Tíminn - 22.05.1970, Page 10

Tíminn - 22.05.1970, Page 10
TÍMINN 1 FÖSTUDAGUR 22. maí 1970. ÚTBOÐ Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu: Tilboð óskast í viðgerðir á steyptum og hellulögð- um gangstéttum víðs vegar um borgina. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. maí, n.k. kl. 11.00 f.h. JNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 LOÐDVR H.F. ADALFUNDUR Aðalfundur Loðdýrs h.f. verður haldinn laugar- daginn 23. maí kl. 2 e.h. í Félagsheimilinu Fólk- vangi, Kjalarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar v. aðalfundarins, verða afhentir á skrifstofu félagsins Tryggvagötu 8, Reykjavík. Stjórn LoSdýrs h.f. Auglýsing um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum Samkvæmt lögum nr. 18 3. apríl 1970 skal greiða eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum inn- an Alþýðusambands íslands að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum. Þeir, sem telja sig eiga rétt til eft- irlauna samkvæmt lögunum, snúi sér sem fyrst til stéttarfélags síns varðandi umsókn. Umsjónarnefnd eftirlauna, sem hafa skal yfirum- sjón með úthlutun eftirlauna og úthluta stjóm- um lífeyrissjóða fé til greiðslu þeirra, hefur sent stéttarfélögum eyðublöð fyrir umsóknir. Nefndin hvetur forystumenn stéttarfélaga og stjórnir lífeyrissjóða, er hér eiga hlut að máli, til að kynna sér efni hinna nýju laga. Aðsetur nefndarinnar er í Tryggingastofnun rikis- ins, Reykjavík. Umsjónamefnd eftirlauna. Bréfkorn úr Biskupstungum Sextán bændur hér í sveit hafa gefið öllum fénaði á innistöðu síðan Hekluhraunið gaus, vegna öskufallsins. Átta bændur að auki eru heldur betur settir, en þurfa þó að gefa mun meira en venju- lega á þessum tíma árs. Á annað hundrað hross voru rekin af þessu svæði suður í Skálholt, Spóastaði, Miklaholt og Bræðratungu. Þau stóðu í svelti í heimahögum, en voru svo ringluð út af þessu ástandi, að þau átu lítið sem ekk- ert hey, þótt gefið væri. Nú una þau hag sínum vel á góðu beitl- landi. Nokkurt magn af heyi var keypt, bæði s.l. haust og seinni partinn í vetur. Fénaður er vel framgenginn og sums staðar með ágætum og nær allir hefðu verið sjálfbjarga ef þetta áfelli hefði ekki komið. Við Tungnamenn erum í dag, 10. maí, búnir að gefa sauðfé í 192 daga, allir sem einn. Þetta mun vera lengsti gjafatími hér í manna minni, og lengst af þessum tíma gefin full innistöðu- gjöf. Samt eru sumir enn aflögu- færir. Ég nefni t.d. feðgana i Gýgjarhólskoti, þá Karl og Jón. sem eru á öskusvæðinu en eiga þó mikið af góðheyi til að miðla til manna í þessum vandræðum. Fleiri hafa af nokkru að ná ,eins og Þórarinn oddviti á Spóastöð- um, Hermann á Galtalæk og Sig- hvatur á Miðhúsum og kannski fleiri. Nú veltur allt á því, hvað nýigræðingurinn verður fljótur á ferðinni. Upp úr öskunni verour hann að komast. Dagurinn í gær, laugardagurinn 9. maí, var dásamlegur, 15—18 stig í forsælu hér um slóðir. Og nú er hitinn kominn upp í 12 stig, þegar messan byrjar í út- varpinu. Það er því guðsbiessan bæði úti og inni. Svona góðir dag- ar gera kraftaverk á gróðri, enda slær nýgrænni slikju á tún. Við þurfum þess með. Og bezt gæti ég trúað, að öskutúnin grænki öllu fyrr en hin. Og þegar við tölum um grasvöxtinn og öskuna úr iðrum Ilekluhrauns, þá er sannleikurinn sá, að þessi kol- svarta örsmáa aska, brennhitnar í sólfari eins og í gær, yljar upp jarðveginn, svo að nýgræðingur- inn þýtur upp eins og undrandi barn, sem glaðvaknar við heita morgunsól. Kannski eigum við ekki eftir nema vikugjafatíma og þá verða gjafadagarnir 200. það er þægilegt að muna þá tölu. Vegamálin eru annað vandræða- mál hér í Biskupstungum og svo er víðar um land. Sem betur fer er þó óvíða annað eins sleifarlag á vegaviðhaldi og hér í Árnes- sýslu. Eins og stendur erum við Tungnamenn í eins konar vega- famgelsi. Við komumst hvorki út úr eða inn í sveitina og ekki nærri alls staðar á milli bæja. Mjólkurbílarnir ösla enn í gega um foraðið, en það er tíma- spursmál, hvenær þeir hafna í ein hverju hvarfinu. Vegaumsjónin hér fylgir þeirri reglu, að gera aldrei við hvarf í vegi, fyrr en það er ófært, en þá kostar viðgerð- in tíu sinnum meira, heldur en þörf er á, ef fylgt væri þeirri reglu, sem við viljum fá viður- kennda, að einhverjum valinkunn um bílstjóra í hverri sveit, sem hefur vegavinnuréttiiidi, sé falið að vaka yfir vegavilpunum þegar þær eru að myndast og gera við þær strax, áður en þær verða að sökkvandi ófærudýki. Þetta myndi spara Vegagerðinni stórfé. Það eru til margar aðferðir að spara eyrinn en kasta krónunni. og allar jafnvitlausar. Það er ekki von að vel fari. þegar viljann vant ar — og kannski vit — til að gera hið gagnstæða. Það tilkynnist hér með, að í þ.m.. í efri byggðum Árnesþings er mikil óánægjualda út af sleif- arlaginu á vegaviðhaldinu. Og hærra mun hún rísa, ef engar við- unandi úrbætur fást á því. Er þá ekki að vita nema Árnesingar fari að dæmi táninganna í kröfugöngu og setjist á ganginn fyrir framan dyrnar hjá samgöngumálaráðherr- anum, ti-1 þess að fá því ófremd- arástandi, sem nú er í viðhaldi vega, aflétt. Bændur í uppsveitum Sunnan- lands bíðla tjón af Hekluösfcu, bændur í næsta nágrenni eld- stöðvanna verða fyrir miklum landspjöllum af hugsunarlausum ferðamönnum, sem kæra sig koll ótta þótt gróður traðkist niður og gróið land verði að flagi, en Vega-gerðin verður þó fyrir mestu fjárhagslegu skakkafalli á vegum af hinum gífurlega bílafjölda, sem engu eirir, þegar verst gegnir. Árnesingur fór frá Selfossi á upp- stigningardag kl. 10 mínútur yfir 2. og var kominn að Elliðaárbrú kl. 3, Á þessum 50 mínútum mætti hann 700 bílum eða 14 bfl- um á hverri mínútu. En hvað sem þessu líður, veg- ina verðum við að fá færa. Fóður- bæti verðum við að fá reglulega, það er lífsnauðsyn. Mjög mikið er óflutt <|f ábmgS , pg mjólkinni þurfum við að koma til neytend- anna á réttum. tíma, þáð ef þeirra mál ekki sfður en okkar bænd- anna. Og svo þurfa alUr að ferð- ast. Þann straum má ekki stöðva. Fólkið þolir illa þá röskun og þjóðfélagið má efcki við slík-u. Meðan ég var að ljúfca við betta bréf, hlustaði ég með öðru eyr- anu á fréttirnar í útvarpinu. Og viti menn: Allt í einu segir þul- urinn þær fréttir, að nú sé vetrar- vertíð senn lokið, því nú séu að- eins 5 dagar til loka, bví að loka- dagurinn er 15. maí. Hvaðan kem- ur útvarpinu þessi vizka? Loka- dagurinn hefur um óralanga tíð verið 11. maí og svo er enn, í þ.m. í almanakinu. Ekki þarf annað en líta í Þjóð- vinafélags almanakið. þar stendur við 11. maí. Vetrarvertíðarlok, Lokadagur, og við 12. maí stend- ur: Vorvertíð á Suðurlandi. 14. m-aí var Vinnuhjúaskildagi meðan vinnuhjú voru í ársvistum. 15. maí hefur aldrei verið neinn merkisdagur í íslenzku þjóðlífi, en heitir í almanakinu Hallvarðs- messa. Vitanlega eru þessir fornu merk isda-gar að missa gildi sitt að rn-eira og minna leyti og unga fólkið veit ekki skil á þeim. Samt skulum við skipa þeim á réttan stað í tímatali okkar, og útvarp- ið verður að gæta virðingar sinn ar. Bændur Til sölu er grind af Bed- ford J-3, 3ja tonna, árg. ’63, ! ásamt hásingum og öllu til- ! heyrandi. Tilvalin grind undir hey- j vagn. I Upplýsingcir l síma 50396. . Frá Verzlunarskóla íslands Inntaka nemenda sem lokið hafa landsprófi Ákveðið hefur verið að gefa nemendum sem ljúka landsprófi í vor, kost á að setjast í 3. bekk Verzl- unarskóla íslands, á hausti komanda svo framar- lega sem þeir hafa hlotið tilskilda lágmarkseink- unn fyrir menntaskóla. Umsóknum ásamt prófskírteini eða staðfestu af- riti af því ber að skila á skrifstofu skólans eins fljótt og kostur er á, og í síðasta lagi fyrir 16. júní. I SKÓLASTJÓRI. ioiqmc# oq<Pcdmi N/l CZD □□ E= l_ kEDkchlcjhipik BRENNT SILFUR FERMINGARGJÖF SEM EKKI GLEYMIST HVERFISG 16A — LAUGAV. 70

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.