Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 7
fÖSTUDAGUR 32. mai 1970. 'IP <$■ Útg*fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FVam&væmdastjórl: Kristján Benedíktsaon Rttstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómaa Karlsson. Auglýslngastjórl: Stetngrímur Gislason. Ritstjórnar- skrtfstofur i Edduhúainu, sfmar 18300—18306 Skrtfstofur Banikastræti 7 — Afgrelðslustml: 12323 Auglýsingastmi: 19523. ASrar stertfstofur stmi 183C0 Askrifargjald kr 165.00 á mán- uCl, irnianlands — 1 lausasölu kr. 10.00 eint Prentsm Edda hf. Geta atvinnuveganna Enn ber mikið á milli í samningum verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda, en verkföll munu hefjast 27. þ.m., ef ekki hefur náðst samkomulag fyrir þann tíma. Næstu daga verður því að nota vel, ef komast á hjá því, að til verkfalla komi með öllu því tjóni, sem af þeim getur hlotizt bæði fyrir deiluaðila sjálfa og þjóðina í heild. Það vegur það upp, hvað fresturinn er stuttur, að svigrúm til samninga er nú betra en oftast áður sökum stórbatnandi afkomu útflutningsframleiðslunnar. í við- ræðum þeim um hugsanlega gengishækkun, sem fram fór á vegum ríkisstjórnarinnar, virðist koma fram það mat ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar, að útflutn- ingsatvinnuvegirnir gætu tekið á sig 10% gengishækk- un og um 7—8% grunnkaupshækkun til viðbótar. Alþýðublaðið segir í gær, að samkvæmt þessu eigi at- vinnuvegirnir að geta risið undir 15—20% grunnkaups- hækkun, ef ekki komi til gengishækkunar. Atvinnurek- endur eiga því að geta gengið stórum lengra til móts við launþega, en þeir hafa þegar gert. Tilboð þeirra verður því að meta 1 ljósi þess, að það sé aðeins fyrsta tilboð, en venjan er sú, að í fyrsta tilboði ganga at- vinnurekendur oftast skemmra en þeir reikna með, að samið verði um að lokum. Fyrir sáttasemjara, sem nú hefur fengið deiluna til meðferðar, hlýtur að vera mjög mikilvægt að geta stuðzt við það mat ríkisstjóraninnar og sérfræðinga hennar, að útflutningsatvinnuvegimir geti nú vel borið 10% geng- isbækkun og 7—8% grunnkaupshækkun til viðbótar. Það gefur til kynna að staða útflutningsatvinnuveganna sé talin sterk af þessum aðilum, því að gera verður ráð fyrir, að þeir séu varfærnir í mati sínu og meti stöðu útflutningsins sízt sterkari en hún raunverulega er. Þegar litið er á þessa stöðu atvinnuveganna, ættu að vera fyrir hendi góðir möguleikar til að ná samkomu- lagi, er launþegar geti vel við unað, án þess að til verk- falls þurfi að koma. Það er áreiðanlega eindreginn vilji þjóðarinnar að þeir möguleikar verði notaðir og vinnu- friður þannig tryggður í landinu. Forusta gegn íhaldi Það verður að viðurkenna, að Alþýðuflokkurinn hefur að því leyti forustu í kosningabaráttunni í Reykjavík, að blað hans og frambjóðendur bera fram broslegastar firrur. Síðasta firran birtist í Alþýðublaðinu í fyrradag, þegar það skoraði á Reykvíkinga að efla Alþýðuflokkinn sem stærsta andstöðuflokk Sjálfstæðisflokksins. Blaðið telur Reykvíkinga bersýnilega svo fáfróða, að þeir viti ekki, að Alþýðuflokkurinn hefur á annan áratug verið bandalagsflokkur Sjálfstæðisflokksins, en ekki andstöðu- flokkur hans. Sú var hins vegar tíðin, að Reykvíkingar efldu Alþýðuflokkinn sem stærsta andstöðuflokk íhalds- ins og hafði hann einu sinni ekki færri en sex borgar- fulltrúa. Nú eru þeir ekki nema tveir. Þannig lauk þeirri forustu. Síðar urðu kommúnistar stærsti andstöðu- flokkur íhaldsins í Reykjavík og höfðu eitt sinn fimm fulltrúa í borgarstjóminni. Þeir verba* ekki nema tveir eftir 31. maí. Þessi reynsla sýnir, að í Reykjavík þarf nýr aðili að taka við þeirri aðalforastu gegn íhaldinu, sem Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa áður haft og þeim hefur mistekizt. Þessi aðili er Framsóknar- flokkurinn. Hann hefur dugað flokka bezt gegn íhaldinu utan Reykjavíkur og það mun hann einnig gera í Reykja- vík, ef hann fær aðalíorustuna gegn því þar. Þ.Þ. TÍMINN JAMES GOHLSBOROUGH, Herald Tribune: Vaxandi deilur Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu \ Þær geta ýtt undir einangrunarstefnu í Ðandaríkjunum ERPIÐLEIKAR í sambúð Ban.daríkjamanna og Evrópu- manna í Efnahagsbandalaginu eru kotnnir á þa ðstig, að for- ustumenn beggja eru farnir að líta á þá alvarlegum au'gutn. Fyrir dyrum standa viðræður •við Breta og þrjár aðrar þjóð- ir, sem sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu, og þe&s- ar viðræðar virðast ekki ætla að draga úr erfiðleiíkunum. Sum ir álíta jafnvel að horfur á að- ild Breta að bandalaginu hafi átt verulegan þátt í aukinni ó- vissu um framtíðarhorfur á Atlantshafssvæðinu yfirleitt. Efnahagsbandalagsmenn og Bandaríkjamenn hafa verið að hnýta hvorir í aðra að undan- förnu. Á yfirborðinu virðist að- eins um að ræða deilu um grein armun í viðskiptum, en ágrein- ingnum er að því leyti farið eins og ísjakanum, að mikill hluti leynist undir yfirborði. Agreiningsefnið er framtíðar- samvinna Bandaríkjamanna og Evrópumanna, þegar álfan hef- ir að fullu náð sér eftir styrj- öldina og er orðir. samkeppnis hæf, sameinuð og sjálfstæð. FJARRI fer, að Evrópumenn hafi enn náð þessu marki, en þangað er stefnt. Evrópuþjóð- irnar hafa átt í innbyrðis erf- iðleikum árum saman, en nú er komin á nokkur kyrrð. Aðdrag- andian hefir tekið mörg ár, en nú er loks farið að þoka í átt- ina um samræmdngu stjórnmála stefnunnar. Meginerfiðleikarnir snúa a@ þjóðunum, sem fylgjast með úr fjarska, Japönum, Kan- adamönnum, Astralumönnum og þó einkum Bandarikjamönn- um. Bandaríkjaroenn hafa frá upphafi fylgt hugmyndinni um öflugt, sameinað Eínahagsbanda lag, sem Bretar væru aðilar að. En nú þykja horfur á, að hið nýja bandalag Evrópu kymni að sýna Bandaríkjamönn- um hlutdrægni og eru þedr því farnir að efast um ágæti hug- myndarinnar. Robert Schaetzel sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- bandalaginu lýsti þessum efa- semdum allvel fyrir skömmu í ræðu, þar sem hann var skýr og skorinorður. Sagði hann mjög mikilvægt að hafa hags- muni Bandaríkjamanna í huga þegar verið væri að koma á nýrri skipan í Evrópu. Varaði hann Evrópumenn vi® dulinni einangrunarstefnu, sem vart yrði við hjá Bandaríkjamönn- um, og yrði núverandi stefna forustumanna Efnahagsbanda- lagsins sízt til þess að draga úr henni. Sagði hann Vietnam- styrjöldina angra Bandaríkja- menn og væri mjög mikilvægt, að Evrópumenn ælu ekki á þeirri tilfinningu þeirra að „allt gengi á afturfótunum". Schatzel sagði að fleira skipti máli en viðskiptastefnan ein og kæmu þar meðal annars til skuldbindingar Bandaríkj- manna um að hafa hersveitir í POMPIDOU Evrópu. Ehnfrémur ságði hann, að Bandaríkjamenn hefðu áð- ur haft mikinn áhuga á aiðild Breta að Efnahagsbandalaginu, en væru nú teknir mjög að ef- ast í því sambandi, og ullu þessi ummæli miklum heila- brotum í sumum utanríkisráðu neytmn í Evrópu. FRÖKKUM geðjaðist miður vel að ræðu Schaetzels og er enn verið að vitna í hana þar í landi. Afstaða þeirra er nú farin að hafa áhrif í höfuð- stöðvum Efnahagsbandalagsins í Brussels. Einn stjórnmália- maðurinn komst til dæmis þannig að orði: „Hann hefir á réttu að standa að því leyti, að við nokkurn vanda er að etja. Ýmsir smámunir valda Banda- ríkjamönnum áhyggjum og þess ir smámunir gætu haft um- fangsmiklar afleiðingar.“ „Smámunirnir“, sem valda Bandaríkjamönnum áhyggjum, eru ef til vill ekki sérlega smá- vægilegir. Þar koma meðal ann ars til álita viðskipti milli Bandaríkjanna og Efnahags- bandalagsríkjanna, sem nema 13 milljörðum dollara á ári. Fái umsækjendurnir fjórir að- ild að bandalaginu nema við- skipti þess tveimur fimmtu hlutum viðskipta hins frjálsa heims. Bandaríkjamenn hefðu tæpast efnj á að sitja þar hjá og horfa á úr fjarlægð, en Schaetzel lét einmitt í ljósi grun um þá þróun. Hann gagn rýndi stefnu Efnahagsbandalags ins í landbúnaðarmálum, en hún hefir dregið úr innflutningi bandarískra landhúnaðarafurða til Efnahagsbandalagslandanna um 12 f hundraðj á tveimur árum. Hann gagnrýndi einnig samninga Efnahagsbandalags- ins um forréttindi til handa þjóðum, sem ekki ættu aðild að bandalaginu, og sagði Banda- ríkjamenn telja þessa samninga sýna hlutdrægni og álitu þá jafnvel brot á GATT (general agreement on tariffs and trade). EVRÓPUMENN afneita allri hlutdrægni. Maurice Schumann utanríkisráðherra Frakka véik að orðum Schaetzels í ræðu, sem hann flutti í franska þing- inu, og lét þess þá getáð með- al annars, að tollar Bandarikja manna væru hærri en tollar Efnahagsbandalagsins. En þegar deilt er um hæð tolla kann að skjótast yfir það, sem að baki býr. Samanburður tolla er í raun og veru ómögulegur, þar sem Efnahagsbandalagsmenn telja ekki með toJlum í slíkum samanburði mismunandi álag í innfluttar landbúnaðarafurðir. Þegar George Pompidou for- seti Frakklands kom heim úr Bandaríkjaför sinni sagði hann þjóðinni, að Bandaríkjamenn væru skiptir í afstöðu sinni til Efnahagshandalagsins. Opinber- ir embættismenn í Washington fullvissuðu hann um, að Banda- ríkjamenn væru enn hlynntir aiðild Breta að Efnahagsbanda- laginu og- tilkomu öflugrar, sam einaðrar Evrópu, en hann hefði orðið var við önnur viðhorf hjá bandarískum viðskii.V.ajöfrum. Á þá virtist einfaldlega leita þessi spurning: Hví skyldu Bandaríkjamenn vera meðmælt ir aðild Breta og eflingu Efna- hagsbandalagsins ef Efnahags- bandalagsmenn hefðu í hyggju að snúast gegn Bandaríkjamönn am og láta þá sitja á hakanum? Geta Bandaríkjamenn haldið áfram að selja feiti til Bretlands ef þeim verður meinað með toll múrum að selja hveiti til Evr- ópu? William P. Rogers utaa- ríkisráðherra Bandaríkjanna sagði fyrir skömmu, að Banda- ríkjamenn væru enn reiðu- búnir að kaupa einingu Evr- ópu nokkru verði, en það mætti ekki verða of hátt EN fleira er i húfi en verzÞ unarviðskiptin ein. Bandaríkja menn hafa verið hlynnitir aðíld Breta að Efnahagsbandalagiini til þess að koma á fót öflugri, sameinaðri Evrópu, sem væri í nánum tengslum við Bandarik- in. En þarf öflug, sameinuð Evrópa á því að halda að hafa nána samvinnu við Bandaríkiffl? Frakkar eru orðnir áfjáðir í að taka Breta inn í Efnahags- bandalagið til þess að gera Evrópu að öflugu, samkeppnis- hæfu stjórnmáJaveldi. Hin nýja, öfluga Evrópa á að þeirra áliti að verða óháð og hlutlaus, en ekki á bandi neinna annarra ríkjasamtaka. Bretar eiga eftir að leggja orið ' belg um það, hve hin sam einaða Evrópa á að beina stefnu sinni mikið í aðrar áttir ea Bandaríkjamenn og „hin sér- stöku tengsl“ Breta og Banda- ríkjamanna munu gegna nokkru hlutverki í væntanlegum samn- ingum. Þó leitar sú hugsun á, að ef tli vill verði unnt að sann- Framhald á 11. síðu *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.