Tíminn - 04.07.1970, Page 2

Tíminn - 04.07.1970, Page 2
2 * TIMINN - LAUGARDAGUR 4. Júlí 197«. f dag klukkan 2 til 10 verða I ir £ Iðnskólanum, gengið inn frá I sér sveinsstykkin, sem húsgagna tU sýnis sveinsstykki 21 sveins, Vitastíg. Myndin hér að ofan sýn smiðirnir hafa lokið við, en þeir sem lokið hafa námi í húsgagna ir Þór Sandholt skólastjóra Iðn- fá 150 tima tU þess að smíða smíði. Smíðisgripirnir verða sýnd | skólans, og nokkra gesti virða fyrir | þessa hluti. (Tímamynd Gunnar) NTB-Armagh. — Bernadetta Devlin hefur nú verið eiaa vi’ku í fangelsinu í Armagh. — Armagh er að öllu jöfnu ró- legur bær, en nú er eins og þar sé eitthvað í bígerð. Þyrl- tu: svífa yfir í eftirlitsferðum og bifreiðir koma, svo lítið ber á, og losa stóra kassa, sem sennilega inni'halda táragas. Astæðan er auðvitað Berna- detta, sem hefst við í 5 sinnum 2ja metra stórum fangakiefa 1 fangelsi toæjarins. NTB-Osló. — Tíu lítil börn frá Kóreu kotnu til Osló í dag og hittu þar framtíðarforeldra sína. Þetta voru níu stúlfcur og einn drengur á aldrinum 7 mán aða til 5 éra. Börnin vora ber- fætt og farangurslaus með merkispjald um handlegginn. Á tíu norskum heimiílum höfðu verið gerðar miklar ráðstafan- lr til að taka sem bezt á móti nýjum fjölskyldumeðlimum. NTB-London. — Sir Alee Douglas-Home, utanríkisráð- herra Breta, fer til Parísar 15. júlí, til að ræða við franska kollega sinn, Schumann. Þá er utanríkisráðherra V-Þýzka- lands, Walter Scheel, væntan- legur til London síðar á árinu til að ræða við brezka ráð- herra. Umræðuefnin eru að venju öryggismál Evrópu, sam búð austurs 02 vesturs og styrjöldin í Indó-Kísa. NTB-Lima. — Vetrarregn er nú byrjað á jarðskjálfta- svæðunum í Perú og eru nú komin flóð þar ofan á allar hörmuagarnar. NTB-Rio de Janeiro. — Hryðjuverkamennirnir fjórir, sem reyndu að ræna brasil- ískri fiugvél á miðvikudaginn, ætluðu að fá 40 pólitíska fanga látna lausa fyrir að skila flug- vélinni og farþegunum. Þessu var neitað, og þegar flugvélin lenti í Rio, var dælt táragasi í hana og ræningjamir yfir- bugaðir. Ýmsir rekstrarliðir fóru verulega fram úr áætlun Framhald af bls. 1 miðað vjð árið á undan. 1968 var varið til nýrra gatna og nýrra holræsa 164 milljónum, en aðeins 135.5 milljónum á s.l. ári, eða tæpum 30 milljónum minna. I fjárhagsáætlun voru áætlaðar 233.9 milljónir til gatna- og hol- ræsa, en aðeins notaðar 198.8 milljónir. Mismunurinn er 35.1 milljón. Af þeirri upphæð eru 15 milljónir geymdar, 12.4 milljón- ir voru teknar til greiðslu eldri fyrirframeyðslu og sömuleiðis 7.7 milljónir, sem þá voru eftir. Um þær segir borgarritari í greinar- gerð sinni, að umræddar 7.7 millj ónir færist ekki til geymslufjár, þar sem rekstrarliðir þessa gjalda bálks hafi farið 18.4 milljónir fram úr áætlun 1968. Eitt árið er farið 18.4 milljónir fram úr fjár- hagsáætlun á einum gjaldabálki. Annað árið vantar svo 35 milljón- ir upp á, að fjárveiting á sama gjaldabálki sé notuð. Afskriftir á óbyggSum skólum Fyrninga- og afskriftaféð, 50 milljónir, skiptist á hina ýmsu flokka borgarmála, og fer að mestu leyti til afskrifta á húseign um, innanstokksmunum og ýmiss konar tækjum og búnaði. Þar má m. a. finna 113,435,55 króna afskrift á skóla við Fram- nesveg, sem reyndar var aldrei reistur. Sömuleiðis 97.043.52 króna af- skrift á gagnfræðaskóla í Vestur- bænum, sem ekki var heldur byggður. Það er ákaflega slæmt að eyða fjármagninu á þennan hátt, og vinnulega munar um minna en 200 þúsund krónur. Ýmsir rekstrarliðir fóru veru- lega fram úr áætlun. í skýrslu endurskoðunardeildar um borgarreikningana er vikið að flestum þeim liðum í rekstrar- reikningi, þar sem um veruleg frávik er að ræða frá fjárhags- áætlun, og þá m. a. þessara: a) Bifreiðir og bifhjól lögreglu. — Þessi liður var áætlaður 4.4 milljónir, en varð 5.4 milljónir. Kostnaður — án afskrifta — við sumar bifreiðar eru furðu háar, eða t. d. 470 þúsund, 446 þúsund og 398 þúsund. Viðgerðir við bif- reiðarnar eru unnar á bifreiða- verkstæði lögreglunnar, sem rek- ið er af ríkissjóði, og er verð hvers tíma selt á sama verði og á öðrum verkstæðum. Mikið er unn ið við bifreiðarnar á næturtaxta. Kannski eru þessar bifreiðir, sem dýrastar eru í rekstri, orðnar mjög lélegar, en þessum háa kostn aði er ekki hægt að una. b) Félags- og tómstundastarf meðal unglinga og rekstur Tóna- bæjar. — Á Áætlun var reiknað með 3 milljónum, en kostnaður varð 5.8 milljónir. Þar af var hall inn á rekstri Tónabæjar 1,873 þúsund. Þessi starfsemi hefur vax ið ört og öllum áætlunum yfir höfuð. Hvað um Elliðaárlaxinn? Um það hefur verið tnikið rætt nú undanfarið, hvers vegna svo lítil ganga sé upp í Eilliðaárnar, sem raun ber vitni. Velta margir því fyrir sér, hvort Elliðaárlax- inn sé farinn að ganga upp í Korpu o.s.frv. Veiðihornið sneri sér i gær til Guðmundar J. Kristjánssonar for- manns Landssambands ísl. stang- veiðimanna, og spurði hann álits á málinu. Kvaðst Guðmundur álíta að þrjár orsakir gætu verið fyrir þessari litlu göngu: Fyrsta ástæðan er sú, að vegna fflóðaana í Elliðaánutn 1967 og 1968, hafi mikið af uppeldisseið- unum, sem þá var sleppt í árnar. farizt, en sem kunnugt er, eru seiðin venjulegast í 1—2 ár í sjón um áður en þau leita æskustöðva sinna. f öðru lagi áleit Guðmundur. að vegna þess að útrennsli ánna hefur verið þrengt og svo mikið sjávarvatn i skurðinum, sem þar hefur verið gerður, sé laxinn lengi að átta sig áður en hann gengur upp í ána. Þriðju orsökina taldi Guðtnund ur geta verið þær verksmiðjvr, sem nú hafa verið byggðar við ána. Guðmundur kvaðst af fyrr- greindum orsökum álíta. að það væri ekki Elliðaárlaxinn sem gengi upp í Korpu, eins og margir hafa viljað halda fram. 20 laxar á einum degi úr Miðfjarðará Sannarlega var mikið líf yfir Miðfjarðaránni í fyrradag, og veiddust úr henni þann daginn 20 laxar — í sólskininu og blíð- unni sem þá var. Vonandi heldur áfram að vera svo góð veiði þar norðurfrá EB. c) Árbæjar- og minjasafn. — Áætlunin hljóðaði upp á 955 þús- und, e_n kostnaður varð 2.252 þús und. Árið áður. 1968, fór kostn- aður fram úr áætlun um 1.670 þúsund. d) 17. júní, jólatré, áramóta- brennur o. fl. — Þessi liður fór eina milljón fram úr áætlun, varð 2.6 milljónir í stað 1.6 millj. e) Gatnahreinsun. — Til henn- ar var áætlað 20 milljónir, en kostnaður varð aðeins 16.1 millj- ón. Þarna spöruðust því 4 millj- ónir. f) Heimilishjálp. — Áætlun 1.6 milljónir. Kostnaður 2.6 milljón- ir. f skýrslu endurskoðunardeild- ar segir. að deildin telji „að inn- heimta gangi of seint o,g að ekki sé nægilega mikið eftirlit með frumbókum, en þær hafa ekki all ar borizt deildinni. Þá telur deild in, að starfsstúlkur heimilishjálp arinnar skili sumar óeðlilega fáum starfsdögum". g) Meðlagagreiðslur. — Mjög hall aðist á ógæfuhliðina hér á árinu. Útlagðar greiðslur námu 52,4 millj ónum, sem er 8.4 milljónir um- fram áætlun, en innheimtar voru 26.2 milljónir, sem var 3.8 millj- ónir undir áætlun. Innheimtan var aðeins um 50%, en bæði árið 1967 og 1968 var innheimtan um 60%. h) Borgarspítalinn. — Halli varð 24.138 þúsund á árinu, en áætlun hljóðaði upp á 5.258 þús- und. Legudagar voru 72.200, og halli á legudag 334.32 krónur. Endurskoðendur telja, að hallinn á legudag sé mokkru minni, þar sem halli á slysavarðstofu sé of lágt tilgreindur. Hallinn á spítalanum fór 18 milljónir fram úr áætlun. Aug- ljóst er, að spítalinn er slæm rekstrareining eins og hann er núna án verulegs hluta af legu- deildunum. Alvarlegast er þó. að við þetta verður að búa næstu 5—6 árin samkvæmt núverandi áætlunum um stækkun spítalans. Eignabreytingar Á eignabreytingarreikningi sést, Kristján Benediktsson. að notað hefur verið á árinu af geymsluf j árreikningi til fram- kvæmda 35.4 milljónir, þar af um- fram fjárveitingu 28.6 millj. — 26.5 millj. til skólabygginga og 2.1 millj. vegna breytinga á Tónabæ, sem viröist hafa kostað á 4. millj- ón. Er sú tala allt önnur og hærri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og borgarráð samþykkti. Fasteignir voru á árinu keyptar fyrir 37.2 millj. Af þeirri upphæð voru 3.5 millj. færðar á rekstrar- liði en 33.7 á eignabreytingar. Til viðbótar koma endurbætur á Frí- kirkjuvegi 3 og Vonarstræti 4, sam tals 3.4 millj. Fasteignakaup færð á eignarbreytingar eru því röskar 37 milljónir. Einungis var áætlað til þessara hluta 10 millj. Á sama hátt hafa áhaldakaup orðið meiri á árinu en áætlað var sem nemur röskum 6 milljón- um. Til bygginga barnaheimila var enn ónotað um áramót 19.1 millj. Virðist sýnilega vinsælt að nota fjárveitingar til nýrra barnaheim- ila í rekstrarfé almennt hjá borg inni. Eignir borgarinnar Eignir á efnahagsreikningi eru taldar 3.439 milljónir og skuldir 592 milljónir. Eignaaukning á ár- inu hjá borgarsjóði og fyrirtækj- um, sem hafa sérstaka efnahags- reikninga, er 351.2 milljónir, þar af hjá borgarsjóði sjálfum 152.3 Fraimhaid á laihs. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.