Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 10
ro TÍMINN FÖSTUDAGUR 3. Julí 1R70. FULLT TUNGL Eftir P G. Wodehouse 29 til Göllys. eða bara hringir til ihans? — spurði Freddie. — Sendi skeyti? hringi? — sagði iarlinn sem greinilega hafði ekki dottið í hu,g þær aðferðir, svo snjaillar sem þær voru þó. — Guð náði sál mína, það hefði dg getað gert, en nú er það og seint, — sagði jarlinn og andvarp aði, — ég var svo óheppinn að gleyma afmæiisdegi Veroniku, sem er á morgun, og hef þar af leiðandi ekki keypt neina gjöf handa henni og nú heimtar móð- ir hennar að ég fari til London og kaupi gjöfina handa Veroniku. Allt í einu glampaði á eitthvað í sólskininu, það var einglyrnið hans Freddies sem hafði henzt út úr augnatóftinni um leið og hann æpti: —Guð hjálpi mér, afmælið hennar Vee, auðvitað, ég er feg- inn að iþú minntir mig á þetta. Pahbi viltu gera nokkuð fyrir mig? — Hvað er það? — spurði jarl- inn, varfærnislega. —.Hvað ætlar þú að kaupa handa Vee? — spurði Freddie. — Ég ætlaði nú að kaupa eitt- hvert ódýrt iglingur, eins og stúlk um þykir gaman að bera, frænka þín stakk upp á armbandsúri. — Ágætt, sú hugmynd felur vel að ráðagerð minni, iþú skalt fara til Aspinalls, í Bondstræti, þeir hafa armbandsúr af ölium gerðum. Þegar þú ert korninn þangað skaltu segja þeim að þú sért fulltrúi F. Threepwoods, ég skildi hálsfestina hennar Öggu eft ir hjá þeim, það átti að hreinsa hana, og um leið pantaði ég men handa Vee, segðu þeim að senda festina tií. . . fylgistu með bví sem ég er að segja pabbi? — Nei, — sagði jarlinn. — Þetta er afar auðskilið, fest- in á öðru leitinu og menið á hinu, segðu þeim að senda festina til Öggu, á Ritz hótelið í París. . . — Hiver er Agga? — spurði jarlinn, af þó nokkrum áhuga. — Hvaða, hvaða. Pabbi nú ertu ekki upp á þitt bezta, Agga er konan mín. —Ég 'hélt að konan þín héti Francis. — Nei, hún heitir Niagara. — Það er skrýtið nafn. — Foreldrar hennar dvöldu yf- ir hiveitibrauðsdagana í gistihúsi hjá Niagara-fossunum. — Er ekki Niagara borg i Ameríku? — Það er nú frekar hrikalegt úrfelli en borg. — Ég hef al'lta' haidið að það væri borg. — Uppfræðarar þínir hafa leitt þig á villigötur um það mál pabbi. En væri þér sama þó við snérum okkur aftur að aðalefninu? tím- inn líður. Segðu þessum fuglum hjá Aspinell að senda festina til Öggu, utanáskrift: Ritz Hótel Par- ís, og komdu hingað með menið. Þú skalt ekki óttast að þú sitjir uppi með barnið. Nú vaknaði áhugi jarlsins. Ifann hafði ekki heyrt minnzt á þetta fyrr, hann spurði: —Eigið þið barn? er það drengur? hvað er hann orðinn gamall? hvað heitir hann? er hann nokkuð lijkur þér? — jarl- inn sárvorkenndi vesalings hvít- voðungnum ef hann líktist föður sínum._ — Ég talaði í líkingum, pabbi — sagði Jfreddie þolin-móður, — meinti að þú skyldir ekki óttast að þú þyrftir að borga reikning- inn, það er búið að borga þetta, ertu nú með á nótunum? — Auðvitað. — Segðu mér þá söguna með þínum eigin orðum. — Það er festi og men, — — Já. en ruglaðu þessu ekki saman. — Ég ruglast aldrei í neinu, þú vilt að ég láti senda menið ti'l konunnar þinnar og komi með festina með mér heim. — Nei, nei alveg öfug-t. — Já, eins og ég ætiaði að segja. alveg öfugt, betta liggur ijóst fyrir, en hvers vegna er Franeis uppnefnd Niagara? — spurði jarlinn, hann hafði áhuga á því atriði málsins. — Hún heitir ekki Francis, og hún er ekki uppnefnd. —Er hún ekki hvað? — Uppnefnd Niagara. — En þú sagðir mér það sjálf- ur, fór hún með barnið til Pa-ís- ar með sér? Freddie tók nú upp ljósbláan vasaklút og þurrkaði sér um enn- ið og sagði: ^ — Heyrðu nú pabbi er þér ekki sama þó við sleppum þessu öllu? ekki með menið og festina. heldur umræðunum um Francis og barnið. — En mér finnst Francis fall- egt nafn. — Það finnst mér líka, það hljómar sem tónlist í eyrum mín- i um, en eigum við ekki samt að ' hætta að ræða um þetta, bara reyna að gleyma þessu, ég held við verðum þá báðir hamingju- samari. — Ohicago, — sagði jarlinn ánægður. — E, ha? — sagði Freddie. — Það er ekki Niagara, heldur Chicago, það er borgin sem ég meinti. það er borg í Ameríku sem heitir Ohicago. — Já, hún var þar að minnsta kosti þegar ég fór þaðan, en með- al annarra orða, hefur nokkuð verið hér á seyði upp á síðkastið? — spurði Freddie, sem var ákveð- inn í að skifta um umræðuefni áður en faðir hans spyrði hann hvers vegna hann hefði skírt barnið Indianapo'lis. Emsworth jarl velti þessari spurningu fyrir sér, hann var nýbúinn að endur- skoða matarskammt keisaraynj- unnar og hafði verið ánægður með árangurinn, en honum flaug í hug að þær fréttir mundu ekki hrífa yngri son hans. enda vissi hann að Freddie hafði aldrei verið neinn spekingur. Jarlinn tók að leita í hugarfylgsnum sínum og mundi þá eftir samtali við mág sinn, Wedge hershöfðingja, jarl- inn sagði: — Egbert -frændi þinn er afar gramur. — Út af hverju? — Hann segir að garðyrkju- mennirnir hafi verið að elta Ver- oniku. Freddie -hrökk við þegar hann heyrði þessa yfirlýsingu, þetta hneykzlaði hann iíka og var hann þó engin tepra, hann vissi sem var að frænka hans var mjög freistandi stúlka. en hann hafði talið brezka garðyrkjumenn hafa meiri sjá'lfstjórn en svo að þeir tækju upp á öðru eins og þvílíku háttalagi. — Eltu garðyrkjumennirnir Vee? meinarðu hópum saman’ — spurði Freddie. — Nei, ég man núna að það var bara einn sem elti hana, ég man þetta nú ekki vel, en mig minnir að hann hafi svo alls ekki verið garðyrkjumaður begar til kom, heldur þessi náungi sem er ástfanginn af Prudence frænku þinnL — Hvað þá? — sagði Freddie og riðaði við, hann hörfaði að svínastíunni og studdi sig við girð inguna á meðan hann þreyfaði máttleysislega e-ftir einglyrninu sínu sem einu sinni enn hafði skotizt út úr augnatóftinni. — Ja, Egbert fullyrðir þetta, mér finnst betta furðulegt, maður hefði frekar búizt við að náung- inn elti Prudence. Veronica hljóp til móður sinnar, og hún fór sam- stundis til mannsins og spurði hann hvað hann meinti með svona framkomu, þá lét maður- inn hana fá sendibréf og stóldmg, ég skil heldur ekki almennilega þann hluta sögunnar, ef maður- inn elskar Prudence, þá er mér óskiljanlegt hvers vegna hann stendur í leynilegum bréfavið- skiptum við Hermione og er að gefa henni peninga, Hermione á nóga peninga, en svona er þetþa nú samt, — sagðj jarlinn. — Ef þú vilt vera svo væna að afsaka mig pabbi, þá ætta ég að skjögra af stað ég þarf að leggja heilann alvarlega í bleyti, — sagði Freddie hálfkæfðri röddu. Að svo mæltu tók hann vasaklútinn aftur og þurrkaði sér um ennið, hann skildi hvernig í öllu lá, þó að jarlinn botnaði ekk- ert í þessu, sem heildur ekki var von, en Freddie varð þegar Ijóst að vesalings Blister hafði aftur eyðilagt hina ágætu áæfclun sem hafði verjð lögð u-pp í hendurnar á honum og nú var hann vafalaust að ganga frá dótinu sínu niður á Emsworth Arms. því ekki mundi Hermione frænka hans hafa beð- ið borðann með að reka hann, ea Freddie gat ekki farið til vesalings vinar sijns, til að ræða málið við hann, vegna þess að-Finch fólkið átti von á honum tjl hádegisverð- ar, og það var ektó hægt að leika kér að þvj að svíkjast um að miæta hiá því frekar en Fanshawe-Ohad- wioks fjölskyldunni. í Freddie gekk hægt, hann hafði ekki gengið lengi er hann kom I auga á einn þessara bekkja sem er föstudagur 3. júlí — Procesus og Martirsianus Tungl í hásuðri kl. 13,30 Árdegisháflæði í Rvík kl. 6,54 HEILSUGÆZLA Slökkviliði? siúkrabifreWir. Sjúkrabifreið t Hafnarflrðl 1 sima 51336 fyr*. r vkjam'k ng Kópavog sími 11100. ) Slysavarðstofan i Borgarspítaianum er opin aUan sólarhringinn. Að- eins móttaka slasaðra. Siml 81215-. Rópavogs-Apótek og Kenavlkur Apótek erc opin virka daga kl 9—19 laugardaga kL 9—14 helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um læfcna þjónustu t borginnJ eru gefnax símsvara læknafélags Reykjavtk- ur, sími 18888. Fi garhe "ð í Kópavogl. HQfðarvegi 40. simi 42R44. Kópavogs-apótek og Keflavikur- apótek era opin virka daga fcl. » —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- daga kL 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla vírka daga frá tó 9—7 a laugar dögnm tel 9—2 og a suMnudögum og öðrum belgidögnm er >pið uá ki. 2—4. Tannlæknavakt er * 1 * 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Heiisuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð stofan var) og er opin laugardaga og sunnudaga fcl. 5—6 e. h. Simi 22411 Kvöld og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 27. júrd — 3. júli annast Laugavegs-npótek og Holts-apótek. Næturvörzlu í Kelifavík 3. 7. ann ast Arnbjörn Ólafsson. SIGLINGAR Skipadeildin: Arnarfell fer frá ísafirði í dag til Blönduóss. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfn um. Dísarfell losar á Austfjörð- um. Litlafell er í Þorlákshöfn Helgafell fór frá Borgarnesi í gær til ísafjarðar. Stapafell er á Sauðárkróki. Mælifell fór frá Sauð árkróki í gær til Þingeyrar og Keflavíkur. FLUGÁÆTLANIR FLUGFÉLAG ÍSLANDS h. f. Millilandaflug Gullfaxi fór til Glasg. jg Kaup mannahafnar kl. 08,30 í morgun. Vélin er væntanleg aftur til Kefla víkur kl. 18,15 í kvöld. Gullfaxi fer til London kl. 08.00 í fyrra málið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir) Akur eyrar (2 ferðir) Patreksfjarðar. ísafjarðar. Sauðái'króks. Egils- staða og Húsavikur. Á morgun er áætlað-að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Ak- ureyrar (3 ferðir) Hornafjarðar, ísafjarðar, Egilsstaða (2 ferðir) og Sauðárkróks. Loftleiðir. Snorri Þorfinnsson er væntanleg ur frá NY kl. 07,30. Fer lil Lux emborgar kl. 08,15. Er væntanleg ur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til NY kl. 17,15. Þorfinnur karlsefni er væntanleg ur frá NY kl. 09.00. Fer til Luxemborgar kl. 09.45. Er væntan legur til baka frá Luxemborg kl. 18.00. Fer til NY ];1. 19.00. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 10,30. Fer til Luxem borgar kl. 11.30, Er væntanlegur til baka frá Lux. Kl. 02,15. Fer til NY kl. 03,10. FELAGSLIF FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 1. Miðnorðuriand 4.—12. júlí 2. Fljótsdalshérað — Borgarfjörð ur 11. — 19. júlí 3. Vestfirðir 14. — 23. júlf 4. Kjölur — Sprengisandur 14. — 19. júlí 5. Suðausturland 11.—23. júlí 6. Skaftafel'l — Öræfi 16. — 23. júllí 7. Skaftafell — Öræfi 23. — 30. júlí 8. Hornstrandir 16.—29. júl? 9. Fjallabak — Laki — Núps- staðaskógur 18. — 30. júlí 10. Kjölur — Sprengisandur 23. — 28. júlí. Ennfremur vikudvalir i sælu húsum félagsins í Þórsmörk, Landmannalaugum, Veiðivötnum, Kerlingarfjöllum og Hveravöllum. Leytið nánari upplýsinga og ákvcðið ykkur tímanlega. Fcrðafélag íslands, Öldugötu 3 símar 11798 — 19533. Kvenfélag Grensássóknai': Fer skemmtiferð miðvikudaginn 8. júlí kl. 5 s. d. frá Hvassaleitis skóla. Farið verður hringferð, Strandakirkja, Hveragerði. Tilkynnið þátttöku fyrir mánu- dagskvöld í síma 36911, 35955 og 34965. ÁHETToG GJAFIír: Áheit á Strandakirkju kr. 1000 ÁRNAÐ HEILLA 70 ára er í dag, föstudaginn, 3. júlí, frú Jóhanna Haraldsdóttir, Vogum, Xelduhverfi. Jóhanna hef ur láti'ð félagsmál sveitar sinnar mikið til sín taka. Hún hefur ver ið j stjórn Kvenfélags Kelduhverf is í rúm 15 ár og er eini núlif andi stofnandi þess. Frú Jóhanna verður að heiman á afmælisdag inn. Hennar verður nánar getið í íslendingaþáttum Tímans. ORÐSENDING Vegaþjónusta FÍB: Helgina 4.—5. júlí 1970. FÍB - 1 ÁÁrnessýsla (Hellisheiði. Ölfus og FIói) I ÍB _ 2 Þingvellir, Laugarvatn FÍB _ 3 Akureyri og nágrenni FÍI5 _ 4 Hvalfjörður, Borgarfjörður FÍB — 5 LU frá Akranesi FÍB — 6 Úf frá Reykjavík FÍB — 8 Árnessýsla og víðar FÍB —11 Borgarf "'rður. Ef óskað er eftir a'ðstoð vega þjónustubifreiða veitir Gufunes radíó, sími 22384, beiðnum um aðstoð viðtöku. Lárétt: — 1 Hljóðfæri 6 Ömarga 7 Happ 9 Rödd 11 Mæliein. 12 Gu'ð 13 Leiða 15 Venju 16 Húð- fletta 18 Vitleysuna. Krossgáta Nr. 573 Lóðrétt: — 1 Stand 2 Hit- unartæki 3 Leyfis* 4 Haf 5 Frægra 8 Angan 10 Gruni 14 Orka 15 Litu 17 Tveir eins. Ráðning á gátu no. 572: Lárétt: 1 Sómalía 6 Óró 7 Már 9 Und 11 AÁ 12 ÓO 13 Rás 15 Eir 16 Áti 18 Atrenna. Lóðrétt: 1 Samaría 2 Mór 3 Ar 4 Lóu 5 Andorra 8 ÁÁA 10 Nói 14 Sár 15 Ein 17 Te.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.