Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 1
witro ■§»§ 146. tbl. — Föstudagur 3. júlí 1970. — 54. árg. Yfirvinnubann og útskipunarbann stendur enn ALLT ATHAFNALÍF Í EYJUMAD STODVAST Sáttasemjari til Vestmannaeyja í dag KJ-Reykjavík, fimmtudag. Segja má, aS allt athafnalíf stöðvist í Vestmanna- eyjum á næstu dögum, ef ekki takast samningar milli atvinnurekenda og verkalýSsfélaganna þar mjög bráS- lega. Sáttasemjari er væntanlegur til Eyja á morgun, föstudag, og er þaS von manna, aS samningar takist, svo hin mikilvæga útflutningsframleiSsla Vestmannaeyja geti haldiS' áfram meS eSlilegum hætti. Við Norræna húsið verður komið upp fimm sýningarskálum, eins og sjást hér á myndinni, og verður hver skáli einkenndur með fána síns lands. f skálum þessum verða ýmsar upplýsingar um samvinnustarfið i viðkomandi löndum. ÁRSÞING NAF HALDIÐ HÉR Á LANDI í FIMMTA SINN Erlendir fulltrúar um 100 talsins KJ-Reykjavík, fimnitudag. f næstu viku halda Norræna samvinnusambandið og Norræna útflutningssambandið ársþing sitt hér í Reykjavík, og verður þetta í fimmta sinn sem Norræna sam- vinnusambandið, skammstafað NAF, heldur ársþing sitt hér. Meðal umræðuefna á NAF-árs- þinginu, verður hugsanlegur rekst ur niðursuðuverksmiðju NAF íslandi, en atliuganir í því sam- bandi liafa staðið yfir að undan- fömu. Aðild að NAF eiga öll sam-r vinnusamböndin á Norðurlöndun-j um, og til þingsins koma helztu forystumenn þeirra, auk starfs-j manna NAF í aðalstöðvunum Aukin iðnaðar- framleiðsla EJ—Reykjavík, fimmtudag. Könnun á ástandi og horfum í iðnaðinum á 1. ársfjórðungi þessa;; árs sýnir, að um verulega fram; leiðsluaukningu er að ræða ef miðí að er við sama ársfjórðung í[ fyrra. Hins vegar var framleiðslu; magnið minna en á síðasta rsí fjórðungi 1969, en búizt er við verulegr aukningu 2. árs-j fiórðungi bessa árs miðað við haðf sem var ú I. ársfjórðungi. Nettóniðurstaða könnunarinnart var sú. að fyrirtæki, sem höfðui 48% af heildarmannaflanum, ■ höfðu meiri framleiðslu ep á sama j ársfjórðungi 1969. Hefur aukningf in orðið 10—15%. Sölumagnið virðist hafa hald- izt í hendur við framleiðslut magn, og nýting afkastagetu er; nálega óbreytt frá síðasta árs-[ fjórðungi 1969. Nokkuð er umj fyrirhugi-or fjárfestingar. Könnunarinnar verður nánar \ getið síðar. Kaupmannahöfn og innkaupaskrif stofum víða um heim. Alls verða erlendu gestirnir á þinginu um eitt hundrað talsins. Norræna samvinnusambandið sem var stofnað 1918, hefur haft forgöngu um sameiginleg innkaup fyrir samvinnusamböndin á Norð- urlöndum og rekur sérstakar inn- kaupaskrifstofur í Lundúnum,; Valencia, Santos San Francisco, Buenos Aires og Bologna. Hefur það með þessum hætti bæði get-: að tryggt úrvalsvörugæði og hag- stæðasta verð á ýmsum vöruteg- undum. Það er t.d. stærsti inn- flytjandi kaffis í allri Evrópu. Auk sameiginlegra innkaupa hefur NAF beitt sér fyrir sam- Framhald á bis. 15. Undanfarnar vikur hefur ver ið yfirvinnubann og bann við útskipun í Vestmannaeyjum. Þetta bann hefur haft það í för með sér, að frystigeymslur hinna stóru frystihúsa þar, eru sem óðast að fyllast, ef þær eru þá ekki ful’ar nú þegar. Bátarnir hafa ekki komið með meiri fisk að landi, en sem svarar því, sem hægt er að vinna 1 húsunum i dagvinnu. Hefur þetta m. a. orsakað það, að þó nokkrir Byjabátar hafa landað í Færeyjum, þar sem þeir fá ákveðið verð fyrir fiskinn, og einnig hafa ein- hverjir bátar landað í Þor- lákshöfn. Olíulaust var orðið í Eyj- um, en nú hefur olíuskipið Kyndill losað þar olíu, svo sá skortur er úr sögunni. Verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum voru ekki aðilar að kjarasamningunum, sem gerðir voru á dögunum í Reykjavík, heldur ætla þau að þessu sinni að semja algjör- lega sér, þar sem um ýmis sérstök Vestmannaeyjakjaramál þarf að fjalla. Sáttasemjari, Valdimar Stef- ánsson saksóknari ríkisins, hef ur aðeins einu sinni kotndð til VMtmannaeyja, en á morgun, föstudag, fer hann í annað sinn til Eyja, og er það von manna að samningar takist í þessari atrennu. Miklir loftflutningar hafa átt sér stað til Eyja, þar sem engar skipasamgöngur hafa verið þangað unáanfarið, og Vestmannaeyingar hafa því al- gjörlega orðið að treysta á loft flutninga. Er bæði dýrt og erfitt að flytja sumar vöru- tegundir til Eyja, og því ber þar á skorti á sumum sviðum. Margar fyrirspurnir vegna gagn fræðaskólans við Laugalæk: 51 af 109 náðu framhalds- einkunn á landsprófi þar EB—Reykjavík, fimmtudag. • Mikill úlfaþytur virðist nú vera sums staðar hér í borg inni út af gagnfræðaskólamim við Laugalæk, og hefur mikið verið um, að fólk hafi hringt til Tímans og spurt hvers vcgna ekki væri birt í blaðinu frétt um starfið í Laugalækjar skólanum í vetur, og námsár- angur þar eins og gert hefur verið við aðra gagnfræðaskóla borgarinnar- • Hcfur svo verið á fólkinu að heyra, að námsárangur i skólanum hafi verið mjög léleg ur, og að skólinn sé nokkurs konar „ruslakista“ annarra gagnfr.skóla borgarinnar, þar scm skólastjórar þeirra vilji helzt ekki taka inn nemendur, nema mcð háar einkunnir, til þess að halda skólunum í góðu áliti hjá almenningi. • Vegna þessa, sneri blaðið sér til Óskars Magnússonar skólastjóra Laugalækjarskóla, og leitaði upplýsinga hjá hon- um um skólann. Veitti hann okkur þær og koma þær hér á eftir: Gagnfræðaskólanum við Laugalæk var slitið 13. júní s. 1. Lauk þá fyrsta starfsári skólans. Voru nemendur skólans þetta skólaár 560 í 22 bekkjaideildum. Fastir kennarar voru 31, en stunda kennarar 8. Luku 179 nemend ur 1. bekkjarprófi og hæstu einkunn hlaut Eggert Péturs son 9.47. 157 nemendur gengu upp í unglingapróf og stóðust 142 prófið. Hæstu einkunnir Mutu þeir Reynir G. Jónasson, 9,58 og Jóhann G. Jóhannsson, 9,53 Upp í landspróf miðskóla gengu 109 nemendur, og stóðust 75 nemendur prófið, þar af náði 51 nemandi framhaldseinkunn, en 10—11 til viðbótar munu endurtaka próf í nokkrum greinum í haust. Hæstu eink- unn á landsprófi hlaut Snorri Sigfús Birgisson, 9,3. í verzlunardeildinni gengu 30 nemendur upp í próf og náðu allir prófi nema 3. Hæstu meðaleinkunn hlaut Guðrún Matthíasdóttir, 8,20. í almennum III bekk gengu 27 upp í próf, þar af tveir utanskóla. Stóðust 11 nemend- ur. prófin, og hæstu einkunn Framhald á bls. 15. Nefndakosningar í borgarstjórn - bls. 8 Forsetahjónin til Austurlands EJ—Reykjavik, fimmtudag. Forseti fslands og kona hans munu ferðast um Austurland síðai í þessum mánuði. Hefst ferðalagið miðvikudaginn 15. júlí og stendur til og með 21. iúlí. Samkvæmt upplýsingum skrif stofu forseta íslands. er ferða áætlunin í meginatriðum sem hér segir: Miðvikudaginn 15. júlí verð ur komið í Norður-Múlasýslu með viðdvöl í Vopnafirði, fimmtudag 16. júlí viðdvöl á Seyðisfirði, farið um kvöldið í Suður-Múlasýslu og gist að Hallormsstað. 17. júlí verður viðdvöl á Egilsstöðum og ná- grennið skoðað. Laugar- daginn 18. júlí viðdvöl á Nes- kaupsstað og Eskif. Sunnu- daginn 19. júlí viðdvö'. á Reyð arfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvar firði og í Breiðdal. Mánudaginn 20. júlí verður viðdvöl á Djúpa vogi og farið í Austur-Skafta fellssýlu og gist á Höfn í Homa firði. Þriðjudegi 21. júlí verja forsetahjónin í Austur-Skafta fellsýslu, fyrst og fremst á Höfn og í nágrenni hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.