Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 9
^ÖSTUDAGUR 3. júlf 197«.
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
FYamkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórairiinisson (áb), Anidrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóiri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar-
skrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Banfloastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsinjgasími 19523.
Aðrar skrifstofur sórni 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — f lausasöiu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Forðast verður víxl-
hækkanir
Riki.sstjórnin hefur snúið sér til Alþýðusambands ís-
lands og Vinnuveitendasambands íslands, og óskað sam-
starfs við þessa aðila um rannsókn og tillögugerð, er
megi verða til þess að koma í veg fyrir, að víxlhækkanir
á kaupi.og verðlagi dragi úr gildi kauphækkana.
Það er vissulega ekki nema gott um þessa málaleitan
að segja, þótt betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði
strax hafizt handa sjálf um aðgerðir til að tryggja gildi
þeirra kauphækkana, sem nú hefur verið samið um.
Slíkar aðgerðir eru svo aðkallandi, að ekki má draga þær
með tilvísun til þess, að verið sé að bíða eftir tillögum
frá Alþýðusambandinu og Vinnuveitendasambandinu. Til
svo skjótra aðgerða er hins vegar ekki hægt að ætlast
af þreyttri og værugjarnri ríkisstjórn.
Hér á eftir skal bent á nokkrar slíkar aðgerðir, sem
eru í samræmi við það, sem Framsóknarmenn hafa beitt
sér fyrir á þingi eða haldið hefur fram hér í blaðinu:
Þá er fyrst aS nefna það, að ríkisvaldið verður sjálft
að forðast allar hækkanir, sem gætu leitt til víxl-
hækkana. Þegar kaupgjald hefur hækkað, hafa ríkið
og ríkisstofnanir oftast orðið fyrstu aðilarnir til að
hækka verðlagið á eftir, t.d. á rafmagni, heitu vatni,
póst- og símaþjónustu o.s.frv. Þetta hefur hækkað
vísitöluna og leitt til nýrra kauphækkana. Einkaaðilar
hafa svo fylgt fordæmi ríkisins og stofnana þess.
Rikisstjórnin verður að hlutast til um það nú, aö eng-
ar slíkar hækkanir eigi sér stað og a.m.k. alls ekki
meðan beðið er eftir rannsókn og tillögum þeirra
stéttarsamtaka, sem hún hefur nú leitað ráða til.
Til þess að þær verðhækkanir, sem óhjákvæmilega
hljóta að verða, leiði ekki til hækkana á kaupgjalds-
vísitölunni, verður ríkisstjórnin að gera gagnráðstafanir
til lækkana- Á seinasta Alþingi fluttu Framsóknarmenn
tillögur um, að helztu lífsnauðsynjar yrðu undanþegnar
söluskatti og að fjölskyldubætur yrðu hækkaðar um
20%. Þetta myndi jafngilda þremur vísitölustigum.
Fjárhagslega á ríkissjóði að vera þetta vel mögulegt, þar
sem tekjur hans munu stóraukast næstu mánuðina sök-
um þeirrar aukningar á viðskiptum, er kauphækkanirnar
hafa í för með sér.
Þá kemur næst að athuga þær ráðstafanir, sem hægt
er að gera fyrir atvinnuvegina, til að draga úr því, að
þeir þurfi að hækka verðlagið vegna kauphækkunarinn-
ar. Fyrir iðnaðinn væri það mjög mikilvægt, að alveg
væru felldir niður tollar á vélum og efni til iðnaðarins,
eins og Framsóknarflokkurinn lagði til á síðasta þingi.
Tekjumissir ríkisins af því myndi vinnast upp aftur í
aukinni atvinnustarfsemi og tekjum, sem fengjust þannig.
Þá er nauðsynlegt að rekstrarlánaþörf atvinnuveganna
verði miklu betur fullnægt en átt hefur sér stað undan-
farið. Vaxtalækkun myndi einnig bæta mjög aðstöðu
þeirra fyrirtækja, er hafa umsvifamestan rekstur.
Þannig mætti rekja þetta áfram. Hér geta fjölmorg
úrræði komið til greina. Þótt sum virðast litlu skipta,
geta þau sameiginlega áorkað miklu.
Þótt stjórnarandstæðingar hafi litla trú á ríkisstjórn-
inni og vilji koma henni frá sem fyrst, eru þeir fúsir
til að styðja hana í allri slíkri viðleitni, því að hér er
um sameiginlegt hagsmunamál allra að ræða. Hér er
um það að ræða, að reyna að tryggja batnandi lífskjör
og sem stöðugastan kaupmátt gjaldmiðilsins, en það er
öðru fremur undirstaða heilbrigðs efnahagslífs. Þ Þ.
STANLEY MEISTLER, Herald Tribune:
Kínverskir sérfræðmgar annast
þjáifun hersins í Tanzaníu
Áhrif Kínverja fara vaxandi í Suðaustur-Afríku.
KOMMÚNISTAR í Kína gera
sýnilega ráð fyrir, að kynþátta-
styrjöld í Afríku í fraantíðinni
geri þá áhrifameiri en aðra er-
lenda menn þar í álfu. tínn sem
komið er eru þeir ekki sérlega
áhrifamiklir, en álit þeirra og
virðing hefm- þó aukizt, eink-
um eftir að þeir tóku að sér
að leggja þúsund mílna langa
járnbraut frá Dar es Salaam til
Zambiu, sem ekki nær að sjó.
Tanzaníumenn og útlendingar,
sem starfa í Dar es Salaam og
eru kunnugir landsháttum,
bregðast reiðir við ef gefið er
í skyn, að um sé a@ ræða
ískyggilegt áhrifavald Kínverja.
Þeir benda á, að Julius Nyerere
forseti, sem telur sig sósíalista,
sé menntamaður á vestræna
vísu, fluggáfaður og gæddur
sterku áhrifavaldi sem einstakl-
ingur. Til þess komi aldrei, að
hann selji Kínverjum land sitt.
Ennfremur er á það bent, að
landið hafi lotið nýlendustjórn
Þjóðveria og Breta í meira
en hálfa öld. Mótun öll á síðari
tímum sé þvi af vestrænum
toga spunnin. Um þúsund Kín-
verjar eru að vísu komnir til'
starfá og fér' f jölgándi,' eií "þieir 1
eru yfirleitt út af fyrir sig, forð
ast alla boiðun og fara heim
þegar starfi lýkur.
ÞEIR, sem haldi uppi vörn-
um fyrir Nyerere forseta, halda
fram, að hann sé aðeins að sæta
beztu kjörum, sem honum bjóð-
ist. Kínverjar veiti honum dýr-
mæta aðstoð með því að leggja
járnbrautina og annast aðrar
framkvæmdir, en hann hafi áð-
ur leitað til Vesturlandabúa um
aðstoð. Kínverjar bjó@i venju-
lega hagstæðari kjör en hann
eigi kost á hjá vestrænum
mönnum.
Nyerere hefur sjálfur komizt
svo að orði: „Við erum þráir
og fastir fyrir Tanzaníumenn.
Ætli Kínverjar að ná valdi yfir
okkur, munu þeir kom.ast að
því fullkeyptu“.
Þessi umsögn er á góðum
rökuim reist. Á þessu ári hafa
þó vaknað grunsemdir, sem
draga nokku@ úr gildi hennar.
Kínverjar hafa haft meiri áhrif
á hermál Tanzaníu frá síðast
liðnum áramótum en nokkrir
aðrir útlendingar. Þeir annast
bæði þjálfun hersins og svörtu
skæruliðanna, sem stefn? að því
að ná sunnanverðri Afriku úr
klóm ríkisstjórna hvítu drottn-
aranna.
AUÐVELT er að gera sér í
hugarlund, hvað gæti gerzt.
Skæruliðarnir hafa um tíunda
hluta Mozambique á valdi sínu
og ef þeim tækist að brjóta sér
b/aut lengra inn á yfirráða-
svæði Portúgala, kynnu Portú-
galar að grípa til þess örþrifa-
ráðs að varpa sprengjum á
stöðvar og griðastaði skærulið-
anna í Tanzaníu.
Styrjöldin hlyti að færast í
aukana ef úr þessu yrði. Skæru
liðar og Tanzaníumenn yrðu þá
a@ krefjast aukins vopnabúnað-
ar. Kína kommúnistanna kæmi
Nyerere.
Mao.
áreiðanlega til hjálpar, enda
láta Kínverjar nú þegar í té
meiri vopn en aðrir. Aðstaða
skæruliða hlyti að styrkjast við
þetta, Portúgalar að herða tök
sín og berjast af enn meiri
ákefð en áður og áhrif Kín-
verja ykjust.
Þarna gæti hafizt svipuð
skrúfa og í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins, þegar
Rússar uku aðstoð sína- Fyrr á
árum varð erlendum mönnum
tíðrætt um sjálfstæði Gamel
Abdel Nassers Egyptalandsfor-
seta, rétt eins og þeir fjölyrða
nú um sjálfstæði Nyerere.
Þessi þróun er að vísu undir
því komin, að skæruliðarnir
auki afl sitt og umsvif, þar til
ýfingar þeirra í sunnanverðri
Afríku eru orðnar a@ innrásar-
styrjöld. Skæruliðarnir eru
ekki orðnir neitt ægilegi. enn,
en Kínverjar bíða þess sýnilega
þolinmóðir að sá draumur
þeirra rætist, að kynþáttastyrj
öld hljóti óhjákvæmilega að
brjótast út.
NYERERE forseti gerir sér
grein fyrir þessari hættu, en
hann telur sig eiga skyldum að
gegna við að steypa ríkisstjórn
um hvítra manna af stóli í Af-
ríku og verður að treysta varn
ir iands síns gegn gagnárásum
Portúgala j framtíðinni, ef tii
þeirra kæmi. Kínverjar eru fús
ir að veiía aðstoð sína, einir
allra þjóða Nyerere treystir
því til fulls, að honum sé óhætt
að þiggja aðst.cð þeirra án þess
að þurfa að eiga á hættu, að
hann miasi stjorn á framvinc'-
un"i
Kanadamenn voru ahrifa-
meir: en aðrir um varnir Tanz-
aníu alit fram að síðast liðnum
áramótum. 90 Kanadamenn
höfðu um fimm ára skeið stjórn
að þjálfun og uppbyggingu
bæði landhers og flughers í
Tanzaníu. Samningar runnu út í
árslok 1969, og Tanzaníumenn
ákváðu að endurnýja þá ekki.
Talið er, að Tanzaníumenn
hafi viljað afla sér fjölbreytt- 1
ari og öflugri búnaðar en Kan-
adamenn voru reiðubúnir að
láta í té. Tanzaníumenn eru
sagðir hafa óttazt hefndarráð-
stafanir Portúgala vegna at-
hafna skæruliða í Mozambique,
og viljað koma sér upp orrustu-
þotum, stórskotaliði, loftvarna-
byssum, skriðdrekum og varð-
bátum. Auk þessa stafaði Tanz-
aníumönnum nokkur stuggur af
því, að Kanada er í Atlantshafs
bandalaginu ásamt Portúgal.
TANZANlUMENN sneru sér
til Kínverja, sem höfðu um
langt skeið þjálfað skæruliða
frá Mozambique í Tanzaníu
sunnan verðri og lagt þeim til
vopn. Kínverjar voru fúsir að
láta Tanzaníumönnum í té gegn
vægu venði þann búnað, sem
þeir óskuðu eftir, og Kínverjar
höfðu það fram yfir Kanada-
menn, að þeim voru tvímæla-
laust áfram um að steypa ríkis-
stjórnum hvítra manna í sunnan
verðri Afríku af stóli.
Ekki er til fulls ku"nugt, hve
mikla hernaðaraðstoð Kínverj-
ar hafa veitt Tanzaníumönnum,
en talið er, að allt að 200 kín-
verskir hernaðarráðgjafar séu
að störfum hjá her Tanzaníu
og við æfingabúðir skærulið-
anna. Þeir annast þó ekki ann-
að en þjálfunina.
Kinverjar hófu einnig fyrir
skömmu að byggja flotastöð í
Dar es Salaam og hétu Tazan-
íumönnum sex varðbátum í við
bót. Einnig er uppi orðrómur
um, að Kínverjar hafi lofað a@
reisa bækistöð fyrir flugher
Tanzaníu. Hafi sá orðrómur við
rök að styðjast, gæti einnig
hafa verið samið um afhend-
ingu kínverskra herþota.
járnbrautarlagningin
skarar fram úr að því er fjár-
hagsaðstoð Kínverja varðar.
Þeir eru byrjaðir lagningu járn
brautarinnar frá strönd Ind-
landshafs um hálendi Suður-
Tanzaníu til eirnámanna í Zam-
bíu. Reistar hafa verið umfangs
miklar vinnubúðir utan við Dar
es Salaam og hvers konar úfc-
búnaði í tonnatali er skipað þar
upp í viku hverri. Nokkur
hundruð Kínverjar eru þegar
að störfum við þessa fram-
kvæmd og álitið er, að þeir
Framhald á bts 14.