Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. maí 1970. TIMINN u Á VÍÐAVAIMGI Framhald af bls. 3. hlnt aldraða fólksins verulega, og Alþýðublaðið og Morgun blaðið þyrftu ekki lengur að deila um það, hvorum stjórn arflokknum það er fremur að kenna, Alþýðuflokknum eða Sjálfstæðisflokknum, að aðstoð- in við hina öldruðu, ellilífeyrir inm, hefur lækkað hlutfallslega meira en flest annað undir samstjórn þessara flokka. Báð- ir þessir flokkar stóðu þó sam- an um það á siðustu dögum Al- þingis að fella tillögu um 15% hækkun ellilaunanna. Sú til- laga fól í sér réttmæta og nauð synlega tflfærslu á fjármagni frá okkur, sem aflögufærir verðum að teljast, til hinna öldruðu sem aukinnar aðstoð- ar þarfnast En tfl þess að gagnger breyt- ing verði f atvinnumálum Reykvíkinga þarf nýja forystu f borgarmálum. Ömurlegar stað- reyndir Borgarstjórlnn og hans lið virðist gjörsamlega slitið úr tengslum við aflt athafna- og atvinnulíf. Um það ber sfðasti áratugurinn órækt vitni, ein- mitt sá áratugur, sem Geir Hallgrímsson hefur verið borg- arstjórL Á þessnm áratug bættist eng- inn nýr togfiii i flota Reykvík- inga. Gömln togararnir gengu úr sér og voru ýmist seldir eða hættu veiðiskap. Togurum faekkaði á þessnm tfma úr 23 f 13. Bátar voru seldir burt úr borginni eða fhittu sig tfl ann arra verstöðva vegna slæmrar aðstöðu tfl útgerðar héðan. Frystihúsin drógu saman segl- in og einu var hreinlega lokað. Iðnaðarhús voru í stórnm stil tekin tfl annarrar starfsemi. Þennan áratug var stórfelldur samdráttur í þeim tveim at- vfamugreinum, sem fram til þessa hafa verið og eru sú und irstaða, sem aflt hvflir á. Afleiðing þessa hefur svo ekki látið á sér standa. Hér hefnr verið verulegt atvinnu- leysi siðustu 3 árin, þótt dreg- ið hafi úr því f bili vegna óvenjnmikilla aflabragða. Þá hafa mörg hundruð Reykvík- inga orðið að leita til annarra landa með atvinnu og á síðasta ári fluttu 1800 fslendingar lög- heimili sitt burt frá landinu, stór hluti þeirra úr Reykjavík. Það þýðir, að hvem einasta dag ársins hefur að meðaltali ein 5 manna fjölskylda yfirgef- ið landið. Þetta era vissulega uggvænlegar staðrcyndir.“ TK Heröa ber fræðslu um tóbak, áfengi og eiturlyf 38. þing Sambands bindindisfé' laga i skólum var baldið í Tjarn- arbúð þann 15. febrúar sjI. Þingið sátu rúmletga 40 fulltrúar. Frá farandi formaður, Hákon Sigur- jómsson fflutti skýnslu stjórnar. G. 0. SARS Framhald af bls. 2 inga og sérstakir sbrifarar eru fyr- ir ýmsar gerðir endurvarpa. Yfir- maður leitarstöðvarinnar er Gud- mund Vestnes. Allar upplýsingar, sem aflað er með sjótökutækjum, átuháfum, sjó hitamælum svo og frá leitarstöð- inni eru sjálfvirkt færðar til gagnastöðvar skipsins, sem búin er fullkomnum rafreikni. Hann vinnur úr fengnum upplýsingum og svarar niðurstöðum sem leitað er eftir. „Gamla" G. O. SAR.S, sem tek- inn var í notkun 1951 hefur nú ver iö lagt og óráðið um framtíð hans. Hann mun hafa verið eitt fyrsta hafrannsóknarskipið, sem búið var Sónartæki. Vakti það mikla athygli á sínum tima og má segja að það hafi rutt brautina til almennra •»ta líkra tækja í síldveiðlskipum. Golf Framhald af 8 sfðu Sigurvegarar urðu Ólafur Mar teinsson og Sveinn Long Bjarna son (91-32=59). ☆ Um næstu helgi verður engin keppni í Reyikjavík eða nágrenni því þá fer fram opin keppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Er það hin svonefnda Bridge ston-Camel keppni, en það er 36 holu keppni, sem hefst á laugar dag kl. 13,30 og líkur á sunnudag. Völlurinn þar er í mjög góðu ásigkomulagi — og vonandi sem flestir golfleikarar mæti þessa keppnL — Klp Vaxandi deilur Framhald af bls. 7 færa Breta. De Gaulle hers- höfðingi hélt því jaíman fram, að ef Bretar yrðu neyddir til að velja milli Evrópu og „hinn ar miklu víðáttu" utan hennar, þá hlytu þeir ávallt að velja „víðáttuma“. Þrátt fyrir þetta eru Bretar að leita eftir sam- vinnu við aðrar Evrópuþjóðir. KALDHÆÐNI kann það að virðast, að ef samningar takast að þessu sinni verður það að mjög verulegu leyti de Gaulle að þakka. Hann þverneitaði og kom með því til leiðar, að Bretar söðluðu um. Þeir þreyttu það mikið um afstöðu, að þau atriði, sem áður ollu mestum erfiðleikum við samn- inga — samveldið, tengslin við EFTA og Bandaríkin — eru hvergi nærri eins mikils ráð- andi og áður var. Tíminn einn fær úr því skorið hvort Frökkum auðnast að gera Evrópu að voldugu „hlutlausu“ afli. Það verður tvímælalaust seinlegt verk. Eins og sakir standa þurfa Evrópumenn á nærveru Bandarikjamanna að halda í álfunni. Þeir óttast ein angrumarstefnuua, sem Schaetz el sagði örla á. Schaetxel var að ala á þess- um ótta. En tímarnir breytast. Afstaða Bandarikjamanna til sameinaðrar Ewópu hlýtur óhjá kvæmilega að verða önnur í framtíðinni en hún er mú. Mjög eðlilegt er, að valdhafarnir £ Washington fari að velta því fyrir sér, hve miikium breyting um þessi afstaða eigi eftir að taka. Þingið gerði eftirfarandi ályktan- ir: I. 38. þing S.B.S. skorar á skóla- yfirvöld að herða enn meir á fræðslu um tóbaks, eiturlyfja og áfengismál í öllum skólum lands- ins. H. 38. þing S.B.S. harmar það hve lítill áihugi er hjá skólastjór- um, á málefmun sambandsins. III. 38. þing S.B.S. samþyfckti að stjórn sambandsins skuli sitja til 2ja ára í einu. í stjórn sambandsins voru kjöf- in: Form.: Tryggvi Gunnarsson, Gagnfræðadeild Austurbæjarskóla varaform.: Leifur Helgason, Flensborg. Mefðstjómendur: Dagný H. Leifsdióttir, Kvennaskól- anum, Svanur H. Hauksson, Gagn- fræðadeild Austurbæjarskóla og María Bjargmundsdóttir, Flens- borg. Borgarstjórn Iðnaðarmannafélag Framhald af bls. 2 ur, Guðbjörn Guðmundsson, vara- fonnaður, Birgir Guðnason, ritari, Hilmar R. Sölvason, gjaldkeri, Árni Júlíusson, fjármálaritari. Ennfremur sitarfar í félaginu fulltrúaráð, sem er skipað stjórn félagsins ásamt formönnum iðn- greinadeilda félagsins, og eiga sæti í því auk stjórnarmanna: Jón B. Kristinsson, Ingibjörg Sig- urðardóttir, Ásgeir Skúlason, Jónas Guðmundssoa og Atli Hraun- fjörð. Framhald sf bls. 1. Óskar Hallgrímsson borgarfull- trúi Alþýðuflotoksins lýsti yfir stuðnimgi við tillöguna. Birgir ísleifur Gunnarsson minnti á, að Óskar Hallgrímsson hefði verið andvígur svipaðri til- lögu um afskipti borgaryfirvalda af kjarasamningum. Óskar Hallgrímsson taldi að þá hefði staðið öðru vísi á og hreytti ónotum í samvinnuhreyfinguna. Einar Ágústsson sagðist vona, að forráðamenn samvinnufélag- anna treystu sér til að koma vel til móts við launastéttirnar í þess um samningum. Af Framsóknar- flokksins hálfu væri að þeim lagt að gera það og vitnaði til ályktun ar miðstjórnarfundar Framsóknar flokksins í því sambandi. Forystu menn Framsóknarflotoksins leggðu nú mjög fast að forystumönnum samvinnuhreyfingarinnar að standa að þessum kjarasamningum í sam ræmi við þá ályktun, en þótt ýms ir vildu ekki trúa því, þá væri það staðreynd. að Framsóknar- flokkurinn sem slíkur réði ekki samvinnuhreyfingunni. En sam- vinnuhreyfingin hefur áður brot izt þá braut að ganga lengra til móts við iaunþega en aðrir og 1961 leysti samvinnuhreyfingin úr kjaradeilu eftir að verkfali hafði staðið lengi, verkfall, sem allt út- lit var fyrir að yrði mjög lang- vinnt og launþegum dýrkeypt. Þá var samið um kaphækkun, sem enginn treysti sér nú til að halda fram að hefði verið ósanngjöm, og þetta voru skynsamlegir samn ingar og tii lengri tíma en sam- izt hefur um undanfarin ár. En hvern hagnað höfðu launþegar af þessum samningum? Ríkisstjórnin sem lýsti því yfir, að frjálsir samn ingar aðila vinnumarkaðarins væru grundvallaratriði í hennar stefnu, þoldi ekki frumkvæði samvinnu- hreyfingarinnar um lausn verk- fallanna 1961 og felldi gengi krón unnar þegar í stað svo imikið, að kjarabæturnar sem um var sam ið voru teknar af launþegum aft ur með einu pennastriki. Og það væri vissulega ástæða til að hug leiða það, hvort ekki gæti svo farið aftur, ef Vinnuveitendasam bandinu og þar með ríkisstjórn inni þætti samvinnuhreyfingin ganga of langt til móts við laun þega, að gengi krónunnar verði lækkað eftir kosningar, þótt nú fyrir kosningar sé því haldið fram að það geti hækkað. En á undanförnum árum hef ur ekki reynt á það, hvort sam- vinnuhreyfingin vildi hafa frum I (kvæði í samningum eða ekki. Rfkisstjóniin hefur aRtaf verið taðal samningsaðilinn og forysta •verkalýðshreyfingarinnar hefur earnið við ríkisstjómina um alls konar löggjafarmál og sjálfsagða hluti og ekki sízt kosningaloforð ptjórnarflokkanna. . 1964 samdi ríkisstjórnin um iögbindingu vísitölunnar. en áður var það talið helzta haldreipið að hún væri ekki í sambandi. 1965 keypti verkalýðsforustan loforð af rfkisstjórninni um átök í hús næðismálum. 1968 keypti hún at- vinnumálanefndirnar og 300 millj ónir til atvinnumáia. 1969 keypti hún svo margfalt kosningaloforð Alþýðuflokksins, sem farið var að hylla undir að loks yrði sam þyfckt á Alþingi, þ. e. lífeyrissjóð ina. Og þegar svona er haldið á málum af hálfu verkalýðsforust unnar og ríkisstjórnin hefur haft allt frumkvæði að lausn kjara- samninga með slíkum hætti, má alveg eins spyrja menn að því, hvort í raun og veru hafi verið hægt að ætlast til þess af for- ystumönnum samvinnuhreyfingar innar að þeir hafi á undanförnum árum átt að hlaupa fram fyrir skjöldu tii að bjóða fram kaup hækkanir við slíkar aðstæður. Óskar Hallgrímsson sagði, að samvinnuhreyfingin hafi sýnt af sér lofsvert frumkvæði í launa samningunum 1961 og bar mikið hrós á þá samnimga. Síðan hefði SIÍS þó versnað mifcið og skipað sér með atvinnurekendum í sveit. (Hann lét vera að geta þess, að r Jrkalýðsforinginn og„íslandsmeist I arinn“ Óskar Hallgrímss. sem var miðstjórnarmaður í Aiþýðuflokkn- um 1961, samþykkti ásamt öðram ,, verkalýSsfor ingjum ‘1 Alþýðu- flokksins að kjarabætumar í þeim lofsverðu sa’mningu-m satnvinn-u- hreyfingarinniar við launþega, sfcyldu allar tetonar aftur með hefndargengisfeHingunni. Kristján Beneditotsson spurði fulltrúa Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins hvort þeirra flokfcar hefðu samþykfct sams kon- ar áslooranir á samvinnuhreyfing- una og Framisóknarflokkurinm og hvort farið hefði verið fram á það viff fultrúa þessara flokka f stjórn SÍS, að þeir beittu sér þar fyrir þvi, að samvinoahreyfingin gerði sérsamninga við iauniþegasamitök- in í þessari kjaradeilu. Við þessum spurningum feng- ust engin svör. GdÐJflN STYRKÁRSSON HjtíTAJrfTTAXlöCMADU* Avrmswm « shn mu LAFAYETTE MULTITESTER Hinir vinsaelu LAFAYETTE mælar komnir aftur. Sendum í póstkröfu. HLJÓÐBORG Suðurlandsbraut 6. Sími 83585. (gntineníal HjálbarSaviSgeriir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKA SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22 GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Skipholti 35, Reykiavik SKRIFSTQFAN: simi 3 06 88 VERKSTÆÐIÐ: sfmi3I0 55 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu G5JÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiSur. Bunkastræti 12. *-elfur | Laugavegi 38 Sími 10765 ★ Vér viljum vekja athygii heiðraðra viðskiptavina vorra á því, að verzlunin á Skólavörðustíg 13, er ekki lengur á vorum vegum. Jafnframt er oss ánægja að tilkynna, að verzlunin á Laugavegi 38 hefur verið stækkuð að mun. Hér eftir sem hingað til munum vér leitast við að vanda til vöruvals, en jafnframt að tryggja eins hagstætt verð og kostur er. •k Verið velkomin í hina nýju verzlun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.