Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 9
». FÖSTUDAGUR 22. maí 1970. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FJÖLGAO 11. KÖRFUKNATTLEIK Klp—ÓF—Rcykjavík. fslamdsmótinu í körfuknattleik er nú loks likið. Flestir hafa ef- laust haldið að því hafi lokið þegar úrslitakeppninni í 1. deild lauk, en svo vsr nú ekki. Körfuknattleiksmenn ákváðu nefnilega að fjölga' liðum í 1. deild úr 6 í 8 og gera það í tveim áföng um. Þeir framkvæmdu þetta á þann hátt, að Þór frá Akureyri. sem varð neðst í 1. deild í ár lék við liðið sem varð í öðru sæti í 2. deild, Tindastól frá Sauðárkróki. Sá leikur fór fram í fþrótta- skemmunni á Akureyri fyrir jiokkru og lauk honum með yfir- burða sigri Þórs, sem leikur því í 1. deiid næsta keppnistímabil. Fjölgun liðanna í deildinni mæltist mjög vel fyrir, en það mun einnig koma til framkvæmda í lok næsta keppnistfmabils, þann ig, að árið 1972 verður 1. deildin í körfuknattleik skipuð 8 liðum. Væri vonandi, að handknattleiks forustan tæki körfuknattleiksfor- ustuna til fyrirmyndar í sambandi við fjölgun liða í 1. deildinni þar. Og notaði sama ráðið, þannig, að KR, sem féll í 2. deild í vetur. léki við KA, sem varð í öðru sæti í 2. deild, iþegar í haust, þá væru liðin orðin 7 í næstu keppni og svo mætti fjölga liðum á sama hátt á næsta ári, þannig að liðin yrðu 8 árið 1972. En fyrst við erum á annað borð að ræða um körfuknattleikinn og 1. deildina þar, er tilvalið að ræða örlítið um hina margumræddu úr slitakeppni í 1. deild, sem skeytt var aftan við tvöföldu umferðina. Fyrirkomulagið á henni var svo stórgallað, stjórn KHI ætti að sjá sinn hag vænstan og breyta því fyrir næsta íslandsmót. Við skulum líta á stöðuna i mótinu, þegar tvöföldu umferð- inni var iokið: Í!R KR Árrnann KFR UMFN Þór 10 9 10 9 10 4 10 3 10 3 10 2 1 706:560 18 1 663:962 18 6 647:649 8 7 619:610 6 7 558:659 6 8 534:619 4 Þarna sést, að ÍIR og KR eru lang efst með 18 stig hvort, en næsta lið. Ármann, er með 8 stig eða 10 stigum neðar. í úrslitakeppninni gerðist það eins og flestir vdta, að KR tapaði fyrir Ármanni í sínum fyrsta leik. Þetta tap gerði það að verkum, að KR, sem var í efsta saeti 1. deild arkeppninnar ásamt ÍR, var þar með útilokað frá keppni um fyrsta sætið. En sá möguleiki átti alls ekki að vera fyrir hendi, að það lið, sem hefur verið efst í deildinni næstum því allt keppnistímabilið, væri útilokað frá úrslitaleikjum af bví að bað tapaði aðeins einum leik. Orkustofnun óskar að leigja nokkra jeppa í sumar. Upplýsingar í síma 17400. Biíreiðaeigendur athugið Tek að mér að bóna, þvo og ryksuga bfla. Sæld og sendi ef óskað er, ódýrt og vandað. Sími 81609. ■EVINRUDE U fanborðsmóforar Sfœrðir 1,5 ha, fil 715 ha. HEIMSFRÆGIR FYRIR GÆÐI. Útvegum einnig hentuga báta af öllum sfcerðum. ÞOR HF © REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 — Ef við lítum á stigatöfluna eftir að úrslitunum lauk, þá er hún þannig: ÍR 13 12 1 964:762 24 Ármann 14 5 8 850:880 10 KR 13 11 2 886:767 22 KFR 14 4 10 823:854 8 UMFtN 11 3 8 622:747 6 Þór 10 2 8 534:619 4 Þetta er ákaflega mótsagnar- kennd hugmynd um beztu liðin, og hefði verið réttast að láta KR og ÍR leika strax þrjá úrslitaleiki um meistaratitilinn. Því með nú- verandi ástandi skiptir öll undan keppnin, sem tófc hátt á þriðja mánuð. sáralitlu máli. Þessa skemmtilegu mynd tók Ijósmyndarri Tímans af „litla og stóra“ í 4. flokki Skalla- gríms frá Borgarnesi í úrslita keppni íslandsmótsins í körfu- knattleik vetur. KR mætir Akureyri á morgun klp-Reykjavfk. Eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum hefst íslandsmótið í knattspyrnu (1. deild) á morg- un. Átti mótíð að hefjast með leifc Víkings oig Akraness kl. 16,00 á Melavellinum. En nú hefur því verið breyitt, þannig, að í stað ÍA og Víkrngs leika á Melavell inum KR og Akureyri. Ástæðan fyrir þessari breytingu mun vera sú. að ekki er nema em flugferð frá Akureyri á sunnu dag, og var því hliðrað til fyrir Akureyringa. Dularfull heimsend- ing Celtic-leikmanna Tveir leikmanna skozka knatt- spyrnuliðsins, Celtic voru í fyrra Verkir, þreyfa í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. R EMEDIAH.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 dag sendir heim til Skotlands frá Bandaríkjunum, þar sem Celtic er á keppnisferðalagi. Neituðu þeir að svara spurningum Maða manna við komuna til Glasgow, er þeir spurðu um orsakir heim ferðarinnar. Leikmennirnrr, Tornrny Gemmel og Bertie Auld, höfðu ásamt Celtic-liðinu verið í móttökusamkvæmi í New Jersey fyrr í vikunni. Jock Stein fram kvæmdastjóri liðsins á nú við mifcil vandamál að stríða, því ein skærasta stjama Celtic, Jimmy Johnstone, heimtar nýja og betri samninga, samninga sem Stein segist ekki ráða við. Johnstone ætlar ekki að leika oftar með Celtic, nema nýir samningar verði undirritaðir. — KB. Knattspyrnuæfingar ÍR að hef jast í Breiðholti ÍR byrjar knattspyrnuæfingar I mundsson. Æfingar verða á þriðju fyrir 4. og 5. flokk n. k. þriðjudag I dögum og föstudögum. á fcnattspyrnuvellinum í Breið- 5. fl. kl. 18,30 — 19,30. holtí. Þjálfari verður Sveinn Guð1 4. fl. KL, 19,30 — 20,30. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS óskar að ráða ungan mann til almennra skrifstofustarfa. Bókhaldskunnátta nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar aðalskrifstofu Happdrættis Há- skóla íslands fyrir 29. þ.m. með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.