Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 1
11®« IGMS HlimillSTIEKI 111. tbl. — Föstudagur 22. maí 1970. — 54. árg. 3800 HVOLPAR HJÁ LOÐ- DÝR H.F. OÓ-Reykjavík, fimtudag. 3800 minkahvolpar eru nú í minkabúi Loðdýrs h.f. Þar eru 900 læður og er goti nú lokið. Eru hvolparnir fleiri en þeir bjartsýnustu þorðu að vona og þrífast þeir vel. »egar Loðdýr h. f. gerði samn- ing um kaup á læðunum, sem voru hvolpafullar þegar þær komu til landsins, á'byngðust seljendur, að hvolparnir yrðu ekki færri en 3150, en fjöldinn er 10% meiri, en lágmarkstal- an, sem samið var um. Að sögn fróðra manna er þetta mjög góður árangur. í nóvembermán uði n.'k. verður fyrst slátrað hjá Loðdýr h.f. Verður þá slátr að miiklu af þeim hvolpum, sem nú eru nýfæddir, og éin- hverju af læðum. En þær sem flest atkvæmi áttu verða látn- ar; lifa. f næsta mánuði verður byrj- að á byggimgu næstu húsasam- stæðu í minkabúinu og er reiknað með að verkinu ijúki í haust og verður þá hægt að fjölga dýrunum mjög. Nú eru 140 hluthafar að Loðdýri h.f. og er mikil eftir- spurn hlutabréfa og vilja marg ir aðilar gerast hluthafar. Umræður um kjaradeiluna í borgarstjórn Reykjavíkur í gær: ÍHALDSMEIRIHLUTINN SKIPAR SÉR I SVEIT VINNUVEITENDASAMBANDSINS Neitar að samþykkja tillögu um að borgaryfirvöld beiti áhrifum sínum til að greiða fyrir samningum! Þessi loftmynd það er einmitt sýnir hiuta af þessi kafli sem Hringbrautinni, frá Miklatorgi og vestur fyrir Landspítala og UmferSarmiðstöS, en gera á aS bíiastæði. Nýja Hringbraut á síðan að gera við hliðina. (Tímam. Gunnar) Hvað kostar flutningur Hringbrautarinnar? TK-Reykjavík, fimmtudag. í ræðu sinni í útvarpsuniræðun- um í fyrrakvöld, gerði Guðmund- ur G. Þórarinsson, verkfræðingur, er skipar baráttusætið á lista Framsóknarflokksins í borgar- Vaxandi deilur Bandaríkjanna og EBE - bls. 7 Orkunotkun (slend- inga í dag - bls. 15 stjórnarkosningunum, hinn fyrlr- hugaða flutning Hringbrautar við Landsspítalann að umtalsefni. Benti hann á, að ekki hefðu verið lagðar fram ncinar skýrslur er sýndu fram á nauðsyn þessarar framkvæmdar, sem kosta mun hvorki meira né minna en 40 milljónir króna. Sagði Guðmund- ur, að seint mun: ganga að leggja varanlega vegi um landið, er byrj- að væri á því að endurbyggja þá fáu, sem þokkalegir væru. Um þetta niál fórust Guðmundi Þórarinssyni svo orð: „Svo sem flestum er kunnugt, hafa borgaryfirvöld ákveðið að endurbyggja Hringbrautina á kafl- anum frá Miklatorgi og vestur fyr- ir Umferðarmiðstöð Er hugtnynd- in, að nýja brautin komi 50 m. sunnaa við núverandi legu. Þessi framkvæmd mun kosta um 40 milljónir króna, en það hygg ég, að íslendingar muni á einu máli um, að seint muni ganga að byggja varanlega vegi um landið, ef við byrjum á því að endur- byggja þá fáu vegi sem þokkaleg- ir eru. Athyglisvert er jafnframt, að ekki hafa verið lagðar fram nein- ar skýrslur, er sýna fram á nauð- sya þessarar framikvæmdar. Sú röksemd, að Landspítalinn skuli fá gömlu Hringbrautina undir bílastæði, verður vart þung á met- unum, og enginn efast um að unnt sé að leysa umferðarvandamálin við Miklatorg og aðkomuna að Um f erðarmi'ðstöðin ni með öðrum hætti, þótt vissulega séu þar vandamál. Meðau talað er um að færa Hringbrautina í og með til þess að auka rými Landsspítalans, er unn- ið að því að framlengja Háaleit- isbrautina að Borgarsjúkrahúsinu og samfcvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á hún að tengjast Kópavogi. Háaleitsbrautin mun þá af- marka athafnasvæði Borgarsjúkra hússins og skera því mjög þröng- an stakk. Hver veit nema það verði uppi á teningum sí'ðar meir að kaupa hana undir bílastæði fyrir Borgarsjúkrahúsið. Eðlilegra hefði verið, allra hluta vegna, að tengja Grensársveg við Kópavog, en þar eð búið er að reisa einbýlishúsin neðst við Eyrarland í Fossvogi, verður það vart gert nema með auknum kostn aði.“ TK-Reykjavík, fimmtudag. Talsverðar umræður urðu á síð asta fundi Borgarstjórnar Reykja- víkur í kvöld um kjaramál, er til afgreiðslu var tillaga um að borg- aryfirvöld tækju upp sjálfstæðar viðræður í kjarasamningunum og beitti áhrifum sínum til að greiða fyrir því að samningar tækjust á grundvelli þeirra krafna, sem laun þegasamtökin hafa borið fram. Kom fram í umræðunum, að full- trúi borgaryfirvalda í samninga- viðræðunum á að teljast hlutlaus, en skipar sér í sveit með Vinnu- veiibendasambandi íslands og tek- ur afstöðu með því gegn launþeg- um. íhaldsmeirihlutinn felldi þessa tillögu með frávísunartil- lögu um það, að Reykjavíkurborg hefði ekki afskipti af samningum um kaup og kjör á milli atvinnu- reikenda og launþega. Jón Snorri Þorleifsson var flutn ingsmaður tillögunnar og mælti fyrir henni. Kom fram í tmáli hans, að fulltrúi Reyfkjavíkur- borgar situr í hópi atvinnurekenda í kjarasamningunum. Hann eigi að heita hlutlaus í viðræðunum en sé það ekki heldur taki afstöðu með atvinnurekendum gegn laun- þegum. Einar Ágústsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði, að það væri ekki umdeilt nú, að laun þegar ættu rétt á lagfæringu á launum sínum. Launiþeigar hefðu orðið að þola mikla kjaraskerð- ingu af völdum hrikalegustu ^eng islækkana í sögu landsins og hefðu etaki fengið hana bætta upp nema að litlu leyti. Staða atvinnu veganna og þjóðarbúsi'ns væri nú talin svo góð af ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar, að unnnt væri að framkv. 10% gengislækkun og samþykkja 7% kauphækkun að auki. Þar væri í raun um að , ræða 15% grunnkaupshækkun og viðurkennt að útflutningsatvinnu- vegirnir gætu tekið á sig mikla útgjaldaaukningu. Þetta liggur nú ' fyrir af ríkisstjórnarinnar hálfu ' og sérfræðinga hennar, en venju- . legast hafa þó legið fyrir annars konar útreikningar og yfirlýsingar frá ríkisstjórninni í kjaradeilum, sem sagt þeir, að atvinnuvegirnir gætu enga útgjaldaauknin'gu á sig tekið og þyldu því engar kaup- hækikanir. Enn hafa atvinnurek- endur ekfki boðið fram kjarabætur sem nálgast það, sem ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar telja at- vinnuvegina geta borið. Það eru ekki síður hagsmunir Reykvíkinga en annarra, sagði Einar Ágústsson, að ekki komi til verkfalla með 611u því tjóni sem þeim fylgir. Með samþykkt þess- arar tillögu í borgarstjórn Reykja- víkur um jákvæða afstöðu borgar- yfirvalda gagnvart kröfum laun- þega og sjálfstæða þátttöku borg- aryfirvalda í samningaviðræðum til að greiða fyrir samningum, væru líkurnar á þvi, að verkföll- um verði afstýr1-, stórauknar. Framhald á 11. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.