Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 20
I celandic Group keypti eins og kunnugt er á dög- unum allt hlutafé í Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood, stærsta framleiðslufyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða. Ráðandi hluthafar Pickenpack eru Finnbogi Baldvinsson, sem jafnframt er forstjóri félagsins, og Samherji og eign- uðust þeir við viðskiptin 21,25% hlutafjár í Icelandic Gro- up, auk þess sem Finnbogi hefur verið ráðinn forstjóri Ice- landic Europe og stýrir þar með starfsemi Icelandic í Evrópu. „Það felst mikil í áskorun í að takast á við þetta verkefni og ég hlakka mikið til að starfa með öllu því hæfa fólki sem er innan veggja Icelandic. Ég hef síðustu 10 árin stýrt framleiðslu fullunninna afurða inn á smásölumarkaðinn í Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Núna er umfang starfseminnar mun meira; starfsemin er í fleiri löndum Evrópu, vörubreiddin er meiri, auk þess sem Icelandic hefur mjög sterka stöðu í fiski á evrópska efnahagssvæð- inu. Markmiðið er að treysta stöðu okkar á evrópska mark- aðnum. Smásöluverslun í álfunni er sífellt að færast á færri hendur og einingar að stækka. Við þurfum að geta boðið þessum stóru aðilum upp á mikið vöruúrval í fiski og teljum okkur nú vera komna í aðstöðu til þess að bjóða heildarlausnir. Lykillinn að því er að hafa á bak við sig öflugar fram- leiðslueiningar. Icelandic og áður Sölumiðustöð hrað- frystihúsanna hafa í gegnum tíðina notið öflugs stuðnings framleiðenda á Íslandi og ég ætla að leggja mitt af mörk- unum til að halda áfram náinni samvinnu við íslenska framleiðendur, báðum aðilum til hagsbóta.“ Sjómennskan grunnurinn Finnbogi hefur fengist við fisk á einn eða annan hátt alla sína starfsævi. Hann er Akureyringur í húð og hár og hóf ungur að stunda sjómennsku með skóla. „Það var mikill og góður skóli og þar lærði ég margt. Sjómennskan mótaði meðal annars viðhorf mitt til vinnu almennt og ég ber mikla virðingu fyrir starfinu. Þar lærði maður líka að ganga vel um hráefnið og ganga vel og af virðingu um auð- lindina. Ég lít svo á að sjómennskan sé í raun grunnurinn að öllu því sem á eftir hefur komið,“ segir hann. Að lokinni hefðbundinni menntun hér heima lauk Finn- bogi námi í sjávarútvegsfræðum frá sjávarútvegsháskól- anum í Tromsö í Noregi og hefur frá árinu 1989 sinnt stjórnunarstörfum í sjávarútvegi, flestum á Norðurlandi en hefur starfað með Samherja frá árinu 1990. Finnbogi hefur starfað í Þýskalandi síðastliðin tíu ár og á þeim tíma hefur hann m.a. leitt útrás Samherja á al- þjóðavísu. Hann fór upphaflega utan til að taka við stjórn útgerðarfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union árið 1995 og varð forstjóri Hussman & Hahn frá 2000, leiddi sameiningu þess við Pickenpack árið 2003 og hefur starfað sem forstjóri félagsins síðan. Forfallinn „sportidjót“ Finnbogi hefur undanfarin ár búið í Lüneburg, skammt frá Hamborg, og lætur vel af dvölinni í Þýskalandi. „Þjóð- verjar eru traust fólk og vinalegt. Sú ímynd sem þýskir ferðamenn hafa gjarnan á sér á ekkert sameiginlegt með þeim Þjóðverjum sem maður síðan kynnist í daglegu amstri.“ Finnbogi á þrjú börn, Fjölni, sem er 23 ára, Björgu, 17 ára, og Maríu, sem er 5 ára. Aðspurður um áhugamál seg- ist hann sjálfur vera „sportidjót“, þ.e. bæði fylgjast með og iðka ýmsar íþróttir. „Ég hef talsvert stundað skíði, þótt það geti stundum verið erfiðleikum háð í Norður- Þýskalandi. En ég hef reynt að nýta fríin til að koma mér á skíðasvæðin. Ég fylgist síðan vel með knattspyrnu og handbolta og reyni að komast á völlinn þegar ég get.“ Nú þegar Finnbogi hefur tekið að sér að stýra Evrópu- starfsemi Icelandic má ljóst vera að hann er ekki á leiðinni „heim“ í bráð, eða hvað? „Alveg frá því að ég flutti frá Íslandi hafa Íslendingar alltaf spurt mig hvenær ég komi aftur heim, ekki hvort,“ segir Finnbogi. „Það þykir öllum sjálfsagt að Íslendingar sem fara frá Íslandi skili sér til baka. Ég hef svarað því til að ég verði alltaf Íslendingur en það er óháð búsetu. En nei, ég reikna ekki með að flytja heim til Íslands næstu ár- in að minnsta kosti. Ég hef nú tekist á hendur mjög spenn- andi verkefni og það er á meginlandi Evrópu. Ég mun því áfram eiga heimili í Þýskalandi eins og undanfarin ár,“ segir Finnbogi. Alltaf verið í fiski SVIPMYND Íslendingur Ég verð alltaf Íslendingur en það er óháð búsetu,“ segir Finnbogi Baldvinson sem hyggst ekki flytja „heim“ til Íslands næstu árin. hema@mbl.is Finnbogi Baldvinsson hefur lengst af starfsævinni unnið í sjávar- útvegi, þar af 10 ár í Þýskalandi. Hann er nýráðinn forstjóri Ice- landic í Evrópu og sagði Helga Mar Árnasyni eilítið af sjálfum sér. MAGNÚS Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri yfir starfsemi Íslandsbanka í Ameríku og Asíu. Magnús, sem tók við starf- inu 7. nóvember, segir að meg- inhlutverk sitt verði að styrkja al- þjóðleg verkefni bankans í Bandaríkjunum, Kanada, Chile og að auki í Asíu. „Bankinn vill koma til móts við viðskiptavini sína sem starfa á þessu svæði og þjónusta þá enn frekar.“ Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslands- banka, að ráðning Magnúsar efli sókn bankans enn frekar inn til Ameríku og Asíu. Segir í tilkynn- ingunni að með ráðningu Magnúsar sé bankinn nú með fullskipað lið framkvæmdastjóra til að starfa á þeim svæðum þar sem starfsemi al- þjóða- og fjárfestingasviðs verður byggð upp utan heimamarkaða. Starfsemi Íslandsbanka í Am- eríku og Asíu er hluti af alþjóða- og fjárfestingasviði Íslandsbanka. Helstu verkefni sviðsins eru að þróa núverandi stöðu bankans í matvælaiðnaðinum og orkugeir- anum auk þess að styðja við- skiptavini bankans í sókn inn á ný svæði. Magnús hefur sem for- stöðumaður á alþjóðasviði leitt hóp viðskiptastjóra á erlendum mörk- uðum. Hann situr einnig í stjórn Ís- lensk-ameríska verslunarráðsins. Magnús starfaði áður sem sendi- fulltrúi og staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Peking en hafði þar áður m.a. starfað sem við- skiptafulltrúi í Bandaríkjunum og Kanada á vegum utanríkisþjónust- unnar á árunum 1997 til 2003, við stofnun Viðskiptaþjónustu utanrík- isráðuneytisins (VUR), hjá Arn- arflugi, Olís, 10–11 og í fyrirtækja- viðskiptum Landsbankans. Magnús hefur einnig fengist við ráðgjöf og kennslu. Magnús lauk MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum með áherslu á markaðsfræði og samruna Evrópu frá Thunderbird, Garvin School of International Management. Eiginkona hans er Anna Sveins- dóttir leikskólakennari og eiga þau fjögur börn. Ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Ameríku og Asíu Magnús Bjarnason ll FRÉTTIR BJARTIR tímar eru framundan hjá skoskum viskí- framleiðendum. Ástæðan? Nýríkir Kínverjar eru ólmir í drykkinn og á fyrri helmingi ársins jókst útflutningur á viskíi til Kína um 124% frá fyrra ári. Heildarandvirði út- flutningsins til Kína var um 2,4 milljarðar króna sam- kvæmt danska blaðinu Børsen sem vitnar í tölur frá Scottish Whiskey Association. Fyrir fimm árum síðan var andvirði viskíútflutnings til Kína um 96 milljónir króna. Kínverjum hefur lengi þótt fínt að drekka franskt koníak, þá sérstaklega XO-koníak en nú er viskíið sem sagt að ná svipuðum vinsældum. Sérstaklega gott þykir að blanda því saman við kalt te. Bandaríkin eru enn stærsti markaður skoskra viskí- framleiðenda en auk Kína binda þeir miklar vonir við Indland. Viskíútflutningur er mikilvægur fyrir skoska hagkerfið en greinin skilar um 1,6% af vergri landsfram- leiðslu Skotlands. Viskí út í kínverskt te KAUPHÖLL Íslands, í samstarfi við London Stock Exchange (LSE), hélt í annað sinn kynningardag fyrir markaðsaðila í London á þriðjudag, nefnt Capital Markets Day. Kynn- ingin var haldin í húsakynnum London Stock Exchange en um 40 manns úr völdum hópi fagfjárfesta og greiningaraðila sóttu hana. Auk almennrar kynningar á ís- lenska markaðnum, sem var í hönd- um Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, kynntu sjö önn- ur félög sig. Til máls tóku Sigurður Einarsson, stjórnarformaður hjá Kaupþingi banka, Eiríkur S. Jó- hannsson, forstjóri Dagsbrúnar, Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs og staðgengill forstjóra í Landsbanka Íslands, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, Svanbjörn Thoroddsen, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Straumi-Burðarási Fjárfestinga- banka, og Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavör Group. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að gott gengi íslenska mark- aðarins hafi vakið töluverða athygli erlendis að undanförnu, enda hafi ís- lensk fyrirtæki verið framtakssöm í fjárfestingum erlendis. Góður rómur var gerður að kynn- ingunum og þótti markaðsaðilum mikið til gæða þeirra, sem og dags- ins í heild, koma. Kauphöllin segir atburð sem þennan hafa mikið gildi fyrir sýnileika íslenska markaðarins í heild sinni, ekki síður en fyrir ein- stök félög skráð á honum. Að kynn- ingum loknum bauð sendiherra Ís- lands í London, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, til móttöku. Fjárfestakynning Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna og Kauphallar Íslands í kauphöllinni í London ásamt sendiherra Íslands þar í borg. Góðar viðtökur í London                !"  ### 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.