Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 8
3 TÍMINN FÖSTUDAGUR 3. jólí 1970. Ræða Stefáns Valgeirssonar við 40 ára afmæli Búnaðarbankans: Veðdeildin verði efld og Bú- stofnslánadeild komið á fót f fyrradag voru liSin 40 ár frá því Búnaðarbanki íslands tók til starfa. í tilefni af því efndi bankaráðið til hófs fyrir starfs- fólk og gesti í húsakynnum hans við Austurstræti og færði starfsmannafélaginu 300 _ þús. kr. gjöf, sem Guðmundur Árna- son, formaður féiagsins, veitti viðtöku. Við þetta tækifæri fluttu ræður Friðjón Þórðar- son, formaður bankaráðsins, Ingólfur Jónsson Iandbúnaðar- ráðherra, Jón Pálmason fyrrv. alþingismaður og Stefán Val- geirsson alþm., sem á sæti i bankaráðinu. Það var Tryggvi Þórhallsson, sem hafði forgönguna um stofn un Búnaðarbankans og var um skeið bankastjóri hans. Hilmar Stefánsson stjórnaði bankanum hins vegar lengst eða á þriðja áratug og efldisj bankinn mest undir stjórn hans. Núverandi bankastjórar eru þeir Stefán Hilmarsson og Þórliallur Tryggvason. Ræða Stefáns Valgeirssonar fcr hér á eftir: Háttvirta samkoma. Þar sem við erum hér saman komin til að minnast þess, að 40 ár eru liðin frá þvi, að Búnaðar- banki íslands tók til starfa, er ekki úr vegi, að einhverjir úr bænda- stétt segi nokkur or5 af þessu til- efni. Almennt er talið, að Búnaðar- bankinn hafi byrjað starfsemi sína 1. júli 1930. Hins vegar var Rækt- unarsjóður íslands stofnaður rétt fyrir síðustu aldamót og Bygging- ar- og landnámssjóður í ársbyrjun 1929. Þessir sjóðir gengu inn í Bún- aðarbankann við stofnun hans, og voru þvi í senn hornsteinar og kjarni hans frá öndverðu, og hljóta því að verða aðaldeild bank ans um alla framtíð, þó þeir hafi nú verið sameinaðir og haldi ekki sínu upprunalega nafni. Búnaðarbankinn, og þó ekki sízt stofnlánasjóðir landbúnaðarins, sem hafa verið í vörzlu hans frá Tryggvi Þórhallsson upphafi, hafa gert mögulega þá uppbyggingu, sem orðin er í sveit- um landsins. Þó skulum við líka minnast hins, að stofnlánin hafa verið og eru of lítill hluti þess, sem framkvæmd- irnar kosta, lánstíminn of stuttur og vextir of háir miða'ð við þann stakk, sem þjóðfélagið hefur búið þessum atvinnuvegi. Starfsemi stofnunar eins og Búnaðarbankans þarf alltaf að end urskoða og aðlaga breyttum kring umstæðum, til að þjóna sem bézt þörfum viðskiptavinanna á hverj- um tíma. Við gerum okkur nú dagamun til að þakka og gleðjast yfir þeim árangri, sem náðst hefur á þess- um 40 árum í vexti og viðgangi bankans, en þó ekki síður yfir þeirri uppbyggingu í iandbúnaði og öðrum þáttum þjóðlífsins, sem bankinn hefur stuðlað að með starfsemi sinni. Búnaðarbankinn er nú næst stærsti banki þjóðarinnar sé mið- að við það sparifé, sem hann hef- ur í vörzlu sinni, og starísemi allra banka byggist fyrst'og fremst á. Hins vegar hefur hann verið afskiptur að því leyti. að hann hef ur ekki öðlazt réttindi til að ann- Hilmar Stefánsson ast sölu á erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir það, að fast hafi verið eftir því leitað við stjórnarvöld. Verður að vænta þess, að sú tregða, sem verið hefur í þessu máli, standi ekki öllu lengur, því að hér er um að ræða réttlætis- mál, sem erfitt ætti að vera að standa gegn, og engin sýniieg rök eru fyrir. Vöxtur Búnaðarbankans á liðn- um árum er gleggsti vitnisburður um starfsfólk hang. Þó að hann hafi verið eini viðskiptabankinn, sem ekki hefur haft gjaldeyrisvið- skipti, og gat því ekki veitt sams konar þjónustu og hinir viðskipta- bankarnir, þá hefur hann haldið fyllilega sínum hlut. Þetta gat ekki gerzt, nema vegna hins góða starfsliðs bankans. Ég hefi haft allnáin kynni af mörgu þessu fólki bæði hér í Reykjavík og á Akureyri á liðnum árum, og ég sé fulla ástæðu, einmitt við þetta tækifæri, að þakka fyrir þau kynni og fyrir mjög ánægjulegt samstarf. Ég vil ennfremur færa því starfsfólki þakkir mínar, sem fór austur að Heklu í vor til að græða þau sár, sem kærulausir ferðalang- ai- ollu þar. Ég var búinn að sjá þá eyðileggingu, sem þar var fram Stefán Hilmarsson in, og veit því að það var þarft verk og gott, að bæta þar um, og það var mér sérstakt ánægjuefni, að það var starfsfólk Búnaðarbank ans, sem það gerði og hafði þar frumkvæði. Á tímamótam sem þessum ber að gera fleira en að horfa til baka og hælast vfir og þakka það sem unnizt hefur. Það þarf líka að horfa fram og gera sér grein fyrir næstu verk- efnum, sem leysa þarf. Þessi verk efni eru að sjálfsögðu mörg og margvíslegj og Kv'orkf st'áður' né stund nú til að ræða þau til hlít- ar. Hins vegar vil ég minnast á tvö aðkallandi verkefni til viðbótar því, sem þegar hefúr verið minnzt á. Veðdeildin hefur engan starfs- grundvöll. Því verður að breyta og útvega henni fjármagn svo að hún geti innt hlutverk sitt af hendi á eðlilegan hátt. Þetta mál er brýnt og aðkallandi. Gert var ráð fyrir því í upphafi, að stofna Bústofnslánadeild við bankann. Sú starfsemi hefur ekki enn komizt í framkvæmd. Þessi lánastarfsemi er algeng hjá öðr- um þjóðum og þykir sjálfsögð. Þórhaliur Tryggvason Vegna breyttra aðstæðna í land- búnaiði er það orðið mjög aðkall- andi að þessi lánadeild taki til starfa. Aður fyrr var það algengt að menn byrjuðu búskap með eina kú og örfáar ær. Engum dytti slíkt í hug nú. Þessar breyttu að- stæður krefjast breytingar á starf semi bankans. Hafa menn gert sér grein fyrir hvað bústofn kostar nú, sem byrjendur gætu komizt af með, til að standa undir vél- væðingu ásamt öðrum stofnkostn £'ði? Er það°ekki hlutverk Bún- aðarbankans að fiima lausn á þessu máli og öðrum, sem snerta á ein- hvern hátt landbúnaðinn og hans starfsemi. Þótt fleira mætti nefna, læt ég hér staðar numið. Að endingu vil ég vænta þess, að Búnaðarbankinn verði um alla framtíð aflgjafi landbúnaðarins, að hann venði frjálslyndur og víð- sýnn í allri starfsemi sinni, og að hans forusta verði jafnan sjálf- stæð og vökul og honum takist allt- af að hafa jafngott starfsfólk og hann nú hefur. Bankaráðsmönnum, bankastjórum og þeirn útibússtjór um, sem ég hefi haft samstarf við, þakka ég gott samstarf. Neír«uakn?níngar í borgarstjóm EJ—Reykjavík, fimmtudag. Á síðustu tveimur fundum borg arstjórnar — í gær og fyrir hálf um mánuði — var kjörið í ýmsar nefndir á vegum borgarinnar. Eins og fram hefur komið áður, var samstarf milli minnihlutaflokk- anna — nema Samtaka frjáls- íyndra og vinstri manna — um nefndakjör. Hér á eftir fara þær nefndir, sem í hefur verið kjörið, og nöfn þeirra sem kjörnir voru: Bygginganefnd: Af Ddista Hilmar Guðlaugsson, Hilmar Ólafs son. Af B-lista Guðmundur G. Þórarinsson. Varamenn: Af D- lista Páll Flygenring. Ingólfur Finnbogason. Af B-lista Ormar Þór Guðmundsson. Hafnarstjórn: Af D-lista Albert Guðmundsson, Ólafur B. Thors. Af B-lista Einar Ágústsson. Vara menn: Af D-lista Geir Hallgríms .on, Markús Örn Antonsson, af R-lista Guðmundur G. Þórarins son. T''Mr rnBnn voru kjömir í haínaistjorn utan borgarstjómar, þessir: Af D-lista Haraldur Ágústs son, af B-lista Guðmundur J Guðmundsson. Varamenn: Af D- Jista Gunnar Helgason, af B-lista Guðjón Jónsson. Stjórn Innkaupastofnunar Rvík , urborgar: Af D-lista Albert Guð i mundsson, Ólafur Jónsson. Af B- lista Guðmundur G. Þórarinsson, ISigurjón Pé'tursson. Varamenn: Af D-lista Magnús L. Sveinsson, Sveinn Björnsson, af B-lista Kristj án Benediktsson, Svavar Gestsson. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar: Af D-lista Birgir ísleifur Gunnarsson, Ólaf ur B. Thors. af B-lista Sigurjón Pétursson. Varamenn: Af D-lista Kristján J. Gunnarsson, Markús Örn Antonsson, af B-lista Adda Bára Slgfúsdóttir. Ferðamálanefnd: Af D-lista Markús Örn Antonsson, Elin Pálmadóttir, Baldvin Tryggvason, Magnús L. Sveinsson. Af B-lista Örlygur Hálfdánarson, Jón Snorri Þorleifsson. Arni Gunnarsson. Varamenn: Af D-lista Albert Guð mundsson, Haraldur J. Hamar, Ragnar Kjartansson, Páll Bragi Kristjónsson. Af B-lista Pétur Sturluson, Svavar Gestsson. Pét- urSigurðsson. I Stjórn Fiskiinannasjóðs Kjal srnessþings: Gunnar Friðriksson. Endurskcðandi Styrktarsjóðs sjómanna- og vjrkamannafélag- arnia í Reykjavík: Alfreð Guð- mundsson. Útgerðarráð: Af D-lista Svelnn Benediktsson, Ei::_r Thoroddsen. IHaraldur Ágústsson, af B-lista Hörður Helgason, Guðmundur Vig fússon. Varamenn: Af D-lista Pét ur Sigurðsson, Jónas Jónsson, Karl Bjarnason, af B-l-sta Skúli Þorleifsson, Jóhann Kúld. í allar ofangreindar nefndir og stöður var kosið til eins árs. Kosið var til fjögurra ára í eftirtaldar nefndir: Heilbrigðismálaráð: Af D-lista Birgir fsl. Gunnarsson, Úlfar Þórðarson. Herdis Biering. Gunn laugur Snædal. af B-lista Árni Björnsson, Margrét Guðnadóttir, Halldór Steinsen. Varamenn: Af D-lista Ólafur B. Thors, Alda Halldórsdóttir, Arinbjörn Kol- beinsson, Ottó Michelsen, af B- lista Jónatan Þórmundsson, Ólaf ur Jensson, Björgvin Guðmunds- son. Barnaverndarnefnd: Af D- lista B;jörn Björnsson. Ragnar Júlíus son, Hulda Valtýsdóttir, Jón Magnússon, af B-lista Gerður Steinþórsdóttir, Margrét Margeirs dóttir, Elín Guðjónsdóttir. Vara ! menn: Af D-lista Jóna Sveinsdótt ir, Jens Guðbjörnsson, Áslaug Friðriksdóttir, Bergljót Ingólfs dóttir, af B-lista Halldóra Svein björnsdóttir, Magnús Magnússon, Ingibjörg Júlíusdóttir. í Stjórn Ráðningai'stofu Reykja víkurborgar: Af D-lista Sveinbjörn Hanesson, Magnús Jóhannesson, af B-lista Alvar Óskarsson. Vara menn: Af D-lista Guðjón Sigurðs son. Hilmar Guðlaugsson, af B- lista Einar Eysteinsson. í Almannavarnanefnd: Af D- lista Agúsl Valfells, af B-lista Þráinn Karlsson. Forðagæzlumaður: Hjalti Bene diktsson. Til að framkvæma millimat: Gisli Teitsson. Sáttam:un: Af D-lista Sigurður Árnason, af B-lista Stefán Jóns son. Varamenn: af D-lista Hró- bjartur Lúthersson. af B-lista Jón Skagan. í merkjadóm: Á.rni Snævarr. Varamaður: Stefán Ólafsson. f Sjó- og verzlunardóm: Af D- lista Einar Guðmundsson, Garðar Pálsson, Guðmundur H. Oddsson, Halldór Sigurþórsson, Hjörtur Hjartarson. Pétur Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Svérrir Nor land, Einar Thocoddsen. Af B- lista Páll Guðmundsson, Jón Rafn Guðmndsson, Sveinn Jónsson, Æg- ir Ólafsson, Karl Magnússon, Jón Axel Pétursson. fþróttaráð: Af D-lista Gísli Hall dórsson, Axel Einarsson, af B- lista Alfreo þorsteinsson. Umferðanefnd: Af D-lista Þór Sandholt, Sveinn Björnsson, af B-lista Kári Jónasson. Leikvallanefnd: Af D-lista Ás- geir Guðmundsson, Margrét Ein- arsdóttir af B-lista Guðrún Flosa dóttir .Margrét Sigurðaráóttir. Æskulýðsráð: Af D-lista Pétur Sveinbjarnarson, Helga Gröndal, Hinrik Bjarnason, af B-lista Gerð ur Steinþórsdóttir, Guðrún Helga dóttir. Varamenn: Af D-lista Karl Jeppesen. Runólfur Pétursson, Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.