélagsins ganga fyrir. Umsóknir sendist íslenzk-þýzka menningarfélaginu, Laugavegi 18, 4. hæð, sem alira fyrst. Upplýsing , ar í síma 2 16 20. rýmis, væri ekki hægt að sýna líkt því allt, sem þess væri vert. Til- gangur sýningarinnar „ Heimilið — þurfa að leiða beint út í atvinnu- lífið. Ein þessara námsbrauta er iðn- nám, sem fyrr er nefnt, og er að miklu leyti lokað án þess að al- menningur veiti því teljandi at- hygli. Síðast liðið vor urðu mikil blaða skrif og fundahöld vegna þess að tilraun var gerð til að tak- marka aðgang að einni deild há- skólans, læknadeild. Um langan tíma hefur þó aðgangur verið tak- markaður að námi í útvarpsvirkj un, hjúkrun, húsgagnasmíði og fleiri greinum án þess að nokkrir mótmælafundir væru haldnir eða verulega um málið skrifað. Ég vil að síðustu benda á nokk ur atriði, sem hafa þarf í huga við endunskipulagningu fræðslu kerfis okkar með tilliti til hag- nýtra þarfa. 4. Athuga þarf námsskrá skóla anna allt frá barnafræðslustigi upp á menntaskólastig með sérstöku tilliti til þarfa atvinnulífsins. Er ekki eitthvað, sem sleppa má, og ætti ekki annað þarfara að koma í staðinn? í skólum okkar hefur til þessa lítil áherzla verið lögð á undirstöðuþekkingu ýmissa greina náttúruvisinda, sem eru bein undir staða verklegra greina, en meiri tíma eytt í mál og sagnfræðinám. Þetta þarf e.t.v. að breytast á sumum skólastlgum. Má t. d. spyrja, hversu hagnýtt það er. að menntaskólanemar læri 5 erlend mál og allir sömu málin. Væri ekki heppilegra, að hver lærði tvö til þrjú og ekki allir það sama, en aukið væri námsefni í náttúru vísindum og félagsfræði? GS—Isafirði, fimmtudag. I dag fóru 27 konur, sem eru í kvenfélaginu Hlíf, til Reykjavíkur til að skoða sýninguna „ Heimilið — veröld innan veggja.“ A morgun fara álíka margar konur í kven- félaginu Ós suður sömu erinda. t gær snjóaði mjög á heiðum hér fyrir vestan og varð umferð á fjall veröld innan veggja" er að leitast við að skapa hentugan grundvöll fyrdr seljendur og kaupendur þeirra hluta, sem til heimilisins þarf. Sýningin verður opin almenn- ingi daglega frá 14—22 fram til 7. júni Aðgangur er 75 kr. fyrir fulorðna og 25 fyrir börn. Sýn- ingarskráin kostar 35 kr. Sýningaraðilar eru 143 og einn- ig eru 11 sérsýningar. Daglega gefst sýningargestum kostur á að hlýða á erindi. Þau eru alls 13 og fjalla um hina ýmsu þætti heim- ilishalds. ‘ Veitingar verða seldar og skemmtiatriði eru í umsjón Svavar Gests. Nánar verður sagt frá sýning- unni næstu daga í blaðinu og rætt við ýmsa sýningaraðila. Lína langsokkur í Selfossbíói Lejkfélag Kópavogs frumsýndi barnaleikritið Linu-Langsokk sið- astliðið haust, eða 2. nóvember. Lína hefur verið sýnd síðan í Félagsheimili Kópavogs við mikla hrifningu ungu áhorfendanna. 48. sýning var síðastliðinn sunnu dag við húsfylli, og urðu margir frá að hverfa. Lfna verður ekki sýnd aftur í Félagsheimili Kópavogs á þessu leikári. Nú er ákveðið a@ gefa börnunum í Árnessýslu tækifæri að sjá þetta vinsæla barnaleikrit og verða tvær sýningar á Línu-Langsokk í Selfoss bíói á sunnudaginn kl. 3 og 5,15. Aðeins þessar tvær sýningar aust- anfjalls. Leikfélag Kópavogs. vegum mjög örðug. Varð að moka tvisvar í gær til að bílar kæmust leiða sinna yfir heiðarnar. Nú dvelja hér nemendur Fóstruskólans í Rykjavík. Búa þær í Skíðheimum, sem Skíða- félag ísafjarðar á. Eru fóstrunem- arnir hér sér til hvíldar og hress- ingar. Leiðrétting við grein Kristfns Björnssonar FJALLVEGIR FYRIR VESTAN TEPPAST „Sérstök stiórnsnilli#/ að ekki skuíi allt fara í súginn? f ræðu sinni í útvarpsumræð- unum benti Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi, meðai ann- ars á þá gífurlegu fjárhæð, sem skattborgarar í Reykja- vík leggja borgaryfirvöldunum til árlega til að standa undir rekstri og framkvæmdum borg- arinnar. Kristján sagði: „Það eru miklir fjármunir, i sem árlega renna um greipar ráðamanna Reykjavíkur. Ég ef- ast um, að borgarbúar al- mennt átti sig á, hversu geypi- fjárhæffir þar er um að ræða. Á þessu ári er ráðgert, að tekj- ur borgarsjóðs og borgarstofn- ana verði nærfellt 2500 milljón- ir króna. Borgarstjórnarmeirihlutiun gerir lítið að því, að hampa þessum tölum. Hann heyrist aldrei fara viðurkenningarorð- um um Reykvíkinga fyrir það, hversu góðir skattþegnar þeir eru, en allt er þetta fjármagn frá þeim komið, annatð hvort með beinni skattlagningu eða sem greiðsla fyrir veitta þjón- ustu. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill hins vegar, a® Reykvíking- ar þalcki sér alveg sérstaklega, að allt þetta mikla fjármagn skuli ekki fara í sukk og eyðslu og virðist telja það til einstakr- ar stjórnsnilli, sem enginn geti Ieikið eftir, að árlega skuli vera hægt að verja nokkru fé til verklegra framkvæmda f Reykjavík. Er ráðdeild réði Ef farið er skynsamlega og af ráðdeild með það mikla fjármagn, sem borgaryfirvöld- in hafa til ráðstöfunar, og tak- ist að efla og glæða hér at- vinnulífið, og koma á fót nýj- um greinum til útflutnings, á að vera auðvelt fyrir Reykja- víkurborg að léysa á viðunandi hátt þær sameiginlegu og fél- agslegu þarfir, sem úrlausnar bíða. Þá á að vera nægilegt fjánnagn aflögu í skólabygg- ingar og sjúkrahús og hægt að búa þessar stofnanir vel að tækjuin og starfsliði. Þá á ekki að vera neitt vandamál að koma upp nægilegn af barna- heimilum, þannig- að starfs- kraftar húsmæðranna geti not- azt utan heimiianna sem innan veggja þeirra. / Þá ætti að vera hægt að leggja í meiri kostnað við að fegra og prýða borgina og veita íþrótta- oc öðrum æsku- lýðsfélögum meiri fjárhags- stuðning, þannig að þau geti haft fleiri Ieiðbeinendum eða leiðtogum á að skipa og náð til stærri hluta ungmenna okk- ar en nú er. Nægilegt af þrosk- andi viðfangsefnum, til að glíma við í tómstundum og vel menntaðir leiðbeinendur eru þau meðul. sem bezt munu duga til að draga úr þeim tímabundnu crfiðleikum, sem flest ungmenni eiga við að glima og leita útrásar í ýmsum mvndum einn og allir þekkji. Þá yrði einnig hægt að rétta Fratnhald á 11. sfðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.