Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 6

Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  M ennirnir sem fundu upp Google-leitar- vélina sem fyr- irtækið heitir eftir, keyra ekki um á rán- dýrum sportbílum, eiga ekki einka- þotur, risastórar hallir eða rándýra skartgripi. Þvert á móti keyrir Larry Page um á Toyota Prius, ódýrum blendingsbíl sem vinsæll er meðal umhverfisverndarsinna, á meðan Sergey Brin fer flestra sinna ferða á línuskautum og býr enn í leigðri tveggja herbergja íbúð. Laun tvímenninganna eru einn bandaríkjadalur á ári og um síðustu jól ákvað stjórn fyrirtækisins að lækka jólabónus þeirra úr 250.000 dölum í ríflega 1.500 dali, sem er í samræmi við það sem aðrir starfs- menn fyrirtækisins fá. Eignir þeirra Brin og Page eru metnar á um sjö milljarða bandaríkjadala á mann. Koma þessar aðgerðir því ekki harkalega niður á bankabókum þeirra en er ætlað að hafa jákvæð áhrif á starfsanda innan fyrirtæk- isins og ímynd Google út á við. Í stuttri grein sem fréttakonan Barbara Walters skrifaði um þá fé- laga sagði hún að svo virtist sem vinnan væri köllun þeirra Brin og Page, en ekki bara leið fyrir þá að verða ríkir. Mikla athygli vakti t.d. þegar fyrsta almenna hlutabréfaút- boð Google var haldið að almenn- ingur fékk að bjóða í bréf fyrirtæk- isins, en ekki bara stór fjármála- fyrirtæki. Var ástæðan sögð sú að það væri sanngjarnara fyrirkomu- lag. Stafsetningarvilla Þeir Brin og Page kynntust þegar þeir voru báðir í doktorsnámi í tölv- unarfræðum við Stanford háskóla í Bandaríkjunum um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Segir sagan að ekki hafi verið um vináttu við fyrstu sýn að ræða, en að hún hafi þróast og þroskast þegar þeir fóru að vinna að nýrri tegund internetleitarvélar á heimavistinni. Page, sem er sonur háskólakennara, fékk hugmynd að nýju leitarforriti sem hann byggði á tilvísanakerfi fræðiritgerða. Fræði- ritgerðir eru almennt taldar merki- legri eftir því sem fleiri ritgerðir aðrar vitna í þær. Hugsaði Page með sér að líta mætti á vefsíður sömu augum og flokka þær eftir því hve margar aðrar vefsíður vísuðu lesendum sínum á þær. Page fékk svo Brin til að þróa og vinna að hug- myndinni með sér. Fyrsta forritið, sem fékk nafnið Backrub, birti lista þar sem vefsíður voru flokkaðar eft- ir ofangreindu kerfi og komust að því að vinsælustu síðurnar voru iðu- lega einnig þær gagnlegustu miðað við þau leitarorð sem slegin voru inn. Þeir félagar voru sannfærðir um að þeir væru með stafrænt gull í höndunum og hættu námi til að halda þróun forritsins áfram. Segir óstaðfest saga að leitarvélin hefði átt að fá nafnið Googol, sem er stærðfræðihugtak um mjög stóra tölu (einn með hundrað núllum fyrir aftan), en að listamaðurinn sem fékk það hlutverk að hanna merki fyrirtækisins hafi aðeins heyrt orð- ið, en ekki séð það skrifað. Þeir Brin og Page eiga hins vegar að hafa orð- ið svo hrifnir af hinu vitlaust staf- setta orði að þeir hafi umsvifalaust skírt leitarvélina Google. Þann 7. september 1998 var Google formlega hleypt af stokkun- um úr bílskúr vinar Brin og Page, en áður höfðu þeir skrapað saman einni milljón dala frá fjölskyldum, vinum og öðrum fjárfestum.Vöxtur Google hefur verið hraður allt frá stofnun þess, en fyrstu vikurnar fékk heimasíðan 10.000 heimsóknir á dag, samanborið við þær 200 millj- ónir heimsókna sem hún fær nú. Starfsmenn Google í dag eru um 4.000 talsins og eigið fé þess ríflega sjö milljarðar dala. Hugsað stórt Þeir Brin og Page hafa frá byrjun hugsað stórt. Þeir sáu fyrir sér að ekki aðeins myndu þeir skipuleggja og auðvelda aðgang að öllu innihaldi netsins, sem í sjálfu sér er gríð- arstórt verkefni, heldur að öllum upplýsingum í heiminum. Auk þess myndu þeir gera þær öllum aðgengilegar. „Meðan við vor- um í Stanford hugsuðum við okkur að við ættum að koma bókasöfnun- um yfir á stafrænt form,“ sagði Page nýlega. Með því að opna fyrir almennan aðgang að upplýsingum voru þeir sannfærðir um að þeir væru að gera heiminn betri og til að koma í veg fyrir að fyrirtækið viki af þeirri braut gripu þeir til aðgerða sem tryggðu þeim stjórnvölinn þrátt fyr- ir innkomu annarra fjárfesta. Til dæmis fengu þeir tvö fjárfesting- arfyrirtæki til að fjárfesta í Google á sama tíma, sem var snjöll leið til að koma í veg fyrir að fjárfesting- arfyrirtækin næðu of miklum völd- um. „Þetta var klassískt dæmi um að deila og drottna,“ sagði David Vise, höfundur bókarinnar The Google Story. Eric Schmidt, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Novell, var ráðinn forstjóri og stjórnarformaður Google, en stofn- endurnir hafa enn neitunarvald þeg- ar kemur að mikilvægum ákvörð- unum innan fyrirtækisins. Leggja þeir áherslu á að vera ætíð sam- hljóða þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum, og leyst er úr ágrein- ingi þeirra á milli bak við luktar dyr. Skipulag fyrirtækisins þykir minna meir á háskóla en stórfyrirtæki, en skipuritið er einstaklega flatt með fá þrep milli venjulegra starfs- manna og æðstu stjórnenda. Enga illsku Google er heldur ekki venjulegt fyr- irtæki þegar kemur að starfs- mannamálum, en ýmsar óvenjuleg- ar leiðir eru farnar í höfuðstöðvum Google í Kísildalnum til að halda starfsmönnum ánægðum. Þannig eru vikulegir götuhokkíleikir haldn- ir, auk þess sem á skrifstofunni er fastráðinn nuddari. Hver starfs- maður fær einn dag í viku til að vinna að gæluverkefnum sínum og á staðnum eru píanó sem starfsmenn geta gripið í þegar tjáningarþörfin verður ekki hamin. Þá er kokkur fyrirtækisins sagð- ur hafa unnið fyrir hina frægu hippahljómsveit The Grateful Dead og eitthvað virðist hippatíminn sitja í þeim Brin og Page hvað varðar fyrirtækjaheimspeki þeirra. „Við eigum okkur einkennisorðið „enga illsku“, sem þýðir að við vilj- um gera það sem er best fyrir not- endur okkar, viðskiptavini og alla aðra,“ sagði Page í viðtali við frétta- stofu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. „Yrðum við þekkt fyrir þetta væri það dásamlegt.“ Þá ákváðu þeir nýlega að setja á stofn góðgerðarsjóð, sem eiga mun 1% hlut í Google auk þess sem 1% af hagnaði fyrirtækisins mun renna í sjóðinn. Sjóðurinn mun því hefja starfsemi með ríflega einn milljarð dala til umráða. Gengið of langt í gríninu Sumum þykir þó Google á stundum ganga of langt í því að vera skrýtna og skemmtilega fyrirtækið. Má sem dæmi nefna þegar fjárfestum og fréttamönnum var boðið á kynningu í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir hlutafjárútboðið sem fram fór í fyrra. Á dagskránni var fundur með CFO fyrirtækisins, og töldu flestir að með því væri átt við Chief Fin- ancial Officer, eða fjármálastjóra. Gestirnir voru hins vegar kynntir fyrir fyrirtækiskokknum sem er víst titlaður Chief Food Officer, eða fæðustjóri. Þrátt fyrir að sagan sé skemmtileg féll grínið í grýttan jarðveg hjá gestunum, enda stóðu margir þeirra frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hugs- anlega fjárfestingu í fyrirtækinu. Þá fellur hið flata skipurit Google ekki öllum í geð, og hafa einhverjir starfsmenn kvartað yfir flöskuháls- um í þróunarferlinu og því sem virð- ist vera einræðistilburðir stofnend- anna. Líklega verður ekki hjá gagnrýni komist þegar menn eru stofnendur og aðaleigendur eins stærsta fyr- irtækis í heiminum, en því verður ekki neitað að þeir Larry Page og Sergey Brin eru óvenjulegir millj- arðamæringar. Fréttamaður BBC sagði einhvern tímann að þeir væru draumatengdasynir hvers foreldris, og ekki bara vegna þess að þeir væru stórríkir. „Þeir eru góðir strákar. Moldríkir, svolítið skrýtnir, en góðir strákar.“ Moldríkir, skrýtnir en góðir strákar Stofnendur Google- fyrirtækisins, Larry Page og Sergey Brin, eru ekki neinir venju- legir milljarðamær- ingar. Bjarni Ólafsson bregður upp svipmynd af félögunum, sem hafa einn dollar í laun á ári en eignir þeirra eru gríðarlegar. bjarni@mbl.is Góðir strákar Larry Page (t.v.) og Sergey Brin, stofnendur Google, hafa þrátt fyrir ríkidæmið ekki breyst. Þeir lifa ósköp venjulegu lífi og viðhalda léttum og ungæðislegum starfsanda innan fyrirtækisins. Reuters/Clay McLachlan 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, NYSE, Nasdaq og AMEX í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.