Tíminn - 24.06.1970, Side 16

Tíminn - 24.06.1970, Side 16
/MlSvikudagur 24. fúní 1970. Ævintýrlh Led Zeppelin - Sjá'bls. 8 Þorlákur Ottesen, fyrrverandl formaSur og heiðursfélagi Fáks, stingur fyrstu skóflustunguna að nýja skeiSvellinum. (Timamynd: SB). Landvernd — Landgræðslu og náttúruvemdarsamtök ísl. hefja starfsemi HAMLA GEGN NATTÚRUSPJÖLLUM STUÐLA AO GÚDRI UMGENGNI EB-Reykjavík, þriðjudag. Undir kjörorðunum VERJUM GRÓÐUR, VERNDUM LAND, og HREINT LAND, FAGURT LAND, hóf LANDVERND — I.andgræðslu og náttúruverndarsamtök íslands starfsemi sína í dag. Er þetta fyrsta sumarstarf samtakanna og jafnframt tillag þeirra til Náttúru verndarárs 1970, sem haldið er í öllum Evrópulöndum. Heldur Land vernd áfram því starfi, sem Æsku Iýðssamband íslands hóf sumarið 1968 og verður nú sérstök áherzla lögð á, að beina athygli almenn- ings að gætilegri umgengni við gróður og annað umhverfi, sem er einn mikilvægasti þáttur nátt úruverndar, Samtökin hafa gert veglegt veggspjald, sem komið verður fyrir á ýmsum fjölförnum stöðum á næstunni, og einnig hafa verið skipulagðar 50 ferðir áliuga manna til landgræðslustarfa í sumar — og eru þær ferðir þegar hafnar. Landgræðslu- og náttúruvernd- Framkvæmdir hafnar við nýjan skeiðvöll Fáks SB—Reykjavík, þriðjudag. Framkvæmdir við nýjan skeið völl hestamannafélagsins Fáks, hófust í da/g, með því að Þorlákur Ottesen, heiðursfélagi Fáks og fyrr verandi formaður stakk fyrstu skóflustunguna, að viðstöddum borgarstjóra og borgarráðsmönn- um. Sá áfangi, sem nú er byrjað á, er völlurinn með 1200 metra hlaupabrawt. Ráðgert er, að hann verði tilbúinn til notkunar í haust. Með tiikomu þessa nýja skeið- vallar, lýkur langri sögu gamla skeiðvallarins við Elliðaár, en þar hafa farið fram kappreiðar ár- lega síðan 1922. í vor var Fák úthlutað nýju félagssvæði ilengra upp með Elliðaámum í Seláshverfi. Það eru 30 ha. sem félagið hefur á leigu til 25 ára. Þegar skóflustungan hafði verið tekin í dag. hóf jarðýta þegar vinnu, en gestum var boðið til kaffidrykkju j félagsheimili Fáks. Það er Hlaðbær h. f. sem sér um byggingu nýja skeiðvallarins. Verkinu átti upphaflega að vera lokið í ágúst, en vegna verkfall anna, er útséð um að það verði fyrr en í setpember. Áætlað er að 1. áfanginn muni kosta hálfa þriðju miltjón. Skipt verður um jarðveg á svæðinu og búið svo um hnútana, að frost eiga ekki að hafa á'hrif á vö'Ilinn. Næsti áfengi verksins er bygging áhorf endasvæðis og aðstöðu fyrir dóm ara. Næstu kappreiðar Fáks, sem haldnar verða um hvítasunnuna, munu væntanlega fara fram á nýja vellinum. í framtíðinni verð ut stefnt að allri þeirri fjöl- breytni í hestaleikjum, sem tliðk ast erlendis, til dæmis. hindrunar hiaup, kerruakstur og jafnvel póló, en á teikningum af nýja vellinum, er gert ráð fyrir póió- velli. Fonmaður Fáiks, Swinbátöm-iÐag finnsson, sagði í dag, að nú væru skráðir félagar um 600 og áhugi á hestamennsku færi mjög vax- andi, og sérstaklega meðal ungs fólks. í vetur hafði Fákur 450 hesta á fóðrum. Auk Sveintojörns eru í stjórn Fáks, þeir Sveinn K._ Sveinsson varaformaður, Örn Ó. Johnson, ritari, Einar G. Kvaran, gjaldkeri, Óskar Hallgrímsson, meðstjórn- andi og varamenn í stjórn, Guð- mundur Ólafsson og Friðþjóður Þorkelsson. arsamtök íslands voru stofnuð 25. október, 1969 og er markmið 6am takanna: Að stuðla að heftingu gróðurs- og jarðvegseyðingar, styðja hvers konar landgraéðslu, hamla gegn spjöllum á náttúru landsins, og stuðla að góðri um- gengni um landið. Stofnaðilar að Landvemd voru 43 landssambönd og félög, sem ná til landsins alls. Má þar nefna sambönd flestra atvinnugreina, íþrótta, ferðafélög, þjónustuklútoba og félög áhugamanna um ýmsar greinar náttúru Islands, og eru nú þegar tugir þúsunda landsmanna þannig aðilar að Landvernd. Veggspjaldið, sem Landvernd hef ur látið gera vegna herferðarinn ar „Verjum gróður, verndum land“ er prenta® í fjórum litum og hið glæsilegasta í alla staði. Eins og fyrr sagði hefur Land- vernd tekið sér fyrir hendur, að standa fyrir ferðum áhugafólks til landgræðslu. Alþingi hefur veitt til þessa starfs fjárhæð er nemur andvirði rúmlega 200 tonna af fræi og áburði, og einnig hafa ýmsir aðilar lagt samtökunum til fé í þessu skynL Fyrsta land- græðsluferðin hefur þegar verið farin — var þa® áhugamannahóp- ur frá Búnaðarbankanum er á dögunum fór upp að rótum Heklu til lagfæringar á náttúruspjöllum, sem þar hafa verið gerð sökum mikillar umferðar. Landvernd hefur sett á markað inn fræfötur, er verða til sölu á mörgum stöðum út um allt land — m. a. á öllum bensínstðvum. Hafði Lionsklúbburinn Baldur for göúga um þetta mál, fyrir fáum ár- um og seldi þá fötur hér, sem ætl- aðar voru ferðamönnum. Er verð hverrar fræfötur kr. 125, og er innihaldið nægjanlegt fyrir 50 fer metra ógróins lands. Hefur Landvernd margar áætl- anir á prjónunum varfðandi starf semina í framtíðinni, m. a. hafa samtökin mi'kinn áhuga á þvi, að komast að með fræðslu um aátt úruvernd og landgræðslu inn í barna- og unglingaskóla landsins, og hafa því hug á að gefa út fræðslubækling þar að lútandL Einnig er nú haft í huga að efna til ráðstefnu hér í Reyfejavík á hausti komanda, þar sem fjal'.að væri um mengun lofts 'og vatns. Samtökin hafa opnað skrifstofu að Klapparstíg 16 og hefur Árni Reynisson veri® ráðinn fram- kvæmdarstjóri, en formaður sam- takanna er Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari. Áburðar- flutningar dag og ndtt Stjas-Vorsalbæ, þriðjudag. Undanfarna daga hefur verið Ijómandi veður á SuðuifentE og má segja að við höfum fyrst orð ið varir við vorið eftir þjóðhátið. iSíðan verfcfallið leystist hafa verið gífurlegir átourðarflutningar austur fyrir fjall og toafa flutninga toílarnir verið á ferðinni dag og nótt. Margir bílstjóranna hafa svefnpoka með sér og leggja sig Framhaid á bls. 14. MARGIR SKÓLAR FULLNÆGJA EKKI ÁKVÆÐUM UM KRISTINFRÆÐIKENNSLU EJ-Reykjavík, þriðjudag. Af 72 unglingaskólum fullnægja 24 ekki kröfum námsskrár um kristinfræðikennslu, og af 136 gagn fræðastigsskólum hefur 41 skóli færri krlstinfræðitíma en vera ætti samkvæmt námsskrá, — sagði Ólafur Haukur Árnason, deildar- stjóri á Fræðslumálaskrifstofunni, í framsöguerindi á Presþastefn- unni 1970, sem hófst í morgun í Reykjavík. Aðalmál Prestastefn- unnar að þessu sinni er Kristin fræðsla í skólum, en sem kunnugt er stendur yfir víðtæk endurskoð- un fræðslulaganna hér á landi og eru þessi mál því af þeim sökum í brennidepli. Prestastefnan hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, en setn ing hennar var kl. 14 í Hallgríms kirkju. Þar flutti biskupinn yfir Islandi skýrslu sína, sem verður getið nánar síðar, en síðan hófust umræður um kristinfræðsluna. Fjrrsti framsögumaður var Ólaf ur Haukur og ræddi fyrst vanda- mál nútíma þjóðfélags, skort við- miðunar og fótfestu í andlegu lífi. Síðan fjaMaði hann um kristins dómsfræðsluna, sögu henar og tagagrundvöll. Sagði hann, að ineð fræðslulögunum frá 1946 væru Kristin fræði gerð að námsgrein í skyndinámsbekkjum gagnfræða- stigsins. Síðan ræddi hann, hvernig krist indómskennslu hefði verið háttað í skólum landsins á síðasta vetri í unglingaskólum, miðskólum, hér- aðsskólum og gagnfræðaskólum. Kom eftirfarandi í ljós: Af 72 unglingaskólum virðast 9 gera betur en að fullnægja kröf- um námsskrár um kristinfræði- kennslu. 24 fullnægja ekki kröf- um og 39 fara nákvæmlega eftir námsskrá. Af 12 miðskólum fullnægja 7 nákvæmlega ákvæðum námskrár, einn gerir betur en hinir full- nægja ekki kröfunum. Af 8 héraðsskólum kenna aðeins 2 kristin fræði. Af 136 gagnfræðastigsskólum gera 12 betur en að fullnægja ákvæðum námsskrár, en 41 skóli hefur færri kristinfræðitíma en vera ætti. Séra Leó Júlíusson flutti einnig erindi og fjallaði um stöða kirkj- unnar samkvæmt stjórnarskránni og sagði, að samkvæmt henni yrði kirkjunni ekki settar óeðlilegar hömlur um starf hennar á neinu sviði þjóðlífsins, heldur ekki opin berum skólum, enda er hún þjóð kirkja. Helgi Tryggvason, námsstjóri, talaði einnig, og benti á að fyrsta kennslan væri mikilvægust hverj- um manni, og kristin fræði því nauðsynleg sem slíkur grundvöll- ur. Taldi hann óhætt að byrja kennslu þeirra miklu fyrr en nú er gert. Benti hann á nauðsyn sérmenntaðra kristindómskennara og aukinna hjálpargagna. Guðmundur Þorsteinsson flutti einnig erindi, og ræddi m. a. um aðild kirkjunnar að fræðslumálum þjóðarinnar áður fyrr, og væri skólinn skilgetið afkvæmj kirkj- unnar hér á landi. Hann taldi, að brýn nauðsyn væri að leggja al- úð við kristinfræðikennslu, draga úr þululærdómi en auka bæna- og helgi stundir. Þá þyrfti að kenna siðfræði og trúarbragða- fræði við æðri skóla. Á morgun munu umræðuhópar starfa á Prestasteínunni. Fyrsti fundur í Norðurlandskjördæmi vestra á fimmtudag Fyrsti þjóðmálafundur Framsóknarflokksins á Suðurlandi ákveðinn Framsóknarflokurinn efnir am þessar mundir til almennra þjóð málafunda um land allt. Formað ur flokksins, Ólafur Jóhannesson, mætir á fundunum. Þegar hafa verið haldnir fundir í Vesturlands ‘kjördæmi, en á fimmtudaginn verður fyrsti fundurinn 1 Norður landskjördæmi vestra, verður hann á Blönduósi. Þá hefur verið ákveðinn fyrsti fundur á Suðurlandi, verður hann í Árnesi í Gnúpverjahreppi, föscu daginn 3. júlí kl. 21,00. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.