Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN LAUGARDAGUR 4. júlí 1970. Á hinni fornu lnadnámsjörð Gunnólfs gamla, GUnnólfsá í Ólafsfirði, nú 'kölluð Ytri-Á, búa tveir bræður, Finnur og Anton Björnssynir. Áður hafði þar búið faðir þeirra, Björn Baldvinsson, hreppstjóra Ólafs- sonar í Ósbrekku, en Baldvin fórst í snjóflóði þar í hlíðinni, er hann var að huga að fé sína. Björn kom að Ytri-Á 19 ára gamall og var þar síðan allan sinn búskap, svo er einnig með syni hans. Finnur Björnsson hefur ver- íð forðagæzlumaður i Ólafs- firði um því nær 30 ára skeið. Hann er því öðrum fremur kunnugur höguim og háttuen bænda þar hvað snertir fóður- öflan og meðferð búpenings. Forðagæzla er nú ek'kert sér- slaklega vinsædt starf og þar getur stundum verið erfitt að synda milli skers og bára. Margir líta svo á, að þeir hafi sjálfir ekki minna vit á sín- um ásetningi og hvað þeim er fært í því efni, heldur en sá sem kemur til þeirra og enælir heyin. Aðrir telja sig neydda til að tefla á fremstu nöf að halda bústofni sínum í erfið- um heyskaparárum. Að mínu áliti gengur þessi síðasti vetar næst vetrinum 1916, en hann var mjög harð- ur og snjóþungar hér. Þegar ég skoðaði heybirgðir um það' bil mánuði fyrir sumar, taldi ég að víðast hvar væri til nóg fóður handa búpeningi bænda fram í maílok og allir gripir þá sómasamlega fóðraðir og hirtir. En veturinn var mjög snjóþungur, sérstaklega hér úti á Kleifunum. Um mánaða- mótin maí-júní sá ekki á dök'k- an díl, nema hæstu kalbðrðin. Þann 6. júní leit fyrsta ærin hjá út úr húsi. Andrós á Kvíabekk er mvnd- ar bóndi. Harm á•i 1100 mál af heyi og átti það í meðalárferði að vera tals- vert umfram þarfir handa þeim búpeningi, sem hann setti á vetur, en í vor gaf hann upp. Það þarf mikið til að geta búið núna. Afurðaverðið svar- ar ekki tilkostnaði í meðalári hvað þá heldur að unnt sé að mæta stóráföllum vegna veðurfars, kalskemmda og gras leysis. Hér í Ólafsfirði var sumarið í fyrra mjtig' erfitt. Tún voru víða dauðkalin og sá litli hey- fengur, sem fékkst nýttist ekki vel. Þó hygg ég, að heldur minna hafi verið gefið af kjarn fóðri í vetur en oft áður. Eitt hvað lítilsháttar hefur verið keypt inn í sveitina af heyi. Búpeningur tel ég að sé vel frroi genginn. Hér er víðast erfitt til rækt- unar, enda ekki stórstígar fram farir á því sviði fyrr en hingað komu mikilvirkar vélar. Má því segja, að aðalkrafturinn f ræktun hér hafi verið síðustu 10—16 ár. Á hallæris- eða kreppuárun um studdust bæjarbúar mikið við landbúnað, höfðu flestir bletti og hirtu þá vel. Þá voru í bænum 29 kýr, á níunda hundrað ær og um 200 lömb sett á vetur. Nú eru þessir blettir nytjaðir af bændum í nágrenninu og er það fyrir þá nokkur túnauki. Hjónin á Ytri-Á, Finnur Björnson og Mundína F. Þor- láksdóttur, hafa tæpast getað haldið að sér höndum um dag- ana. Þau hafa átt saman 20 börn og af þeim eru 16 á lífi, 611 uppkomin og dugandi mynd arfólk. — Þetta er mikið dagsverk. Finnur? — Ónei, ekki er það nú, a.m.k. finnst fólki þa? ekki nú á tímum. Meöan heilsan var góð til að halda öllu í hcrf inu, gekk allt vel. Jafnóðum og börnin uxu upp, tóku þau þátt í heimilisstörfum og fjöl- skyldan vann sameiginlega að forsjá heimilisins. Flest voru þau að mestu heima. þangað til þau stofnuðu heimili sjálf. Þau eru öll hraust og dugleg og vðndust þvi í uppvextixnum að setja það öðru ofar að vera sjálfbjarga. — Ég tel það skynsamlegt fyrir hvert heimili að búa sorv mest að sínu. Hitt eru engin hyggindi. að selja eigin fram- leiðslu og kaupa annað i stao- inn, sem síður svarar þörfun um, þótt ódýrara kunni að vera. 'vöð bræðurnir hér á Ytri- Á, höfum stundað jöfnum hönd um land og sjó. Jörðin heíu' ekki miklar landsnytjar og hef ur því orðið að sækja heyskar fram í fjörð, þangað sem kost- ur hefur verið að fá hann. Sjö ár heyjaði ég úti á Hvanndölum og eitt ár inni í Héðinsfirði. Það var stund- um erfitt að sæta lagi, en ég hef talsvert á mig lagt, enda aldrei komizt í heyþrot. Oft hef ég þurft að tefla á tæpasta vað ,en þó aldrei orð- ið fyrir neinum áföllum, hvorki á sjó eða landi. Næst því að komast ekki heim til minna var, þegar ég, ásamt Ólafi Baldvinssyni í Árgerði, fór læknisferð til Dalvíbur. Kona Antons bróður mins hafði þá veikzt eftir barns- 'burð. Okkur gebk vel suður yfir til Dalvíkur. Komum að Árgerði og hittum lækninn. Hann treysti sér ekki til að fara með okkur og mun það hafa betur ráðizt en ella mundi, en lyf lét hann, sem að gagni komu. Við fórum frá Hóli á Upsa- strönd klukkan 12 að kvöldi og komum upp í Ólafsfjarðar- hom klukkan 7 um morgun- inn. Höfðum við þá verið að hrekjast alla nóttima i ófærð, náttmyrkri og ofsahríð. Finnst mér, þegar ég renni hugan- um til baka, að þarna hafi mjóu munað. Þær vora erfið- ar læknisvitjanaferðimar með- an leita þurfti hans til Dal- vikur. Ég þurfti aldrei að leita lœknis fyrir mína konu í sam- bandi við barnsfæðingar. — Það er mikið hvað eftir er af henni. — Þarna mælir Finnur ekki um of. Húsfreyjan er sannarlega ekki þessleg að vera komin á áttræðisaldur og hafa bonð undir belti 20 börn. Hún seg, ist líka alltaf hafa verið létt- lynd og ekki einblínt á s'kugga hliðar Iífsins. — Árið 1927 byggðum við hér sjóhús og gerðum lengi út lítinn véibát. Árið 1933 byggðum við svo rafstöð í fé- lagi við þá á Syðri-Á. Það er bezta verk sem hér hefur verið gert fyrir það jarðneska. Mér lízt Sla á stjómina yör þessum hólma, sem við búum á. Það er hver höndin upp á móti annarri. Jafnvel þeir, sem sameiginlegra hagsmuna hafa að gæta, bera ekki gæfu til samþykkis. — Við erum ínú orðin tvö hér heima, gömul hjón. Börn- in öll hafa leitað sér stað- festu annars staðar og hafa það gott. Eru þvi Jitlar líkur til að nokkurt þeirra spinni áfram þráðinn hér á Ytri-Á, hvað sem verður svo um kotið. Það er einhver tregaMand- inn tónn í rödd gamla manns- ins, þegar hann segir þessi síðustu orð. Sú jörð sem hann gengur á og hefur erjað langa athafnasama ævi, er hoaum heilög jörð. Þ. M. Rafmagnsveitan á Syðri-Á. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.