Tíminn - 24.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.06.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 24. júní 1970 POP-GAGMRÝNI Jinuny Page fyrir framam þúsundir aðdácnda sinna í Laugai-dalshöllinni í fyrrakvöld. / Það var þjóðsagan um ævin- týrið Led Zeppelin, sem sveik þá á mánudagsk’röldið var. Þjóðsagan, sem alltof margir höfðu tönglazt á. Það, hvað þeir gætu leikið lengi, hvað krafturinn væri mikill, hvað sólóin væru stórkostleg og hvað Plant syngi vel. Allt þetta um- tal átti sinn þátt í, að drepa stórkostleik Led Zeppelin. Samt getum við kennt okkur sjálfum mikið um, hvernig fór. íslenzkir áheyrendur hafa sjald an haft til að bera þá þekkingu, sem er raunar frekar nauðsyn- leg til að þeir gætu notið tón- listar af þessu tagi sem skyldi. Maður verður að hafa hlustað á góða tónlist hjá fleiri en bara Led Zeppelin. Það er ekki hægt að ætlast til þess, af hverj um og einum, að hann liggi og hlusti á plötur daginn út og daginn inn og eyði öllu sínu fé í slíka hluti. Plötur eru munað- ur hér á landi, því miður. Þess vegna hljóta augu okkar að beinast að útvarpi í þessu sam bandi. Nú er ástandi® á því góða heimili, hvað poptónlist snertir, ákaflega bágborið. Allir (tveir) þættir, sem virð ast vera í þeim tilgangi að flylja pop, eru ofurseldir þeim örlögum að flytja nær ein- göngu skolpið úr popheiminum og þar er stjórnendum einum um að kenna. Útvarpið ætti, að skammast til að leika betri pop- tónlist í fleiri þáttum en nú er og reyna þannig að þroska fólk frekar en að ala upp vesöldina í þvL Annað er okkur til tjóns. Við höfum fengið mjög fá tækifæri til að vera á stórum hljómleik- um og þekkjum því ekkj þá stemmingu, sem getur ríkt þar. Það hefði til dæmis verið til- hlýðilegt, að Trúbrot, Júdas og Náttúra hefðu haft kveðjutón- leika í gömlu myndunum. Það, sem við svikumst um, var a@ taka þátt í leiknum. Við þorðum ekki að sleppa af okk- ur taumnum. Rétt eftir tíu, var þegar orð- ið fullt á svölunum í höllinni og smám saman fylltist saiur- inn. Starfsmaður Listalhátíðar- innar kepptist við að biðja fólk um að setjast á gólfið, enda var það meiningin, að meiri- Ihluti fimmþúsundanna sæti á gólfinu og það gerði hann líka. Nokkrar tilraunir voru gerðar, til að klappa hljómsveitina fram, en þeim var hætt þegar tilkynnt var að tónleikarnir byrjuðu ekki fyrr, en á mín- útunni 10.30. Þegar sú stund kom, gengu þeir fram á sviðið. Plant, ljón- ið með gylltan makkann, stælt, ungt og glæsilegt. Hann var klæddur í treyju, svarta með gylltum þráðum og í níðþröng- um gallabuxum. Til hliðar við Plant, stóðu tveir prinsar, Jimmy Page og John Paul Jon- es. Page klæddur í blátt flau- el, en Jones í hvítum kyrtli og grænum flauelsbuxum. Plant bauð gott kvöld og svo hófu þeir leik sinn. Það var stutt, kröftugt og hreinn Zeppelin- hljómur. Plant, að því loknu, þakkaði fyrir, að þeir hefðu fengið þetta tækifæri og þeim aðiljum, sem hefðu gert þetta mögulegt, að þeir hefðu verið ráðnir til að leika á Islandi, þeir myndu byrja á a@ leika lög af fyrstu plötunni sinni, og næsta lag væri. „Dazed aud confused“. Og þannig var það. Led Zeppelin léku. Á bakvið, John Paul Jones við bassann og John Bonham við trommurnar, framar, Page og Plant. Örvænt- ing, þjáning og tregi túlkaður með karlmannsrödd og gítar. Báðir veinuðu, báðir þjáðust. Page lék lengi á gítarinn með boga og undravert var, að hlusta á, hvernig hann lék sér IHUOMLEIKASAL MánudagskvöJdið 20. júní, komu fram í Norræna húsinu, tveir norskir listamenn, leik- konan Ruth Tellefsen og píanó leikarinn Kjell Bækkelund. Efn isskráin var upplestur úr bréf um og dagbókum Frederic Chopin, seim leikkonan flutti, með í.vafi ýmissa tónsmiða hans, sem valin voru að nokkru með Miðsjón af efni og flutt af Kjelil Bækkelund. — Sendi bííf eru í dag sá efniviður, sem eru að verða tækninni að bráð. — Hvílík fróðleiks og skemmtináma geta þau ekki orffið, þegar pennanum stýrir næmgeðja sál, sem gæðir orð og athafmr lífi og liætar kímn- ina aldrei afskipta. — En ein- mitt slíkar voru þær svipmynd ir, sem Ruth Tellefsen brá upp úr bréfum Chopin. — Pær lista konur, sem lengst hafa náð og dýpst kafað í leit að hinni fúll komnustu listtjáningu, eru oft- ast þær sem eiga sér kyrrlátan túlkunarmáta. — Slík er list Ruth Tellefsen. Öfgar og and- stæður era henni fjarri, og myndirnar, sem hún brá upp úr lífi Chopin, frá æsku til dánardags hans, voru fluttar af slíkri einlægni og mannJegri hlýju, að raunverulega hafði leikkonan áheyrendur sina bergnumda, ef svo mætti að orði kveða. Kjell Bækkelund flutti mörg af verkum Chopin, sem, féllu vel í farveg orðs og efnis. Bækkelund er ágætur píanóleikari, sem á frjálsleg- an hátt aðlagar sig efni og kringumstæðum. Víðsýn túlk un hans féll vel að svipmynd um þeim, sem leikkonan brá upp og mynduðu þau frábæra og samstillta heild. — Það er ekkert miðlungsverk að stíga út úr flugvél á síðastu stundu og setjast við ókunnugt hljóð færi með ókannaða sál, en það gerði Bækkelund afburða vel. Það hentar ekki hversdags- manneskjum að skapa 19. ald ar andrúmsiloft við hin nýtízku legu ytri skilyrði Norræna hús ins. Ruth Tellefssen færði leik húsið, með öllu sínu andrúms lofti á fjalirnar í Vatnsmýrinni þetta kvöld, slikt er aðeins á valdi listakonu, sem hefir yfir burði til að bera. Hafi hið norska listafólk. þakkir fyrir stórbrotna listkynningu, og ekki hvað sízt fyrir málið, norskuna, sem hljómaði eins og músik. Unnur Arnórsdóttir. ■4 að tækjunum og lét tónana kast ast til. Leikur hans þetta kvöld var stórkostlegur. Hann gekk um, þann hluta sviðsins, sem honum var ætlaður og hafði gaman af að leika lengst til hægri, til að ljósmyndararnir fær af stað. Strákurinn í hon- um var mikill, hann hló, hopp- aði um og leikurinn var eins og í hálfkæringi. Þó, þegar hann lék glæsilegustu sólóin, náðí tónlistin honum öUum og hann kastaði höfðinu aftur, beygði sig aftur og lék af lífi og sál. Sama var a@ segja um Plant, að hann kastaði sér út í hlutina og átti þess vegna margar ágætar senur. Hann var tengiliðurinn milli áhorfenda og kynnti lögin, hvatti þá til »ð klappa, o. s. frv. Sjaldan eða jafnvel aldrei, hefur maður gert sér grein fyrir því, hve sterkir og góðir tónlistarmenn, John Paul Jones og John Bon- ham eru. Bonham tók hreint stórkostlegt sóló þarna á tromm urnar, fyrst með kjuðum og því næst með berum höndum. Jones, hinsvegar, var í skugg anum nær því allt kvöldið. Bassaleikur hans var með ágæt um og það sóló, se*n hann lék á orgelið var gullfallegt Zeppelin léku nokkuð mörg lög þarna í Höllinni í tæpar tvær kukkustundir. Þegar þeir voru búnir að leika VA tíma, tíl- kynnti Plant, að nú væru a@- eins tvö lög eftir. Þetta voru mikil mistök af hans hálfu, því hópur þeirra, sem næstir voru sviðinu, reis upp og þrengdi sér nær því. Algjört öngþveiti varð. Aðstaðarmenn höfðu varla við að draga stúlkuböm úr hrúgunni fyrir framan svið- ið, þær misstu meðvitund og voru margar nær kafnaðar. Svo fór, að Plant sjálfur fór að reyna a@ hjálpa þeim, sem voru í verstu þrengslunum. Hljóm- leikamir voru stöðvaðir og þeg ar loks komst á ró aftur, léku þeir eitt lag til. Flest lögin, sem þeir léku voru af annarri plötunni: „Thank you“, „Heartbreaker“, „Bring it on home“, „Moby Dick“ og fleiri. Þeir léku eitt lag af næstu plötu sinni, sem þeir unnu að síðustu tvo mánuði og kemur hún út í lok júlí. Það hét „Since I‘ve been lovin you" og lét það vel í eyrum. Þeir end- uðu með „Whole lotta love“ og buðu þvínæst góðanótt. Ef á heildarsvipinn er litið, er ekki hægt að segja annað, en of miki‘5 hafi borið á Page og Plant. Flest öll sólóin, sem þarna voru leikin, voru stórkost leg. Þegar frá þeim er horfið, var samhljómur Zeppelin ekki nógu góður. Sú stemming, sem var að skapast, var eyðilögð með þessu hléi, sem varð vegna þrengslanna. Einhverra hluta vegna urðu nokkur vonbrigði við þessa tónleika. Þau verða ekki bætt, en hægt er að koma í veg fyrir slíkt seinna, með því að sleppa þessum skefjalausa áróðri um „heimsins beztu hljómsveitir." Þegar manni verður hugsað aft ur til mánudagsins (án þess að krafa sé sett fram un* að þeir sanni þjóðsöguna) þá getur maður glaðzt yfir komu þeirra hingað. Þeir léku eins og engl- ar allir fjórir. Þökk, Led Zepp- elin. Baldvin Baldvinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.