Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 17

Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 B 17  POPULAR Science, tímaritið sem tilnefndi gervihné Össurar, Power Knee, meðal bestu uppfinninga árs- ins, er þekkt alþýðlegt tímarit, lesið af milljónum manna í Bandaríkjunum og afurð Össurar er stillt upp á sýn- ingu í Grand Central-lestarstöðinni í New York við hlið nýjustu Airbus- þotunnar og hljómtækja frá Nokia. „Þessi tækni okkar þykir það merkileg að hún kemst út fyrir fag- tímaritin,“ segir Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar. „Það er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir okkur – og gaman að henni.“ Í dag eru tveir þriðju hlutar starf- semi og markaðar Össurar í Banda- ríkjunum en einungis ein af áherslum fyrirtækisins í dag er á stoðtæki sem þetta. Jón segir að markmiðið sé að vera fjölhæft fyrirtæki á sviði heilsu- gæslu. „Við höfum verið að færa okkur í auknum mæli frá stoðtækjum yfir í stuðningstæki. Af þeirri einföldu ástæðu að við erum orðin leiðandi að- ili í stoðtækjum. Það er ekki mikill möguleiki á ytri vexti þar. Ennþá er möguleiki á innri vexti en við getum keppt við mjög fá fyrirtæki í dag,“ segir Jón. Þegar haft er á orði við Jón að verið sé að verðlauna fyrirtækið fyrir full- komna tækni, en gervihnéð sómi sér líka vel sem fallegur silfraður gripur við hlið nýjasta Mercedes-bílsins, brosir hann og segir fyrirtækið orðið mun betra á hönnunarsviðinu. „Það er hluti af markaðssetningunni. Þess- ir hlutir verða líka hluti af líkama fólks; við erum að selja hluti sem fólk er alltaf með á sér,“ segir Jón. „Mikil viðurkenning“ Morgunblaðið/Einar Falur Kynning Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Kim De Roy þróunarstjóri greina fréttamönnum frá tilnefningunni á Power Knee meðal 100 bestu uppfinninga ársins, að mati Popular Science. Eftir Einar Fal Ingólfsson í New York efi@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 HÁ MA RKS GÆ ‹I Á F RÁ BÆ RU VER ‹I! REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM BRETTAREKKAR www.midlun.is PAPPÍR / RÚLLUR / POKAR PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði Sími: 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur nú tækifæri til þess að móta peninga- stefnu landsins á næstu árum og jafnvel ára- tugum og svo virðist sem hann ætli ekki láta það tækifæri renna sér úr greipum. Nýlega skipaði hann Ben Bernanke, efna- hagsráðgjafa sinn, í stól formanns stjórnar seðlabanka landsins en Bernanke mun taka við af Alan Greenspan sem hættir í lok janúar eftir nær tveggja áratuga setu. Nú eru tvö sæti til viðbótar laus í stjórninni og samkvæmt Reuters eru þeir Kevin Warsh, Randall Krozner og Richard Clarida taldir líklegastir til þess að berjast um sætin tvö en þeir hafa allir starf- að í Hvíta húsinu. Markaðsaðilar tóku útnefningu Bernanke á jákvæðan hátt enda er hann þekktur sem mik- ill fagmaður en ekki er vitað hvernig hinum verður tekið. Þeir hafa allir mikla þekkingu á efnahagsmálum og fjármálamörkuðum en Krozner kennir al- þjóðafjármál við Uni- versity of Chicago og Clarida kennir við Columbia University. Hann starfar einnig sem áhætturáðgjafi við Clinton Group fjárfestingarsjóð- inn. Warsh er lögmaður af Wall Street og er sérfræðingur í reglu- gerðum á fjármálamörkuðum. Bush getur mótað seðlabankann Ben Bernanke Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.